Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 12
VÖRUSKIPTAHALLINN NÚ 700 MILLJÓNIR KRÓNA! í lok síðasta mánaðar,^ september, var vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd orðinn óhagstæð- ur um rúmar 700 millj- ónir króna, en það er lið- lega 600 milljón króna meiri halli á utanríkis- viðskiptunum en á sama tíma í fyrra. Útílutningurinn á tímabilinu janúar-septemiber þ.á. nam sam- tals 2.666,5 millj. króna, en inn- flutningurinn á sama tíma 3.373,2 milljónum, þar af voru flutt inn skip og fiugvélar fyrir 133 milljónir. Á þessu sama timabili í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um rúmar 110 milljónir króna. Innflutn- ingurinn nam þá 2.615 millj., þar af Skip og flugvélar 69,2 millj., en útflutningurinn 2.513 milljónum króna. f septembermánuði sl. var vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd óbagstæður um 110,2 millj. króna. Út voru fluttar vörur fyr- ir 314,7 milljónir en inn fyrir 424,9 milljónir. í þessum mán- uði síðasta árs vom vöruskipt- in við útlönd óhagstæð um 44,3 milljónir króna; þá nam út- flutningurinn 259,8 milljónum en rnnflutningurinn 304,2 millj. kr. Ráðist aS öldungi á níræðisaldri Skömmu fyrir miðnætti í fyrrákvöld réðust tveir menn að öldruðum vaktmanni um borð í Reykjafossi, sem lá í Reykjavík- úrhöfn. Misþyrmdu þeir gamla manninum. Hinn aldraði vakt- maður heitir Guðmundur Guð- mundsson. Barmahlíð 18 og var hann á verði um borð í skipinu um kvöldið. Hann er 82ja ára gamall. Guðmundur skýrir svo frá, að tveir menn hafi komið um borð og ráðist á sig með barsmíðum. Hann var bólginn og blóðugur þegar lögreglan kom á vettvang. Árásarmennimir voru á bak og burtu og hefur rannsóknarlög- reglan unnið að því að upplýsa málið fram að þessu. Guðmund- ur var fluttur í Slysavarðstof- una. 70 þús. stolið Um hádegið í fyrradag var stolið peningakassa úr skrif- stofu Kristjáíis Ö. Skagfjörðs h. f. í Tryggvagötu 4. 1 peningakassanum voru mik- il verðmæti bæði í ávísunum og reiðufé eða allt að 70 þús. kr. 1 seðlum voru kr. 12 þús.. en í á- vísunum 50 til 60 þús. kr. Skrifstofumar voru mannlaus- ar í hádeginu að undanteknum tveim mönnum við störf sín og varð hvorugur þeirra var við mannaferðir. Málið er í rann- sókn. Matsveinninn féll fyrir borð Mann tók út af togaranum Apríl frá Hafnarfirði vestur á Halamiðum í ofviðrinu á mið- vikudag og náðist hann ekki aft- ur. Maður þessi hét Knútur Guðjónsson og var annar mat- sveinn á togaranum. Hann átti heima að Suðurlandsbraut 94 D í Reykjavík. Knútur heitinn var 42 ára gamall. Togarinn Apríl var nýfarinn á veiðar, þegar þetta slys varð og er ennþá úti. Sýnir málverk frá Mexíkó og íslandi Ein af myndunum frá Mexíkó: Frá Cholula. (Ljósm. Þjóðv. 1 dag opnar Magnús A. Ámason, listmálari, sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin stendur til 3. nóv. en í þetta sinn sýnir Magnús 50 málverk og 6 höggmyndir. Allar myndimar á sýning- unni eru málaðar á þessu ári, og er þetta fjórða sýning Magnúsar í röð, árlega. Kveðst Magnús ætla að stefna aðþví að sýna árlega, betur vinn- ist ef að ákveðnu marki sé keppt. Nokkur af málverkum Magnúsar í þetta sinn em frá Mexíkó, en þar dvaldist Magnús og kona hans, Barb- ara Árnason, þrjá mánuði síðastliðinn vetur. Þær mynd- ir, sem hér á landi eru mál- »r« m aðar, eru flestar úr Barða- strandasýslu, en einnig nokkr- ar frá Þingvöllum og Akra- nesi. Magnúsi