Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 10
JQ SlDA ÞIÓÐVILIINN Þegar svertinginn mátti fara á faetur, var búið að taka hlíf- ina frá rúmi Tumers og um- búðimar af andliti hans; hann var enm með sárið reifað, en sat uppi í rúminu og fylgdist með öllu. Hann hafði talað við svertingjann einu sinni eða tvisvar, en rúm þeirra voru sitt í ’hvorum enda stofunnar og það gerði samræðumar erfiðar fyr- ir Tumer með sárið á höfð- inu og svertingjann með djúpa skurðinn á hálsinum. Það var ekki fyrr en svertinginn var kominn á fætur og í inni- slopp að þeir gátu nálgazt hvor amnan svo, að hægt var að tala saman með hægu móti. Tumer sagði: — Hvemig er að vera kominn á fætur? Svertinginn sagði: — Mér líð- ur ekkert of vel núna. Ef ég hefði vitað að maður fengi blóðeitrun af því að skera sig á háis, þá hefði ég reynt að gera það betur. — Eða sleppa því alveg, sagði Tumer. Svertinginn þagnaði andartak og hugsaði sig um. — Ja, sagði hann lofcs. — Það hefði líka verið leið. Hann sneri sér að Turner. — En nú er ég kominn á stjá, og ef yður vantar eitt- hvað, kapteinn, þá er ekki ann- að en nefna það. — Allt í lagi, sagði Tumer og hélt áfram að lesa blaðið. Hann þreyttist á því að lesa lengi I einu; hann fékk verk í augun og varð að hætta. Svert- inginn var líka með blað og eintök af Stars and Stripes og Yank, en megnið af tímanum sat hann dapur og hugsaði í Hárgreiðslan Hárgrelðsln og snyrtistofa STEINtJ og DÖDO Laugavegl 18 111. h. flyftal SfMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. ‘ SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA ADSTGRBÆJAR (Maria Guðmundsdöttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 •- Nuddstofa 6 sama stað. — körfustól eða stóð þegjandi og horfði út um gluggann á hæð- ótt landsiagið. tJm miðjan dag sagði Tumer: — Hvað segirðu um eitt dammtafl? Kanntu að spila damm? Hinn rétti úr sér. — Já, já, kapteinn. Hann stóð upp og sótti borðið og pappafcassann með töflunum. — Veiztu það, sagði hann til að segja eitt- hvað. — Heima köllum við þetta rúðuspil. Þeir settu sfcáfcborðið á rúm- 12 ið hjá Turner og röðuðu töflun- um. — Hvar áttu heim? sagði Turner, einnig til að segja eitt- hvað. — Hvaðan úr Bandaríkj- unum kemurðu? — Frá! Nashville, sagði svert- inginn. — Frá Nashville í Tennessee-fylki. Tumer hugsaði sig um and- artafc. — Er það einihversstaðar fyrir vestan eða hvað? Eða er það kannski Texas? — Nei, nei. Tennessee er að sunnan, milli vatnanna og Flor- ida. Ekki alveg syðst eins og Mississippi eða Louisiana, svona miðsvæðis suður. — Ég skil, sagði Turaer á- hugalaust. — Búinn að vera hér lengi? — Fjóra og hálfan mánuð. >eir fóru að leifca. — Kanntu vel við þig hér? — Það er öðru vísi en heima, kapteinn, sagði negrinn hljóð- lega. — Stundum fer maður að hugsa um að það sé býsna langt heim og þá verður maður ein- mana. En flestir ofckar lituðu piltanna kunna vel við sig í Englandi. Nokkru seinna spurði Tumer: — Hvað gerirðu í Nashville? Við hvað vinnurðu? — Ég vinn hjá Filtair-fyrir- tækinu. — Hvað er það? Svertinginn leit á hann undr- andi. — >að er risafyrirtæki, kapteinn, heima í Nashville. Þeir hafa meira en fimm þús- und verkamenn i vinnu núna. Gera lofthreinsara í bíla og trufcka og skriðdreka og flug- vélahreyfla líka. Hann þagnaði og bætti síðan við: — Pabbi hefur unnið hjá þeim í meira en tólf ár. Það er langur tími hjá sama fjn-irtæki í Bandaríkj- unum, sérstaklega fyrir litaðan mann. — Hvað gerir hann þar? — Stjómar prentvélinni sem gerir