Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA----- Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjaraason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. ÍQsannindi Kað vekur að vonum athygli þegar Guðmundur í. Guðmundsson núverandi utanríkisráðherra, og Kristinn Guðmundsson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra og núverandi embæ'ftismaður Guðmund- ar, bera hvor upp á annan vísvitandi ósannindi til skiptis dag eftir dag. Þó þarf þessi iðja ekki að koma neinum á óvart. Öll saga íslenzkra utan- ríkismála er vörðuð ósannindum undanfarna tvo áratugi; valdhafarnir hafa sagt þjóðinni eitt en gert annað. Þegar Keflavíkursamningurinn var gerður var þjóðinni sagt að herinn væri að fara af landi brott. Þegar gengið var í Atlanzhafs- bandalagið sóru leiðtogar hemámsflokkanna Þriggja í sameiginlegri yfirlýsingu að aldrei skyldi dveljast erlendur her á íslandi á friðartímum. Þegar landið var hemumið á nýjan leik þvert of- an í gefin heif og með skýlausum stjórnarskrár- brotum var því heitið að herinn skyldi tafarlaust látinn víkja þegar hættuástandinu vegna Kóreu- styrjaldarinnar lyki. Þegar samningur hafði ver- ið gerður við Breta um undanþágur innan 12 mína landhelginnar stóð Guðmundur í. Guð- mundsson á þingi, nokkrum vikum áður en samn- ingurinn var birtur, og sór með siamninginn í vas- anum að ekki væri um neitt slíkt samkomulag að ræða. Ósannindin eru aðferð í framkvæmd u't- anríkismála, ásamt leynimakki og pukri. Og þeg- ar mennirnir sem framkvæmt hafa utanríkis- ste'fnuna lenda í hár saman grípa þeir auðvitað til sömu aðferða hvor gegn öðrum. ¥^að er furðulegt langlundargeð og skorfur á sjálfsvirðingu að Alþingi íslendinga skuli ha'fa unað þvílíkum vinnubrögðum áratugum saman. Jafnvel þótt meirihluti Alþingismanna hafi stað- ið að þeirri utanríkismálastefnu sem framkvaemd hefur verið, hefði mátt ætla að þeir hefðu þann manndóm til að bera að þola ekki endalausa ó- sannindaþulu um hin alvarlegustu mál, ekki sízt þegar þulan hafði einatt þann filgang að blekkja þá sjálfa. Á þjóðþingunum umhverfis okkur er það litið mjög alvarlegum augum ef ráðherrar og aðrir undirmenn þinganna fara vísvitandi með ósaft mál, og komist slíkt upp eru þeir seku svip't- ir öllum trúnaði. Af þeim ástæðum varð dansk- ur dómsmálaráðherra að víkja fyrir nokkrum ár- um, og allir þekkja örlög brezka hermálaráðherr- ans sem nú er einnig að draga brezku ríkisstjórn- ina með sér í fallinu. l^að er því mjög þarflegt frumkvæði að þingmenn Alþýðubandalagsins hafa boðað það, að þeir muni leggja til að Guðmundi í. Guðmundssyni og Kristni Guðmundssyni verði stefnt fyrir dóm- stól Alþingis. Þegar sú tillaga kemur til afgreiðslu reynir á það hvort alþingismenn vilja löghelga ó- sannindin sem sjálfsagða aðferð í framkvæmd utanríkismála eða hvort þeir vilja stuðla að því að lágmarl "Jur um velsæmi gildi á Alþingi ís- lendinga. — m. