Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 12
Starfsmat við undirbúning kjarasamninga Á stjómarfundi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hinn 21. þ.m. var m.a. rætt um skip- an starfsmanna í launaflokka, og nauðsynlegan undirbúning fyrir næstu heildarkjarasamn- inga, að umræðum loknum var samþykikt svofelld tillaga varð- andi starfsmat: ,J>ar sem stjórn B.S.R.B. telur æskilegt, að við undirbúning næstu heildarkjarasamninga op- inberra starfsmanna verði unnt að beita starfsmati eftir full- kiQimnustu erlendum fyrirmynd- um samþykkir hún að snúa sér til fjármálaráðherra með til- mæli um, að ríkisstjórnin sendi fulltrúa tilnefnda af B.S.R.B. og ríkisstjóminni til nágrannaland- anna til þess að kynna sér framkvæmd á starfsmati þar.“ flfengissalan 18% meiri en í fyrra Samkvæmt frétt frá Afengis- vamarráði nam sala áfengis frá Afengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins samtals kr. 200.425.080.00 fyrstu níu mánuði þessa árs en Var á sama tíma í fyrra kr. 168.700.824.00. Hefur salan þvi aukizt um 18% að krónutölu frá þvi í fyrra. Dr. Björn Þórðar- son látinn Aðfaranótt s.l. föstudags and- aðist dr. júris Bjöm Þórðarson, fyrrverandi forsætisráðherra, 84 ára að aldri. Bjöm var fæddur 6. febrúar 1879 að Móum á Kjalarnesi og vom foreldrar hans Ástríður Jochumsdóttir frá Skógum í Þorskafirði og Þórður Runólfs- son hreppstjóri í Saurbæ á Kjalamesi. Björn lauk stúdentsprófi 1902 og lögfræðiprófi frá Hafn- arháskóla 1908. Lagði hann stfðan stund á málflutning og gegndi auk þess fjölmörgum opinberum störfum. Hann var forsætisráðherra 1942 til 1944. Bjöm varð doktor í lögum við Háskóla íslands 1927 fyrir ritgerð sína Refsivist á Islandi 1760—1925 en auk hennar liggja eftir hann fjölmargar greinar og ritverk. Kvæntur var Bjöm Ingi- björgu Ólafsdóttur Briem frá Álfgeirsvöllum og eignuðust þau tvö böm, Þórð og Dóru. Gatnamót í höfuiborginni Sunnudagur 27. október 1963 — 28. árgangur — 233. tölublað. iWM ITmí MÝVATNSSVEIT 27/10 — Norðurlandsborinn var fluttur á dögunum til Húsavíkur eftir árangursríkar boranir hér í suxnar. Boraðar vora tvær hol- uxr í Bjamarflagi. Steypuverkstæði tekur fljót- I votviðmm, eins og þefan sern við höfum búið við undanfarna daga, verða margar götumar I höf- uðborginni harla óhrjálegar, akbrautimr verða líkari forarpollxun og stöðuvötnum en götum, svo ekki sé minnzt á þann part götunnar sem gangandi fólki er ætlaður. Myndin var tekin á dögun- um við fjölfarið götuhom í miðhluta borgarinnar. Þarna má sjá flest það scm „prýðir“ malar- göturnar í Reykjavík i rigningartíð: forarleðju og smápolla á akbrautinni, stöðuvatn við gatna- mótin og beljandi aurfljót sem ryðst niður götu na vinstra megin. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). 8. og lokabindi heildarút- gáfu verka Gunnars komið Nýlega hefur Almenna bóka- félagið lokið hcildarútgáfu sinni á skáldverkum Gunnars Gunn- arssonar. Hafði stjórn félagsins, framkvæmdastjóri þess og bók- Mikiar endurbætur á Tollstofunni 1 Sl. föstudag var ToIIpóststof- an í Hafnarhúsinu opnuð aftur eftir að gagngerðar endurbætur höfðu verið gerðar á innrétt- ingu hennar og húsnæðið stækkað að mun. Hefur Toll- póststofan nú 500m; húsnæði þama. Tollpóststofan tók til starfa í nóvember 1934 og voru starfs- menn Ihennar þá þrír, tveir póstmenn og einn tol'iþjónn. Nú eru starfsmennimir hins vegar l". þar af 10 póstmenn og 6 t llverðir. Á