Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 8
OSKASTUNDIN Ilitstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR 3 SlÐA ! | Skrítlur 1 ! HÖÐVILIINM Laugardagur 26. október 1963 ® J mætir kettir Gömlu Rómverjarnir sögðu: Mikið vill alltaf meira, og líklega er sá málsháttur enn í fullu gildi. Þessi saga segir frá tveim- ur kaupmönnum, sem _ áttu heima í sömu borg á Ítalíu. Báðir bjuggu þeir í ríkmann- legum stórfhýsum, og áttu mörg Skip, sem þeir notuðu til vöruflutninga. Og báðir áttu elskuleg böm, sem léku sér saman og voru beztu vin- ir. En þessir kaupmenn voru ólíkir, eins og nótt og dagur. Annar var harður í skapi og ágjarn úr hófi fram. Hann vildi alla hluti eignast, hvort sem hann hafði not fyrir þá eða ekki. Hinn var mesta ljúfmenni, og vildi hverjum manni gera greiða. Auðvitað þefcktust kaupmennirnir vel og töluðu oft saman. En ef um viðSkipti var að ræða var Don Cesaro kaupmaður tortrygginn og treysti engum manni, tæplega sjálfum sér. — í>ó þú ætlir þér að verða dýralæknir, finnst mér óþarfi af þér að taka ofan fyrir hverjum einasta tilvon- andi sjúkling, sem þú mætir. — Hefurðu tekið eftir því hvað göturnar eru orðnar mi'klu þrengri en þær voru forðum daga, þegar við vor- um hér á brúðkaupsferð, Sfgríður mín? m ' ■ f •• Tkninn leið og kaupmenn- irnír keyptu og seldu vörur alla daga, svo sem atvinna þeirra er. Eitt sinn lagði Giovanni kasupmaður af stað í langa ferð til þess að kaupa alls- koraar krydd, sem var mjög eftinsótt. Hann hlóð skip sitt vmsnm vörum, silki, kryst- alsmanum og fleiru, sem hann ætlaði að láta í skipt- um fyrir vanillu, pipar karry og fledra krydd, sem óx á eyjum nokkrum, langt í burtu. Hann sigldi i marga daga og vifcur, þangað til hann kom til Austurlanda. >ar ferðaðist hann milli eyjanna og hafði vöruskipti við íbú- ana, sjálfum sér og þeim í hag. Eitt sinn árla morguns sigldi hann í höfn á einni eyjunni, en honum til mikill- ar undrunar virtist allt vera þar autt og tómt. Skipin lágu bundin við bryggjuna, og enginn maður sást á ferli þegar á land var komið. Stræti og torg voru auð og mannlaus. Kaupmaðurinn og skipshöfn hans undruð- ust þetta mjög. Hvar voru hinir glöðu, skrautbúnu borg- arbúar, og hversvegna angaði borgin efcki af kryddi eins og óður? Loksins hittu þeir þó tvo menn, sem fylgdu þeim beina leið á fund konungs. Konung- ur sat i hásæti sínu, dapur á svip, með beygt höfuð. Nokfcr- ir hirðmenn voru þarna líka og voru efcki síður sorg- bitnir að sjá en kóngurinn. — Megum við verzla við þegna þína? spurði kaupmað- urinn. — Við höfum góðar vörur á boðstólum, sem við vildum gjaman láta í skipt- um fyrir ýmiskonar krydd. — Herra kaupmaður, sagði konungurinn. — Við getum engin viðskipti átt við yður, vegna þess að við eigum engar vörur til þess að selja. Allt kryddið, öll uppskeran, er eyðilagt. Jafnvel fötin ofckar eru ónýt. — Hvaða plága hefur geng- ið yfir land ykkar og leifcið yfckur svo grátt, yðar há- tign? spurði kaupmaður. — Rottur og mýs ganga hér um í stórum flokkum, og þær naga allt og eyði- leggja sem tönn á festir. Heimilin okkar, fatnaðinn, akrana og vegina. Við höf- um reynt að eitra fyrir þær og setja upp gildrur, en það hefur ekki komið að