Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur — 24. október 1963 — 28. árgangur — 230. tölublað. Hraðfara og óvenjulega djúp lægð olli veiurof sanum í gær Loftvog aðeins einu sinni áður fallið jafn hratt Lægðin sem olli veðurofs- anum hér sunnan- og vest- *7Ík~w^ ! 1 1 dag, 24. október, eru liðin 25 ár síðan Sameiningarflokk\ir alþýðu — Sósíal- | istaflokkurinn var stofnaður. Hófst sto'fnþing flokksins mánudaginn 24. október | 1938 og stöð til fimmtudagsins 27. október. 1 Þessara tímamóta er minnst í ÞJÖÐVILJANUM í dag og næstu daga. Á 7. síðu J er frásögn af stofnfundi flokk'sins o.fl., en á öðrum stað er getið afmælishátíðar | oósíalistaflokksins að Hótel Borg á sunnudagskvöldið. | 1 Myndin sem þessum línum fylgir er upphaf ifundargerðarinnar um stofnfund Sam- | einingarflokks alþýðu ¦— Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn 25 ára HVOR SEGIR OSATT? Guðmundur 1. Guðmundsson, núverandi utanríkisráðherra. Sópaði burt brúarhandriíi AKRANESI 23/10. — 1 morg- un um níu leytið rakst stór vöruflutningabifreið P-166 á brúarstólpa við Berjadalsá og sópaði burtu s.tólpunum og brú- arhandriði og valt á hliðina á árbakkann. Við áreksturinn tók framöxul og framhjól undan bílnum og sat það hvortveggja eftir á vegarbrúninni. Vöru- bíllinn er mikið skemmdur og þó sérstaklega undirvagninn að framan og hægri hlið bílsins. Bifreiðarstjórinn var einn í bílnum og telur hann, að stýris- armur hafi brotnað og stýris- hjólið þannig farið úr sambandi. Hann slasaðist ekki og þykir það vel sloppið. ¦ Vitnisburður Guðmundar 1 Guðmundssonar og Kristins Guðmundssonar um sögu Hvalfjarð- armálsins verður fróðlegri með hverjum degi sem líður. Þar stangast á gagnstæðar upplýsingar, og er augljóst að annarhvor þessara manna fer með vísvitandi osannindi. Vitnisburður Guðmundar Hinn upphaflega vitnisburð sinn flutti Guðmundur 1 Guð- mundsson á þingi í síðustu viku þegar rætt var um Hvalfjörð. Hann sagði: „1. Snemma á árinu 1955 komu fram tillögur frá Nato um að komið skyldi á fjarskiptasam- bandi milli Bretlands og íslands á vegum Nato og á kostnað Infrastructure-sjóðsins. Einnig komu fram á sama tíma tillögur um að gerðar skyldu í Hvalfirði geymslur fyrir olíu og sprengi- efni ásamt aðstöðu fyrir skipa- lægi samkvæmt Infrastructure- áætlun Nato. 2. A árinu 1955 verður utan- ríkisráðherra Islands, dr. Krist- inn Guðmundsson, forseti Nato. Tilmælin um Infrastructure- framkvæmdir í Hvalfirði eru þá ræddar hér heima og við Nato. Niðurstaðan verður sú, að fjár- veiting til þessara framkvæmda er tekin upp í áætlun Nato um f járveitingar úr Infrastructure- sjóði og voru áætlanir þessar gerðar 1. marz 1955. Utanríkis- ráðherra Islands, dr. Kristinn Guðmundsson, er þá enn forseti Atlanzhafsbandalagsins. 3. Það er ekki venja að taka fjárveitingar upp í fjárhagsáætl- un Infrastructure-sjóða, nema áður sé gengið úr skugga um að viðkomandi land sé samþykkt framkvæmd þeirri, sem fé er veitt tíl.** ........ Svar Kristins Kristinn Guðmundsson svaraði í símtali sem hann átti við Tím- ann frá Moskvu. og var svarið birt á forsíðu Tímans undir fyr- irsögninni „UPPSPUNI". Krlst- inn segir: „Slík fjárveiting var aldrei rædd eða til meðferðar á þeim ráðherrafundum þar sem ég var i forsæti, og mannvirkjagerð í Hvalfirði bar aldrei á góma á þeim fundum Nato sem ég sat. Hins vegar var þessu máli nokkrum sinnum hreyft við rmg sem ráðherra af varnarliðinu á Islandi, en ég visaði öllum til- mælum um mannvirkjagerð í Hvalfirði algerlega á bug i fullu samráði við meðráðherra mína og kom aldrei til mála. að ég samþykkti neitt slíkt fyrir Is- lands hönd." Svar Guðmundar 1 gær svaraði Guðmundur 1. Guömundsson þessum vitnis- burði Kristins í Alþýðublaðinu. Hann segir: j,Beiðni Nato um Hvalfjarðar- framkvæmdirnar 1955 liggur skriflega