Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA HÓÐVIMINN Miðvikudagur 23. október 1963 NEVIL SHUTE SKAK- BORDIÐ í bandarikjaher svona löngu eftir stríðið og allt það? — Ég veit það ekki, sagði hann. Það varð löng þögn og svo sagði hann: — Mig langar tn að reyna. Hún sat djúpt hugsi nokkrar mínútur. Hann var dálítið und- arlegur, fannst henni. Og kann- ski var nokkuð til í þvi, ef til vill stafaði þessi árátta af meiðsli hans. En það hjálpaði henni ekkert í vandamáli henn- ar: hvað átti hún að gera í þessu? Hún þekkti mann sinn nógu vel til þess að vita að ekki þýddi að andmæla honum; þegar hann tók eitthvað í sig, hélt hann í það dauðahaldi eins og hundur í bein. Auk þess var þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem henni fannst hann þarfnast hennar. Hún sagði: — Hvernig voru þeir, þessir náungar? Voru þeir nokkuð 6ér- stakir? Hann brosti: — Ekki öðru- vísi en þannig að þeir voru allir í bölvuðu klandri — rétt eins og ég. Hann sneri sér að henni og í hvítu ljósinu sá hún stóra örið. — Viltu að ég segi þér frá þeim? Hún sagði: —• Já. Hann reis upp úr stólnum. —• Ég ætla að skreppa inn og losa mig við eitthvað af þess- um bjór. Á ég að færa þér teppi um leið og ég kem? Þetta var í fyrsta sinn í lang- an tíma sem hann hafði boðizt til að gera eitthvað fyrir hana. Hún sagði: — Já, gerðu það. Það er svolítið farið að kólna, en það er ósköp indælt hér úti. Hann fór inn í húsið og kom fljótlega aftur og rétti henni Hárgreiðslan Hárgreiðsln og snyrtistofa STEINC og DðDÓ Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SfMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðsiu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við alira hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. H ARGREIÐSLUSTOF A ACSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 _ Nuddstofa á sama stað. — teppið. Hún breiddi það yfir sig og hagræddi sér í stólnum til að hlusta á hann. Þau sátu þarna í garðimxm þetta hlýja sumarkvöld í friðsælu tungls- Ijósi undir daufum stjömum. Það var blæjalogn, allt kyrrt og hljótt. Allt í kringum þau svaf heimurinn í svefnbæ stórborg- arinnar. — Þessi fall'hlífarhermaður, sagði hann, var karl i krap- inu. Hann var ungur náungi, ekki nema tvítugur, þrekinn og kubbslegur piltur með þykkan, hrokkinn rauðan hárlubba; hann var stuttklipptur samkvæmt reglum hersins, en samt sem áður var hárið mikið. Hann var gráeygður og eins og flestir rauðhærðir piltar hafði hann gaman af að skemmta sér. Hann hét Duggie Brent. Fullt nafn hans var Douglas Theo- dór Brent en honum fannst Theodórs-nafnið píulegt og rejmdi að fela það. Faðir ‘hans var slátrari í Romsey og leik- prédikari i Meþódistakirkjunni; þegar sonur hans fæddist þótti honum vel við eiga að skíra hann guðs gjöf. Seinna meir fór faðir hans að hugsa sig um. © Annars var ekkert athugavert við Duggie Brent nema hvað hann hafði lítinn áhuga á kirkj- unni en þeim mun meiri áhuga á ungum stúlkum. Hann hafði gott lag á þeim. Hann komst fyrst í vandræði út af stúlku, þegar hann var fjórtán ára og það var bara í fyrsta sinn. Þeg- ar hann var sextán og hálfs árs þurfti faðir hans að greiða fyrir hann bamsmeðlag og var ekki sérlega hrifinn af því. Þeg- ar hann var sautján ára laug hann til um aldur sinn og gekk í heimavamarliðið að gamni sínu; árið 1939 brauzt stríðið út og hann var tekinn i her- inn og sendur til Durham. Hver einasta stúlkumóðir í Romsey varp öndinni léttar. f hemum sneru þeir sér að því að gexra