Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 4
4 SIÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Aldar- fjórðungur T dag er liðinn réttur aldarf jórðungur síðan stofn- þing Sósíalistaflokksins hófst; það sfóð í fjóra daga og lauk 27. október 1938 með því að stofn- aður hafði verið sameiningarflokkur alþýðu í því skyni að fylkja saman öllum sósíalis’tum í land- inu, berjast fyrir félagslegum og menningarlegum endurbótum og stefna að sósíalisma. C|aga Sósíalistaflokksins í 25 ár er mikil og árang- ursrík afrekasaga, áhrif flokksins, bein og óbein, hafa orðið mun víðtaekari en fylgi flokksins gefur til kynna; saga Sósíalistaflokksins er á órjúfan- legan hátt samtvinnuð sögu íslenzku þjóðarinnar þennan aldarfjórðung. Það er fyrst og fremst verk Sósíalistaflokksins og hinnar sósíalistísku verk- lýðshreyfingar að kjör alþýðu hafa gerbreytzf á þessu íEímabili; þótt nú sé barizt við víðtækan og mjög alvarlegan vanda í kjaramálum er hann á engan hátf sambærilegur við öryggisleysið og allsleysið á kreppuárunum fyrir s’tríð. Að þessu verkefni he'fur Sósíalistaflokkurinn m.a. unnið með því að hafa forustu fyrir gerbreytingu á ís- lenzkum atvinnuháttum, með framleiðslubylting- unnl í tíð nýsköpunarstjórnarinnar og ale’flingu framleiðslunnar í tfð vinstristjórnarinnar. Bar- áttan fyrir sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar hefur einnig verið meginverkefni Sósíalista- flokksins á þessu tímabili; þar hafa skipzt á sigrar eins og stofnun lýðveldis og stækk- un landhelginnar í 12 mílur, og ósigrar fyrir bandarískri heimsvaldastefnu; en einnig hún hef- ur beðið sína afdrifaríku ósigra eins og þegar Sós- íalista’flokkurinn kom 1945 í veg fyrir kröfuna um herstöðvar til 99 ára og þegar áformum Banda- ríkjanna um stórauknar hemámsframkvæmdir var hnekkt með samþykki Alþingis 1956 og mynd- un yinstristjórnarinnar. Sjálfstæðisbaráttan he'f- ur verið nátengd baráttu flokksins í menningar- málum sem oft hefur risið á glæsilegan hátt, og því skal ekki gleymt að Sósíalistaflokkurinn hafði forustu fyrir þeirri breytingu á fræðslumálum sem fryggt hefur íslenzku æskufólki meira ja’fn- rétti en dæmi eru um í nokkru öðru landi Vest- ur-Evrópu. Raunar er sama hvert litið er í þjóð- 'félaginu, hvarvetna sér merki um áhrif Sósíalista- flokksins, í tryggingamálum, heilbrigðismálum, húsnæðismálum o.s.frv. o.s.frv. En slíkar félagslegar og menningarlegar endur- bætur voru aðeins annar þátturinn í verkefn- um Sósíalistaflokksins; hann he’fur einnig se’tt sér það mark að koma á íslenzkum sósíalisma. Ekki sta’far það af neinni kreddufestu, eins og stundum er haldið fram. heldur þeirri augljósu vitneskju að auðvaldsskipulaginu er um megn að leysa vanda- mál þjóðarinnar; aðeins samvirkir þjóðfélagshætt- ir sósíalismans munu tryggja sjálfstætt fram- fararíki á íslandi. Þetta hefur aldrei verið ljósara en nú, þegar tilraunir til að hressa upp á auð- valdsskipulagið á íslandi hafa leitt til glundroða og hruns. Því mun baráttan fyrir sósíalisma ein- kenna störf Sósíalistaflokksins í sívaxandi mæli næsta aldarfjórðunginn. — m. ÞJðÐVILJINN Fimmtudagur 24. október 