Þjóðviljinn - 25.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.10.1963, Blaðsíða 4
4 BlÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Þörfín viðurkennd Ifakin var athygli á því hér í blaðinu fyrir nokkr- um dögum, að svo óvenjulega bæri nú við að engin rödd heyrðist um að kröfur verkamannafé- laganna séu of háar eða ósanngjamar. ^nda þótt verkalýðs’félögin hafi talið sér skylt að 'æra fram hærri kröfur en offast áður, vegna hinnar ein- stæðu óðadýrtíðar sem ríkisstjórn Sjáfs'tæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hefur magnað. Með yerðbólgunni hefur auðbröskurum landsins verið íærður ómældur gróði og auðgunarfæri, svo það er einsdæmi í íslandssögu. Enda er því líkas’t’ sem þeir máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins, sem 'ja'fn- an hafa mætt' hverri kröfugerð af hálfu verka- lýðsfélaganna með tilbreytingalausri þvælu um ósvífni verkamanna sem allt' ætli að setja á h'aus- inn, kinoki sér við að spila þá gatslitnu íhalds- plötu nú á þessu hausti. ITitf h'afa andsfæðingablöð verkalýðsh'reyfingar- innar reynf, sem heldur ekki er frumleg't, að lýsa varnarkröfum verkalýðsfélaganna við óða- dýrtíð ríkisstjórnarinnar sem skuggalegu pólitísku samsæri sijórnarandstæðínga, sem e'fldu kröfugerð gegnum verkalýðsfélögin stjórninni til óþurftar. Nokkrar greinar hafa verið skrifaðar á þeim nói- um í Morgunblaðið og Vísi og Alþýðublaðið hef- ur meira að segja ymprað á slíkum „rök"semdum“. Einkennilegt má þó heita ef ritstjórum þessara blaða og húsbændum þeirra í stjómarklíku Vinnu- yeitendasambandsins er ekki ljóst’, að slíkur áróð- ur kemst ekki á oft svo nokkur líti við h'onum eins og nú er ástait í launamálum og verðlags- málum. rililraun stjómarblaðanna að lýsa varnarbaráttu verkalýðsfélaganna sem nú er að hefjast sem pólitísku samsæri gegn ríkisstjóm Sjálfs’tæðis- •flokksins og Alþýðuflokksins hlýtur að misfakasi, þó ekki væri vegna annars en þess að stjómendur launþegafélaga úr stjórnarflokkunum, ja’fn'f sijórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Iðjustjóm- in, haía ekki talið sér annað fært en gera nú kaup- kröfur engu minni en almennu verkamannafélög- in, sem áróðri stjórnarflokkanna er venjulega snú- íð að. Enda er það brýn þörf verkamanna og ann- arra launþega sem knýr fram kröfur verkalýðs- félaganna og launþega almennt, enda he'fur a'ft- urhaldsstjórn Óla’fs Thors og Alþýðuflokksins ekki fundið ráð til þess að láfa dýrtíðarflóðið einung- is skella á stjórnarands’tæðingum. T¥itt er jafnljóst að Sjálfs’tæðis'flokkurinn hugsar sér að hafa hönd í bagga með aðgerðum verka- lýðshreyfingarinnar gegnum þau félög sem hafa verið svo óforsjál að kjósa menn verðbólgustjórn- arinnar til forystu, það kom þegar fram í tilraun- unum að sundra röðum verkalýðshreyfingarinnar með því að boða til sérstakrar ráðstefnu í upphafi kaupgjaldsbaráttunnar. Sú tilraun tókst þó ekki betur en svo að það ætti að vera Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðuflokknum nokkur aðvörun. Hvað eftir annað þegar mesf hefur legið við í hags- munabaráttunni hefur verkalýðshreyfingin sýnt að hún lætur ekki sundra röðum sínum, heldur sækir rétt sinn. — s. ------ MÓÐVILJINN-----------*--- Föstudagur 25. október 1963 Viðskipti íslands og Póllands hafa þrefaldazt á fimm árum Boleslaw Piasecki, sendifuli- trúi og verzlunarfulltrúi Pól- lands á Islandi. er nú á förum til heimalands síns þar sem hann tekur við störfum í við- skiptamálaráðuneytinu í Var- sjá, en við verkefnum hans hér tekur Viktor Jabczynski sem nýkominn er til landsins. Boleslaw Piasecki hefur dval- izt á Islandi í meira en fimm ár, síðan í ágúst 1958, þegar hann kom hingað sem fyrsti viðskiptafulltrúi