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. aktóber 19$3 Heildarstjórn á bjóðar- búinu er óhjákvæmileg ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum blaðs- ins, flytur Einar Olgeirsson frumvarp í neðri deild Alþingis um áætlunarráð ríkisins, en hlið- stæð frumvörp hefur hann flutt áður á þingi en þau ekki orðið útrædd. Frumvarpinu fylgir greinar- gerð. sem er að mestu leyti hér á eftir (millifyrirsagnir Þjóðviljans): ,,Ástand það, sem nú blasir við í þjóðarbúskapnum, sýnir að óhjákvæmilegt er að koma á heildarstjóm á þjóðarbúskapn- í eins víðtækum mæli og hægt er á gmndvélli núverandi þjóðskipulags. Stjórnleysi Það ,,frelsi“ eða réttara sagt stjómleysi, sem ríkt hefur í þjóðarbúskapnum undanfarin ár. hefur haft þær afleiðingar, að þrátt fyrir mesta aflamagn Islandssögunnar er verzlunar- jöfnuður neikvæður, að verzl- unarskuldir safnast fyrir er- lendis, að fjárfesting lands- manna beinist í allt of rik- um mæli að eyðslu, — svo sem innflutningur 3000 bíla í ár sýnir, — að verzlunarauð- valdið hrifsar allt of mikinn hluta útlána bankanna til sín, en fjármagn skortir til heil- brigðustu framleiðslugreinanna, — og þannig mætti lengi telja. Ævintýri skólapiltanna úr am- eríska fríverzlunarekólanum við að stjóma íslenzku efna- hagslífi aétti því að vera á enda. Eitt þjóðarbú Islandi verður ekki stjómað svo að vél fari og frelsi lands- búa og velferð sé tryiggð, nema hugsað sé um land vort sem eitt þjóðarbú, þannig að þjóð- in skipuleggi aðalsölu útflutn- ingsafurðanna, stjómi innkaup- um þjóðarbúsins í samræmi við nauðsyn útflutningsins og hagsmuni þjóðarheildarinnar. ráði í aðalatriðum stefnu fjár- festingarinnar til þess að tryggja undirstöðu framleiðsl- unnar og hraða og rétta þró- un hennar. Innan slíks heild- arekipulags verður svo að tryggja og hagnýta í þjóðar- þágu jafnt framtak einstak- linga, félaga sem annarra heilda. Öpgþveiti Það stjómleysisástand, sem rikt hefur undanfarin ár und- ir nafni verzlunarfrelsis. hefur einkennzt af því að beygja allan þjóðarbúskapinn, allt efnahagslífið undir sérhags- muni verzlunarauðvaldsins. Innflutningur bílþúsundanna 1963 og bygging bilaumboðs- hallanna við Suðurlandsbraut í Reykjavík, ásamt sölu nýjustu togaranna úr landi, munu verða minnisvarði efnahags- stefnu verzlunararuðvaldsins og forsjár þess fyrir þjóðinni. Það hefur verið ógiæfa Islands, hve sterkt einmitt þetta auðvald hefur verið hér og hvemig það hvað eftir annað hefur komið efnahagslífi Islands í öngþveiti með yfirdrottnun sinni. Tvær stefnur Á meðan alþýðan tekur eklci sjálf um stjómarvölinn og tekur að leiða Island fram til þjóðnýtingar, samvinnu og ■ameignar sem aðaleinkenna þjóðarbúskaparins, þ. e. fram til þjóðfélags sósíalismans, þá er aðeins um tvær höfuðstefn- ur að ræða í íslenzku efna- hagslífi. Innlimunarstefna önnur er sú stefna verzlun- arauðvaldsins, sem nú ríkir og valdið hefur því öngþveiti, er við blasir. Sé henni haldið á- fram rökrétt og hún fram- kvæmd út í yztu æsar, veröur að innlima ísland í einhverja stóra viðskiptaheild, leyfa frjálsan innflutning erlends auðmagns og ef með þarf er- lends verkafólks og láta lög- mál hins óhefta peningavalds fá að ráða á öllum sviðum þjóðarbúskaparins. Af því leiddi drottnun erlendra auð- hringa yfir Islandi. Afl foss- anna, hiti jarðarinnar, auður fiskimiðanna, allt yrði þetta þá gert að auðsuppsprettu fyr- ir nokkra fáa fjármáladrottna erlenda, er hagnýttu fram- leiðslutækin