neinu gagni. Það virðast engin ráð vera til þess að losna vfð þessa hræðilegu plágu, mælti konungur. — Hafið þið enga ketti? spurði kaupmaðurinn. — Ketti. Hvað er nú það? spurði konungur. — Kettir eru lítil, loðin dýr, sem lifa á músum og rottum. — Hvar get ég fengið þessa ketti? hrópaði konungur. — Ég vildi allt til vinna að fá þá hingað. — Yðar hátign, sagði kaup- maður. — Pér þurfið ebki að kaupa ketti, ég á marga um borð í skipinu mínu og ég skal með mestu ánægju gefa yður nofckra. Og þér skuluð sanna til að þeir verða íljót- ir að létta þessari plágu af landi yðar. Konungur þakfcaði hrærð- ur fyrir þessa vinsemd, og eftir skamma stund kom kaupmaður með tvo ljómandi fallega ketti, annan svartan en hinn gulan. Þetta voru beztu veiðikettimir sem hann átti, konungur og hirð- menn hans horfðu forvitnis- lega á þessi nýstárlegu dýr, sem þeir höfðu aldrei séð áð- ur, og þegar þeir sáu kettina taka til óspilltra málanna að útrýma rottunum og músun- um langaði þá mest að dansa af ánægju. Konungur var þafeklátur af öllu hjarta, og tók að leita að einhverju, sem hann gæti gefið kaupmann- inum til endurgjalds. Hann gaf kaupmanni verðmæta steina og skartgripi, dýrar viðartegundir og fílabein. Kaupmaðurian sigldi svo heimleiðis, og gekk allt í vil á ferðalaginu. Veður og vind- ar voru honum hliðholl, svo hann var mun fljótari heim en hann hafði búizt við. Fjölskylda kaupmannsins gladdist hjartanlega yfir hin- um dýru munum, sem hann hafði þegið af konungi. En kaui>maðurinn nágranni hans horfði á þetta allt saman öf- undaraugum Á sunnudegi, skömmu seinna hittust kaupmennirnir fyrir utan kirkjuna, þegar guðsþjónust- unni var lokið. Þeir töluðu lengi saman. Don Giovanni sagði frá ferð sinni, og þar með frá þvi að hann hefði gefið konungi nokferum tvo ketti og hlotið ríkuleg laun fyrir. Don Cesaro gat engu orði upp komið, svo hissa var hann. Eftir þetta hugs- aði hann um það nætur og daga, hve nágranni hans hefði borið mikið úr býtum fyrir tvo ómenkilega ketti. Hann hafði engan frið í sál sinni fyrir öfund Og ágirnd. (Framhald) LJÓNSHJARTAÐ (FranthaltÐ Hvað átti aumingja Felix að segja manninum. Honum datt í hug að skrökva upp einhverri sögu, t.d. að ljónið hefði sloppið úr búrinu sínu í dýragarðinum, komizt inn í gistiíhúsið og tætt í sundur stigvélin. Já, það var bezt að reyna það. Þá fannst honum allt i einu einhver standa við rúm- ið og horfa á sig fast og á- kveðið. Hann þurfti etoki að opna augun til þess að vita hver það var. Það var enginn annar en Rikharður ljóns- hjarta. Hann varð aldrei hræddur. Og skrökvaði ekki til þess að komast hjá óþæg- indum. Honum vildi Felix líkjast. Uppi í svefnherberginu var eigandi stígvélanna að búa sig til brottferðar. Hann leit- aði allstaðar að stígvélunum en fann þau hvergi. Afi heyrði hann draga til borð og stóla, og fór upp til hans að gá hvað um væri að vera. Ferðamaðurinn var reiður og skammaðist yfir hirðuleysinu, sem ríkti á gistihúsinu. Það hafði aldrei komið fyrir áður að nofckur Skrítlur Kennarinn: — Þú heldur víst, að þú sért í leikfimi, Eirikur. Eiríkur; — Hvers vegna segið þér það? Kennárinn: — Af þvi að þú hleypur alltaf yfir setn- ingamar. Skólastjóri: — Rósmundur, af