Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 8
8 SÍÐA ÞIÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1963 FYRIRISLENZK- AN SOSÍALISMA Islenzkir sósíalistar líta þessa dagana yfir farinn veg í tilefni þess, að aldarfjórðungur er liðinn frá stofnun Sameining- arflokks alþýðu- Sósíalista- flokksins. Baráttusaga íslenzkrar verk- lýðshreyfingar frá upphafi oa pólitískra flokka hennar hefur enn ekki verið skráð. Er þar óunnið mikilsvert nauðsynja- verk. því að vart er nýrri kyn- slóð íslenzkrar alþýðu betri manngildisstoð í öðrum fræð- um. Færi vel á, að aldarfjórð- ungsafmæli Sósíalistaflokksins yrði tilefni raunhæfra ákvarð- ana og síðan framkvæmda á þeim vettvangi. Sjálfsagt hafa ýmsir þeirra, er fylgja Sameiningarflokki al- þýðu fyrstu skrefin fyrir ’5 árum, látið hugann reika fram í tímann. Sú spuming hefur verið upp borin. hvenær vænta mætti, að stéttlaust samfélag sósíalismans tæki við af auð- valdsskipulagi á íslandi. — Og víst mun einn og annar hafa gert sér góðar vonir um. að flokkurinn mundi á aldar- fjórðungsskeiði ná þessu fcöf- uðtakmarki sínu. Slíkar bjar'- sýnisvonir hafa reyndar ekki rætzt, og þykir stundum hægt miða. En á þessum árum hef- ur flokkurinn ekki eingöngu fengizt við boðun sósialistískra þjóðfélagshátta heldur sinnt margþættum verkefnum á vettvangi daglegs stjómmála- starfs. Ber þar hæst þrjá höf- uðmálaflokka. sem eru barátt- an fyrir sjálfstæðu, menning- arlegu íslenzku þjóðriki — fyr- ir auknum hlut alþýðimnar við skiptingu þjóðarframleiðsl- unnar — og fyrir skynsamlegri uppbyggingu og stjóm íslenzfcs atvinnulífs. Á öllum þessum sviðum dægurbaráttunnar hafa sósíalistar sótt og varið bezt- an málstað. Forheimskunar- tæki gróðastéttarinnar og er- lendir atburðir hafa að nofckru hindrað réttmætan árangur, en slfkt sæmir ei að gráta og sfcal hertur róðurinn. Barátta flokks okkar nú fyr- ir sósíalisma og þjóðfrelsi er ekki einangrað fyrirbæri í tima og rúmi. Sósíalistísk stjómmálastarfsemi á Islandi er af sömu rót og margbreyti- leg sókn sósíaismans hvar sem er i heiminum gegn þjóðfélags- háttum auðdrottnunar. Krafa okkar um varanlegt fullvalda íslenzkt þjóðriki er framhald fyrri sjálfstæðisbaráttu Islend- inga og nátengd sókn kúgaðra þjóða heimsins frá neyð heims- valdastefnunnar. Þessi tengsl söguleg og alþjóðleg gefa okk- ur kjölfestu og styrk. Er við gerum okkur grein fyrir mikil- vægi þessa samhengis. er ekki síður ástæða til. að við íslenzk- ir sósíalistar, minnumst sér- stöðu okkar innan þess sviðs. sem er grundvöllurinn, er við stöndum á. Sem marxistum ber ofckur skylda til að rannsaka og meta hinar sögulegu og þjóðfélags- legu aðstæður á hverjum tima. laga starfsaðferðir og tíma- bundin stefnumið að stað- reyndum nýs tíma án uppgjaí- ar á grundvallarviðhorfum. Hér kemur til sá vandi að greihá aðalatriði frá aukaatriðum og gera sér Ijóst hvenær við á að sýna festu og hvenær sveigjanleika. Hina réttu „Iínu“ í málunum verðum við íslenzk- ir sósíalistar sjálfir að skapa eftir því sem vandamálin bera að höndum á hverjum t.íma og varast jafnt hættur nei- kvæðrar endurskoðunar og hentistefnu sem stirðnaðrar kreddufestu og bókstafatrúar. Hugmyndafræðileg kjölfesta og leikni í daglegri stjómmála- starfsemi verða óhjákvæmi- lega að haldast í hendur hjá hverjum þeim verklýðsflokki, sem leiðir sitt fólk heilt frá gemingahríðum borgaralegs á-^ róðurs og fallgryfjum þjóð'é- lagssiðferðis mangaranna. Það hefur verið gæfa Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista- flokksins, að hann hefur betur en flestir sambærilegir verk- lýðsflokkar kunnað að blanda rétt í þessum efnum. Því er oft haldið fram, að léttara hafi verið fyrr á árum en nú, að tendra með hugs- andi mönnum þann eld og þá sigurvissu. sem gefur