og vinnuaflið ein- vörðungu í gróðaskyni. Þessi stefna er í rökréttri fram- kvæmd sinni innllmunarstefna, er jafngildir tortímingu ís- lenzks sjálfstæðis. Tll lifils höfum vér þá endurreist lýð- veldi á íslandi eftir 600 ára nýlendukúgun, ef land vort og þjóð á aftur að verða er- lendu auðvaldi að bráð, jafnvel með þeim afleiöingum að glata þjóðerninu, sem varð- veittist þó gegnum allar aldir við: áætlunarbúskap. En inn- byrðis geta öll hin gömlu héfð- bundnu form íslenzks þjóðarbú- skapar þrifizt: einstaklings- rekstur, bæjarrekstur, ríkis- rekstur o. s. frv. Sidkt er ekki aðeins íslenzkri alþýðu og þjóðarbeildinni fyrir beztu, héldur og þeim íslenzkum at- vinnurekendum, sem undan- farið hafa látið heillast. af ,,viðskiptafrélsinu“, því að þeir em flestir það smáir á alþjóða- mælikvarða, að þeir yrðu flest- ir troðnir undir jámhælum er- lendu auðhringanna, ef Island yrði þeim að bráð. Samstarf og þrengingar kúgunarinnar. fomu nýlendu- Sjálfstæðisstefna Hin stefnan er að sameina þjóðina og þá fyrst og frepist höfuðstéttir hennar í fram- leiðslulífinu um að reka þjóð- arbúskap vor Islendinga sem fullkomnast og viturlegast i eigin þágu. Það er íslenzk sjálf- stæðisstelna. öld vor er öld hinna miklu samsteypa í efna- hagslífinu. Hin hraða þróun tækninnar knýr fram vaxandi stórrekstúr og aukna sam- vinnu hinna smærri í atvinnu- lífinu. Vér erum allt of fá- mennir til þess að hafa efni á þeim allsherjar glundroða brasksins. sem nú einkennir þjóðlífið. AIliF íslgnzkir verkamenn em vart fleiri en þeir verkamenn, sem starfa ~HTá~síæreta fyrirtæki Svíþjóð- ar, rafmagnsfyrirtækinu ASEA. Til þess að geta haldið sjálf- stæði voru í þessum frum- skógi risafyrirtækjanna, sem vér verðum að berjast í, verð- um vér sjálfir að vera sterkir og sameinaðir, hafa heildar- stjórn á efnahagslífi voru út á Til þess að hægt sé að fram- kvæma þennan takmarkaða á- ætlunarbúskap, sem f rv,.' þettá leggur til, þarf í þjóðfélagi voru, eins og það er nii, gágn- kvæman skilning og helzt sám- starf höfuðstéttanna í franl- leiðslunni. verkalýðs á sjó og landi, atvinnurekenda í .sjáyar- útvegl og iðnaði og bændá. Ál- veg sérstkklega ér þáð nauð- syhlegt, að þser höfuðváldsstétt- imar, sem andvígastar eru og apdstæðastra hagsmuna hafa að gæta, verkalýðgrinn og' at- vinnurekendur í framleiðsl- unni, geti lagzt á eitt um framkvæmd slíkra áætlana fyr- ir þjóðarbúskapinn sem hér er gert ráð fyrir. Það hefur ver- ið mikil ógæfa Islendingum, að á þvi tveggja áratuga tíma- bili, sem þetta valdajafnvægi hefur raunverulega verið á miiii þessara höfuðstétta, hef- ur auðmannastéttin hvað eftir annað undir leiðsögn óraun- særra aðila og sumpart sakir öholira eriendra áhrifa lagt út í dýrar, en árangurslausar til- raunir til þess að koma á harðstjóm auðvalds gegn verkalýð, allt frá gerðardómk- lögunum illræmdu 1942 pg frarn Framhald á 2. 'síðti. Eftir reynslu hér 6 landi og erlendis hefur verið bcett inn mörgum nýjum atriðum sem stefna að þvi að gera trygginguna að fullkominni HEIMILIS- TRYGGINGU. Leitið nónari upplýsinga hjá aðalskrif- stofunni eða umboðs- mönnum. ^ SAMVINNUTRYGGINGAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.