úr hqnum mann. Síðan settu þeir byssusting á riffilinn og létu hann ráðast á sandpoka. Ef snúið var svolítið upp á byssustinginn þegar hann var kominn í mark, sögðu þeir að auðveldara væri að ná hon- um út og sárið yrði miklu stærra. Síðan fengu þeir honum Bren byssu; hann komst að raun um að með heimi var hægt að drepa fjölda manns ef þeim var náð á bersvæði. Ef óvinimir væra hins vegar svo tillitslausir að liggja í fylgsnum, þá kenndu þeir honum að nota hand- sprengjur og hvernig hann ætti að skríða undir vemd Brenbyss- unnar og félaganna og lauma þeim inn til Þjóðverjanna í skot- gröfunum. Síðan kom vélbyss- an og seinna Sten-byssan, og loks tók hann próf í þriggja tommu kanónu. Allt vora þetta undirstöðuat- riði, auðvilað, ekki annað en gagnfræðaskóli. Hann hóf fram- haldsnámið 1941 á námskeiði í skriðdrekatækni, þar sem hoji- um var kennt, að fljótvirkasta aðferðin til að kála mönnunum í skriðdrekanum væri að kveikja í öllu saman. Hann fékk xrppbyggilega kennslu í meðferð Ronson-kveikjara. Hann lærði að hægt væri að drepa fjölda manns með nokkur hundruð lítram af logandi olíu ef geng- ið væri til verka með snyrti- mennsku og varfæmi. Síðan lærði hann töluvert um jarð- sprengjur og tók námskeið í út- búnaði á allskonar gildrum. Árið 1942 gerðist hann sjálf- boðaliði í innrásarsveitunum og þar var fyrir alvöra farið að kenna honum að drepa fólk. Hann komst að raun um að það sem hann hafði lært til þessa var barnaleikur og ósamboðið sönnum hermanni. Hvaða auli sem var gat drepið Þjóðverja með handsprengju, sem gerði svo mikinn hávaða að allt um- hverfið vaknaði; maður sem kunni nokkuð fyrir sér gat læðzt að í myrkrinu og gert það með hnífi aftan frá, haldið um munn og nef óvinarins með hirmi hendinni, til að koma í veg fyrir að hann æpti. Auðvit- að þurfti að gæta þess að láta ekki bíta sig, en þetta var í rauninni ofur einfalt þegar mað- ur komst upp á lagið. Það þurfti bara að setja sig í rétt- ar stellingar, svo gerðirðu bara svona og svona — og þama lá hann, kannski dálítið sprikl- andi en steindauður. Þannig gat sæmilega upplýst- ur maður sem kunni sitt hand- verk og gekk upp í því afgreitt málið. En fyrir þann sem vildi ná sem hæst í listinni og var snöggur og laginn, var hnífur alger óþarfi. Duggie Brent tók námskeið í óvopnuðum bardaga í árslok 1942, þar sem honum var kennt að drepa mann með berum höndunum. Þetta var há- mark hemaðaruppfræðslu hans; þegar hann kom aftur til her- deildar sinnar, gat hann ráðizt á vopnaðan mann, stærri og sterkari en sjálfan hann, og drepið hann þegjandi og hljóða- laust með höndu-m og fótum einum. Árið 1943 gerði hann þetta á skuggalegri götu fyrir utan drykkjukrá rétt við New Cross veginn. Það gerðist í leyfinu hans og hann var kominn úr landi á leið til Norður-Afríku áður en lögreglan hafði upp á honum. Það var ómerkilegt rifrildi milli manna, sem hafa drukkið of mikið til að hafa gát á orð- um sínum, eftir langa bið, leið- indi og gremju yfir seinagangi stríðsins. Um það leyti átti Duggie Brent vingott við stúlku í ATS sem átti heima í New Cross í suðaustur London. Hún hét Phyllis Styles og hún var í leyfi frá AA-stöð sinni í Kent. Þau höfðu drukkið sam- an te og farið svo í Odeon-bíó. Þau komu þaðan út klukkan hálftíu og leiddust mnilega eft- ir þriggja stunda notalegheit, og til að enda kvöldið fóra þau inn í Geitina til að fá sér bjór. Mike Seddon var írskur ket- illhreinsari sem hafði valið sér Geitina sem samastað um kvöldið. Vitnisburðurinn