Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. október 1963 ÞlðÐVIUINN SÍÐA g „HEIMSLiÐIB" GEGN ENGLENDINGUM ,Knattspymuleikur háður á Wembley / I dag verður háður í London sá knattspyrnukappleikur sem knattspyrnuunnendur hafa beðið eftir með sérstakri eftirvænt- ingu: Crvalslið beztu knattspyrn amanna heims keppir við enska landsliðið. Það er ekki oft að tækifæri gefst til að sjá beztu knatt- spymumenn heims leika í einu og sama liðinu, og öllum þykir forvitnilegt hvemig slík tilraun muni takast. Enginn efast um snilli hinna einstöku úrvals- manna. En hvernig tekst þeim að mynda eina heild, þar sem samæfing þeirra verður lítil. Nægir þessi samanþjappaða snilii til þess að köppunum takist að sýna „knattspymu- leik aldarinnar”? Ekki er ólíklegt að nokkrar breytingar verði á heimsliðinu á síðustu stund, og hugsanlegt er að skipt verði inná. Eflaust hefðu ýmsir kcsið að þetta einstæða lið yrði skip- að ýmislega á annan hátt, en enginn neitar því að erfitt muni reynast að finna ofjarl nokkurs manns í liðinu. Að sjálfsögðu vekur það athygli að Brasilíumaðurinn Pelé er ekki í liðinu. Hann hafði vissulega verið valinn í liðið, en íþrótta- félag hans neitaði um keppnis- leyfið. Það var Chilemaðurinn Riera, þjálfari portúgalska liðs- ins ,,Benifica” sem hafði loka- orðið um val í liðið. ítalarnir Rivera og Maldini höfðu verið valdir í liðið, en fengu ekki leyfi knattspymuyfirvalda á 1- talíu til að taka þátt í keppn- inni. Sömuleiðis hafði Brasilíu- maðurinn Garrincha verið val- inn í liðið. Lið Englands. Þá hefur enzka knattspymu- sambandið tilkynnt lið Eng- lands á Wembley í dag. Það kemur í ljós að Englendingar fara eftir reglunni að breyta ekki siguriiði. Þeir etja fram sama liðinu sem sigraði í síð- asta landsleik Englands fyrir skömmu. Liðið vann landslið Wales — 4:0 í Cardiff. I varaliði Englendinga eru þessir: Tony Waiters mark- vörður (Blackpool), Ken Shell- ito (Chelsea), Ron Flowers ÁRMANN OC VÍKINCUR SICRUDU ÍM.FL KVCNNA Reykjavíkurmótið í handknattleik Reykjavíkurmótið í handknattleik hélt áfram á sunnudagskvöldið og hófst þá keppnin í m.fl. kvenna, svo og 2. fl. karla. Einnig fóru fram leikir í 3. fl. karla. Leikir kvennanna eru betri nú en um sama leyti í fyrra, og er gott til þess að vita, því að það eru stór átök fram- undan hjá stúlkunum næsta sumar: Norðurlandameistara- mótið sem verður haldið hér í Reykjavík. Ármann vann Þrótt 11:1 — (6:0) Ármannsstúlkumar fóru létt með að vinna Þrótt en Ár- mann hefur á að skipa frísk- um stúlkum og skothörðum, og mikill styrkur er það fyrir liðið að Rut Guðmundsdóttir hefur tekið að sér markvörzlu á ný. Þróttarvörnin var mjög op- in og áttu Ármenningarnir gott með að skjóta þar í gegn. Markvörður Þróttar hafði nóg að gera, og er varla hægt að saka hana um mörkin sem voru flest óverjandi er þau komu í gegnum vörnina. _ Það var ung stúlka, Díana Óskarsdóttir, sem mestan usla gerði í vörn Þróttar, en hún skoraði 7 af mörkum Ármanns með föstum og snöggum skot- um, sem hinar lítt reyndu Þróttarstúlkur áttuðu sig ekki á. Eina mark Þróttar setti Erna Bjarnadóttir, en þá hafði Ármann sett áttn. Víkingur vann Fram 8:5 — (3:2) Leikur Fram og Víkings var mjög jafn framanaf, en er líða tók á leikinn náðu Víkingarn- ir í allgott forskot sem færði þeim sigur í leiknum. Skot- hörðust Víkingskvenna var El- ín Guðmundsdóttir en hún setti 5 af 8 mörkum Víkings. 2. fl. karla Tveir leikir fóru fram í 2. fl. karla og voru þeir báðir skemmtilegir. í fyrri leiknum sigraði Fram Val með 6:4. Bæði liðin voru skipuð .ágæt- um piltum en Fram sigraði fyrst og fremst á vel útfærðu línuspili. Seinni leikurinn var á milli ÍR og Víkings og byrjuðu ÍR- ingarnir nokkuð vel og höfðu forustu í hléi 5:2. En smátt og smátt fór að saxast á for- skqtið og undir loikin voru liðin orðin jöfn og skoruðu á víxl. Úrslit urðu 9:9. Tveir leikir fóru fram í 3. fl. karla, Fram vann Val með 11: 1 og ÍR Þrótt með 11:9. Hópar föngnlegra stúlkna úr 2. fl. Fram og Vals stóðu fyrir framan Andrés Bergmann, er hann setti Reykjavíkurmótið í handknattleik um siðustu helgi. — (Ljósm. Bj. Bj.j. aldarinnar' London í dag Liðin sem keppa í dag Að ofan heimsliðið, og að neðan lið Englands. Djalma Santos (Brasilíu) Jasín ’(Sovét) Schnellinger (Þýzkal.) Masopust Poplohar Pluskal (Tékkósl.) Puskas (Ungverjal.) (Tékkósl.) (Tékkósl.) Denls Law (Skotl.) (* Kopa di Stefano Cento (Frakkl.) (Spáni) • .