Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞIÚÐVILIINN Miðvikudagur 23. október 1963 Kjarnorkuvísindamenn í USA voru á móti sprengjunni á Hiroshima af er, að þeir kynniu að gera hið sama, og það myndi kvelja mig. Mér geðjast ekki að til- hugsuninni, að þetta geti komið fyrir okkur. Levy: Já, en það var stríð. Shumard: Japanir voru held- ur ekki að hlífa okkur við ■ Næstum allir bandarískir kjamorkuvísindamenn tóku á- kveðna afstöðu á móti því, að Bandaríkin köstuðu fyrstu kjarn- orkusprengjunni á Hiroshima. Truman forseti fékk ekkert að vita um mótmæli þeirra fyrr en um seinan. Leslie L. Groves hershöfð- ingi, sem annaðist vísindi í þágu hemaðar, sá um að mótmæla- orðsending vísindamannanna komst ekki Truman í hendur. a Þessi æsifregn kom í bandarísku tímariti á dögunum. Grein- ín byggist á leyniskjölum og var skrifuð fyrir tveim ámm. En ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur komið í veg fyrir, að hún birtist fyrr en nú. Abyrgð æðstu manna séð i nýiu Ijósi Truman hefur ckki látið ábyrgðina buga sig. Þegar hann varð sjölugur var hann spurður hvcrs hann iðraðist mcst í lífinu, og hann sagðist gjaxnan hefði viljað giftast fyrr. Greinin bönnuð Tveir blaðmerm bandaríska tímaritsins „Look“ (sem kemur út í 7.4 milljóna upplagi) hafa eftir margra ára fyrirhöfn fengið yfirvöldin til þess að sleppa hendinni af hluta leyni- skjalanna, sem varpa ljósi á einn ægilegasta harmleiic ald- arínnar, þegar sprengjunni var kastað á Hiroshima. Þeir heita Fletcher Knebel og Charles W. Bailey og segja> að grein þeirra sé skrifuð fyrir tveim árum. en utanríkisráðuneytið hafi bannað hana, þangað til fyrir sbuttu, að þeir fengu að birta hana í „Look“ (13. ág.). Og það er ekki að undra: „Truman forseti fékk ekkert að vita um mótmaalaorðsend- inguna. sem fjöldi bandarískra kjamorkuvísindamanna undir- rituðu og sendu honum til þess að reyna að koma í veg fyrir að sprengjunni yrði varpað á Hiroshima aðvörunarlaust. Hann tók þvi eina örlagarík- ustu ákvörðun mannkynssög- unnar. án þess að fá hana í hendur". Þetta er nokkuð vægt að orði kveðið og skín í gegn, að höfundar hafa orðið að ganga að vissum skilyrðum til þess að fá greinina birta. Það kem- ur heldur ekki fram, að kannski hafi samningaaðstaða gagn- vart Sovétríkjunum eftir stríðið einhverju ráðið. a. m. k. hvað tímann snertir. en sprengjan féll tveimur dögum áður en Sovétríkin samkvæmt samningi bættust í hópinn móti Japönum. Truman óreyndur 4—■ Groves sat á skjalinu Harrry Truman var nýliði á forsetastól um þessar mundir. Leslie Groves herforingi tók sér það bessaleyfi að stinga mótmælaskjalinu niður í skúffu þangað til of seint var að snúa við. Groves var í aðstöðu til þess að gera þetta sem stjóm- andi Manhattan-áætlunarinn- ar og forstjóri deiidarinnar, sem vann að kjamorkuvísind- um í þágu hemaðar. 1 Man- hattan-skjölunum kemur í ljós, að seinni ummæli Groves um Truman hafa við rök að styðj- ast. ..Truman var eins og smá- strákur á sleða, sem aldrei fékk að segja já. Það eina, sem hann hefði getað sagt (ef hann hefði langað til þess) var nei, en'það sagði hann aidrei" Vísindamenn sammála Eðlisfræðingurinn Leon Szil- ard átti frumkvæðið að mót- mælum vísindamannanna. Hann hefúr undanfarin ár verið einn af forsprökkum nýrrar friðarhreyfingar (Coun- cil for a Livable World). 