leiddi ekki í Ijós hversu mi-kinn bjór hann hafði drukkið áður en Brent og vinkona hans komu inn; enda skiptir það ekki miklu máli, þar sem írskur ketilhreins- ari getur drukkið óendanlegt magn af stríðsbjór án þess að guggna; og hann hafði líka efni á því, þar sem hann fékk venju- lega fimmtán pund í launaum- slaginu sinu. Barinn var troð- fullur af fólki svona undir lok- in, svo að Brent og stúlkan hans og ketilhreinsarinn lentu saman úti í homi í þrengslun- um. Það var skömmu eftir að Brent hafði verið færður yfir í Fallhlífarherdeild og skömmu eftir að rauða húfan þeirra var komin í umferð. Herra Seldon var ekki lengi að taka við sér. ,JÞið þessir ungu menn gangið um allt með punthúfur,“ sagði hann hæðnislega. „Þeir láta mig ekki hafa neina punthúfu. Ég fæ enga punthúfu. Nei, ónei, enga punthúfu. Og af hverju?“ spurði hann fólkið í kring og hækkaði röddina. „Af hverju gefa þeir mér enga punthúfu? Það skal ég segja ykkur. Ég skal segja ykkur af hverju ég fæ enga punthúfu. Það er af því að ég vinn skítavinnu. Það er þess vegna. Þes-s vegna gefa þeir mér ekki punthúfu. Vegna þess að ég vinn skítavinnu til að vinna þetta skítastríð". Það var hlegið í kring. Brent liðþjálfi hélt á bjórkrukku. sinni og roðnaði af reiði. Hann sagði: „Hvem fjandann held- urðu þá að ég geri?“ Ketilhreinsarinn var á sínum heimaslóðum. Hann kom í Geit- ina á hverju kvöldi og hann vissi hvemig viðbrögð krár- gesta voru við seinagangi stríðsins. Hann leit á bringu liðþjálfans, þar sem engin heið- ursmerki var að sjá. Hann sagði: „Já, drengur minn, segðu okkur það. Stattu upp og segðu okfcur það öllum sa-man. Hvað ætlarðu nú að gera til að vinna þetta skítastríð?“ Hann sneri sér að fólkinu. „Situr á rassgat- inu og fægir hnappana sína með punthúfuna á hausnum, það er það sem hann gerir. Ég vinn heiðarlega vinnu, en þeir setja ekki á mig punthúfu fyrir það.“ Brent opnaði munninn til að segja að hann væri í þann veg- inn að fara úr landi en lokaði honum aftur án þess að tala; það var ekki að vita nema ein- hverjir snuðrarar væra í þess- um hóp. Hann roðnaði af gremju. Hann var viðkvæmur fyrir því að hann hafði verið í hernum í þrjú ár og þrjá árs- fjórðunga, en hafði aldrei far- ið frá Englandi og ekkert séð af aðgerðum. „Ég geri það sem yfirmenn mínir segja mér að gera,“ sagði hann reiðilega. „Ég ræð engu um það.“ „Og þið gerið andskotann ekkert í þessum bölvuðum her,“ sagði herra Seddon. „Þið hefðuð margir hverjir gott af því að koma og vinna heiðarlega vinnu eins og menn í stað þess að spranga ykfcur með píum með punthúfur á hausnum. Þeir ættu allir að koma í skítavinnu í SKOTTA Mamma: Þessi andstyggilegi sonur þinn Ieyfir sér að nota nyloa- sokkana mina í hala á flugdrekanum sínum. Stúlka óskast til skrifstofustarfa nú þegar eða um næstu mánaðamót. Upplýsingar hjá auglýsingastjóra blaðs- ins. Sími 17-500. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN, húsgagnaverzlun Þérsgötu t Innheimtustörf Duglegir unglingar óskast til innheimtustarfa nú þegar, hálfan eða allan daginn. Þjóðviljinn Sími 17-5-00. Hvemig er gamli Gráni nú? Svona svipaður. En Bjúsi blessaður? Ágætur- Fékkstu Basa? Því er nú ver. Ég ®Sk3c Bjössa bunitu A — afsakið. Um hvað eruð þið eiginlega að tala, drengir? Uppóhaldskennarana okk- ati auðvitaðl . . Lentir þú nokkum tíma á H eimavinnu-Haraldi ? Nei — er hann eins bölvaður og af er látið? ________ Bifreiðaleigan HJÓL Uverfisgötu 82 Sími 16-370

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.