Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 2
SlÐA ÞJðÐVILIINN Miðvikudagur 23. október 1963 Staða skrifstofustjóra borgarverkfræðings er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 25. flokki kjarasamnings borgarstarfsmanna. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilað í skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, eigi síðar en 31. okt. n.k. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík. TilboB óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauð- arárporti fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 1 til 3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd vamarliðseigna. Þakka hjartanlega auðsýnda vináttu á 60 ára af- mæli mínu 8. október. HALLFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR. iimiiiifliiiiiiiiiBiiviHiiiiiimm^niiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiBBiviiiiiiiniiiiiviiiiiiviii Verkamenn óskast nú þegar. Mikil vinna. BYGGINGARFÉLAGIÐ BRH Símar: 16298 og 16784. Hvor segir ósatt? Umboðsmenn Atlanzhafs- bandalagsins á íslandi era nú komnir í hár saman út af því hver sé mestur agent þess fyrirtækis hér á landi, en tilefnið eru framkvæmd- imar í Hvalfirði. Guðmundur í. Guðmundsson vill afsala sér titlinum af einhverjum dularfulium ástæðum og seg- ir að Kristinn Guðmundsson hafi verið sér miklu fremri; það séu hvorki meira né minna en sjö ár síðan hann féllst á að Atlanzíhafsbanda- lagið legði Hvalfjörð undir sig. Hefur Guðmundur í. Guðmundsson haldið því fram á þingi að tiltekinn dag — 1. marz 1956 — hafi Atl- anzhafsbandalagið samþykkt fjárveitingu til stórfram- kvæmda í Hvalfirði, olíu- stöðvar, skipalægis og sprengi- efnisgeymslu, en slíkar fjár- veitingar séu aldrei sam- þyikiktar fyrr en búið sé að ga-nga frá öllum formsatrið- um. Samþykki Kristins Guð- mundssonar sé raunar ljóst af öðrum ástæðum einnig: hann hafi verið í forsæti fundarins sem samþykkti þetta og greitt því atkvæði vjálfur. En Kristinn Guðmundsson er j_afn tregur og Guðmund- ur f. Guðmundsson að taka á sig heiðurinn af því að vera helzti umboðsmaður Atl- anzhafsbandalagsins á ís- landi. Tíminn hefur hringt i hann alla leið til Moskvu, og Kristinn segir afdráttarlaust um framburð Guðmundar; „Slík fjárveiting var aldrei rædd eða til meðferðar á þeim ráðherrafundum þar sem ég var í forsæti, og mannvirkjagerð í Hvalfirði bar aldrei á góma á þeim fundum Nato sem ég sat.“ Þannig lýsir Kristinn Guð- mundsson eftirmann sinn i utanríkisráðherrastóli vísvit- andi ósannindamann.og nú fer málið óneitanlega að verða býsna alvarlegt. Augljóst er að annarhvor ráðherrann seg- 'r ósatt, og nú stoða hvorki gagnkvæmar getsakir lengur eða almennt mat manna á því hvorum sé frekar trúandi til að fara með rangt mál. Hafi alþingi íslendinga ein- hverja sómatilfinningu getur það ekki sætt sig við að vera beitt ósannindum Qg fölsuð- um skýrslum; það hlýtur að skipa nefnd til þess að kom- ast að þvi sanna og beita þann aðila síðan óhjákvæmi- legum viðurlögum sem unp- vis reynist að lygum. — Austri. Þar geta menn gert við bíla sína Hér sézt hiuti af