sókn- dirfsku og vamarþrótt. Ber reyndar nokkuð á því, að f stað oftrúar á góðan málstað hafi komið vantrú og efnis- hyggja um öryggi þjóðfélags- legra Iausna mannlegra vanda- mála. Margir höfðu vænzt þess, að sósíalisminn sem heimshreyf- ing næði með einfaldari og á- fallsminni hætti en orðið er að lækna höfuðmeinsemdimar í samskiptum manna. En sósí- alisminn er að vísu ekkert skjótvirkt undrameðal, er létti af einstaklingum og þjóðum hverju aldagömlu meini. Sósí- alistar gera sér ljóst. að engu að síður er afnám stéttaþjóð- félags og einkaeignaréttar á meiriháttar framleiðslutækjum sjálfsagt og óhjákvæmilegt skref á braut þjóðfélagslegrar þróunar á sama hátt og afnám lénsskipulags og þrælahalds á sínum tíma. Enda er arðráns- eðli stéttaþjóðfélags nútímans í jafn augljósri mótsögn við ein- földustu siðferðisboð og fráleitt að nokkur skjmsamleg gagn- rýni á stjómarhætti sósíalist- ískra rikja geti beinzt gegn samvirkum grundvelli sósfal- ismans. Sem kunnugt er eru megin- atriði þjóðfélagslegrar þróunar ekki háð tilviljunum einum, en lúta lögmálum aðlögunar að framleiðsluháttum og fram- leiðsluafstæðum. Það er þess vegna sem innri mótsetningar stéttaþjóðfélagsins munu verða því að falli, og sú þjóðfélags- skipan, sem við hlýtur að taka getur ekki grundvallazt á öðru en samvirkni sósíalismans. Hér skilur milli feigs og ófeigs i þeim átökum. sem eru höfuð- auðkenni söguþróunar okkar aldar. Meðan meirihluti mannkyns býr við hungur og volæði og laun verkamanns fyrir sóma- samlegan vinnudag endast jafn vel ekki fyrir húsaleigunni í „velferðarríkinu“ á Islandi — þá er skrefið frá kapítalisma til samvirks þjóðfélags jafn sjálfsagt og brýnt sem fyrr, enda þótt reynslan hafi sýnt, að þau þáttaskil sem slík séu ekki örugg trygging slysalausr- ar þróunar þaðan í frá. Við íslenzkir sósíalistar 1963. með 25 ára sögu flokks okkar að baki, teljum okkur því menn til að ganga vel uppréttir og með hæfilegu sjálfsöryggi að þeim verkefnum, sem fyrir liggja. þó að sannfæring okkar og sigurvissa byggi á nokkru flóknari og gagnrýnni forsend- um en 1938. 1 upphafi annars aldarfjórð- ungs Sósíalistaflokksins snú- um við okkur til íslenzkrar alþýðu, og þá fyrst og síðast til þeirrar kynslóðar Islend- inga, sem á manndómsár sín fyrir höndum. Við tökum ekki þátt í keppni borgaralegu hernámsflokkanna þriggja, sem skapa sér aðdrátt- arafl með skírskotun til lægstu tegundar mannskemmandi sér- hagsmunakenndar einstaklinga. Við leitum liðs til sóknar fyrir íslenzkum sósíalisma gegn úreltum þjóðfélagshátt- um einkaauðmagnsins. fyrir stórbættum lífskjörum vinn- andi fólks gegn vinnuþrælkun og skammarlaunum, fyrir tryggingu íslenzks þjóðemis, fullveldis og sjálfstæðrar menningar gegn niðurlægjandi uppgjöf þjóðemisins og amer- ískri afsiðun. Við förum ekki með hrópum eða halelújaprédikunum, en skírskotum til vitsmuna- og til- finningalífs hvers góðs Islend- ings. Við bjóðum ekki einfalda allsherjarlækningu heimsins — meina, en minnum á, að aðeins með gagnrýnni en jákvæðari samfélagshyggju og félagslegri baráttu fyrir réttum málstað gegnum við þeirri sjálfsögðu skyldu að tryggja bömum okk- ar betra mannlíf og heilla en nú er boðið. K.jartan Ólafsson. Afmæliskveðja GÍTARKENNSLA Get bætt við nokkrum nemendum, (kenni spænska aðíerð, einnig að leika með plect- ar). — Innritun í síma 23822. GUNNAR H. JÓNSSON. Framhald af 7. síðu. aðra flokka og þátttöku í rík- isstjómum. Hefur flokkurinn í þessari baráttu oft og tíðum látið innanflokksmál sín sitja á hakanum, stundum þanið sig yfir stærra svið en hann hef- ur getað valdið, og mætti ef til vill færa honum helzt til foráttu að hann hafi verið of stórhuga og færzt of mikið f fang. Samhliða hinni þjóðlegu stefnu hefur Sósíalistaflokkur- inn einkennzt alla