Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. október 1963 HðÐVILJINN SÍÐA 3 Frakkar hafa sérskoðanir á fundi EBE og Breta HAAG 25/10 — í dag hófust fundir með utanríkisráðherr- um Efnahagsbandalagslandanna sex og utanríkisráðherra Bretlands. Ekkert bendir til þess, að neitt landanna hafi tekið breytta afstöðu til Bretlands. Frakkar vilja „passíva” Evrópu Frakkland er enn eins mót- fallið inngöngu Bretlands í bandalagið og áður. Einnig lét utanríkisráðherra Frákka í ljósi óánaegju með sáttaumleitanir Bandaríkjanna við Sovétríkin. Ekíkert hinna landanna hefur lótið slíka óánægju í ljósi. Utanríkisráðherra Frakklands sagði, að betri árangur muni nást, ef Vestur-Evrópa taki j.passívari’- afstöðu til Austur- Evrópu. Samningur um hvalveiðieftirlit LONDON 24/10. — Samning- urinn um alþjóðlegt eftirlit með hvalveiðileiðöngnum verður und- irritaður á mánudaginn kemur. Döndin, sem undirrita samning- inn eru Noregur, Bretland, Sov- étríkin, HoHand og Japan. Eftirlitið er fólgið í því, að sérstakir eftirlitsmenn munu gæta þess að farið verði eftir settum reglum um veiðitíma og stærð hvala, sem veiddir eru. Efnahagssamvinna næst á dagskrá Næsta mál á dagskrá verður efnahagssamvinna V - Evrópu- ríkjanna. Átti að gera þessu máli nokkur skil í dag, en eng- ar fréttir hafa enn borizt af umræðunum. Látum rússa cina um um sína örðugleika Utanríkisráðherra Frakka lét svo um mælt, að bezt væri að láta Sovétríkin glíma hjálpar- laust við sína erfiðleika. >á mundu þeir verða fúsari til þess að taka jákvæðar á- kvarðanir, sem væru líklegar til þess að bæta sambúðina milli austurs og vesturs. Hann lagði enn einu sinni áherzlu á, að franska stjómin væri mótfallin stefhu Bandaríkjanna í afvopn- unarmálum. Hvorki staður né stund til þess að ræða um Kúbu og Berlín Franski utanríkisráðherrann áleit tilgangslaust að ræða Kúbumálið og vandamálið í Enn blóðsúthellingar í S- Víetnam SAIGON 25/10 — Stíjómin í Suður-Vietnam neitaði í dag sendinefnd frá Sameinuðu þjóðunum um aðgang að búdda- hofi í Quang. Stjómin hefur ekki gefið neina skýringu á hegðan sinni. Atti að rannsaka ástandið Sendinefndin, sem í voru 7 manns, kom til Vietnam til þess að gefa Sameinuðu þjóðunum skýrslu um ástandið, sem ríkir í landinu. Hún kom til Qaung, þar sem var ein aðalbækistöð mótspymuhreyfingar búddatrú- armanna gegn stjóminni. Þegar nefndin ætuaði að lita inn í eitt af hofum búddatrúarmanna í bænum var henni neitað um inn- göngu, samkvæmt fyrirmælum stjómarinnar. „Sterkari og heilbrigðari þjóð- areining”. Diem forseti sendi frá sér orðsendingu í tilefni þjóðhátíðar- deginum. sem er á laugardag- inn. Þar segir hann. að þessir erfiðu og ótryggu tímar, sem nú séu um garð gengnir, hcifi einungis orðið til þess að skapa „sterkari og heilbrigðari þjóðareiningu”. Kennedy Banda- ríkjaforseti sendi Diem heilla- óskaskeyti í tilefni af þjóðhátíð- inni. 159 skæruliðar drcpnir undan- farna daga. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Saigon, að stjómar- herinn hafi drepið 156 skæruliði á fáeinum undanfömum dögum. Berlfn. Enn væri engin lausri þeirra mála eygjanleg, og væru slíkar umræður hrein tíma- eyðsla. Æðsta boðorðið — vestræn samvinna Utanríkisráðherra Hollands sagði á fundi með blaðamönn- um, að allir aðilar væru sam- mála um eitt — vestræn sam- vinna væri meira virði en af- staða einstakra ríkja til sósíal- ísku landanna. Báðir aðilar gerðu sér þetta ljóst. Fundur í London í janúar Fundarhöldin halda áfram á morgun og verður þá rætt um efnahagsmál og afstöðu EBE til Bretlands. Þá verða landbúnað- armál einnig á dagskrá og möguleikar á lækkun tolla. í janúar verður svo fundar- höldum haldið áfram í London. Verður þá sérstaklega rætt um aðstöðu Bretlands. xVxí*'1 ' Vv/awM A þriðjudaginn var hrapaði nýsmíðuð brezk flugvéi í síðustu reinsluferðinni. Atburður vakti mikia athygli hcimshornana á milli, þar cð þessi nýja gerð átti að vera miklum kostum búin. Búið var að selja 60 slíkar vélar. en þetta var sú fyrsta, sem er fullgcrð. Þessi mynd var tekin, þegar BAC 1-11 hófst á loft í fyrsta sinn. Enn eitt námuslysið í V-Þýzkalandi 43 NÁMUVíRKAMCNN m TAUHR Af LENGEDE 25/10 — Hörmulegt slys varð í Lengende í Vestur-Þýzkalandi í gær, er námugöng hrundu og 129 námuverkamenn lokuðust inni í námunni. 