(Spáni) Bobby Charlton (Manch. Un.) G. Eastham (Arsenal) Bobby Moore Bobby Smith Terry Paine ■(Tottenham) (Southampton) Jimmy Greaves (Tottenham) Maurice Norman GordonMilne (West Ham) (Tottenham) (Liverpool) Jimmy Armfield Ramon Wilson (Blackpool, fyrirliði) (Hudersfield) Gordan Banks (Leicester). *) eða Eusebio (Portúgal) (Wolverhampton), Tony Kay (Everton) og Joe Baker (Ai’sen- a-1). Mikið hafði verið um það rætt að gamla kempan Stanley Matthews yrði valinn í lið Englands, en sú varð ekki raun- in. Metaðsókn Eftirspurn eftir aðgöngumið- um að þessum leik hefur ver- ið geysimikil, enda þótt þeir séu dýrir. Fólk kemur úr öll- um heimshoi'num til að, vera á Wembley í dag. Enska knatt- spyrnusambandið gerir líka ráð fyrir mettekjum af leiknum, sem háður er í tilefni 100 ára afmælis sambandsins. Áður en leikurinn hefst koma inn á völlinn allir þeir knatt- spymumenn sem leikið hafa í enska landsliðinu síðustu 25 ár. Stórmennskulæti Breta Englendingar hafa löngum haft gaman af því að etja sín- um mönnum fram gegn úr- valsliðum Evrópu, en ekki hafa þeir fyrr ráðist, í það að bjóða heiminum út. Fjórir leikir við Evrópulið hafa verið háðir, og hefur lið Englands tekið þátt í tveim þeirra en lið Stóra- Bretlands í tveimur: 1938 í London, England — Evrópa 3 :0. 1947 í Glasgow, Stói-a-Bretland — Evrópa 6 :1. 1953 í London, England f- Ev- rópa 4 :4. 1955 í Belf^t, Evr- ópa — Stóra-BretlaxjiR 4 :1. Banks Jasin 7. deild hefst / desember íslandsmótið 1964 í handknattleik mun verða að hefjast fyrir áramót hjá meistaraflokki karla vegna þess að ákveðið hefur vcrið að Ieikin verði tvöföld umferð eins og í fyrra. Fyrstu Ieikirnir fara fram 14. descmber. Aðrir flokkar munu hefja keppni eins og áður um 20. janúar. Handlcnattleikur ,Spartak Pilsen' kemur í næstu viku sitt af hverju iri Sjö Iönd hafa bætzt við sem aðilar að Alþjóðaolymp- (unefndinni, og eru aðildar- lönd þá orðin 112 að tölu. Nýju Iöndin eru: Fílabeins- ströndin, Jórdanía, Malí. Senegal, Kamerún, Neapal og Libya. ★ Portúgalska knattspyrnu- félaglð Benefica hefur tryggt knattspyrnusnillinginn Eus- ebio fyrir 700.000 dollara (ca. 28 milljónir ísl. króna) vegna þátttöku hans í ,,heimsliiðinu” gegn Englandi á morgun. Þetta er hæsta trygging sem um getur fyrir einn leik. Eusebio hefur nýlega náð fullri heilsu eftir meiðsli sem hann hlaut á æfingu. ★ 1 Evrópubikarkeppninni hefur verið dregið um næstu leiki: Italska liðið Milan leik- ur gegn sænsku mcisturunum Norköping. Benefica (Lissa- bon) keppir við Borussia (Dortmund). Inter (Mílanó) keppir við Monaco (Frakkl.). Real Madrid Ieikur á móti Búkarest og Einshoven (Belgíu) gegn Plovodiv (Búlg- aríu) Þetta er Evrópubikar- keppni deildarsigurvegaranní) utan úr heimi Tékkneska handknatt- leiksliðið „Spartak Pilsen“ kemur hingað til lands eftir viku í boði ÍR og leikur hér nokkra leiki. Spartak Pilsen er um þess- ar mundir í 3. sæti í tékk- nesku deildarkeppninni og er því ekki um neina meðalmenn að ræða, því eins og kunnugt er þá eru Tékkar með fremstu þjóðum heims í hand- knattleik. Tékkarnir munu leika hér sex leiki og verður sá fyrsti annan miðvikudag, 30. októ- ber, en þá mæta þeir gest- gjöfum sinum, ÍR. 1. nóvember mæta þeir Reykjavíkurúrvali. 2. nóv. fs- landsmeisturunurn FH ’(úti) 5. nóv. leika þeir við Víking og 7 nóv við íslandsmeistara Fram (inni). Allir þessir leikir fara fram að Hálogalandi en einn leikur mun fara fram í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli en þar munu Tékkarnir spreyta sig á tilraunalandsliði okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.