Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 2
2 SIÐA Um Skáldatíma Morgnnblaðið segir | gær, að ég hafi færzt undan að segja því álit mitt á Skálda- tíma Kiljans. Eklki er það nú alls kostar rétt. Ég bauð blaða- manninum (mér heyrðist hann kalla sig Örnólf) að hringja til mín eftir fáa daga. Tók hann því með þök'kum, enda væri svo um fleiri en mig, að þeir hefðu ekki lokið við að lesa bokina. En hann er ekki farinn að hringja, hefur lík- lega forfallazt. Kannski á hann það samt eftir. Hver veit nema Ömólfur hressist. Ef hann gerir það ekki, má Morgfun- blaðið prenta þetta eftir J>jóð- viljanum, og reyndar hvort sem er. En meðal annarra orða, sannsögli þessa Örnólfs virðist á því stigi, að hann sé rétt- ur maður á réttum stað. J>egar Morgunblaðið spyr mig um álit mitt á Skálda- tíma Halldórs Laxness, eru mér efst í huga samskipti hans við það blað fyrr og síðar. .Æ’jóð mín hefur verið eins og viðkvæmt hljóðfæri, sem svarar áslætti“, sagði Halldór í nóbelsræðunni sinni. Þetta var dagsanna. f stórverkum hans fyrr á árum, meðan hann gæddi sögupersónur sínar holdi og blóði, var unaðslegur tónn, sem náði til h'jartans. En áhrif hans á hjörtun voru þó misjöfn. Sumir brugðust illa við, til dæmis Morgunblaðs- menn, og reyndu að drepa Halldór, ekki aðeins í óeigin- legum skilningi, heldur bók- staflegum, úr fátækt. Á sama tima skrifaði Hall- dór talsvert af ærið misjöfn- um stjórnmálagreinum. Hann orti hástemmt lof um bóndann í Kreml og tvinnaði skammir um Valtý Stefánsson. f Skáldgtíma leikur Halldór á nýja strengi. Eftir að hafa um árabil skrifað óekta skáld- sögur og leikrit semur hann minningar, sem geisla frá sér mannlegri hlýju og snilld Inn á milli stingur hann þó póli- tískum atihugasemdum af gam- alkunnu kvaliteti. Þær hrífa hjörtu Morgunblaðsmanna, en bókmenntasnilldina sjá þeir ekki, enda gat skáldið ekki dulið sárindi sín yfir því í við- tali við blaðið. En þó að Halldór slái nú striki yfir ýmis fyrri ummæli sín í pólitískum efnum, er það þó eitt, sem hann tekur ekki aftur og þarf ekki að taka aftur. Hann barðist fyrir sam- fylkingu gegn fasismanum, gegn breiðfylkingu Morgunblaðs- manna á Hitlersárunum. Sú barátta var ekki innblásin af misbrestasömu stjórnmálaskyni, heldur af ást hans á lífinu, hinni sömu ást og lyfti í æðra veldi þeim skáldverkum hans, sem uppi munu, meðan land- ið er byggt islenzfcu fólki. Páll Bergþórsson. Regnklœðin frá VOPNA, eru ódýr, létt og haldgóð. Sjóstakkar, Síld- arpils og svuntur. MIKIth AFStÁTTIJR NtJ UM TÍMA. VOPNI Aðalstræti 16. Afmæliskveðjur Framhald af 1. síðu. Lifi Sósíalistaflokkurinn og ein- ing alþjóðahreyfingarinnar. Miðstjórn Kománistaflokks Tékkóslóvakíu.“ „Kæru fólagar. Ritstjóm Tímaritsins „Vanda- mál friðar og sósíalisma“ send- ir ykkur sínar innilegustu kveðjur í tilefni af 25 ára af- mæli flokks ykkar. Sameining- arflokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn hefur með einurð og þrautseigju varið einingu sína, barizt fyrir hagsmunamálum þjóðar sinnar, fyrir pólitískú og efnahagslegu sjálfstæði landsins, gegn herstöðvum Bandaríkjanna á Isiandi, fyrir betri lífskjörum og auknum réttindum hinna vinnandi stétta. Við óskum ykkur, kæru félag- ar, nýrra sigra í baráttunni fyrir einingu þjóðar ykkar, fyr- ir bættum kjörum verkalýðsins, fyrir friði, lýðræði og sósíal- isma. Fyrir hönd ritstjómar tíma- ritsins „Vandamál friðar og sósíalisma". A. Rumjantsev, aðalritstjóri.