18 milljón lítr- ar af vatni streymdu inn í göngin og er tálið vonlaust að bjarga 43 mönnum, sem ekkert hefur heyrst til síðan í gær. Vítavert öryggisleysi 1 Vestur-Þýzkalandi er námu- vinna einhver hættulegasta at- vinna, sem til er. Hvert námu- slysið rekur annað. og fórnar- lömbin hljóta óhugnanlegan dauðdaga. Er þama oft ónógum öryggisútbúnaði um að kenna, og furðulegt, að ekki skuli búið að stemma stigu við þessum hörmungum fyrir löngu. Allstór hluti námuverkamannanna í Vestur-Þýzkalandi eru innflytj- endur, sem eiga ekki kost á annarri atvinnu og njóta ekki sömu réttinda og innlendir verkamenn. Robert Williams, lciðtogi blökkumanna í B andaríkjunum, ásamt konu sinni. Við birtum hér mynd af þeim hjónnm Tung aðalritari kinverska kommúnistaflok ksins. er í Kína um þcssar mundir f heimsókn hjá Mao Tse- Von til þess. að 7 verði bjargað Alls voru 129 verkamenn í námunni þegar slysið gerðist. 79 þeirra komust upp úr henni af sjálfsdáðum, og eftir hádegi í dag fundust 7 í viðbót, sem ekki hefur tekizt að ná upp úr námunni, en góð von er til að bjargist. Mat og sígarettum var rennt niður til þeirra og gátu konur þeirra og vinir talað við þá. Kraftaverk eitt getur bjargað hinum 43 Ekkert hefur heyrzt til 43 námumanna, síðan aur og vatn tóku að streyma inn í göngin í gær. Þeir eru i göngum, sem liggja 100 metrum neðan við yfirborð jarðar. Sennilegt þykir, að göngin hafi fyllzt af vatni, því að 18 milljón lítrar af vatni streymdu inn í námuna í gær. Björgunarstarfi haldið áfram Ekki hefur öll von verið gef- in upp á bátinn enn. Alls kyns tæki eru notuð við leitina, hárná- kvæm hlustunartæki og fleira. Hundruð ættingja og vinnufé- laga hafa staðið við námuopið, síðan fréttin barst. Aðfaranótt föstudags stóð hópurinn graf- hljóður og fylgdist með hjörgun- arstarfinu. Ummælin alröng og á misskiln- ingi byggð Jens Pálsson útgerðarmaður hefur beðið Þjóðviljann að geta þess, að þau ummæli sem Mark- ús Þorgeirsson hefur eftir hon- um haft og birt voru í blað- inu í fyrradag væru alröng og á misskilningi byggð. Sænski njósnarinn heppnaða sjálfsmorðstilraun Wennerström gerir mis- STOKKHÓLMI 23/10. — Stig Wennerström, sem í sumar ját- aði á sig njósnir fyrir Sovétrík- in, er nú á batavegi eftir sjálfs- morðstilraun. Hafði hann tekið mikið magn af svefntöflum, en fannst í tæka tíð og var sendur á sjúkrahús samstundis. Safnaði töflunum Wennerström var undir ströngu lögreglueftirliti, og er mönnum ráðgáta hvemig hann komst yf- ir svo stóran skammt af svefn- lyfi. Lítur út fyrir, að hann hafi ekki gleypt töflurnar, sem hann fékk eftir læknisráði, en geymt þær uppi í sér, og þannig tekizt að safna lífshaettulegum skamti af svefnlyfi. Tefur yfirheyrslur Þessi atburður mun tefja fy- rir yfirheyrslum, sem stóðu yfir. Læknar segja, að hann verði búinn að ná sér nógu vel eftir 10 — 12 daga til þess að mega ganga undir yfirheyrslu. En sjálfsmorðstilraunin bendir til þess, að andleg heilsa hans geti torveldað yfirheyrslur. iuiimimuu JÁRNIÐNAÐARMENN Kynningarsýning á PULLMAX-plötuvinnsluvélum verður opnuð 1 Tryggvagötu 10, föstudaginn 25. þ.m. ISýningin verður opin föstudag, laugardag og sunnu- dag kl. 2-10 e. h. Á sýningunni verður mættur maður frá verksmiðj- unni, sem er sérfræðingur i meðferð PULLMAX- véla. Þeim fyrirtækjum sem þegar eiga PULLMAX- vélar, er sérstaklega hent á að láta ekki þetta tæki- færi önotað til að kynnast hinum mörgu kostum og vinnslumöguleikum PULLMAX-vélanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.