tíð af víð- sýni og frjálslyndi. Hann hef- ur að því leyti áreiðanlega stungið mjög í stúf við ýmsa kommúnistaflokka erlendis. sem talið hafa sér skylt að beita hörðum aga. Hefur því verið furðulegt að hlusta á þegar ungir menn, sem komið hafa úr skólum frá rikjum sósíalismans þar sem uppgjör hafði farið fram við stefnu Stalíntímabilsins, hafa ætlað að fara að draga hliðstæðar ályktanir af því hér heima og telja sér trú um að eitthvert einraeði hafi ríkt í Sósíalista- flokknum á Islandi! Mætti víst frekar bera honum á brýn að of lauslega hafi verið tekið á málum og lítið að því gert að samræma skoðanir flokks- manna. Á þessu aldarf jórðungs afmæli er sósíalistum það auðvitað efst í hug hver verður fram- tíð flokksins, hvemig hann beitir sér á næstu árum fyrir hagsmunum verklýðshreyfing- arinnar og fátækrar alþýðu á Islandi. hvemig hann rækir sem bezt hlutverk sitt sem ís- lenzkur stjómmálaflokkur, hvemig hann getur stuðlað að því að leiða íslenzku þjóðina í heild út úr þeirri sjálfheldu sem hún er komin í og bjarga þjóðinni undan hersetu og fjötrum Atlanzhafsbandalags- ins og gefa íslenzkum stjóm- málum íslenzka sósíalíska stefnu. Enginn þarf að halda að sá uppgangur úreltrar auð- valdsstefnu sem dafnað hefur hér síðustu árin geti staðið til langframa, enda brakar orðið hátt f viðreisminni. Enginn vafi er á því að sóíalisminn, hversu margvísleg form sem hann kann að taka á sig með þjóð- unum, verður sá segull er á komandi árum dregur að hér hugi milljóna manna um heim allan. Það eigi eftir að ger- ast miklar byltingar og heim- urinn verður engin vær;ðar- voð eða plussspfi, og sósíAlism- inn á eftir að komast aftur í sókn hér á landi svo að óþrjót- anleg verkefni bíða Sósíalista- flokksins á Islandi. Fyrir nokkrum dögum var einhver blaðspyrill í Höfn að reyna að pína Halldór Lax- ness til að viðurkenna að hann hafi breytt um skoðun á Sov- ríkjunum, þar til hann, að sögn Morgunblaðsins. hreytti loks út úr sér í vonzku að kommúnisminn sé landplága frá Eystrasalti til Kyrrahafs. Þegar Karl Marx og Engels gáfu út Kommúnistaávarpið um miðja 19. öld, hófu þeir það með þessum orðum: ,,Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu — vofa kommúnismans. ö'll máttarvöld gömlu Evrópu hafa tekið höndum saman um heilaga ofsókn gegn vofu þess- ari! Ég held að Halldór hafi ekki tekið nógu djúpt í árinni. Hann hefði átt að segja að kommúnisminn væri orðin ver- aldarplága, og að minnsta kosti finnst Kennedy hann vera kominn ískyggilega nærri bæjardyrunum hjá sér. Jafn- vel í háloftunum eru menn ekki lengur óhultir fyrir vofu kommúnismans. Sósíálistaflokkurinn hefur 25 ára starfi verið orkugjafi íslenzku þjóðfélagi, saga hans er samtvinnuð sögu þjóðarinn- ar á þessu tímabili. Mikið af starfsþreki og orku hefur gengið til að skapa alþýðunni baráttutæki og þá framar öllu dagblaðið Þjóðviljann. lslenzkri þjóð er það mikil nauðsyn að Sósíalistaflokkurinn eflist. Mér finnst að sósíalistar megi vera stoltari en þeir eru af flokkn- um sínum, baráttu hans og af- rekum, og ættu að vera skiln- ingsrikari á verðleika hans, og vildi ég beina því til þeirra að þeir séu ekki um of með augun utan flokksins heldur á verkefnum hans sjálfs, gæti þess að tvístra ekki kröftun- um heldur sameina þá, séu ekki að Ieita að brestum hver hjá öðrum heldur miklu frem- ur þeim kostum sem með hverjum einum búa til að geta einbeitt afli flokksins að þeim verkefnum í þágu Islands sem eru svo brýn og aðkallandi. Megi Sósíalistaflokkurinn verða gæfu sinnar smiður á komandi árum, trúr þeirri stefnu sem brautryðjendur hans hafa markað, og íslenzkri alþýðu sverð og skjöldur. Ég óska formanni flokksins og flokksmönnum öllum til ham- ingju með afmælið. Þessi grein er skrifuð að beiðni Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra og ég hefði ekki nema dagstund til að berja hana saman, og bið ég lesendur að afsaka hve hún ber þess aug- ljós merki. 