Þjóðviljinn - 29.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.10.1963, Blaðsíða 12
aðgerðir án neinnar tafar Þriðjudagur 29. október 1963 —> árgangur — 234. tölublaA. Egilsstöðum 28/10 — í gær var haldið hér þing Alþýðusambands Austurlands. Á þinginu voru mættir fulltrúar frá flestum félögum á sambands- svæðinu. Eftirfarandi ályktun um kjaramál var samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: ..Þing Allþýðusambands Aust- urlands telur að stefna verka- lýðshreyfingarinnar í kaup- gjalds- og kjaramálum nú og í næstu framtíð hljóti fyrst og fremst að mótast af þeim stað- reyndum sem blasa við um ótrú- lega hraðan vöxt dýrtíðar og UNNIÐ AÐ MALBIKUN FRAKKASTÍGS *. Undirbúningur er nú hafinn að malbikun þess hluta Frakkastígs sem eftir var að malbika og það virðist meira að segja eiga að Ieggja gangstéttir beggjamegin götunnar eftir myndinni þeirriarna að dæma. A.m.k. veröa settir kantsteinar. Kannski verður það látið nægja í bili. — ;<Ljósm. Þjóðv. A. K.). verðbólgu. sem sífellt og í vax andi mæli rýrir launatekjur verkafólks af eðlilegum vinnu- degi, — af öngþveiti og stjórn. leysisástandi efnahagsmálanna sem hagsmunaandstæðingar verkalýðsstéttarinnar hafa vald- ig og munu leitast við að leysa á hennar kostnað, — og síðast en ekki sízt stað- reyndum um þær skipulögðu tilraunir sem gerðar hafa ver- ið til þess að gerbreyta stétta- skiptingu í landinu, sérstaklega nú síðustu mánuðina með því að breikka gífurlega bilið milH hálauna- og láglaunafólks. Augljóst er að verkafólk og annað láglaunafólk hefur ekld síðustu 4—5 árin fengið í sinn hlut neitt af þeirn auknu þjóð- artekjum sem skapazt hafa á þessum árum, nema, og þó að- eins að litlu leyti, með því að leggja enn harðar að sér en áður með lengdum vinnudegi, en sú leið til að jafna verðbólg- una er nú á enda gengin. Er það sannanlegt að vinnuþræl- dómur íslenzks verkafólks á sér enga hliðstæðu meðal grann- þjóða né heldur annarra menn- ingarþjóða heims. Jafnframt þvl sem þannig hef- ur stöðugt. þrátt fyrir vamar- baráttu verkalýðshreyfingarinn- ar, sigið á ógæfuhliðina fyrir launakjör verkafólks, og sú hef- ur orðið reyndin á fyrir tílstuðl- an rikisvaldisins að launakjör og lífsstig hálaunastétta hafa farið síhækkandi í hlutfalli við þau kjör sem verkafólk býr við. Með þessum hætti er stefnt rak- leitt að því að rýra í sífellu þann hlut sem frumskapendur Pramhald á 2. síðu. Hlaut 300 þús. kr. sekt fyr- ir ítrekað landhelgisbrot Ísafir5i 28/10 — Dennis Bougher, skipstjóri á togaranum Peter Cheyney frá Hull, sem varðskipið Óðinn stóð að ó- löglegum botnvörpuveiðum innan fiskveiðimarkanna á laugardaginn, hlaut 300 þúsund króna sekt fyrir brot sitt, ítrekað brot, auk þess sem afli skipsins og veiðar- færi voru gerð upptæk. . Togarinn var tekinn á laugar- daginn út af Isafjarðardjúpi og kom varðskipið með hann til Isaíjarðar kl. 16.30 þann dag. 1,7—2,6 sjómílur innan markanna Varðskipsmenn sáu fyrst til togarans í ratsjá kl. 11.58. Voru þá gerðar staðarákvarðanir og reyndist togarinn 2,6 sjómílur innan fiskveiðimarkanna. Litlu síðar sást togarinn berum aug- um og 5 mínútum þar á eftir voru stöðvunarmerki gefin. Gerðú varðskipsmenn 2—3 s.tað- arákvarðanir á þessum tíma og reyndist togarinn 2,6 sjómílur innan markanna þar sem hann var næst landi, en þar sem dufli var lagt út mældist stað- urinn 1,7 mílu innan marka. Viðurkenndi brotið strax Þegar varðskipið kom að tog- ranum var skipstjóri hans, Dennis Bougher, sóttur um borð og fluttur yfir í Öðin. Viður- kenndi togaraskipstjórinn þegar brot sitt. en síðan héldu skip- in áleiðis til ísafjarðar. Réttarhöld í máli Boughers skipstjóra hóf- -' sakadómi Isafjarðar kl. 8 á laugardags- kvöldið og þeim var lokið kl. 10.45. Þar lögðu yfirmenn Öðins fram skýrslur sínar og staðfestu þær, þeir Þórarinn Bjömsson skipherra, Helgi Hallvarðsson 1 stýrimaður, Ölafur Valur Sig- urðsson 2. stýrimaður. og Krist- inn Jóhann Ámason 3. stýri- maður, en hann var um borð í togaranum ásamt einum há- seta af Óðni, þegar skipunum var siglt til Isafjarðar. Dennis Bougher skipstjóri frá Hull viðurkenndi strax að skip Framhald á 2. síðu Afmælissöfnunin: Þrír dagar eftir til mánaðamóta Heldur vænkaðist hagur okk- ar í gær þó mætti dagurinn í dag verða snarpari. 