“ MÖÐVILJINN Sunnudagur 27 október 1963 SUNNUDA G5KR0SSGÁ TA Nýtt í Ninon Gegn bleytu, kulda, stormum og hríð. Regnkápur með svampvend. Verð aðeins kr. 1845.00 Hattur úr sama efni kr. 198.00. NfNON h.f., Ingólfsstræti 8. Nýtt í Nínon Buxur úr þétju en léttu stretch-nylon, með sokkabönd- um. Sérstaklega henugar fyrir konur með slappa kvið- vöðva (t.d. eftir bamsburð). NÍNON h.f., Ingólísstræti 8 MÆÐUR Athugið hið hagstæða verð á amerísku nyionúlpunum í NlNON. — Olpurnar eru vattstungnar og tvöfaldar, (rná venda). Stærðir frá 1—8ára. Verð kr. 525,— til kr. 575.— NÍNON h.f., Ingólfsstræti 8. LÁKÉTT: — 1 hjúskapur. 6 fyrirtæki. 8 refsimál. 9 nýjan. 10 pípan. 12 dyrnar. 14 álpast. 16 króana. 18 vesælli. 21 hús. 23 óhymd. 25 valkyr'jur. 28 kannski. 29 afgamall 30 lík 31 trúna. LÓÐRÉTT: — 1 lætur inn. 2 karlnafn. 3 syndin. 4 árás. 5 andvana. 6 mennina. 6 réttari. 11 fugl. 13 nýliðið. 15 bit. 16 hagurinn. 16 beiskur. 19 furða sig á. 20 ruggi. 22 framferði. 24 óþæg. 26 Breti 27 streyma. 25. Iðnþing fslendinga: Reglur séu settar um verknám nema 25. Iðnþing Islendinga hélt á- fram fundum í gærmorgun f Iðnaðarbankahúsinu. Fyrsta mál á dagskrá var endurskoðun iðn- fræöslunnar. Öskar Hallgrfms- son, formaður Iðnfræðsluráðs, kynnti störf nefndar, sem menntamálaráðherra skipaði ár- ið 1961 og hefur haft þessi mál til athugunar. Urðu miklar um- ræður um málið. Samþykkt var áiyktun um iðnfræðslumálin, Saumanámskeið hefst 1. nóvember að Grett- isgötu 82, 2. hæð. BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR. GÓð gjöf Þeir, sem vilja gefa ungling- um bækur, sem líklega eru til að verða góðir ævifélagar eigandans — vinsamlega at- hugið þá „Æskudaga“ og — „Þroskaár“ Vigfúsar. Þær segja af fátækum afdaladreng frá bamæsku til efri ára, sem með reglusemi, viljaþrefci og óvanalegum ferðalögum hefur aukið þroska sinn. Bækur V. G. telja margir meðal beztu bóka síðari ára. Tvær þær nýjustu fást ennþá. I Æsku dögum er m.a. frásögn af lífi V.G. i „Villta vestrinu". Eng- inn Islendingur annar getur sagt slíkt af eigin reynslu. þar sem m.a. er fagnað eflingu tæknináms innanlands qg lýst ánægju yfir þeim vísi að meist- araskóla, sem kominn er á fót Þingið telur nauðsynlegt að sett- ar séu reglur um verklegt nám iðnnema og jafnframt fyllri á- kvaeði um löggildingu þeirra meistara, sem heimild hafa til að taka nemendur til iðnnáms. Þá telur Iðnþingið, að endur- bætur iðnfræðslunnar í landinu felist m.a. í aukinni starfrænni kennslu í iðnskólum. Ennfremur skorar Iðnþingið á fjárveitinganefnd yfirstandandi Alþingis til að hækka framlag ríkissjóðs til byggingar skóla- verkstæða við Iðnskólann í Rvík verulega. Nassta mál á dagskrá voru lánamál iðnaðarins. Nokkrar umræður urðu um þau mál og samþykkti Iðnþingið m.a. áiyfct- un varðandi lausaskuldir iðnað- arins, þar sem þeim tilmælum er beint til ríkisstjómarinnar, að unnið sé að því að ná sam- komulagi við viðskiptabankann um að breyta stuttum skuldum iðnfyrirtækja við bankana f Rannsóknanefnd bréfasölu og eftirlit með henni. Nefndinni heimilast að ráða I þjónustu sína sérfróðan mann um banka- og viðskiptamál, er vinni með henni að rannsókn- inni. Nefndin skal hafa það vald, sem heimilað er í 39. gr. stjórn- arskrárinnar, til þess að heimta skýrslur af embættismönnum og öðrum. Nefndin skal að rannsókn lokinni gefa deildinni ýtarlega skýrsla um störf sín og niður- stöður“. löng lán, eins og gert hefur ver- ið varðandi lausaskuldir land- búnaðar og sjávarútvegs. Þá hvetur Iðnþingið alla fðn- aðarmenn til að beina viðskipt- um sínum til Iðnaðarbankans og telur jafnframt brýna nauðsyn bera til, að Iðnaðarbankanum verði veitt heimild til