Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 3
S'Unnudagur 27. október 1963 HÖÐVILIINN SÍÐA 3 AHRIF SOSIALISTAFLOKKSINS Á HVÍLDAR- DAGINN Áhrif stjórnmálaflokka Alhrif stjórnmálaflokka verða ekki aðeins mæld með fylgi því sem þeir fareppa í kosn- irigum eða formlegum völdum þeirra í þjóðfélaginu; atburða- rásin er miklu flóknari en svo. Hugmyndakerfi flokkanna eru stöðugt að vegast á, og stund- um geta stórir flokkar verið á Ihröðu undanhaldi fyrir smá- um, hörfað fyTÍr stefnu þeirra, framkvæmt tillögur þeirra — einmitt af ótta við kjósendur. Þvílíkir atburðir eru alltaf að gerast, og fólk veitir þeim ein- att efcki athygli. Sú stórsókn íslenzlkra sósíal- ista sem fylgdi stofnun sam- einingarflokksins fyrir réttum aldarfjórðurigi birtist að vísu á sfcömmum tíma í stóraufcnu kjörfylgi, en andlegu álhrifin urðu miklu víðtækari og hafa haft úrslitagildi fyrir þróun ís- lenzkra landsmála um langt sfceið, og mun sú saga jafnan þykja miklum tíðindum sæta. Áhrifavald Sósíalistaflokksins hefur verið svo ríkt að stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðis- flokkurinn, flofckur auðmanna og stóratvinnurekenda, sá sér þann kost vænstan að fram- fylgja um langt árabil stefnu sem gekk í berihögg við grund- vallanhugmyndir hans og til- gang. Andlegt undanhald Á riýsköpunarárunum féllst Sjálfstæðisflokkurinn á það að ríkisstjómin hefði forustu um atvinnuframikvæmdir í land- inu og tæki ákvarðanir um hvað gera skyldi, en þau verk- efni hafði flokfcurinn áður tal- ið sjálfsagðan hluta af fram- taki einstaklingsins, enda töldu ýmsir stefnufastir auðvalds- sinnar að það jafngilti þjófn- aði þegar ríkisstjómin tók að ráðstafa gjaldeyriseign lands- manna. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það að mikilvirkustu framleiðslutækin, togaramir, væru að verulegu leyti starf- ræktir á félagslegan hátt, eink- anlega af bæjarfélögum; og meira að segja í Reyfcjavík, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn getað ráðið öllu, starfrækir hann mestu bæjar- útgerð á landinu ásamt um- fangsmikilli fiskvinnslu. Sjálf- stæðisflofckurinn hefur látið sér það lynda að stærstu iðju- ver sem risið hafa á íslandi væru ríkiseign, eins og Áburð- arverksmiðjan, Sementsverk- smiðjan og síldarverksmiðj- urnar, að ógleymdum stofnun- um eins og raforkuverum og bönfcum sem í sönnum auð- valdsþjóðfélögum eru talin r: álfsagður vettvangur einka- framtaksins Sj álfetæði sflokfc- urinn hefur um langt árabil ‘•íkið þátt í opinberri stjórn innflutningi, útflutningi og fíárfestingu, og í meira en ára- *ug stóð hann að því að rík- isvaldið ákvæði fiskverð og á- byrgðist það og skammtaði bannig aðalatvinnuvegi lands- manna tekjur og gróða. Sjálf- ptæðisflokkurinn hefur um mjög langt skeið látið ríkis- 'mldið og stofnanir þess ákveða lagningu atvinnurekenda og l lupsýlumanna, aukin heldur ■>nað. Þannig mætti lerigi telja ■ ■emin um hið andlega undan- Kald Sjálfstæðisflokksins fyrir vslegri stefnu sósialista, enda hafa vestrænir réttlínu- menn sem hingað hafa komið mííímímíí