Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 26, október 1963 HÓÐVILIINN SÍÐA 7 Brezka íhaldið gengur í barndóm iliiiil TÍÐINDI Harold Macmillan hefur tek- izt það sem fáa gat órað fyrir að væri á nokkurs manns faari, hann skilar brezka 1- haldsflokknum í hendur eftír- manns síns verr á sig komn- um en þegar hann tók við honum. Ófarir Súezævintýris Anthony Edens léku flokkinn illa, en Macmillan tókst að rétta hann við og vinna kosn- ingasigur tveim árum seinna. Fáir gera því skóna að fjórt- ánda jarlinum af Home. sem frá því á miðvikudag er rétt- ur og sléttur Douglas-Home, lánist að leika sama leik á því ári sem hann hefur til umráða, en kjörtímabilið rennur út næsta haust. Flokkurinn er í sárum eftir harðvítugustu valdastreitu sem háð hefur verið í brezkum stjórnmála- flokki í manna minnum og hefur þar á ofan gert sig að athlægi með því að sækja sér foringja í hópi miðaldalegs lénsaðals eftir að bolabrögð Macmillans gagnvart eðlilegum eftirmanni sínum höfðu komið öllu i óefni. 1 annað skipti hefur Macmillan haft flokks- forustuna og forsætisráðherra- tignina af Richard Butler, en í þetta skipti virðist sigur hans ætla að verða flokki þeirra dýr. Iársbyrjun 1957, þegar Eden sagði af sér. átti Butler flesta stuðningsmenn í rikis- stjóminni og þingflokknum, en það fylgi er ekki einhlítt til sigurs í Ihaldsflokknum. Þar er engin stofnun sem velur flokksforingjann á lýðræðisleg- an hátt, heldur takast valda- klíkumar á bak við tjöldin og síðan skýra öldungar flokksins þjóðhöfðingjanum frá úrslitum þeirrar viðureignar. Árið 1957 lögðu Winston Churchill og Salisbury lávarður til við Elísa- betu drottningu að hún fæli Macmillan stjórnarmyndun. Nú notaði Macmillan aðstöðu sína til að stinga upp á Home lá- varði við drottningu, enda þótt hann vissi að þorri þingflokks- ins í neðri deildinni. þar á meðal ýmsir helztu stuðnings- menn Hailshams lávarðar og þriðja helzta forsætisráðlherra- efnið Maudling f jármálaráðh., óskaði frekar eftir forustu Butlers. Þessir keppinautar og andstæðingar varafíjrsætisráð- herrans í stjórn Macmillans vildu sætta sig við hann til að forða flokknum frá þeim álits- hnekki sem þeir töldu óhjá- kvæmilega afleiðing af vali manns sem hefur það helzt sér til ágætis að langa-langa- 1 anga-langa-langa-'lan @a-lartga- langa-langa-langa-langa-lang- afi hans var aðlaður árið 1473. Að kvöldi dagsins sem það varð kunnugt í forustuliði í- haldsmanna að Macmillan hefði ákveðið að stinga upp á Home við drottningu, komu fjórir -áðherrar og sinn atkvæða- cmali úr hvorri þingdeild sam- m á heimili Powells heilbrigð- imálaráðherra. Auk hans sjálfs •oru þar Maudling, Macleod ilsmaður ríkisstjómarinnar í neðri deildinni. Erroll við- kiptamálaráðherra og Red- mayne æðsta „flokkssvipa" i neðri deild. Þeim síðastnefnda var falið að kunngera Mac- millan að bæði Hailsham og Maudling væru reiðubúnir að styðja Butler til stjómar- myndunar. Forsætisráðherrann fráfarandi fékk skilaboðin, en engu að sfður neitaði hann Butler um áheym snemma næsta dags. sendi drottningu lausnarbeiðni sína eftir hádeg- ið og benti henni á að fela Home stjómarmyndun þegar hún heimsótti hann um hæl í sjúkrahúsið þar sem hann ligg- ur eftir uppskurð við þvag- teppu. Þeir sem kunnugir eru brezk- um stjómmálum eru á einu máli um að Butler átti manna mestan þátt í að hefja Ihalds- flokkinn upp úr niðurlægingu Máttarstólpar brezka íhalds- ins í traustustu vígjum þess, menn sem ekkert hafa lært og engu gleymt siðan ein- hvemtíma á átjándu öld. hrósa nú sigri. Home jarl er þeirra maður. Uppruni hans minnir á blómaskeið lénsveldisins, en leifum þess í sveitahéruðum Bretlands á þessi hópur upp- hefð sína og áhrif að þakka. Sú var tíðin að nokkrar aðals- ættir stjómuðu Bretlandi, og úrslit valdabaráttunnar í