hinu rúmgóða verkstæði Bílaþjónustunnar. Þrír mætismenn hafa stofn- sett nýtt fyrirtæki í Kópavogi, sem þeir kalla „Bílaþjónustan í Kópavogi" og er það til staðar að Auðbrekku 53, stuttan spöl frá Blómaskála hreppstjórans fyrrverandi. Þetta er nokkurskonar bifreiða. verkstæði. þar sem menn geta fengið leigt verkstæðispláss fyrir bifreiðar sínar og annazt við- gerðimar sjálfir undir hand- leiðslu þessara manna, sem vita allt milli himins og jarðar um bifreiðir. Rafreiknir Framhald af 12. síðu. að líta, að slík tæki sem þessi úreldast mjög fljótt. Tók Hansen verkfræðingur dæmi af því, að tæki með svipaða afkastagetu og þetta hefði fyrir fimm árum ekki komist fyrir í sama her- bergi, og þar að auki verið ó- líft að heita má í herberginu fyrir hita. Helzt virðist til greina koma að leigja tæki til lands- ins, slíkt er áð vísu mjög dýrt. en er þó sterklega athugandi. Þess má að lokum geta, aðorð- ið „rafreiknir” er notað til þess að undirstrika þá staðreynd. að þrátt fyrir allt jafnist slík tæki aldrei á við mannlegan heila. Orðabók Framhald af 1. síðu. yrði sem aðgengilegust til af- nota. Eru orðin skýrð ýmist með lýsingum á merkingu þeirra, dæmum um notkun þeirra eða samheitum, en í bók- inni eiga að vera flest eða öll íslenzk stofnorð sem komizt hafa í íslenzkar orðabækur svo og algengustu samsetningar. Verð bókarinnar verður kr. 721 með söluskatti en skóla— nemendum verður gefinn kostur á að eignast hana með 20% af- slætti, ef skólamir panta bókina sameiginlega fyrir þá og á- byrgjast greiðslu. Með útgáfu þessarar bókar hefur verið unnið mjög merki- legt og þarft verk og eiga Bóka- útgáfa Menningarsjóðs, ritstjór- inn. Árni Böðvarsson, svo og aðrir er að henni hafa unnið sérstakar þakkir skyldar. Bókin er prentuð i prentsmiðjunni Odda og bundin f Sveinabók- bandinu og virðist allur frá- gangur hennar með miklum á- gætum. Kúbudeilan Framhald af 3. síðu. inn hefur verið saman síðan innrásin var gerð í Normandí 1944. Hnappurinn 1 hinu svonefnda stríðsher- bergi í aðalstöðvum Bandaríkja- hers í Pentagon stóðu liðsfor- ingi og liðþjálfi með skamm- byssur á lofti, reiðubúnir að skjóta hvern þann sem kynni að bjla. á taugum og reyna að þrýsta á hnappinn sem hefði bleypt af stað heimstyrjöld. Þama er einnig til staðar verkfæri og aðgangur að gas- tækjum til logsuðu og nýtízku gufuþvottatæki til hreinsunar á mótorum og fleira í sambandi við bílinn svo sem stórar og kraftmiklar ryksugur til þess að þrífa bilinn að innan og kemur það sér vel í vetrarkuldum. Þá hefur fyrirtækið rafgeyma- hleðslu og annast hreinsun og bónun ef óskað er. Alla daga vikunnar verður fyrirtækið op- Rœtt við Pál Framhald af 12. siðu. forstjóri eiga marga hvassyrta grein um kjö.r iðnnema frá þeim tíma er hann þekkti þau af eigin raun. — Hvað hefur þú að segja um 21. þing Iðnnemasambandsins? — Þingið mótaði, eins og því var ætlað, stefnuna í áframhald- andi baráttu sambandsins fyrir hagsmunamálum iðnnema. Það sem mest hefur verið blásið upp af nokkrum dagblaðanna var það leiðinda atvik er fulltrúar Iðn- nemafélags Vestmanneyja gengu af