I . I i,' : .; :: ' . íííííííí: - lýst yfir því að í Bandaríkj- unum yrði litið á forustumenn Sjálfstæðisflokksins sem ó- svikna kommúnista, og ísland mætti raunar teljast kommún- istaríki samkvæmt vestrænu mati. Óvenjulegt þjóðfélagskerfi Áhrifavald íslenzkra sósíal- ista í aldarfjórðung hefur þannig stuðlað að því að hér á landi hefur þróazt næsta o- venjulegt þjóðfélagskerfi. Op- inber eign, félagslegur atvinnu- rekstur og opinbert frumkvæði er hér meira en í nofckru öðru landi hins svokallaða „vestræna heims“. En auðvitað táknar það ekki að hér sé um ein- hversfconar sósíalisma að ræða. Undanlhald Sjálfstæðisflokks- ins var framfcvæmt í því skyni að geta haldið í hin pólitísku völd, og hinn opinberi eignar- réttur á framleiðslutækjunum hefur að sjálfsögðu verið hag- riýttur í þágu auðmannastétt- arinnar eftir því sem aðstæður hafa leyft. Hefur það raunar verið furðulegt og næsta skop- legt fyrirbæri, hvemig helztu áróðursmenn hins „frjálsa framtaks einstaklingsims“ hafa hreiðrað um sig í ríkiskerfinu og stjómarstofnunum þess. í ríkisfyrirtækjum og bæjar- fyrirtækjum, og haft þannig forustu fyrir athöfnum sem brotið hafa gersamlega í bága við „fræðikenningar" Sjálf- stæðisflokksins, ef hægt er að nefna þau tvö orð í sömu andránni. Bandarískur fjármálasérfræð- ingur sem kom hingað til lands til eftirlits fyrir einum átta árum hafði þá sögu að segja eftir heimkomuna að hér á landi væri hálfkommúnist- ískt efnahagskerfi en öll völd í höndum einnar fjölskyldu. Hann lýsti því hvernig hann hefði komið í stjómarráðið og kynnzt Ólafi Thors forsætis- ráðherra. Þegar hann heim- sótti síðar Vinnuveitendasam- band íslands, Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, Bæjar- útgerð Reykjavíkur og fleiri stofnanir varð fyrir honum bróðir forsætisráðherrans, Kjartan Thors. í Sölusambandi íslenzkra fískframleiðenda og sfldansölukerfinu kynntist hann þriðja bróðumum Rich- ardi Thors. í utanríkisþjónust- unni þekkti hann þann fjórða. Tho.r Thors, ásamt Krist- jáni Albertssyni, systrungi þeirra bræðra. í bankakerfinu varð fyrir honum Pétur Bene- diktsson, tengdasonur Ólafs Thors. í Eimskipafélagi íslands kynntist hann mági þeirra bræðra og í Flugfélagi ís- lands einum tengdasyni þeirra. Þannig hélt hann áfram að telja fyrirtæki og samtök, í opinberri eign og einkaeign, allt niður í laxár og eyðijarð- ir víða um land, og hvarvetna urðu fyrir honum þeir Thors- bræður eða mágar þeirra, syn- ir, terigdasynir, sonarsynir og dætrasynir, frændur þeirra og frænkumenn. Og þar sem hinn erlendi gestur hélt af eðlileg- um ástæðum að Vilhjálmur Þór væri líka af Thorsættinni var hann ekki í neinum vafa um niðurstöður sínar. Eftir nokkru að slægjast Framleiðslubylting sú sem orðið hefur á íslandi síðustu tvo áratugi er afleiðing af bar- áttu Sósíalistaflokksins, og hin félagslegu sjónarmið hans hafa náð miklu lengra en kjörfylgið gefur til kynna, þótt þau birt- ist einatt í afskræmdri mynd. Þessi þróun hefur leitt til þess að þjóðartekjur og þjóðarfram- leiðsla hafa margfaldazt, kjör