segist svo frá, að þrátt fyrir allt minni margt í Mexíkó einkennilega mikið á Island, bæði eru löndin eld- fjallalönd og uppblástur víða mikill í Mexíkó sökum þess, að Spánverjar brenndu upp skógana. Svo breytir landið hinsvegar um svip, þegar kaktusinn kemur til sögunnar. í Mexíkó tóku þau hjón þált í málverkasýn ingu, og er eitt málverk Magnúsar frá þeirri sýningu nú í Bogasalnum. Þetta er 3ja sýning Magn- úsar £ Bogasalnum. Magn- Elín (Guðjónsdóttir Ieikkona), ein af andlitsmyndumun. ús lætur vel af Bogasalnum, hann sé mátulega stór fyrir ársverkið. Þá hefur Magnús tekið þátt í siðustu haustsýn- ingu Félags íslenzkra mynd- listarmanna, átti tvær mynd- ir þar, báðar frá Mexíkó. Sýning Magnúsar verður opin daglega kl. 2 — 10. Kynningarmánuður á veg- um MlR hefst á morgun Kynningarmánuður Menningartengsla íslands og Ráð- stjórnarríkjanna hefst á morgun, sunnudag, með samkomu í Stjömubíói og opnun sýningar á verkum sovézks mynd- listarmanns. Samkoman í Stjörnubíói hefst kl. 2 síðdegis og flytja þar á- vörp þeir Þórbergur Þórðarson rithöfundur og Alexander Alex- androf amlbassador Sovétríkj- anna á fslandi. Að ávörpunum loknum verður sýnd sovézka kvikmyndin Bréfið sem ekki var sent, Myndlistarsýningia verður opnuð á morgun kl. 5 síðdegis i MÍ(R-salnum, Þingholtsstræti 27. Þetta er sýning á verkum Orets Verejskís og mun Magnús Á. Árnason opna sýninguna með ávarpi. Sýningin verður síðan opin til 3. nóvember dagl. kl. 3—7 og 8—10 síðdegis. Kvikmyndasýning verður svo í Stjörnubíói kl. 2 síðdegis á laugardaginn kemur, 2. nóvem- ber og þá sýnd ballettmyndin Lejla og Medznún, en aukamynd verður Saga frá Síberíu. Á und- an kvikmyndasýningunni flytur Jón Grímsson erindi, sem hann nefnir: Frá Sovétríkjunum. Byltingarafmælisins og þjóð- hátíðardags Sovétríkjanna verð- ur minnzt með fagnaði í veit- ingahúsinu Glaumbæ að kvöldi 7. nóvember sem er fimmtudag- ur. Þar flytur Gunnar Bene- diktsson rithöfundur ræðu, Kristinn Hallsson óperusöngv- ari syngur einsöng og íleira verður á dagskránni. Miðvkiudaginn 13. nóvemiber verður kvöldvaka í Breiðfirð- ingabúð og hefst kl. 8.30. Þar talar dr. Hallgrímur Helgason tónskáld um tónlistarlíf í Sov- étríkjunum en dr. Hallgrímur ferðaðist um Sovétríkin á liðnu sumri. Kvikmyndasýning verður svo í Stjörnubíói laugardaginn 16. nóvember. Sýnd verður kvik- myndin Othello, aukamynd: Sól- arhringur á tajgunni. Lokaatriði og hápunjktur kynn- ingarmánaðar MÍR verða svo tónleikar prófessors Jakobs Flí- ers píanóleikara í Háskólabiói kl. 9 sunnudagskvöldið 17. nóv- ember. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, er Jakob Flíer talinn einn ágætasti píanóleik- Framhald á 2. síðu. Áiyktun INSÍ-þings um skipulagsmál: Iðnnemafélögin deildir innan sveinafélaganna Meðal ályktana, sem gerðar voru á 21. þingp Iðnnemasam- bands Islands á dögunum, var sú um skipulagsmál sem hér fer á eftir: 21 þing I. N. S. f. felur vænt- anlegri sambandsstjórn að vinna að framgangi tillagna þeirra um skipulagsbreytingu sem sam- þykktar voru á 19. þingi I.N.S.I. 1. Allir iðnnemar séu skyldug- ir til að vera í iðnnemafélögum sem séu deildir innan sveina- félagana, þannig að iðnnemar séu aukameðlimir í þeim, hafi þar á fundum málfrelsi og. tillögu- rétt. 2. Sveinafélögin semji um kaup og kjör iðnnema. 