fyrsta heila starfs- ári stofnunarinnar, 1935, inn- heimti hún kr. 197.702,97 en síð- ust.u 12 rrrinnðí hefur hún inn- heimt um 37 uiiiljónir 363 þús- vel útbúnu. und krónur og hún mun af- greiða nálægt því 60 þúsund böggla á ári núorðið og fer það vaxandi. Tekur hún á móti öll- um tollpósti er kemur utan- lands fra og tollafgreiðir hann hvort sem hann er hingað til Reykjavíkor eða út á land. Hinar nýju innréttingar Toll- póststofunnar hefur Trésmíða- verkstæði Kaupfélags Árnes- inga smíðað eftir teikningu Helga Hallgrímssonar hús- gagnaarkitekts. Þá hafa verið settar upp dexionihillur í geymslum Tollpóststofunnar, en þar liggja að jafnaði um 10 þúsund bögglar geymdir svo að ekki veitir af góðu húsrými og menntaráð fund með blaða- mönnum í gær af því tilefni. Var þar skýrt frá gangi útgáf- unnar, og einnig gafst mönnum þar kostur á að ræða við höf- undinn, Gunxiar skáld Gunn- arsson. Útgáfan hófst haustið 1960 og þá í samvinnu við bókaútgáfu Helgafells, en seinna varð það að samkomulagi, að AB tæki eitt útgáfuna í sínar hendur. Er verkið allt átta bindi í stóru broti, samtals 4800 bls. eða 600 bls. hvert bindi til jafnaðar. Um verð ritsafnsins og greiðsluskilmála er þetta að segja: Þeir, sem kaupa verkið með afborgunarkjörum, fá það allt í bandi fyrir kr. 2.240,00. Af þeirri upphæð eru kr. 440,00 greiddar við afhendingu rit- safnsins, en eftirstöðvarnar kr. Prestvígsls í Skálholti Klukkan þrjú í dag vígir biskup tvo kandídata í Skál- holtskirkju. Séra Magnús Guð- mundsson prófastur lýsir vígslu og dómkórinn _ syngur undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. 1.800,00, með jöfnum mánaðar- legum greiðslum í níu mánuði. Gegn staðgreiðslu kostar allt verkið kr. 2.000,00. Athygli skal vakin á því, að með öllum skáldverkum þessa ritsafns fylgja litprentanir á málverkum eftir Gunnar list- málara Gunnarsson. Þessar myndir, sem sækja efni sitt í viðkomandi sögur, eru alls tuttugu og þrjár og mundu, ef þær væru allar komnar á einn stað, þykja verðmætt lista- verkasafn. Ennfremur má geta þess, að listmálarinn teiknaði saurblöð og spjaldapappír á skáldverkin eftir klippmyndum sem faðir hans, Gunnar Gunn- arsson skáld, hefur gert. Þá er og að finna affan við ritsafnið skrá um bækur Gunnars' Gunn arssonar á íslenzku og erlend- um málum. Hefur Haraldur bókavörður Sigurðsson . tekið hana saman eftir prentuðum bókaskrám og öðrum tiltækum heimildum, en ekki telur hann þó sennilegt, að hún sé tæm- andi Allt um það nær skráin yfir röskar tuttugu blaðsíður þéttprentaðar. Má af þvi spá, hversu víða bækur Gunnars Gunnarssoinar hafa farið, enda mun enginn islenzkur höfundur hafa átt skáldrit sín í jafn- mörgum útgáfum erlendis. Norðurlandsborinn til Húsavíkur lega til starfa í Bjamarflagi í gömlu brennisteinsverksmiðj- unni þar, en gjallmalamáma er þar rétt hjá. Verkstæði þetta verður flutt frá Akureyri hing- að nppeftir og var þar áður starfrækt. — Starri. Rjúpnaskyttur hafa sig frammi HÚSAVÍK 25/10 — Rjúpna- skyttur hafa farið á kreik hér í Húsavtfk og skothríð hefur dunað í Húsavíkurlandi og Reykjaheiði og hafa menn ver- ið nokuð drjúgir yfir feng sín- um. Líklega hefur þó Karl Hannesson verið fengsælastur, en haim fékk 31 rjúpu einn daginn. — Amór. Stundakennarar fá ekki kaupið sitt RBYKJAVÍK 25/10 — Allir stundakennarar við skóia lands- ins fá ekki greitt kaupið sitt um næstu mánaðamót vegna þess að skýrsluvélar rikis og bæja etu hættar