I- haldsflokknum sýna að á þeim bæ eimir enn eftir af fjöl- skyldupolitíkinnL Afstaða 2ja ætta reið baggamuninn. Chur- chillamir og Macmillamir voru frá upphafi staðráðnir í að hindra að Butler næði Douglas-Home forsætisráðherra og kona hans við dyrnar á Downing Street númer 10, bústað brezka forsætisráðherrans. ósigursins 1945. Hann stjórnaði þeim aðgerðum í skipulags- og áróðursmálum sem gerðu flokknum fært að skírskota með góðum árangri til unga fólksins og millistéttarinnar og tryggðu honum þar með sig- ur í þrennum kosningum í röð. Ráðherramir sem komu saman heima hjá Powell eru sam- starfsmenn og arftakar Butlers. En íhaldsmenn af gamla skól- anum hafa aldrei getað fyrir- gefið manninum sem lagaði flokkinn að kröfum breyttra tíma. 1 þeirra augum er Butl- er varhugaverður náungi, hálf- gerður laumusósíalisti. Þegar Butler var innanríkisráSherra kom það í hans hlut að veita viðnám kröfu uppgjafarliðsfor- ingja og herskárra íhaldskerl- inga á flokksþingum um hýð- ingar og meiri hengingar saka- manna. Síðustu árin hefur það svo verið eitt meginverkefni hans að leysa upp Mið-Afríku- sambandið, þar sem tilraun til að festa yfirráð brezkra land- nema yfir margfalt fjölmenn- ari Afríkuþjóðum er farin út um þúfur. Heimsveldasinnar af gamla skólanum kenna þá ft þróun svikum Butlers við hug- ' sjónina um yfirdrottnun hvita | kynstofnsins. ' P-4 __Hamingjunni sé lof að við veljum okkur ieiðtoga á okkar sérstæða hátt, en ekki samkvæmt einhverjum lýðræðisreglum eins og þessir sósíaiistar. (Vicky teiknaði). flokksforustunni i sínar hend- ur, og aðstaða þeirra í flokkn- um veitti þeim neitunarvaid. Á sínum tíma gerði Winston Chursíhill tvo tengdasyni sína, Duncan Sandys og Christop- her Soames, að ráðherrum og síðan hefur þá ekki vantað í neina íhaldsstjóm. Macmillan hefur haldið dyggilega fram hlut ættmanna sinna og tengda- fólks, en hann er giftur dóttur hertogans af Denvonshire. Eft- ir að Macmillan umtumaði ríkisstjóminni síðast komust brezk blöð að þeirri niðurstöðu að venzlameim hans meðal ráð- herra og aðstoðarráðherra fylltu tug. Lausnarbeiðni Macmillans bar að á þann hátt að ljóst var að hann dró taum Hails- hams lávarðar í valdabarátt- unni við Butler. Þegar á dag- inn kom að Hailsham yrði ekki sigurs auðið, hóf fráfarandi forsætisráðherra Home lávarð til valda með tílstyrk venzla- fólks síns og bandamanna. Atburðimir samfara forsætis- ráðherraskiptunum hafa mælzt afar illa fyrir í Bret- landi. Þorri þeirra blaða sem styðja Ihaldsflokkinn tókHome enn kuldalegar en andstæð- ingablöðin. íhaldsblaðið Sunday Times. sem fylgdi Butler að málum, þykir hafa hitt nagl- ann á höfuðið þegar það sagði um átökin í flokknum: „Ihalds- menn eru hættir að vera sént- ilmenn án þess að verða lýð- ræðislegir". Aðstaða Ihalds- flokksins var bágborinn fyrir stjómarskiptin og ber þar margt til. svo sem dræman hagvöxt, tilfinnanlegt atvinnu- leysi í nokkrum landshlutum, vaxandi fólksflótta úr landi og síðast en ekki sízt Profu- mohneykslið. Skoðanakannanir og aukakosningar sýndu að sí- vaxandi hluti brezku þjóðar- innar taldi Macmillan dug- lausan og úrræðalausan for- ustumann. Þegar hann svo loksins sér sitt ówænna og leggur niður völd kemur í staðinn óreyndur og lítt þekkt- ur aðalsmaður. Engu er lfkara en brezka íhaldið sé svo langt leitt á hnignunarbrautinni að það sé gengið í bamdóm. Stjórnmálafréttaritari Times komst svo að orði um úr- slit valdabaráttunnar í íhalds- flokknum, að búrbónar flokks- ins hefðu borið sigurorð af umbótamönnunum. Home 'or- sætisráðherra hefur bæði íyrr og síðar haldið sig í hægra armi íhaldsflokksins. Áður en hann erfði jarlstignina sathann í neðri deildinni og var aðstoð- armaður Chamberlains þegar Munchensamningurinn var gerður. 