77/ unga fó/ksins 1 mörg ár hafa árásir á kjör almennings ekki verið harðari en um þessar mund- ir. Unga fólkið sem er að stofna heimili, eða búa sig undir lífið með námi og ef til vill hvortveggja. hefur ekki hvað sízt orðið hart úti í kjaraskerðingarstefnu stjóm arinnar. Þjóðviljinn málgagn alþýðunnar, hefur löngum tekið málstað unga fólksins. Nægir þar að nefria. sem dæmi húsnæðismál og betra fræðslukerfi. En betur má ef duga skal. Þjóðviljinn er ekki nógu útbreiddur og hann hefur heldur ekki aðgang að auð stórfyrirtækjanna eins og sum önnur blöð. Skora ég því á unga menn að leggja eitthvað að mörkum í þeirri söfnun er nú stendur yfir. Þórarinn Jónsson. Kveðja fró Sósíalista- félagi Akraness Sósíalistar á Akranesi senda félögum sínum um land allt hugheilar ámaðaróskir og baráttukveðjur á þessum merku tímamótum Sósíalistaflokksins, flokks framfara og frelsis, flokks verkalýðshreyfingarinnar, flokks hug- sjónamanna úr öllum stéttum. Forystumönnum flokksins sendum við hlýjar kveðjur og þökkum þeim fyrir þann baráttuvilja, kjark og þraut- seigju, sem þeir hafa sýnt í gegnum árin. Við þökkum þeim fyrir þá sólargeisla sósíaliskra framfara, sem alls- staðar blasa við, þrátt fyrir skugga viðreisnarinnar og aðra fúabletti kapítalismans. Frjálsir menn í frjálsu landi, það er takmarkið. Sósíalisminn boðar fegurstu hugs'jónir mannkynsins, jafnrétti, frið, bræðralag. Samhjálparstefna sósíalista, trú- in á manninn, mátt hans og megin, og hið góða í mann- inum, hefur fært milljónum manna um allan heim frelsi undan áþján sérhyggjunnar og eigingirninnar. Megi ísland bera þá gæfu í skauti sér, að synir lands- ins og dætur fái að búa í friði, við jafnrétti og bræðra- lag um alla framtíð. Sú ósk mun vera hin bezta kveðja, sem forystumenn flokks okkar og flokksmenn allir helzt kjósa til handa ísl. þjóðinni á þessum tímamótum. Lifið heil! Draumur kommúnismans A þessum degi fyrir 25 ár- um var lagður grundvöllur að sameiginlegum starfsvett- vangi ísl. vinstri manna. Reynslan hefur sýnt okkur að menn geta mætzt á teið- inni að takmarkinu og starf- að saman ef viljinn er nóg- ur. Nú er ekki um vilja að ræða heldur nauðsyn. ts- lenzkir sósíalistar verða nú sem áður að viðurkenna nauðsyn samstarfsins og koma starfsháttum sínum þannig að enginn vinstri maður geti skorazt úr leik. Unga fólkið þarf á þvi að halda að hér verði sem fyrst starfandi sameinaður sterkur vinstri flokkur. Flokkur sem tali því máli er það skilur og vill skilja. Á þeirri stundu mun það sjá hver stígur í hægri fótinn og hver f þann vinstri og flokkur „jafnvægis- listamannanna" verða sú öld- ungasamkoma sem hann í eðli sínu er og „viðreisnin“ ekki eiga sér viðreisnarvon. Islenzkir sósíalistar munu þá uppskera eins og til var sáð. Ósk mín nú á þessum tíma- mótum er, að þetta megi tak- ast. Gísli B. Björnsson. Enginn mó skorast úr leik Sameiningarflokkur alþýðu- sósíalistaflokkurinn er ung- ur, aðeins 25 ára, en stefna hans og störf eru hugsjónir heillar aldar, hugsjónir um sameinaða alþýðu, sem i krafti samtakanna vinnur bug á örbirgðinni og boðar öllum mönnum allsnægtir brauðs og klæða, vinnur bug á fáfræði og sjúkdóm- um og boðar mönnum neil- brigði og menntun; vinnur bug á ótta og úrræðaleysi, en boðar mönnum frið og ör- yggi. Þessi hefur verið stefna flokks okkar og öll hans störf eru í anda þeirrar 'stefnu og ég á þá ósk heit- asta að flokkurinn haldi á- fram á þeirri braut sem hann hefur markað og sameini alla alþýðu um stefnumálin, bví það er leið íslands til sósfal- isma. Tryggvi Emilsson. verkamaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.