að geta kalkúl- erað heildarsummur þar á milli á þessum viðreisnartímum. Þessa einkennilegu skýringu gefa skólastjórar stundakenn- uram sínum, en fastir kennar- ar hafa mánaðarlaun. Vitað er um litlar samlagn- ingarvélar, að þær era orðnar úreltar í verðbólgunni og er mikil fjárfesting fyrirsjáanleg í hverskonar reiknivéhxm. Við snerum okkur til skýrsluvéla ríkis og bæja og hlógu þeir við kapparnir þar og segjast geta reiknað kennaralaun ennþá. Annriki er hins vegar mikið um þessar mundir. Fjárheimtur slæmar MÝVATNSSVEIT 25/10 — Fjárheimtur urðu slæmar hér hjá bændum sveitarinnar og hefur tíð. verið rysjótt og tafið fyrir haustverkum. Hér eru nú tvö íbúðarhús í smiðum, eitt vélaverkstæði og nokkur pen- ingshús. Unnið er að þessnm byggingum, þegar veður leyfir. StarrL Þakið og reykháfurinn fuku á bíl I ofviðrinu í síðustu viku var bifreiðastjóri héðan úr Reykja- vík, Vilhjálmur Þorbergsson að nafni, staddur auðstur í Hraun- bæ í Álftaveri þar sem foreldr- ar hans búa. 1 veðrinu sviptist þakið af íbúðarhúsinu í Hraun- koti svo að eftir stóðu aðeins sperrumar. Fór reykháfurinn með þakinu og Icnti hann aft- an á bifreið Vilhjálms, sem var svo til nýr Zephyrbíll, árgerð 1963. Eyðilagðist yfirbyggingin á bílnum gersaxnlega svo og hurð- ir en vélarhúsið slapp óskemmt. Er talið að viðgerð muni kosta 40—50 þús. Húsið að Ilraunkoti er gamalt en gert hafði verið við þakið ekki alis fyrir löngu. Fimmtán símastúlkur hætta í Eyjum Við áttum stutt spjall við eina stúlkuna á símstöðinni í Vestmannaeyjum meðan við biðum eftir samtali við einn prúðan dreng í Eyjum í gær. Hún telur, að sjálfvirka sím- stöðin í Eyjum taki til starfa í desember og hætti þá fimm- tán stúlkur af tuttugu á sím- stöðinni. Sumar ætla að koma hingað til meginlandsins og ltfta í kringum sig eftir atvinnu. Aðrar munu hafna í höfn hjónabandsins. Það er svo sem ekki verri hafnir en aðrar hafn- ir, sagði blessuð stúlkan hlæj- andi að lokum. Starfsfræðsludagur á Húsavík Sunnud. 20. okt. var efnt til starfsfræðsludags á Húsavík að tilhlutan Gagnfræðaskóla Húsa- víkur og Rotaryklúbbs staðarins. Húsavíkurbær veitti fjárstyrk. Auk þess starfaði fjöldi ein- staklinga úr ýmsum atvinnu- greinum í sambandi við starfs- fræðsludaginn. Voru flestir frá Húsavík og nágrenni, nokkrir frá Akureyri og Reykjavík. Óiafur Gunnarsson sálfraeð- ingur, hafði leiðbeint við undir- búning starfsfræðsludagsins og hafði með höndum stjóm hans. Veittar voru upplýsingar um 70 starfsgreinar. Tvær vinnu- stöðvar voru sýndar, Mjólkur- samlag Kaupfélags Þingeyinga og Trésmiðjan Borg. Sýnd var fræðslukvikmynd varðandi sjáv- arútveg. Fjöldi ungJinga sórii starfs- fræðslu þessa, m.a. komu nem- endur frá héraðsskólanum að Laugum. Mest var spurt um eftirfar- andi: iðnað ýmiss konar, sjávar- útveg, loftskeyti, háskóla, land- búnað, Ijósmóður- og hjúkrun- arstörf, flugmál auk fjölda annarra greina. Starfsfræðslan fór að mestu fram í húsakynnum bama- og gagnfræðaskólans. — Amór. Alþjóða ungtemplaradagur Hins árlega alþjóðlega ung- templaradags verður minnzt í Góðtemplarahúsinu i kvöld, sunnudagskvöld. Þá verður kvöldvaka, sem hefst með á- varpi séra Árelíusar Níelssonar, formanns íslenzkra ungtemplara. Þá verður einleikur á sellá skrautsyning, negrasöngvarinx Herbie Stubbs skemmtir, nj kvikmynd frá Rondo. skemmti- stað æsku Oslóborgar, og að lok- um verður dansað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.