hverju mættuð þér ekki í fyrsta tíma? Rósm.: — Mig dreymdi, ja, mig dreymdi, að ég væri að fara í ferðalag með skipi og þegar klukkan hringdi fannst mér það vera skips- klukkan. Skólastjóri: — Nú, já, en Ragnar, þér mættuð ekki heldur. Ragnar: — Nei, ég var að fylgja Rósmundi til skips. gestur kvartaði undan slíku í gistihúsinu Ljónshjartað. Þá tók Felix í sig kjark, fór inn og sagði eins og var um hvarf stígvélanna. Þá rann gestinum reiðin og hann hló meira að segja að þessu. Hann kvaddi Felix vin- gjarnlega, og Felix var feg- inn að hafa sýnt það hug- rekki að segja sannleikann. Ekki löngu seinna kom pósturinn með stóran kassa, merktan Felix, gistihúsinu Ljónshjartað. Afi hjálpaði Felix að opna kassann, og bað kom í ljós að hann var fullur af stígvélum, alveg eins og þeim, sem Felix missti í ána. Það voru stíg- vél handa hverjum einasta krakka, sem gengu í sama skóla og Felix. Svo skrifaði Felix langt þakkarbréf til ó- kunna ferðamannsins, og allir krakkamir í skólanum skrifuðu nöfnin sín undír bréfið. Blái sleðinn Palli var í leiðu skapi og háttaði snemma. Lofcsins þeg- ar hann sofnaði, dreymdi hann að hann var á ferða- lagi um Álfalandið. En nú var blái sleðinn orðinn svart- ur og ljótur, það var efckert tuglskin og engar hlæjandi stjörnur. Nofckrar álfameyjar voru þarna, en þær voru daprar i bragði, með tárvot augu. Hann sá líka nokkra svarta púka, sem voru að hrekkja álfameyjarnar og kasta í þær grjóti. Að síð- ustu datt Palli af sleðanum og hentist eitthvað út í geim- inn. Þegar hann vaknaði, lá hann á gólfinu með sæng- urfötin ofan á sér. Og sólin var komin hátt á loft. Palli klæddi sig í mesta flýti, greip skólabækurnar sínar og flýtti sér í skólann. Þegar bangað kom fór hann beina leið til kennarans og sagði honum allt eins og var: að hann hefði tekið kvæðið upp úr bók, og ætti verðlaun að fá. þvi engin Myndir frá lesendum Myndirnar eru eftir bræðurna Tryggvasyni. Það var Nonni sem fékk sleðann í verðlaun fyrir beztu söguna, og Palli klappaði meira en nokkur annar. — Vel af sér vikið, Nonni, sagði hann. Þegar Palli fór að sofa um kvöldið hugsaði hann með sér: Nú eru álfamir áreiðan- lega sáttir við mig, og bíða eftir mér í Álfalandinu. Karlinn í tunglinu horfði á Palla, þar sem hann lá sofandi á koddanum, með bros á vör. Það var auðséð að hann var að dreyma eitt- hvað skemmtilegt. Endir. Þraut 1. Hver er sá sonur, sem dansar á húsþekjunni áður en faðir hans lifnar? 2. Hver er það, sem ekki er bróðir minn, ekki systir mín, en þó barn móður minnar? 3. Hver eru fjögur manna- nöfn, sem þú sérð út um gluggann? r Æ I \ Kennarinn hlustaði á hann, k mjög alvarlegur á svipinn, en mildaðist heldur þegar hann sá hvað Palli var skömm- ustulegur. — Farðu, og segðu hinum börnunum frá þessu sjálfur, sagði hann. Palli gerði eins og fcennarinn sagði honum, þó það væri erfitt. Auðvitað urðu bömin steinihissa, en þau voru fljót að fyrirgefa honum, þegar þau sáu að hann hafði kjark til að við- urkenna yfirsjón sjna. Að bessu loknu hljóp Palli heim og sótti bláa sleðann. Og það var eins og lyft væri af hon- um þungu fargi þegar hann W var búinn að skila sleðan- ^ um. k !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.