almennings hafa gerbreytzt, og verulegar framfarir hafa orðið í félagsmálum og fræðslumál- um. Ástandið er allt annað en þegar auðvaldsskipulagið stóð ráðþrota uppi í stríðsbyrjun með úrelt eða ónýt framleiðslu- tæki og hlutskipti býsna margra landsmanna var örygg- isleysi og bjargarskortur. Afleiö- ingin er sú að einfcaauðmagri- inu finnst á nýjan leik vera eftir nokkru að slægjast í ís- lenzku efnahagslifi, mennirnir sem voru svo siðferðilega beygðir af sinum eigin óförum að þeir störfuðu um langt ára- bil þvert um hug, hafa nú rifj- að upp gömul kjörorð eins og reynsla síðustu ára sannar. Raunar hlaut að því að koma að í odda sfcærist milli þeirra félagslegu markmiða og auð- hyggjusjónarmiða sem sam- tvinnazt hafa í efnaihagsþró- un fslendinga frá því á styrj- aldarárunum. Fyrir nokkrum árum var orðið ljóst að ann- aðhvort yrði að halda áfram með umfarigsmiklum þjóðfé- lagsbreytingum í sósíalistíska átt, eða hörfa aftur til vaxand/ áhrifa einkaframtaksins. Sjálf stæðisflokkurinn réð því að Guðfræðikandí- datinn var lög- lega kjörinn farsbreyting hefur birzt í þvi að fylgi sósíalista hefur staðn- að nú um alllangt skeið og að Alþýðuflokkurinn hefur til að mynda látið fyrir róða aUar fornar sósíalistískar hugsjónir sínar. Reynslan sker ur Var sú stefna Sósíalista- flokksins þá röng og auðv- valdsskipulaginu einu í hag að einbeita sér að því að alefla f r amleiðslu kerfi fslendinga og auka þjóðartekjurnar? Að sjálfsögðu ekki. Sósíalistaflokk- urinn er enginn sértrúarsöfn- uður, heldur snar þáttur hins íslenzka þjóðfélags; hann á engra annarra hagsmuna að gæta en verkalýðsstéttin og ís- lenzka þjóðin í heild. Á fs-^ landi munu samvirkir þjóðfé- lagshættir því aðeins sigra að hér sé háþróað framleiðslu- kerfi og öflug og vel skipu- lögð veriklýðsstétt með trausta bandamenn. Sú atvinnuþróun sem hér hefur orðið stefnir öll að því marki. Síðan verður reynslan að kenna mönnum hvaða hagkerfi dugi á fslandi; þeir sem trúa á ljúfa og milda borgaralega þróun verða sjálf- ir að fá að reka sig á. Og menn eru þegar teknir að reka sig á. Ekki eru nema tæp fjögur ár síðan viðreisn einka- framtaksins hófst á íslahdi, og mönrium ætti enn að vera í minni bamsleg gleði og til- hlökkun sumra leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins sem fannst þeir hafa verið leystir úr hafti. Það viðhorf hefur gerbreytzt á svo skömmum tíma að furðu- legt má telja; í staðinn hafa tekið við óvissa, ótti og svart- sýni andspænis stórfelldasta fjármálaglundroða sem orðið hefur hérlendis. Jafnvel for- ustumennirnir em teknir að efast um gagnsemi stefnu sinn- ar; Ólafur Thors hefur meira að segja fitjað upp á nýju „samráði við alþýðusamtökin**. fcvæmdaáætlun, einskoriar fyr- irheit um áætlunarbúskap á íslandi! Verkefni sósíalista Ástæðan til þess að áhrif Sósíalistaflokksins hafa orðið jafn víðtæk og dæmin sanna, einnig langt inn í raðir and- stæðinganna, er meðal annars sú að íslendingar eru örfá- menn þjóð og þekkja af langri reyrislu gildi samvinnu Qg sam- hjálpar. Hvergi er