þingi. Ég álít þetta hafa venð mjög ófélagslega framkomu af Vestmanneyingunum og að eitt- hvað annað en umhyggja fyrir hagsmunum INSl hafi legið þar á bak við. Og framkoma þeirra verður því að téljast vítaverðari þar sem um þessar mundir virð- ist einhver von um framgang höfuðbaráttumáls iðnnema frá upphafi; kröfunnar um nýja iðnfræðslulöggjöf. Þessi atburð- ur gæti orðið til þess að veikja aðstöðu sambandsstjómarinnar og gera henni erfiðara fyrir í þeim átökum sem framundan eru. Vegna ummæla Vísis, Morg- unblaðsins og Alþýðublaðsins um fulltrúa Félags járniðnaðar- manna á bessu þingi INSl vil ég að lokum taka skýrt fram, að enginn af fulltrúum okkar á þinginu er starfandi 1 pólitísiku félagi og er það meira en sagt verði um heimildarmenn þess- ara blaða um þingið. Þessi blöð kalla okkur kommúnista og fæ ég ekki betur séð en að þá séu kommúnistar í miklum meiri- hluta í landinu, ef allir þeir er nú berjast fyrir leiðréttingu kjara sinna eiga að hljóta þá nafngift. Úhjv. ið frá kL 9 til 22 og er rúm fyrir 10 til 14 bíla. Furðulegt er að fleiri fyrir- tæki skuli ekki vera sett á stofn líkt þessu eins og að er búið bílaeigendum með þá náð að koma bílnum sínum á verkstæði. Er hQÍlbrigður grundvöllur und- ir þessari fyrirtækisstofnun. Hvað skyldi annars kosta klukkutíminn á þessu verk- stæði? Hann kostar kr. 30.00. Eigendur hins nýja fyrirtækis heita Hinrik Karlsson, Axel Pálsson og Halldór Þorláksson og starfa þeir allir við fyrir- tækið. PI6K15IM LAUGAVEGI18 SfMI 19113 TIL SGLU: Glæsileg hæð við Hjálm- holt 130 ferm., allt sér, selst fokheld, bílskúr. 170 ferm. glassileg hæð við Safamýri, fokheld, allt sér. bflskú. 3 herb. góð kjallaraíbúð á Teigunum. sér hitaveita, sér inngangur. 6 hcrb. glæsileg endaíbúð 130 ferm. við Fellsmúla, fullbúin undir tréverk f marz — apríl. Sér þvotta- hús á hæð, stórar svalir. bflskúrsréttur. AUt sam- eiginlegt frágengið. Verð aðeins kr. 540 þús, ÍBÚBaR I SKIPTUM: 3 herb. góð íbúð við Miklu- braut með 2 herb. í kjall- ara. — 4 herb. íbúð ósk- ast f staðinn. 5 herb. endaíbúð við Laug- amesveg. — 3 herb. ný- leg fbúð óskast í stað- inn. 3 herb. góð fbúð í stein- húsi við Njálsgötu. — 5 herb. fbúð óskast í stað- inn. Höfum kaupendur með miklar útborganiir að öll- um tegundum íbúða. HÚSHGCNDUR Gæti ekki einhver leigt kærustupari með 1 barn 1 —2 herbergi og eldhús. — Vinsamlegast hring- ið í síma 33516. Tónlistarskóli Kópavogs Innritun fer fram í Félagsheimili Kópavogs miðviku- daginn 23. og fimmtudaginn 24. okt. kL 5—7 s.d. báða dagana. Nemcndur, hafið stundaskrána með ykkur. SKÓLASTJÓRI. Tíl sölu Ford, árgerð 1937 (pick-up), Bercedes Benz, diesel vörubifreið, árgerð 1955 (áekyrður), Grjótvagn (Dumtor) með G.M.C. dieselvél 4-71. Upplýsingar í Áhaldahúsi Kópavogskaupstaðar við Kársnesbraut. Sími 10717 (41576). Bifreiöaeigendur ■ Gerið við bílana ykkar sjálfir. Við sköpum ykkur aðstöðu til þess. ■ Framkvæmum vélaþvott — Rafmagnshleðslu — Bónum og ryk- hreinsum. BÍLAÞJÓNUSTAN KÓFAVOGI V0 óezt S----WðtóT'" = KHA8CV Auðbrekku 53

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.