Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. október 1963 ÞIÖÐVIUINN SlÐA g Handknattleiksflokkur Spartak Plzen, sem kemur hingað á morguu. Tékknesk handknattleiksheimsókn Á morgun kemur hingað til lands tékkneska handknattleiksl. „Spartak PIzen“ í boði íþrótta- fél. Reykjavíkur. Þetta sterka handknattleiks- lið mun Ieika hér sex leiki við einstök félög og við úrvalið. Lið Spartak í Plzen hefur frá uppihafi verið eitt af fremstu liðum Tékkóslóvakíu. f ný-afstaðinni meistarakeppni tékknesku íiþróttafélaganna var Spartak í öðru sæti I(á eftir Dukla-Prag). Einhver bezti árangur innan deildar- innar í ár náðist, þegar það vann handhafa evrópska meist- arabikarsins Dukla-Prag með 18:11. Handknattleikur stendur á mjög háu stigi hjá Spartak Plzen enda þótt ekki séu nema 10 ár frá því að byrjað var að leika hann innan félagsins. Sérstakur gaumur er gefinn að æskulýðnum og æskulýðs- deildin hefur unnið meistara- keppni í Tékkóslóvakíu fjórum sinnum í sínum flokki. Lið nr. 1 í karlaflokki leikur frá stpfn- un sinni eingöngu þegar um meistarakeppni er að ræða, og hefur komizt þar fimm sinn- um í þriðja og fimm sinnum í annað sæti. Lið karla hef- ur að mestu leyti annazt sjálft uppeldi nýrra leikmanna og þar að auki hafa margir leik- ið sem gestir í liðum annarra félaga og verið meðlimir lands- liðsins, eins og t.d. Víiha, Havlik og Duda. ennfremur Herman, Kranát, Cejka og Cerný. Lið Spartaks Plzen hefur unnið marga sigra í útlöndum. Þeir sigruðu t.d. Skovbakken frá Árhus, bezta lið Danmerk- ur og sænska liðið Start. Lið frá Plzen hafa keppt í þess- um löndum: Þýzka alþýðulýð- veldinu, Ungverjalandi, Þýz’ka sambandslýðveldinu, Austur- ríki og Sovétrikjunum. Þjálfari Spartaks Plzen er Karel Cermák, sem hefur hlotið verðlaun fyrir starf í þágu íþróttanna. Hann hefur leikið í meira en fimmtíu landsleikjum fyrir Spartak meðal annars þrisvar sinnum í heimsmeistarakeppni sjö manna liða. Þar komst Tékkó- slívakía einu sinni í þriðja sæti og tvisvar sinnum i ann- að sæti. Cermák lék á móti islenzka landsliðinu tvisvar í Magdeburg árið 1958 og 1961 í Stuttgart. Karel Cermák er 34 ára gamall og vinnur sem tæknifræðingur í Skoda-verk- smiðjunum í Plzen. Karel Ccrmák þjálfari Spartak Plzen. Lék á móti ísl. landsliðinu 1958 og 1961. Landsliðskappar f tékkneska landsliðinu i handknattleik eru margir liðs- menn frá Spartak og af þeim eru þekktastir þeir Václav Eret, markvörðurinn Nykl og Cermák, Pest, Vícha. í nú- verandi landsliði eru m.a. markvörðurinn Skarvan Qg Sex Ieikir Fyrsti leikur Spartak Plzén hér á landi verður við gest- gjafana, ÍR, n.k. miðvikudags- kvöld kl. 20.15 á Hálogalandi. Annar leikurinn verður föstu- daginn 1. nóvemiber við úr- valslið Reykjavíkur, sem enn ---------------------------------Q, SPARTAK PLZEH KEMUR TILISLANDS Á MORGUN 12 MILLJÓNIR KR. 499 FRÉTTAMENN Englendingar höfðu ekki aðeins sigur í hin- um fræga knattspyrnu- leik við „heimsliðið“ s. I. miðvikudag. — Þeim tókst einnig að krækja í metágóða af leiknum. I Það voru liðlega 100.000 manns fem sóttu leikinn. Þessi áhorfendafjöldi