eftirmyndir af fagteikn- ingunum. Hann er í rauninni teiknari, gerir fyrirtaks véla- teikningar. Við áttum heima í Hartford þegar ég var Mtifl og þar vann hann sem teiknari. Svo fluttum við suður aftur, vegna þess að afi dó og það þurfti að Mta til með ömmu. En sennilega em einhverjir erfið- leikar í Suðurríkjunum sem ekki fyrirfinnast í Connecticut. Pabbi vinnur í prentsalnum. Hann sagðist hafa verið send- ur í James HoMis skólann fyrir litaða drengi í Nashville; teikn- arinn fyrrverandi hafði veitt syni sínum eins góða menntun og blökkupiltur gat hlotið. — Pabbi vildi að ég yrði telkn- ari líka og ég tófc námskeiðið í skólanum og mér líkaði það vel. En þegar ég var búinn í skólanum, féfck ég hvergi vinnu við það. Nei, ónei, ekki í Nash- ville. — Af bverju ekki? Svertinginn horfði á hann. —• Þetta er dálítið undarlegt í sumum fylfcjum Bandarikjanria, sagði hann lágt. — f Filtair vinna litaðir menn ekki á teifcnistofunrii. Ég hefði sjálf- sagt getað fengið vinnu, ef ég hefði farið til Hartford, en mamma var heilsulítil og við vomm ekki sérlega stöndug. En ég fékk vinnu á bilaverkstæð- inu hjá Filtair; það era aUt blökkumenn á verkstæðiriu. Svo fór ég að aka trufck fyrir þá og svo fóm þeir að reyna loft- sigtin á vélökóflu 83 og þá prófaði ég hana stundum fyrir þá. Og þegar ég fór í herinn, komust þeir að því að ég gat ekið vélskóflu, svo að þeir settu mig í tæknideildina. Hann hugs- aði sig um andartak. — Ég hefði sjálfsagt lent i tæknideild hvar sem var, sagði hann. — Þeir senda okkur ekki á víg- stöðvamar. Veturinn 1943 hafði hann ver- ið fluttur yfir Atlanzhafið; hann var í einn eða tvo mánuði í Norður-írlandi með herdeild sinni. Það hafði þurft lending- arbraut fyrir flugvélar í ná- grenni við Penzance. í marz 1943 var tæfcnideild hans og þrjár aðrar famar að virina á hæð rétt fyrir ofan smábæinn Trenarth, sem var fjórar tníl- ur frá Penzance, að slétta engi, brjóta niður veggi, ryðja burt bóndabæjum og gera vegi og brautir. Treriarth er smábær við jámbrautarleið, við mót að- allínunnar og Mnunnar norður á bóginn; þar búa svo sem þús- urid manns og þar er dálítið mankaðstorg, kirkja sem byggð var árið 1356 og bjórkrá. í tæfcnideildunum vora einungis svértingjar nema örfáir hvítir tæknifræðingar; það munaði um minna en 1500 blökkuhermenn í þetta litla pláss. — Mér fellur vel við Tren- arth, sagði hanri. —• Okkur ger- ir það öllum. Það þurfti að leiðrétta ýms- an misskilning þegar þeir komu fyrst. Á undan þeim höfðu komið hvítir eftirlitsmenn úr áttundu flugdeild til að vélja staðinn og merkja og þeir höfðu sagt þorpsbúum aUt um svert- ingjana sem væntanlegir væru. Þeir sögðu að svörtu hermenn- irnir væru ósköp frumstæðir og þorpsbúar yrðu að vera bæði varkárir og umburðarlyndir. Þeir sögðu að svertingjamir töl- uðu lélega ensku og kynnu ekki að nota salemi. Þegar þeir væru svangir, geltu þeir eins og hund- ar og þeir væru með eftirstöðv- ar af hala falinn í buxunum, svo að þeir ættu erfitt með að setjast niður. Þegar þeir voru búnir að drekka bjórinn sinn og marka fyrir lendingarbraut- inni og ljúga þorpsbúa fulla án þess að bregða svip, kvöddu eftirlitsmennimir og skildu þorosbúa eftir hálfringlaða. Marston gamli, garðyrkju- maðurinn á prestssetrinu, hóf máls á þessu í Hvíta hirtinum eitt kvöldið. — Ég spurði herra Kendall, hvort það væri satt sem þeir segðu um þessa svörtu hermenn sem von er á, sagði hann. — Að þeir geltu þegar þeir vildu fá mat. Hann segir að þetta sé eintómur uppspuni, þeir