Þjóðviljinn - 27.10.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 27.10.1963, Page 1
£SJ Sunnudagur 27. október 1963 — 28. árgangur — 233. tölublað. i<$>- Afmælissöfnunin: Fimm dagar til mánaSamóta Dagurinn í gær var ágætur þótt stuttur væri. Okkur bár- ust viðbótargjafir frá Neskaup- stað, Hafnarfirði, Kópavogi og Eskifjörður bættist við á blað- ið. Nokkrar deildir skiluðu góð- um árangri og vantar nú að- eins herzlumuninn á að þær nái 100%. Notum helgina vel, á mánudaginn höfum við opið frá kl. 10—12 og 1—6 á Þórs- götu 1 og Tjarnargötu 20. Röð deildanna er nú þannig: 1. 1. deild 109% 2. 8b — 100% 3. 14 — 75% 4. 15 — 75% 5. 3 — 64% 6. 8a — 59% 7. 2 — 52% 8. lOb — 52% 9. 5 — 46% 10. 4a — 37% 11. lOa — 36% 12. 6 — 34% 13. 7 — 28% 14. 9 — 27% 15. 16 — 27% 16. 4b — 26% 17. 11 — 18% 18. 13 — 7% 19. 12 — 4%. HVAÐA DEILD NÆR 100% NÆST? Óðinn tekur brezkan land- helgisbrjót Um hádegisbilið í gær tók varðskipið Óðinn brezkan tog- ara að ólöglegum veiðum í is- lenzkri landhelgi út af Isafjarð- ardjúpi. Hélt Öðinn með togar- ann til Isafjarðar og var hann væntanlegur þangað síðdegis í gær. Togarinn er frá Hull og heitir Peter Sheyney H 195. 19 VERZLUNARMANNAFEL. BOÐA VERKFALLIÐ 4. NÓV Verkfall verzlunarmannafélaganna hefur nú verið tilkynnt sáttasemjara og atvinnurekendum og virðist geta orðið eitt víðtækasta verkfall sem gerí hefur verið á íslandi, ef dæma má eftir til- kynningu frá Landssambandi íslenzkra verzlun- armanna og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, sem Þjóðviljanum barst í gær. Bolungarvíkur, ísafjarðar, Húnavatnssýslu, Skagafjarð- ar, Siglufjarðar, Akureyr- ar, N.-Þingeyjarsýslu, V,- Skaftafellssýslu, Rangár- Þar er því yfirlýst að verkfall verzlunarmanna og skrifstofumanna muni ná til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Borgamess, Snæfellsness, vallasýslu, Árnessýslu, Suð- umesja, en fljótlega muni Eskifjörður, Reyðarfjörður, Vestmannaeyjar og Patreks- fjörður bætast í hópinn. Fréttatilkynning Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna og Verzlunarmannafél. Reykja- víkur er þannig: „Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hafa tilkynnt sáttasemjara ríkisins og viðsemjendum sínum, að verzl- unarfólk muni hefja verkfall frá og með 4. nóvember n.k., haíi HalEveigarstaðir risnir af grunni samningar eigi tekizt fyrir þann tíma, jafnframt hafa flestöll verzlunarmannafélög tilkynnt viðsemjendum sínum þessa á- kvörðun. Þau félög sem þegar er vitað um að hefja muni vinnustöðv- un eru: Verzlunarmannafélag Reykja- víkur, Hafnarfjarðar, Borgamess, Snæféllinga, Bolungarvíkur, Isa- fjarðar, Húnvetninga, Siglfirð- inga, Skagfirðinga, Norður-Þing- eyjarsýslu, Vestur-Skaftafells- sýslu, Rangárvaillasýslu. Félag verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri, Skrifstofu- og verzl- unarmannafélag Suðumesja, Verzlunarmannafélag Amessýslu. Fljótlega munu félögin á Eski- firði, Reyðarfirði, Vestmannaeyj- um og Patreksfirði bætast í hópinn“. Afmælis- hátíðin er í kvöld Afmælishátíð Sósíalista- flokksins verður í kvöld kl. 9 að Hótél Borg. Dagskrá verður þessi: 1. Kjartan Ölafsson, framkvæmdastjóri flokksins setur hátíð- Ina og stjórnar hennl. 2. Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur flytnr ræðu. 3. Guðmundur Guð- jónsson, óperusöngvari syngur einsöng. 4. Einnig verður sam- felld dagskrá úr 25 ára sögu Sósíalista- flokksins, Iesarar: Brí- et Héðinsdóttir, Einar Laxness, Óskar Ilall- dórsson og Hugrún Gunnarsdóttir. 5. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir kl. 2 til 4 í Tjam- argötu 20 í dag. Myndirnar eru frá stofn- þingi Sósíalistaflokksins. BSRB vill endur- bæturí skattamálum Stórhýsi það sem sést hér á myndinni er Hallveigarstaðir, og hefur það risið af grunni í sumar eftir alllanga bið. Verður þetta hið veglegasta hús eins og myndin ber með sér. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) AFMÆLISKV EÐJUR TIL SÓSÍALISTA FLOKKSINS Sósíalistaflokknum hafa borizt afmæliskveðjur þær sem hér fara á eftir frá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, Sameiningarflokki sósíalista í Þýzkalandi, Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu og tímaritinu „Vandamál friðar og: sósíalisma“: „Miðstjóm Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sendir Sósíalista- flokki Islands bróðurkveðjur og óskar meðlimum hans til ham- ingju með hið merka afmæli — 25 ára afmæli flokksins. Óskum ykkur, kæru félagar, árangursríks starfs í framtíð- inni og vonum, að flokkur ykk. ar megi fylkja sér enn þéttar undir merki Marx og Leníns, og megi með enn meiii árangri berjast fyrir hagsmunum ís- Ienzikrar verkamannastéttar og allra vinnandi manna á Islandi, fyrir sjálfstæði lands síns, fyrir friði, 'lýðræði og sósdalisma. Lengi lifi Sameinitigarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkur ls- lands! Lifi vináttan milli Sovétrikj- anna og Islands! Lifi allsherjarfriður! Miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.“ „Kæru félagar! Miðstjórn Sameiningarflokks sósdalista í Þýzkalandi sendir ykkur bróðurlegar kveðjur og ámaðaróskir í tilefni af 25 ára afmæli Sósíalistaflokksins. Flokkur ykkar hefur ævinlega haft forustu í liagsmunabaráttu íslenzku þjóðarinnar, hann hef- ur staðið í fylkingarbrjósti í sókninni fyrir stjórnmálalegum, efnajhagslegum og félagslegum réttindum þjóðarinnar, fyrir þjóðlegu fullveldi og sjálfstæði Islands. Við óskum flokki ykk- ar nýrra úrslitasigra í barátt- unni fyrir því að sameina öll lýðræðis og framfaraöfl íslenzku þjóðarinnar í þágu friðar, lýð- ræðis og sósíalisma. Með sósíal- ístískum kveðjum. Walter Ulbricht, aðalritari miðstjórnar Sameiningar- flokks sósíalista í I‘ýzkalandi“. „Kæru félagar! 1 tilefni af 25 ára afmæli Sósíalistaflokksins sendum við ykkur einlægar ámaðaróskir. Allt frá stofnun sinni . hefur flokkur ykkar barizt fyrir rétt- mœtum hagsmunum íslenzkrar alþýðu. fyrir einingu allra frið- arafla og lýðræðisafla í landinu í þágu flrlBar, lýðræðis og sósí- alisma. Við óskum yíkkur nýrra sigra í baráttunni fyrir hags- munum verklýðsstéttarinnar. Framhald á 2. síðu. Á fundi stjórnar B.S.R.B. sl. mánudag var gerð svofelld til- laga um skattamál: „Stjórn B.S.R.B. bendir á, að löggjöf um skatta og útsvör, og þá ekki síður framkvæmd þeirr- ar löggjafar, er og hefur um langt skeið verið með þeim hætti, að skatta- og útsvars- byrðin leggst óeðlilega þungt á Iaunamenn í þjóðfélaginu. Skorar stjórn bandalagsins á ríkisstjórmna, að beita sér fyrir breytingum á skattakerfi lands- ins og framkvæmd skatt- heimtu, er tryggi fullt réttlæti í þessum málum. Stjóm B.S.R.B. bendir sér- staklega á nauðsyn þess 1. að persónufrádráttur verði hækkaður verulega frá því, sem nú er, 2. að skatteftirlit verði hert og þannig komið í veg fyrir að skattsvikin verði þeim til refsingax, sem telja rétt fram. Stjórn B.S.R.B. skorar á önn- ur launþegasamtök landsins að taka upp samstilla baráttu fyr- ir endurbótum í skattamálum, er leiði til réttlátari skatt- heimtu en verið hefur.“ Lýst eftir vitnum í sambandi við málsrannsókn Lögréglan hefur nú handtekið pilt sem hún grunar um að vera annan þeirra manna er frömdu árásina á vaktmanninn á Reykja- fossi sl. fimmudagskvöld. Piltur- inn segir svo frá að um eða rétt yfir klukkan tíu um kvöld- ið hafi hann gengið upp Granda- garð og hafi hann þá hitt þar mann og konu. að hann heldur hjón úr Keflavík, er voru þama á ferð í bíl merktum Ö-X. Tóku þau piltinn upp í bílinn og ófeu honum suður í Kópavog og aft- ur til baka til Reykjavíkur þar sem hann skildi við þau. Er það vinsamleg tilmæli rann- sóknarlögreglunnar að fólk þetta gefi sig fram við hana' til þess að gefa upplýsingar í sambandi við ferðir piltsins. Þingnefnd til rannsóknar á verðbréfa og víxlakaupum Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Gils Guð- mundsson og Björn Jónsson, hafa lagt fram í efri deild alþingis tillögu um skipun nefndar til rannsóknar á verð- bréfa og víxlakaupum banka og annarra lánastofnana sem verðbréf kaupa. Tillagan er svohljóðandi: „Efri delld Alþingis ályktar að skipa fjögurra manna nefnd, eins frá hverjum þingflokki, in*. andeildarmanna samkv. 39. as. stjórnarskrárinnar til þess að rannsaka: 1. hvort brögð séu að því, að bankar og aðrar lánastofnan- ir hafi á undanförnum árum átt einhver þau skipti við verðbréfa- og víxlasala, sem samrýmast ekki eðlilegum viðskiptareglum; 2. hvort eðlilegum viðskipta- reglum sé almennt fylgt um kaup og sölu verðbréfa; 3. hvort á kunni að skorta full- nægjandi löggjöf um verð- Framhald á 2. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.