3. Iðnnemafélögin myndi síðan Iðnnemasambandið í svipuðu formi og nú. Arekstur bíls og togara í 1 gær varð nokkuð nýstárlegt umferðarslys í Hafnarfirði, er vörubifreið var ekið á togara, er lá þar við bryggju. Vörubílnum var ekið sem leið liggur frá Vesturgötu og niður á Nýju bryggjuna, sem reyndar er komin allmjög til ára sinna. SkipU það engum togum að bif- reiðin lenti með alímiklum Firðinum krafti á stjómborðssíðu togar- ans Bjama riddara. Varð árekst- urinn svo harður, að dæld kom 1 síðu togarans og bíllinn stór- skemmdist. ökuþórinn mun ekki hafa haft samvizkuna klára. því hann flúði af hólminum, og var rann- sóknarlögreglan að leita hans er blaðið fór f prentun í gærkvöld. Fjáröflun Barna- verndarfélagsins I dag, fyrsta vetrardag, er hinn árlegi f járöflunardagur Bamaverndarfélags Reykjavík- ur. Barnabókin Sólhvörf 1963, sem nú kemur út í 14, sinn, verður seld á götum borgarinn- ar ásamt merkjum Barnavernd- ardagsins. öllum ágóða sölunn- ar verður varið til fyrirhugaðrar byggingar hjúkrunarheimilis fyr- ir taugaveikluð börn. Forráðamenn Bamavemdar- félags Reykjavíkur sögðu frétta- mönnum lítillega frá þessu á- hugamáli sínu. Fyrir tveimur ár- um var stofnaður sjóður með 100 þús. kr. framlagi, í því markmiði að reisa, er nægilegt fjármagn fengist, hjúkrunar- heimili fyrir taugaveikluð böm. Þörf á slíku heimili hér. er mjðg brýn og má undarlegt teljast hve lítið er gert fyrir slíka sjúklinga af hálfu hins opinbera. Hér á landi er ekkert slikt heimili eða sjúkrahús til! Geð- vemdardeild barna í Heilsu- vemdarstöðinni vinnur að vísu þarft verk, en þar er ekki fyrir hendi sú aðstaða sem þarf að vera svo viðhlýtandi sé. Böm sem eru veikluð á taugum þurfa að vera undir stöðugri umsjón sérmenntaðra manna á þessu sviði. Á þann eina hátt er hægt að lækna taugaveiklunina og þá venjulega á skömmum tíma. Áætlað er að hjúkrunarheim- ilið rúmi 12 til 15 sjúklinga til að byrja með. En betur má ef duga skal, og hver veit nema hið opinbera vakni af værum blundi með tilkomu þessa heim- ilis en sannleikurinn er sá að ef vel á að vera veitti ekki af fleiri slíkum stofnunum. Enn hefur ekki fengizt lóð undir húsið en mál það er i at- hugun. Fjölmargar gjafir og á- heit hafa Bamarvemdarfélaginu borizt til stuðnings þessu merka málefni og má þar nefna hina höfðinglegu málverkagjöf frú Sólveigar Eggerz Pétursdóttur en hún gaf sjóðnum 69 myndir. Barnavemdarfélagið vill vekja athygli á að það reynir af fremsta megni að styðja ungt fólk sem áhuga hefur fyrir að sérhæfa sig í einhverjum á- kveðnum lið uppeldisstarfsins, til náms erlendis. Stjóm Bama- vemdunarfélags Reykjavíkur skipa: Dr. Matthías Jónasson form. frú Lára Sigurbjömsdóttir gjaldkeri, prófessor Símon -Tó- hannes Ágústsson ritari, séra Jakob Jónsson og Kristinn Bjömsson sálfræðingur. I dag er tækifæri til að styðja gott málefni og ætti enginn að láta sitt eftir liggja. Prestvífsla í Skálholti Kiukkan þrjú á morgun vig- ir biskupinn yfir fslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, tvo kandí- data til prestþjónustu: Hrein Hjartarson til Ólafsvíkurpresta- kalls og Lárus Þ. Guðmundsson til Holts í Önundarfirði. Séra Magnús Guðmundsson prófastur lýsir vígslu en vígsluvottar au'k hans verða prestamir Guðmund- ur Ó. Ólafsson, Gunnar Jó- hannesson prófastur og pró- fessor Jóh Hannesson Hreinn Hjartarson predikar op n' "'cór- inn undir stjórn dr. þáls * ólfs- sonar syngur við athöfnina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.