1 Manhattan-skjölunum má sjá. að allir kj amorkuvísindamenn. sem unnu að Manhattan-áætl- uninni, að tveimur undanskild- um. voru sammála Szilard, að sprengjuna mætti ekki nota, án undanfarandi aðvörunar. Þó voru samdar þrjár ályktanir með mismunandi orðalagi. Szilard sjálfur vildi alls ekki, að kjamorkusprengjan yrði notuð á þessu stigi Japans- stríðsins. Groves sat á skjölunum frá 25. júlí til 1. ágúst; þau voru með utanáskrift til Trumans og send í þjónustupósti. Tru- man var þá staddur í Potsdam og átti að leggja af stað heim með herskipi, einmitt í þann mund er Henry L. Stimson tók við pakkanum frá Groves hershöfðingja. Og þegar kjam- orkusprengjan féll, var forset- inn „einhversstaðar á Atlanz- hafinu". Marshall — með til- raunum í óbyggðum Löngu áður en Szilard og starfsbræöur hans hðfðu lýst yfir mótmælum gegn eyðingu Hiroshima, höfðu ýmsir hátt- settir menn í Bandaríkjunum látið í Ijósi svipaðar skoðanir. Einn þeirra var George C. Marshall, þá yfirmaður her- foringjaréðsins og seinna ut- anríkisráðherra. Tveir þekktir vísindamenn, Vannevar Bush og James B. Conant, höfðu þegar í september 1944 skrifað Stimson hermálaráðherra og krafizt þess, að sprengjan yrði reynd í óbyggðum, áður en ráðizt yrði á japanska borg. „Allar hliðar málsins“ Ekki vita menn hvaða skoð- un Boosevelt hafði á þessu máli. En Truman lát stofna nefnd (að undirlagi Stimsons), sem átti að ræða málið frá 9. maí til 19. júiá. Hún kom sam- an átta sinnum, og voru tekn- ar fyrír „allar hliðar máls- ins“. Szilard og félagar hans gerðu nefndinni grein fyrir skoðunum sínum, en varafor- maður nefndarinnar, George L. Harrison, vísaði málinu til undimefndar, sem í sátu 4 vís- indamenn og áttu þeir að taka afstöðu til mótmælanna. Einn af nefndarmönnum var Oppen- heimer, heimsfrægur vísinda- maður. Þessi fjögurra manna nefnd, og síðan Stimson-nefnd- in, komst að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri þvá til fyrir- stöðu, að sprengjan yrði not- uð til „tafarlausra hemaðar- aðgerða", þ.e.a.s. gjöreyðingar Hiroshima og Nagasáki. Bæði Bush og Conant áttu sæti í nefndinni. Þeir hljóta að hafa verið sannfærðir, annað hvort með því að spara bæri líf bandarískra þegna, eða með einhverjum öðrum rökum, sem ekki koma fram í greininni. Misjöfn viðbrögð Svo féfll sprengjan 6. ágúst og aftur þann níunda. Mikill hluti kjamorkuvísindamanna fundu nógu þunga ábyrgð hvála á sér til þess að helga friðar- barátturmi hluta af kröftum sínum. M.a. gefa þeir út hinn nýja „Bulletin of Atomic Sci- entists". Nokkrir, t.d. Oppen- heimer, tóku að berjast gegn óframha'ldandi rannsóknum f þágu hemaðar, en Edward Teller og fleiri unnu að enn meiri rannsóknum. Harry Truman, sem bar póli- tíska ábyrgð á útþurrkun Hiro- shima og Nagasaki, a.m.k. að nafninu tiL, kenndl víst aldrei samvizkubits; þegar hann var spurður í afmælisviðtali við hann sjötugan, hvers hann iðr- aðist mest í lífinu, svaraði hann, að hann sæi eftir að hafa ekki gifzt fyrr en hann gerði! Aðeins einn fékk samvizkubit Aðeins er vitað um einn mann, sem vill taka fulla á- byrgð á sínum hluta glæpsins, en það er Claude Eatheriy, flugmaðurinn, sem gaf merki um að láta sprengjuna falla. Hann gekk í gegnum vítiskval- ir samvizkubitsins. Þetta þykir bera vott um brjálsemi og hef- ur hann verið lokaður inni i vitfirringahælum hvað eftir annað. Sálfræðingar sögðu, að hann þjóðist af „sektartHfinn- ingu“. og gátu ekki skilið, að sök hans var sönn, þótt flest- ir hinna meðseku létu sér fátt um finnast. Það er auðskilið af viðbrögð- um Eatherly, sem við getum lesið í bók hans ,,Samvizkan bönnuð", að takmörk eru fyrir þeirri grimmd, sem a.m.k. sumt fólk getur þoflað aðhorfauppá, þó aldrei nema í stríði sé. Hann var venjulegur strákur frá Texas, sem opnaði augun of seint, en viðbrögð hans geta kannski opnað augu annarra. En hinir flug- mennirnir? 