greiddi um I 90.000 sterlingspund í að- gangseyri, eða um 12 millj. j ísl. króna. Meðalverð hvers miða var um eitt sterlings- pund. Brúttótekjur Englendinga af leiknum voru þó drjúgum hærri en þessar 12 milljónir. Þeir seldu sjónvarpsréttinn af leiknum til 23ja sjónvarps- stöðva í Evrópu og fyrir það kom mikið fé. Þar að auki voru seldar um 50.000 leikskrár á 1 áhilling stykkið. Miklu fé var sópað inn fyrir bílastæði fyrir utan Wembley-leikvanginn. Stæðið kostaði 45 krónur, og allir strætisvagnar sem stönzuðu fyrir utan leikvanginn urðu að greiða hálft sterlingspund í stöðvunargjald. Útúr þessu öllu saman fcom nýtt met í fjárgróða, sem aldrei hefur orðið meiri af einum leik í 100 ára sögu enskrar knattspymu. Olympíumeti hnekkt Viðstaddir leikinn voru íleiri erlendir íþróttafréttaritarar en nokkru sinni áður hafa verið saman komnir á Wembley 1— eða samtals 499. Voru þeir ekki einu sinni svo margir á olympíuleikunum í London 1948. Sendar voru útvarpslýsingar á leiknum um allan heim á ekki færri en 18 tungumálum. Talið er að um 250 milljónir manna hafi fylgzt með leikn- um í útvarpi og sjónvarpi víðsvegar um heim. hefur ekki endanlega verið val- 10. Þriðji leikurinn verður við FH á Háögalandi 2. nóv. kl. 20.15. Fjórði leikurinn verður við úrvalslið Suðvesturlands, sem landsliðsnefnd HSÍ velur. Sá leikur verður í íþróttahús- inu á Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 3. nóvember kl. 15.30. Fimmti leikurinn verð- ur við Víking að Hálogalandi 5. nóv., og sá sjötti og síð- asti við íslandsmeistarana Fram 7. nóv. Floydi Patter- son aftur ó kreik Floyd Patterson, fyrrv. heimsmeistari í hnefaleikum, hefur tilkynnt að hann muni hefja keppni að nýju hinn 6. janúar n.k. Það er fyrrverandi umboðs- maður Ingemars jQhanssons, Edwin Ahlquist, sem ætlar að skipuleggja keppni fyrir Patt- erson í Johanneshov í Stokk- hókni, en ekki er afráðið enn- þá hver andstæðingurinn verð- ur. Patterson hefur ekki keppt síðan Sonny Liston rotaði hann í júlímánuði s.l. Handknattleiksmót heldur áfram í dag í dag verða samtals háðir 12 leikir á Reykjavíkurmótinu í handknattleik, þar af þrír í meistaraflokki karla. Kl. 13.30 í dag hefjast leik- ir í yngri flokkunum og í 1. flokki karla. Leikimir eru þessir: 2. fl. kvenna: Víkingur — Fram 2. fl. kvenna: Valur — Ármann 3. fl. karla Aa: Víkingur — ÍR 2. fl. karla: KR — Fram 2. fl. karla: Ármann — ÍR 2. fl. karla: Valur — Víkingur 1. fl. karla a: Fram — ÍR 1. fl. karla b: Ví'kingur A — Víkingur B Vík. a — Víkingur b. Kl. 20.15 hefst leikkvöldið að Hálogalandi, og verða þá eftir- taldir leikir í meistaraflokki karla: Ármann — Fram Víkingur — Þróttur ÍR — KR Auk þess fer fram leikur í 3. flokki karla Aa milli KR og Þróttar. Dómarar í meistarafldkka- leikjunu-m verða þeir Valur Benediktsson, Sveinn Krist- jánsson og Magnús Pétursson. Jimmy Greaves, hlnn sókndjarfi og snjalli innherji enska landsliðsins sést hér spyrna að marki „heimsliðsiiis", en Jasín markvörður ver skotið, eins og svo mörg önnur. ■:■ : % i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.