1963 ÁVARP á degi Sam- einuðu þjóðanna 1963 Á Degi Sameinuðu þjóðanna 1962 var heimurinn kominn nær því að leiða yfir sig tor- tímingu en nokkru sinni fyrr í sögu mannanna, og mann- kynið stóð á öndinni. En sjálf- stjórn og dómgreind báru hærra hlut. Mannkynið fékk dómsfrest, og þess vegna er 13. afmælisdagur Sameinuðu þjóð- anna okkur tilefni til að færa þakkir og játast enn á ný þeim gnxndvahaiTeglum, sem felast í sáttmála samtakanna. Á hinni örlagaríku stund fyr- ir tólf mánuðum voru Samein- uðu þjóðimar ekki algeriega úrræðalausar. Voldug bæn um friðsamlega lausn deilunnar steig upp frá miklum fjölda ríkja á Allsherjanþinginu. Á aðalstöðvum samtakanna lét framkvæmdastjórinn deiluað- ilum í té hjálp sína og milli- göngu, og veitti þeim hlutlaus- an vettvang til samningaum- leitana. Þrátt fyrir þá gagn- rýni sem Sameinuðu þjóðimar verða sífellt fyrir frá ýmsum sérhagsmunahópum, jókst sið- ferðilegt vald þeirra, sem stutt er af flestum jarðarbúum, við þessa raun og eykst jafnt og þétt. Þróun þessa siðferðilega valds hefur þó kannski orðið hvað Ijósust, þegar hið sögu- lega afnám nýlenduskipulags- ins hefur leitt til hættulegra átaka í sjálfum nýlendxmum, eins og átti sér stað í Kongó, Vestur-Afríku og á öðrum svæð- um róttækra breytinga. Með því að einangra þessi land- svæði að verulegu leyti frá á- rekstnxm og viðsjám stórveld- anna hefur verið dregið úr hættunni á algerri upplausn. reglu hefur verið komið á að vissu markí, og brautin til endurreisnar hefur verið radd. Með þessu móti gera sam- tökin öllum þjóðum ómetan- legt gagn, og jafnframt auka þau við reynsluforða sinn, sem kemur alþjóðlegu samstarfi til góða. Samt er engan veginn nægi- legt að draga fána að hún og fagna þessum degi með skrúð- göngum og ræðuhöldum. Við verðum að sameina heiminn í þágu friðar og frelsis. Tím- inn er ekki bandamaður okkar. Þegar við staðráðum ,,að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar", þá verðum við líka að staðráða að bjarga sjálfum okkur; að öðrum kosti vera engar kom- andi kynsióðir. Afvopnun, afnám nýlendu- skipulags og þróun allra landa: þetta eru þær þrjár lífsnauð- synjar, sem mikill meirihluti mannkyns heimtar, og sem fullnægja verður, ef grundvall- arreglur jafnréttis og jafnra tækifæra, sem kveðið er á um í sáttmála samtakanna, eiga að ná fram að ganga. Afvopn- un: svo að heimurinn standi ekki um aldur og ævi á bax-mi glötunar. Afnám nýlenduskipu- Iags: svo að allir menn sku'ii alls staðar og ævinlega vera frjálsir og jafnir með tilliti til þjóðlegs réttar og virðingar. Þróun allra landa: svo að bilið sem nú er milli ríkra þjóða og fátækra, verði brúað og marki „þróunaráratugsins" loks náð með almennri og alþjóðlegri viðurkenningu og framkvæmd á Mannréttindayfiriýsingunni, sem á 15 ára afmæli í desem- ber næstkomandi. Hver fjölskylda veit að hún verður að borga jafnvel fyrir allra brýnustu lífsnauðsynjar. Er þá ekki undariegt til þess að hugsa, að svo sáralítið skuli vera aflögu fyrir allra brýn- ustu nauðsynjum, þegar fjöl- skylda þjóðanna á í hlut? Þeg- ar tveir þriðju hlutar jarðar- búa hafa ekki einu sinni ör- uggt drykkjarvatn, hvemig