hafi bara verið að Ijúga að okkur að gamni sinu. — Já, það er alveg rétt, sagði herra Brobisher, gestgjaf- inn í kránni. — Þeir voru bara að gera gys að okkur. Ég veit ekki til þess að evertingjar hafi hala. Sorgbitinn Mtill náungi, sem vann sem burðarmaður á braut- arstöðinni, sagði: — Ég er alls efcki viss um að þeir hafi ver- ið að plata okkur. Þeir voru afskaplega kurteisir og blátt á- fram þegar þeir töluðu við mig. Þessi liðþjálfi sagði að hópur- inn kæmi beinustu leið frá Afrífcu. Þeir eru Afríkanar — þess vegna geta þeir ekki tal- að ensku. Það gerist margt undarlegt í Afríku, trúið mér. Flestir álitu þó að sögumar væru ósennilegar en vissast væri þó að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar gestimir kæmu. Ég veit ekki hvemig sagan barst til svörtu hermannanna, en þeir heyrðu hana samstund- is. Eftir kvöldmatinn í óvistleg- um búðunum sem þeir voru að reisa á næðingssamri hæðinni, gengu nokfcrir blökkumenn nið- ur í þorpið. Þeir voru saman í hóp, brosandi út að eyrum; þegar þeir gengu framhjá fólki geltu þeir eftir beztu getu eins og hungraðir rafckar. Þeim þótti þetta bezti brandari og geltu að hverjum manni í öllum tóri- tegundum. Þegar þeir voru komnir að Hvíta hirtinum, vom þorpsbúar búnir að átta sig; það var tekáð vel á móti þeim í barnum, sem ókunnugum mönrium sem áttu ixmi eins konar afsökimarbeiðni. — Þeir voru reglulega vin- gjarnlegir allt frá fyrsta kvöld- inu, sagði Lesurier. — Þeir komu fram við okkur eiris og jafningja. Það var ekki aðeins það, að þorpsbúar fundu sjálfir til eig- in heimsku. Um þetta leyti hafði mikið verið rætt um láns- og leigusamninginn í blöðunum og þessi aðstoð var öMum augljós í Trenarth vegna hins aukna fjölda af amerískum dráttarvél- um, vörubílum og jeppum á göt- unum. Eins og fleiri hafði Bessie Frobisher, hin blómlega dóttir gestgjafans, hálft um hálft trú- að sögunum sem henni höfðu verið sagðar um negrana og henni fannst næstum sem hún yrði að bæta þessum kurteisu og hógværu svörtu piltum það upp. Og því tók hú fram strok- járnið sitt, sem hafði verið bilað í mánuð og kom með það fram í barinn og sagði: — Get- ur nokkur yfckar gert við strok- járn? Sam Lorimer sergerit tók það í stórar krumlumar. — Já, Já, ungfrú, sagði hann. — Ég get lagað þetta fyrir þig. Hann velti því milli handanna og at- hugaði það í krók og kring. — Hitnar það ekfci lengur?. Sunnudagur 27. október 1963 Ég keypti þessa töflu til að skrifa á skilaboð til þín, þegar einhver hringir og þú ert ekki við. En þú verður sjálf að kaupa krítina fröken góð. Orðsending til síldar- útvegsmanna LÆKKAÐ VERÐ * KRAFTBLAKK- ARVARAHLUTUM. Önnumst allar viðgerðir ásamt varahluta- þjónustu fyrir kraftblökkina. Varahlutir beint frá framleiðendum. •— Lækkað verð. — Hafið samband við oss eða umboðsmenn vora úti á landi. V élaverkstæði SIG. SVEINBJÖRNSSON h.f. Reykjavík. NÝKOMNIR Kuldaskór A KVENFÓLK — KARLMENN 0G BÖRN margar gerðir. Skóverzl. Péturs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2. Ijji ......i Bifreiðaleigan HJÓL Verið ekkí svona ungamir ykkar. óforsjálir Farið þið aMir á vigtina í einu, svo deilum við bara með þremur og fáum út hvað hver ykkar er þungur. Þetta sparar tvær krónur. En hver á þá að fá seðilinn með sitjömuspánni Andrés frændi? Ég fæ hann auðvitað ég átti krónuna. Hvemig er stjömuspáin? Uff. Það stendur: Ölánið elt- ir þig í dag, nú hefur þú þegar tapað krónu. Hverfisgötu 62 Sími 16-S70 Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.