gjald- eyrisverzlunar sem fyrst. Iðnþingið fagnar lögunum um Iðnlánasjóð, sem samþykkt varu á síðasta Alþingi og þakkar iðn- aðarmálaráðherra og ríkisstjóm- inni fyrir ómetanlegan stuðning við þetta mikla hagsmunamál iðnaðarins. Þá skorar Iðnþingið á ríkts- stjórnina að gera nú þegar raunhæfar ráðstafanir, er miði að því að byggja upp íslenzkan skipasmíðaiðnað. þannig að ís- lenzkir aðilar verði þess megn- ugir að fullnægja þörf þjóðar- innar um byggingu fiskiskipa og viðhald fiskiskipaflotans í ná- inni framtíð. PJQNUSTAN LAUGAVEGI 18 SIMI 19113 TIL SÖLU: 2 herb. góð kjallaraíbúð við Flókagötu, sér inngangur. 3 herb. hæð í timburhúsi við Grettisgötu. útb. 175 þúsund. IBÚÐIR ÓSKAST: miklar útborganir. 2—3 herb. nýjar eða ný- legar íbúðir. 2—3 herb. ris og kjallara- íbúðir. 3 herb. góð íbúð í Hiið- unum, Þingholtunum eða nágrenni. 3 herb. rúmgóð 1. hæð eða góð jarðhæð, sem næst miðborginni. 2 herb. íbúð í Vogunum. Rúmgott húsnæði á 1.—3. hæðum hentugt fyrir rekstur. Má vera í Smá- íbúðahverfi eða einhverju af nýjum hverfum borg- arinnar. 2 herb. íbúð með bílskúr, eða vinnuplássi í kjall- ara í Norðurmýri eða ná- grenni. 6—7 herb. góð hæð með bílskúr og húsnæði fyr- ir lækningastofu, helzt í sama húsi. SELJENDUR, ef þið þnrf- ið að sclja eða skipta, vin- samlegast talið við okkur sem fyrst. Skólakerfí Framhald af 4. síðu. sem félagslegum stofnunum eru næg verksvið fyrir tæfcni- menntaða menn. 1 Sovétrikj- tmum eru 3.346 tæknimiðskól- ar og aðrir hliðstæðir miðskól- ar. 1 þessum skólum eru alls 3.7 mill j. nemar. Auk almennr- ar æðri fræðslu er fræðileg og hagnýt kennsla í sérgreinum. 1 þessa skóla er hægt að inn- ritast foeint úr átta ára skól- anum eða eftir skemmra eða lengra starf í verksmiðju, á skrifstofu o. s. frv. Krafizt er inntökuprófs. Kennsla fer ým- ist fram í kvöld- eða bréfa- skólum. Þarna eru kenndar allar mögulegar iðngreinar. Yfirleitt er námstíminn fjög- ur ár, en þó breytilegt eftir sérgreinum. Sumir þessara skóla krefjast lokaprófs frá ellefu ára skólanum til inn- göngu. Við skóla þessa eru verkstæði þar sem nemendur vinna eigin framleiðsluvörur og búfræðiskólamir reka eigin búskap. (BRÁ þýddi lausl.). TONLEIKAR Félagið „Musica nova“ efndi til tónleika í Þjóðleikhússkjall- aranum sunnudaginn 20. þ.m. Efnisskráin hófst á „Con- certino" fyrir klarínettu og strengj ahl j óðf æri eftir Ung- verjann Matyas Seiber. Þetta var áheyrilegasta verk tónleik- anna, kunnáttusamlega samið og margt í því, sem ber vitni um skemmtilega hugkvæmni. Verkið var sérstaklega vel og hreinlega flutt, en flytjendur voru Gunnar Egilsson, Ingvar Jónsson, Rut Ingólfsdóttir, Einar Grétar Sveinbjörnsson og Hafliði Hallgrímsson. Allmiklu tilkomuminni voru tveir lagstúfar fyrir flautu, fiðlu, lúður og sláttuhljóðfæri eftir Peter Schaat. Þriðja verk- ið á efnisskránni, „Adagio“ fyrir fiðlu, klarínettu og píanó eRir Alban Berg, sver sig í ætt við önnur tónverk hans. Síðasta efnisskráratriðið. „Haustlitir“ eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, hefur verið flutt áður á tónleikum þessa fé- Þorkeli Sigairbjörnsson. lagsskapar (11. apríl 1960). Flytjendur á tónleikum þess- um auk þeirra, sem áður eru nefndir, voru Averil Williams, Jón Sigurðsson, Jóhannes Egg- ertsson, Gísli Magnússon, gig- urður Markússon og söngkon- an Sigurveig Hjaltested. Á þetta fólk sérstakt lof skilið fyrir frammistöðu sína, sem bar eigi aðeins vitni góðri kunnáttu, heldur og því. að það hafði vandað mjög vel til flutningsins. Bf,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.