skyldi brauðið þeirra þá vera? Synjun um brýnustu nauðsynj- ar handa öllum þessxim fjölda er móðgun við sjálfsvirðingu allra manna um heim allan. Það þarf engar fómir eða sjálfsafneitun til að opna öll- um heiminum hlið velmegunar og auðsaaldar. Eftir tilkomu nútímavísinda eru það ekki lengur auðiindimar sem hefta ákvarðanir okkar, heldur miklu fremur ákvarðanir okkar sem skapa auðlindimar. Þetta er kjaminn í byltingu nútímans. Við verðum aðeins að taka ákvörðxm. Á þessum Degi Sameinuðu þjóðanna, sem við höldum há- tíðlegan þakklátum huga, skul- um við enn einu sinni hafa yfir inngang sáttmálans, til að rifja upp heitið, sem var und- irritað í okkar nafni fyrir átján ámm: Vér, hinar Sameinuðu þjóðir, staðráðnar í að bjarga komandi kyn- slóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorzi hefur leitt ósegjan- legar þjáningar yfir mann- kynið, að staðfesta að nýju trú á grundvallairéttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karia og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar, að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti og virðingu fyrir skyldum þeim, er af samn- ingum leiðir og öðrum heim- ildar, þjóðarréttar, að stuðla að íélagslegum framförum og bættum lífskjörum án frelsisskerðingar, Og ætlum í þessu skyni að sýna umbui'ðarlyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum négrönnum sæmir, að sameina mátt vorn til að varðveita heimsfrið og ör- yggi, að tryggja það með samþykkt gnmdvalllarreglna og skipulagsstofnun, að vopnavaldi skuli eigi beita, nema í þágu sameiginlegr3 hagsmuna, og að starfrækja alþjóðaskipulag til eflingar fjárhagslegum og félagsleg- um framfönim allra þjóða, Höfum orðið ásáttar um að sameina krafta vora tll að ná þessu markmiði. (Frá 8.Þ.). Athyglisverðar staðreyndir — merkilegar játningar Á sólfögrum sumardegi 1963 var ég snemma morguns á ferð með kunningja mínum, um- hverfis hinn sögufræga Hval- fjörð. Þar sem við vorum á leið frá víxlsporakenndum hraðgengistímum borgarlífsins, og vorum fyrst og fremst ,,Dal- anna menn“, nutum við í rík- um mæli: kyrrðar morgunsins, fegurðar fjarðarins, og hrein- leikans í svaia fjalialoftsins. Mér varð litið niður til strandarinnar, og vakti athygli félaga míns á hreyfingum nokkurra manna, sem auðsjá- an'lega voxu ekki landbúnaðar- starfsmenn þessa byggðalags. „Hvaða morgunhanar skyldu þetta vera?“ sagði kunningi minn. ..Sermilega einhverjir útsend- arar A tlan zhafsbandal agsins, í nýjum hemaðarhugleiðingum“, svaraði ég, en vonaði þó, að sú tilgáta reyndist röng, því að sú hugmynd var reyndar í mótsögn við þann unað og sumarró, er fram að þe&su hafði fyllt hug okkar, Dala- félaganna, þennan kyrra morg- un. En fyrr en varði upplýst- ist, hvað þessir árrisulu mæl- ingamenn væru hér að vilja. 