9. deild og 4a deild virðast ætla að veita 1. deild harða keppni um 1. sætið. Utan af landi bárust okkur gjafir frá ísafjarðardjúpi og heyrt hefur maður því fleygt að von sé á einhverju af Suð- urnesjum bráðlega. í dag höfum við opið frá kl. 10—12 og 1—6 á Þórsgötu 1 og Tjamargötu 20. — Röð deildanna er nú ^Rnnig: 1. 1. deild 110% 2. 8b — 107% 3. 14 — 77% 4. 15 — 75% 5. 3 — 64% 6. 8a — 59% 7. 2 — 57% 8. lOb — 52% 9. 5 — 46% 10. 4a — 42% 11. lOa — 36% 12. 6 — 34% 13. 9 — 32% 14. 7 — 30% 15. 16 — 27% 16. 4b — 26% 17. 11 — 18% 18. 13 — 7% 19. 12 — 4% TÖKUM Á ÞESSA FÁU DAGA Sigldi á bryggjuna - stórskemmdihana Seyðisfirði 28/10 — Seinni hluta sunnudags ætlaði danska skip- ið Raila Dan að leggjast að bryggju Söltunarstöðvarinnar Þór utan við kaupstaðinn á svo- nefndri Hánefseyri. Skipið sigldi hinsvegar á mikilli ferð á bryggjuna og braut hana og bramlaði. Sextíu tunnur sem voru á bryggjunni ultu í sjóinn og var hreinasta mildi að ekki urðu slys á mönnum sem stóðu á bryggjunni og biðu útskipun- ar. Tjónið er metið á fimm hundruð þúsund krónur. Hér var um að ræða mistök skipstjómarmanns j brúnni. Stýrimaður skipsins stóð hins- vegar fram í stafni og með éin- stöku snarræði sleppti hann akkerinu og dró þannig mikið úr ferð skipsins, annars hefði getað farið ver eins og á stóð. Raila Dan tekur hér sex þús- und tunnur af síld og fer héðan í kvöld. Trygging hefur verið sett fyrir tjóninu. — G.S. Rjúpnaskytta lentií villu og hrakningum Bærinn Hömlu- holt í Eyjahreppi brann í fyrrinótt I fyrrinótt kom upp eldur f íbúðarhúsinu á bænum Hömlu- holti í Eyjahreppi í Hnappadals- sýslu og brann það til grunna en heimilisfólkið bjargaðist úr eldinum ómeitt. Bóndi í Hömluholti er Ármann Bjamfreðsson og býr hann þar með konu sinni og átta bömum þeirra. Var það eitt bamanna sem vaknaði og gerði viðvart um eldinn. Húsið brann til kaldra kola að kalla og sára- lítið bjargaðist af innbúi þeirra hjóna. Er tjón þeirra því mjög mikið. Rjúpnaskyttur hafa sig nokk- uð t ftsmmi um þessar mundir. Þannig lenti ungur Reykvíking- ur í allmiklum hrakningum um helgina er hann varð viðskila við félaga sína á rjúpnaveiðum á svokölluðum Skersli í Mið- dalsfjalli í niðaþoku .Varð hann rammvilltur. Eftir þrettán tíma göngu barði þó Reykvíkingurinn að dyrum í Efstadal í Laugardal og var þá orðinn göngumóður og all- slæptur. Heldur var hann rjúpnafár enda óhægt um vik að skjóta í þoku og dimmviðri. Maðurinn heitir Einar Már Magnússon. Hann hafði ásamt félögum sínum haldið til veiða um morg- uninn, en kl. 2 um daginn var skollin á þá niðaþoka. Félagar hans tveir komust brátt til bæja. en Einar varð rammvillt- ur. Bændur á efstu bæjum í Laugadal brugðu þegar við og hófu leit. Níu menn lögðu af stað frá Reykjavík um miðnætti. Þeir voru frá Flugbjörgunar- sveitinni og búnir kastljósum. Ekki kom þó til kasta sveitar- innar, þar sem Einar kom fram, þegar þeir komu á vettvang. Leitarmenn fundu fljótlega spor Einars í snjónum og röktu þau frá Gullkistu að Rauðafelli, sem er um 2% klst. gangur frá Efstadal. Við Rauðafell hurfu sporin vegna snjóleysis. Það er af Einari að segja í villum hans, að hann kom að Brúará og tók það ráð að ganga niður með ánni og þannig komst hann til byggða. Siguröur bóndi' i Efstadal var einn af leitar- mönnum. Tók húsfreyja vel á móti hin- um göngumóða Reykvikingi og veitti honum beina. Þá var óttast um rjúpnaskyttu úr Kópavogi, sem hafði verið á rjúpnaveiður í Lönguhlíð norð- an við Kleifarvatn. Hjálparsveitir skáta í Reykja- vík og Hafnarfirði voru boðað- aðar út til leitar kL 8 í fyrra- kvöld. Kópavogsbúinn komst hinsvegar heilu og höldnu af sjálfsdáðun heim til sín um mið- nætti. -<S> Viðgerð hafin Laugavegi 11 ÞESSI MYND var tekln f gær við húsið Laugaveg 11 en eins og menn munu muna skemmd- ist það mikið af eldí sl. sum- ar og hefur ekki verið hafizt handa um viðgerð á því fyrr en nú. Á MYNDINNI sést að verið er að hífa upp jámplötur til þess að gera við þakið á húsinu en hluti þess féll í eldinum. Eig- endur hússins cm Silli og Valdi. — (Ljósmynd Þjóðv. A K.). :-X> '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.