gróðaskipu- lagið fráleitara þjóðfélagskerfi en á íslandi; við höfum minni efni á þvi en nofckur þjóð önn- ur að eyða orku okkar í stjóm- leysi og glöp, tilviljun og ring- Síðastliðinn sunnudag, 20. þ-iri, fór prestkosning fram í Ólafs- víkurprestakaUi í Snæfellsnea- prófastsdæmi. Á kjörskrá í prestakailinu vom alls 685, þar af kusu 473. Atkvæði vom talin í skrif- stofu biskups í dag. Umsækjandi var einn, Hreinn Hjartarsan guðfræðingur og hlaut hann 469 atkvæði, fjórir seðlar vom auðir. Kosning var lögmæt, og er Hreinn Hjartarsson cand. theóL löglega kjörin sóknarprestur I Ólafsvíkurprestakalli. Biskupsskrifstofan lætur þess getið að um 120 manns, þeirraj sem vora á kjörskrá, hefðu verið fjarverandi á kjördag og áttu þess því ekki kost að neyta at- kvæðisréttar síns. Hefur kjör- sókn safnaðarins því verið mjög góð, ekki sízt með tilliti til þessj að hér var aðeins um einn um- sækjanda að ræða. laugavegl 26 simi 20 9 70 síðari kosturinn var valinn. Hann naut þar hinna miklu pólitisku valda sem honum hafði tekizt að halda í þrátt fyrir siðferðilega niðurlægingu sína. Hann naut þess einnig að stórauknar þjóðartekjur hafa haft í för með sér borg- aralega þróun sem hefur haft áhrif á landsmenn, þannig að vemlegur hluti þeirra ímynd- ar sér að auðvaldsþjóðfélagið geti leyst vandamálin, og því sé ástæðulaust að hefta það eða hnekkja því. Sú hugar- Raunar hefur viðreisnin alla tíð verið framkvæmd með nokkrum fyrirvara. Þótt stjóm- arvöldin hafi breytt rekstrar- fyrirkomulagi á fslandi til mikilla muna og háð stórstyrj- öld til að hallranga skiptingu þjóðarteknanna, hafa þau efcki dirfzt nema að litlu leyti að færa fyrirtæki úr félagseign í einkaeign. Og það er til marks um óvissuna sem býr innst í hugskotinu, að fyrir síðustu kosningar var hátíðlegasta lof- orð ríkisstjórnarinnar fram- ulreið. Raunar má það verða hverjum manni ljóst sem hugs- ar sig um, að því aðeins fá- um við staðizt sem sjálfstæð þjóð og haldið hlut okkar á öld tækni og vísinda að við leggjum krafta okkar saman, að við stjómum málefnum okkar af þeífckingu og fyrir- hyggju. Reynslan mun sanna að hugsjónirnar um sjálfstætt þjóðrí'ki á íslandi og sósíal- isma em samtvinnaðar. Þar blasir við það verkefni sem er stórfelldast og brýnast og leggur Sósíalistaflokknum þær skyldur á herðar á aldar- fjórðungsafmælinu að magn- ast með hlutverkum sínum. Fulltrúar auðvaldsskipulagsins vita að kerfi þeirra fær ekki staðizt til frambúðar á ís- laridi; þess vegna stefndu þeir að því að innlima ísland í Efnahagsbandalag Evrópu; því hyggja þeir nú á að veita er- lendum alúminíumhring og fleiri alþjóðlegum auðfélögum aðstöðu á fslandi. Komi þeir síriu fram rennur fsland inn í stærri heild, framleiðsla þjóð- arinnar verður örlítill þáttur í kerfi stórveldis, tungan skringi- leg mállýzka, menningin furðu- legt útnesjafyrirbæri. Við myridum að vísu öðlast sósial- isma í fyllingu tímans engu að síður ásamt umhverfi ofck- ar — en hlutverk dkkar er að koma á íslenzkum sósíalisma. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.