1 kvöldfréttum Ríkisútvarps- ins, þenna sama dag, var frá því skýxrt að fulltrúar Nató, ( hefðu farið þess á leit við ríkisstjómina, að mega halda áfram framkvæmdum í HvaL firði. Síðan hefur það komið æ betur í ljós, að þá þegar var hafinn undirbúningur þeirra framkvæmda; og einnig, eftir því sem málin skýrast, að hér er fyrst og fremst um hern- aðaraðgerðir að ræða, enda þótt biöð ríkisstjómarinnar hafi reynt að læða öðru að íslenzku þjóðinni. — Þegar ég hripa þessar línur, fletti ég um leið tveim hin- um svokölluðu ,,lýðræðisblöð- um“ stæreta stjómmálaflokks landsins, þar sem skýrt er frá því, að utanríkisráðherra hafi upplýst á Alþingi, að á und- anfömum áium, eða frá 1951, hefðu æðstu valdamenn þjóðar- innar. þ.e. ríkisstjómin. leyít vamarliðinu að ráðast í fram- kvæmdir hér á landi, fyrir þxisundir milljóna króna; og alltaf án þess að leyfi Alþing- is kæmi til!! Augljóst er einnig á tónin- um í nefndum „lýðræðisblöð- um“, að þau hafa ekkert við það að athuga, þótt þannig sé haldið á jafn alvarlegum mál- um. — En hvað segir þjóðin? Og enn er svo óhugnanlega hér að unnið, þegar verið er að leyfa erlendum hemaðar- aðilum, — á bak við Alþingi, og þjóðina — nýjár striðsað- gerðir, í einum sérkennilegasta og fegureta firði Islands, þar sem einnig er fjölfarin sam- gönguleið, þá er reynt að telja hrekklausum, ti'úgjömum Is- lendingum trú um það, að ver- ið sé að gæta hagsmuna ís- leozks .siávarútvegs, „þar sem olíugeymar í Hvalfirði geti orðið varasjóður hvað eldsneyt- isforða snertir. Heyr á endemi! Er það kannski ný ,,viðreisn- ar“-siðfræðL að hernaðarríki Nató eigi að annast olíubirgð- ir íslenzkra fiskiskipa? Þegar verið er að sljógva sjálfsvitund og trúna á landið, lxtilsvirða Alþingi, og troða á rétti þjóðaxinnar, þá er þörf hiklausra og djarfra mótmæla. Allir sannir Islendingar verða að krefjast þess, að seð&tu menn þjóðarinnar brjóti ekki sínar eigin lýðræðisreglur — og stjómarekrá — í þágu hem- aðarframkvæmda stórvelda. Eða á þróun mála á Islandi að verða sú, að litið verði á Alþingi sem gamamsamt „brúðuleikhús" — eða nokkurs- konar „handauppréttingarstöð“. þar sem óbreyttir liðsmenn fái góðfúslega að samþykkja hin- ar ótrúlegustu fjarstæður, misviturra ráðherra; en mál séu þar lítt krufin til mergj- ar? Ég vona að svo verði ekkb heldur endurheimti Alþingi sem fyret, fyxri reisn og virð- ingu, og þar verði mikil mannaskipti. — Þjóðin verður að fá að njóta þess frelsis, sem hún hafði endurheimt, svo að hxin öðl- ist þann frið, sem hún kýs, og geti fagnandi gengið til móts við þau verkefni, sem Ikvarvetna bíða, og kalla á vituira manna ráð. Enn hefur hernaðarstefnan, smituð efnis- hyggju og fjármunavaldi, ekki deytt þá íslenzka þjóðarsál, sem er kjami okkar þjóðmesnn- ingar; þann kjama, sem eftir vináttu og frið, en fordæmir mannhatur og mannvíg. Og þjóðin metur einnig svo mikils sitt eigið líf, að hún hefur engan séretakan áhuga á því, að deyja fyrir aðrar bjóðir. Heldur vill hún lifa fyrir þær allar, þess vegna: Rís upp, íslenzka þjóð! Vakna þú, íslenzka móðir! Ólafur Jóhannesson frá Svínhöli. PILOT-V Pilot V penninn hefur bæöi venjulega blekfyllingu og blekhylki fyrir sama pennann. Converter 6 blekhylki fylgja pennanum Ink Sparo Pilot V penninn er í glæsilegum gjafakassa og fylgja 6 blekhylki hverjum penna. Me5 hverju blekhylki má skrifa 10,000 orö VerðiÖ aöeins kr. 215. 00 Faest hjá bóka og ritfangaverzlunum vfða um land

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.