fyrir. Um málið fóru fram miklar viðræður milli Nato og dr. Kristins Guðmundssonar og aðstoðarmanna hans, sem stóðu í marga mánuði. Utanrík- isráðuneytið óskaði þá eftir uppdrætti af væntanlegum framkvæmdum og kostnaðará- ætlun og fékk hvort tveggja. Framhald á 2. síðu. KrisUnn Guðmundsson, fyrrveraJidi utanríkisráðherra. anlands í gær var 1500 km. suð- suð-vestur í hafi klukk an 18.00 á þriðjudag en yfir Mýrum 24 tímum seinna, eða um sex leytið í gær og þá orðin óvenju djúp, 942 millibör. Hefur loftvog að- eins einu sinni fyrr fallið svo ört samkvæmt upplýs- ingum veðurstofunnar, en það var fyrir fáum árum við Dalatanga. 1 veðurfregnum klukkan átta í gærmorgun var spáð stynn- ingskalda og seinna allhvössu. Klukkan tíu var spáð hvassviðri og stormi við suðurströndina og á Vestfjarðarmiðum. Klukkan sex í gærdag var veðurhæðin hér í ReykjavíK orðin níu vindstig en komst upp í ellefu vindstig nokkru seinna í byljum. Veðrið gerði töluverðan 6- skunda og varð að kalla vinnu- flokka frá bænum til aðstoðar lögreglunni en samkvæmt upp- lýsingum hennar var óvenju mikið um að þakplötur tæki af húsum eða losnuðu. Til marks um aðganginn má geta þess að á áttunda tímanum i gær Iágu setbekkir á Austurvelli á tvist og bast út um völlinn. Ekki vaar lögreglunni né slökkviðilinu kunnugt um slys á mönnum um það leyti er blaðið fór í prentun. Slökkviliðið hafði ekki verið kallað út en fengið allmargar tilkynningar um truflanir á raf- magni sökum veðursins. Báts saknað Slysavarnarfélagið lýsti í gærkvöld eftir tveim- ur bátum: Rækjuveiðabátnum Ver ÍS 108, er var saknað á fsafjarðardjúpi og sjö tonna bát úr Breiðafirði, Elliða. Á hvorum báti voru tveir menn. I tíufréttum í gærkveldi var skýrt frá því að Ver IS 108, annar bátanna sem lýst hafði verið eftir væri kominn fram. Samtímis voru skip og bátar á Breiðafirði beðin að halda á- fram leit að Elliða. Elliði er um sjö tonn. Hann fór frá Rifi kl. tvö aðfaranótt miðvikudags og ætlaði til Stykkishólms með við- komu í Elliðaey. A Elliða eru tveir menn: Gunnar Sveinsson vitavörður í ElUðaey við annan mann og von manna að þeir séu í eynni. Vitinn þar logaði ekki í gær og var álitið að Guð- mundur væri ef til vill að lag- færa hann. . Afmælissöfnunin Sláum öll met í dag óstoum við Sósíalista- flokknum til hamingjiu með 25 ára afmælið og sláum öll fyrri met í söfnuninni með því að f æra honum afmælisgiöf. Góð sókn var hjá flestum deildum í gær þótt engin næði 100%. Þetta hefur víst verið lítið grand sem þeir sögðu í 1. deild. Hins vegar sóttu 2., 3., 8b og 10a deildir vel fram. Við höfum opið frá kl. 10—10.i kvöld á Þórsgötu 1 og Tjarnargötu 20. Gerum stórátak í dag. Röð deildanna er nú þannig: 1. 1 deild 2. 8b — 3. 14 — 4. 15 — 5. 8a — 3 — 4a — 6. 7. 8. lOb 9. 5 10. 6 11. lOa 93% 86% 75% 58% 49% 47% 35% 34% 29% 28% 28% 27% 27% 26% 24% 12% 8% 7% 4% Utan af landinu bárust okkur góðar gjafir frá Neskaupstað og Stykkishólmi, sem við þökk- um kærlega fyrir. Röð félag- anna er nú þannig: 12. 2 13. 16 14. 7 15. 9 16. 4b 17. 11 18. 13 19. 12 Hveragerði Neskaupstaður Mosfellssv. Selfoss Kópavogur Keflavík Sandgerði 8. Vestmannaeyjar 9. Akranes 10. Akureyri 11. Húsavík Herðum sóknina. Sláum met í kvöld. 30% 23% 20% 11%) 10% 2% 2% 2% 1% 1% 1% Brezkur togari strand- aði í gærkvöld í því að blaðið var að fara í prent- un seint í gær, barst 'fregn um að brezki togarinn Northern Spray hefði strandað undir Grænuhlíð rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Strand- staðurinn er um þrjár. sjómílur inn af Rit. Varðskipið Óðinn kom þegar á vett- vang og virtist erfitt um björgun; norð-austan rok og blindbylur. Stuttu seinna barst þó sú fregn frá Óðni að öll áhöfnin, tuttugu menn, væru komnir um borð í varðskipið. |l—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.