1 fyrra hittust þeir Eatherly og gamlir félagar hans úr stríð- inu, á Edgwater Beach Hotel til þess að ræða gamla daga. Hluti samtalsins var kvikmynd- aður og kom í bandaríska sjón- varpinu. Ekki virðast þeir hafa 2ært mikið af þessari reynslu. Shumard: Ég var aldrei nnd- vaka af þessu (þ.e. eyðingu Hiroshima). Þetta er alveg satt — ég var í leiðangri í þetta sinn og mundi gera það aftur. Besar: Ég var glaður og stolt- ur af því, hvað ég stóð mig vel á sýningunni, sem varð til þess að ég var valinn til þessa vandaverks. Bevins: Sú staðreynd, að þetta var kjamorkusprengja — að urmull af fólki var drep- inn —olli mér engum áhyggj- um þá. Besar: Ef ég ætti að gera bað aftur, fæ ég ekki séð, að málið liti nokkuð öðru vísi út í dag. Bevins: Ef mér væri skipað að sleppa 50 megatonna sprengju yfir Moskvu, og ef við værum í stríði við þá, finnst mér við ættum að skella okk- ur af stað og gera það. Það eina, sem ég hefði áhyggjur Pearl Harbor. Carron: Þeirra árás var miklu verri — það var launárás. Besar. Þetta var Asíulýður — en ekki fóflk eins og við, það þurfti að bauna rækilega á þá. Eatherly: Mér finnst við hefðum átt að sleppa sprengj- unni utan við Hiroshima, eða þá borg, sem meiningin var að sprengja, svo að fólkið gæti séð hvað sprengjan væri hættu- leg. Það hefði kannski bjargað lífi margra. Besar: Ég held ekki, að gagn hefði verið að neinni sýningu eins og é stóð. Shumard: Ég er viss um, að það hefði ekki verið nóg til þess að fá þá til þess að gef- ast upp. Kannski hefðu þeir hugsað sig öriftið um, en ekki meira. Og að lokum: Eatheriy: Mig dreymir oft konur og böm, sem hlaupa fram og aftur í eldhafi. Það er eins og í helvíti. Bevins: Við vitum, að ef þess þarf með, getum við og Rússar blásið hvor öðrum út af kort- inu. Þetta veldur mér kvíða. en ég hugsa mig kannski við, að einhver af forystumönnum okkar hljóti að gjörþekkja á- standið — og að við séum kannski komnir miklu lengra en við vitum í að tryggja ör- yggi okkar. Þetta vona ég að minnsta kosti. Shumard: Nei, hættum nú þessu — það er skeflfilegt, hvað við erum orðnir alvarlegir — við skulum fara út og fá okkur að borða. Svona lauk sjónvarpsdag- skrá Davíds Brinkley, sem hann kallaði: „Sprengjan þeirra lagði borg í rústir". Nú eru sprengjumar orðnar svo miklu stærri, að ef við nokkum tíma sleppum einni þeirra. verður ekki komið saman á Edgwater Beach Hotel til þess að rifja upp atburðinn. Athugasemd írá Gjald- heimtunni Vegna greinarkoms í Þjóðvilj- anum um Gjaidheimtuna hefur Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri beðið fyrir at- hugasemd um málið sem þar er rætt. G jaldh eim tus t j óri segir það rétt vera, að hlutaðeigandi hafi komið í Gjaldheimtuna 5. júní og spurt hvort hann skutldaði nokfcuö, og fengið það svar að hann skuldaði ekkert, sem líka var rétt, því hann hafði greitt að fuHru fyrirframgreiðslu sína og skuldaði þá heldur ekki fast- eignagjöld. Hins vegar hafði húseign hlut- aðeigandi manns verið tekin endanlega í fasteignamat og Gjaldheimtan fengið um það tilkynningu 14 júní, níu dögum síðar en maðurinn bar fram fyrirspurn sína. Var honum þá sent bréf um hækkun á fast- eignagjaldinu. Hugsanlegt væri að hann hafi ekki fengið það bréf, sem sent var í venjuleg- um pósti, en þegar þetta við- bótargjald var ekki greitt, fór það venjulega leið ti'l lögtaks. og lýkur svo að það var greitt eftir að búið var að senda upp- boðsbeiðni, en af því fellur á nokkur kostnaður. Af þessum sökum taldi gjald- heimtustjóri að í þessu tiifelli væri ekki um mistök að ræða atf hálfu Gjaldheimtunnar. Frá Hirosh ima - borg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.