Póllands á Is- landi; 1 maí í ár tók hann einnig við störfum Sendifull- trúa Hann hefur reynzt mjög dugmikill fulltrúi þjóðar sinn- ar og eignazt hér fjölmarga vini ásamt fjölskyldu sinni. Þegar Þjóðviljinn átti við hann stutt viðtal í tilefni brottfarar- innar var honum efst í huga hversu mjög viðskipti Islands og Póllands hafa aukízt á und- anfömum árum. — Viðskipti lslands og Pól- lands hafa um það bil þre- faldazt að verðmæti síðan 1958. sagði hann, og síðustu árin hefur aukningin ntnnið 15— 20% á hverju ári. I þessari aukningu felst ekki aðeins meira magn af fyrri vöruteg- undum, heldur hafa Islending- ar talið sér hagkvasmtaðflytja inn sífellt fleiri vörutegundir frá Póllandi. Má ég nefna sem dæmi að nýlega hefur verið samið um kaup á 20.000 pör- um af leðurskóm í Póllandi, en það er allverulegur hluti af því skómagni sem Islendingar flytja inn. Af öðrum nýjum vörutegundum sem bætzt hafa við síðustu árin nefni ég til að mynda gluggagler. verulegt magn af bárujámi og öðru völsuðu jámi, rafmagnsleiðsl- ur, miðstöðvarofna, baðker. malt, þrúgusykur. eldspýtur, kartöflur og annað grænmeti o.s.frv. Mér er það ánægju- efni að innflytjendur og neyt- endur hafa verið ánægðir með þessar vörur. En þvf aðeins hafa þessi við- skipti aukizt svo mjög að báðir aðilar eru ánægðir og telja verzlunina sér í hag hvað verð og vörugæði snertir. Við kaup- um héðan ýmsar þær vörur sem Islendingar telja sér hag- kvæmt að selja okkur, nýlega höfum við til dæmis samið am kaup á 40.000 tunnum af salt- aðri suðurlandssfld, einn!g kaupum við hér frysta síld, síldarmjöl og annað fiskmeti. 1 nýjustu samningum er gert ráð fyrir að viðskipti landanna frá 1. október 1963 til jafn- lengdar 1964 nemi 250 milljón- um króna, innflutningur og út- flutningur samanlagt, og að undanfömu hafa rammasamn- ingamir staðizt svo til að fuflu. Islendingar hafa nú næst mest viðskipti við Pólland af sósíal- istískum löndunum, næst á eftir Sovétrikjunum. en 1958 var Pólland hið fjórða í röð- inni af sósíalistískum ríkjum. — Og teljið þér að hægt muni að auka þessi viðskipti? — Það tel ég ekkert vafa- mál. Ég vil til að mynda benda á að Pólverjar hafa nú á boð- stólum fiskibáta eða litla tog- ara, 210—230 tonn að stærð, sem hafa líkað mjög vel í Nor- egi, og mér er kunnugt um að íslenzkir útgerðarmenn hafa á- huga á þeim. Pólland er nú sjötta mesta skipasmíðaland í heimi. og auk fiskibáta fram- leiðum við farskip allt upp f 17.500 tonn og olíuflutninga- skip upp í 25.000 tonn. Hafa Pólverjar tryggt sér f öðrum löndum rétt á að hagnýta einkaleyfi á vélum og skips- búnaði samkwæmt þvf sem fullkomnast er talið og fram- fylgja að sjálfsögðu ströngustu alþjóðlegum öryggiskröfum. — Hefur Hjálmar Bárðarson Boleslaw Piiasecki skipaskoðunarstjóri kynnt sér framleiðslu Pólverja á þessu sviði og farið um hana lof- samlegum orðum; einnig hafa íslenzkir útgerðarmenn sem hafa látið gera við skip sín í Póllandi verið ánægðir með viðskiptin. Ef Islendingar teldu sér hagkvæmt að kaupa fiski- skip og farskip í Póllandi myndi það að sjálfsögðu auka viðskiptin til mikilla muna. — Og samskipti Islands og Póllands á öðrum sviðum? — Ég hef aðeins verið sendi- fulltrúi síðan í maí í ár og hef ekki haft mikið ráðrúm til að sinna menningarsam- skiptum á þeim stutta tima, en þau hafa sem kunnugt er verið ánægjuleg og farið vax- andi á undanfömum árum. Þar hefur verið um gagnkvæmar heimsóknir að ræða, pólskir hljómlistarmenn hafa komið til Islands og sumir starfað hér lengi, við höfum skipzt ánáms- mönnum. þannig hefur íslenzka ríkisstjómin nú veitt pólskum námsmanni styrk til dvalar við Háskóla Islands í vetur og ís- lenzkur námsmaður er í Pól- landi. Einnig geri ég mér