1 blaðaviðtali nýlega varði hann stefnu Chamber- lains með þeim rökum að markmið hans hefði verið að efla Hitlers-Þýzkaland gegn Sovétríkjunum. Síðan Home varð utanríkisráðherra hefur hann einkum vakið á sér at- hygli með þvi að halda uppi vömum fyrir stjóm Suður- Afríku. enda fögnuðu Roy Welensky og aðrir málsvarar kynþáttamisréttis ákaflega þeg- ar hann en ekki Butler var valinn til að mynda stjóm. M. T. Ó. Starfsgrundvöllur hraðfrystihúsanna til umræðu hjá SH Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna efndi til aukafundar í Reyk'javik 22. til 23. október 1963 vegna hins alvarlega á- stands, sem síkapazt hefur í hraðfrystiiðnaði landsmanna. Á fundinum vom mættir full- trúar frá flestöllum hraðfrysti- húsum innan S.H., sem eru 56 talsins. Á fundinum var lögð fram skýrsla nefndar, sem kjörin var á aðalfundi S.H. í júní s. 1. til að gera athuganir á starfsgrundvelli hraðfrystihús- anna. Fundurinn fjallaði um starfs- grundvöll frystihúsanna og samþykkti svohljóðandi álykt- un: „Aulkafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, haldinn í Reykjavík 22. — 23. október 1963, Itrekar fyrri ályktanir frystihúseigenda um hið al- varlega ástand í hraðfrystiiðn- aði landsmanna vegna síhækk- andi reksturskostnaðar á með- an sáralitil verðhækkun hef- ur orðið á frystum sjávaraf- urðum á erlendum mörkuðum. Niðurstöður nefndar, sem kjörin var á aðalfundi S.H. i júní s.l., til að gera reiknings- lega athugun á starfsgrundvelli hraðfrystihúsanna, leiða í ljós, að við núverandi ástand ér reksturstap, sem nemur 14% af söluverðmæti. Hlýtur það óhjákvæmilega að leiða til al- gjörrar rekstursstöðvunar. Til þess að leiðrétta starfsgrund- völl frystihúsanna, bendir fundurinn m.a. á eftirfarandi atriði: — Að vextir Seðlabanka fslands á afurðalánum verði lækkaðir í 3% og útlán hans aukin í 2/3 af fob.-verði. — Að útflutningsgjöld, 7,4%, verði afnumin og tekna í þeirra stað aflað á annan hátt. •— Að aðstöðugjald af fisk- vinnslu verði afnumið. — Að tollar á vélum og varahlutum til frystingar og annars fiskiðnaðar verði af- numdir. — Að frestað verði í 1 ár að innheimta afborganir af stofnlánum sjávarútvegsins. — Að rafmagn til fiskvinnslu verði lækkað. Framhald á 2. sfðu. MÁLCACN VERKAL ÝÐSINS Verkamenn! Oft finnst okkur hlutur okkar vera borinn fyrir borð, þegar þjóðfélagið skammtar okkur föt og fæði og annan veraldlegan munað. „Erfið þið hin snauðu böm l fljót- skírð eru fátæk börn“ er kjörorð þeirrar harðsviruðu auðvaldsklíku sem nú heggur harðast að heimili hins vinn- andi manns og virðist ætla að gera hann að réttlausum vinnuþræli. Það er undir samtökum okkar komið hvert hlutskipti okkar verður. Ein- huga verkalýðshreyfing. sem veit hvað hún vill, er ósigr- andi. Til þess að ná til hins dreifða fjölda, sem verkalýðs- hreyfingin byggist á þarf öfl- ugan blaðakost, sem er bor- inn upp af verkalýðnum sjálfum og flytur málstað hans fyrir þjóðinni af einurð og festu. ☆ ☆ ☆ Málgagn verkalýðsins er Þjóðviljinn. Okkur finnst hann e.t.v. stundum ekki stinga nógu vel á kýlum við- reisnarinnar og ekki hvetia verkalýðinn nógu skarpt. en á örlagastundu er hann alltaf okkar blað. Verkafólk til lands og sjávar, við eigum Þjóðviljann og sleppum hon- um aldrei. Hann er ávöxtur sameiginlegra fóma, sem þús- undir óþekktra liðsmanna hafa lagt að mörkum. Leggj- um enn Þjóðviljanum lið, en hvetjum hann um leið til enn skarpari forustu í stéttar- og þjóðfrelsisbaráttunni. En ef við viljum áhrifameira ðlað og harðari sókn, þá má betta eina málgagn okkar ekki ganga okkur úr greipum. Að lokum á ég þá afmælis- ósk bezta Þjóðviljanum til handa að honum auðnist að verða málgagn stéttabarátt- unnar og sósíalismans um ó- komin ár og i trausti þess vinn ég honum það sem ég má. GUÐJÓN BJARNFREEISSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.