von- ir um vaxandi samskipti á í- þróttasviðinu, ætlunin er að eitt bezta knattspymulið Pól- lands komi til Islands næsta sumar og einnig kunnir frjáls- íþróttamenn, kannski Schmidt, heimsmeistarinn í þrístökki. og Czemik, hinn kunni hástökkv- ari. — Verður nú ekki ánægju- legt að koma heim eftir fimm ára dvöl á íslandi? — Auðvitað verður það á- nægjulegt, en engu að síður hefur mér fallið mjög vel við að dveljast hér. Hér hef ég kynnzt fögru landi og sérstak- lega hlýlegu og gestrisnu fólki. Dóttir mín má heita hálfur Is- lendingur, hún hefur dvaljzt hér helming ævi sinnar. gengið hér í skóla og talar íslenzku fullkomlega og betur en móð- urmál sitt. Ég mun ekki gleýma vinum þeim sem ég hef eignazt hér á landi og þeirri sérstæðu fegurð sem býr í íslenzkrí nátt- úru, og vitneskju mína um fs- land mun ég reyna að kynna í Póllandi. Þegar ég kveð áma ég íslenzku þjóðinni allra heilla og vona að viðskipti og vin- áttutengsl Islendinga og Pól- verja megi halda áfram áð eflast. Ahugi á djáknastarfí Stefán Rafn, rithöfundur, hefur beðið Þjóðviljann að birta eftirfarandi: Vegna yifirlýsingar forseta guðfræðideildar háskólans, er birtist í dagblöðunum í dag, vil ég leyfa mér að gefa eftir- farandi skýringu: Mér er það fyllilega Ijóst, að ég er eklki innritaður nemandi í guðfræðideild, enda mun eigi þurfa embættispróf í guðfræði til að gerast djákni. Hins vegar hef ég fengið munnlegt samþykki allra (fjög- urra) prófessora deildarinnar fyrir því að sæikja kennslu- stundir og fyrirlestra þar, og hef ég gert það þær vikur, sem liðnar eru af yfirstand- andi kennslumisseri. Ástæða fyrir þessu némi mínu þar ér, eins og fram kom í viðtali við dagblaðið Tímann, álhugi fyrir djákna- starfr.- Gazfr mér -vel að hug- myndinni, þegar sú nýbreytni var upp tekin að vígja Einar Einarsson til djákna í Gríms- ey. Langaði mig því til að auka þekkingu mína í guð- fræði til þess að vera nokikuð undir það búinn, ef svo skyldi fara, að kirkjuyfirvöldin tækju þá ákvörðun að fjölga djákn- um í landinu í náinni fram- tíð. Fyrirsögn viðtalsins í Tím- anum var á ábyrgð blaðsins. Reykjavík 23. október 1963 Vilja að USA hætti efnahagsaðstoð Washington 23/10. — Utanrík. ismálanefnd bandariska öldunga- ráðsins gaf í gær kvöld út yfir- lýslngu um að hún væri al- varlega að hugsa um að mæla með því að tekið vcrði fyrir alla efnahagsaðstoð við önnúr ríki frá 30. júní 1965. Nefndin hefur þó ekki lagt fram neina tillögu þessá éfnis, þar sem talið er að stjórnin muni semja nýja áætlun um að- stoð við önnur ríki næsta ár. MetfíugvéHn tók benzín yfír Kefíuvík FLUCIÐ Þegar amerísk sprengjuþoU af gerðinni B-58 ,,Hustler“ setti nýtt met I flugi frá Tokyo til London um miðja siðustu viku, tók hún eldsneytl yfir Keflavíkurflugvelli, þar sem þrjár „tank“ flugvélar biðu komu hennar og afgreiddu á fáeinum mínútum hver um sig. Þota þessi var aðeins 8:35 stundir á leiðinni, sem er 12,9"0 km., og var meðalhraði hennar 1510 km. á tolukku- stund. Fór þotan, sem hefur 3ja manna áhöfn, yfir rásmark- ið við Tokyo klutokan 4,59 eft- ir meðaltíma í Greenwich, og var yfir endamarki við Lon- don kl. 13,34 samdægurs. Flog- ið var i mikilli hæð eða frá 49,000 til 57,000 feta og á leið- inni var tekið eldsneyti á „Hustler‘‘-flugvélin lendir á flugvelli í Berkshire í Eng- landi eftir metflugið. Takið eftir fallhlífinni, scm notuð var í lendiingu til að draga úr hraða flugvélarinnar. ☆ ☆ ☆ fimm stöðum, þ.e. yfir Aleut- eyjum, Eielson í Alaska, Thuie í Grænlandi, Keflavík og Prest- wick á Skotlandi. Áður átti brezk þota af Canberra- gerð melið á þessari flugleið, en hún flaug leiðina á 17 stundum og 42 mínút- um árið 1955.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.