Þjóðviljinn - 30.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. október 1963 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Þvingunarlög geta orðiB pappírsgagn Kegar þe'tía er skrifað hefur ekki 'fengizt s'tað- festing á þeim orðrómi sem stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa komið á kreik undanfarná daga, að stjómin fyrirhugi þvingunarlöggjöf gegn yerkalýðshreyfingunni, en 'fyrstu verkföll hausts-| ins em í þann veginn að hefjast, verkfall prenfar- anna á föstudag og hið víðtæka verkfall Verzlun- armannafélags Heykjavíkur og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna á mánudag. Almennu verkalýðs'félögin hljóta einnig að fara að boða verkföll, a.m.k. ef þau eiga að taka mark á hinni ógáfulegu yfirlýsingu stjómar Vinnuveitendasam- bandsins, að nú sé ekki neinn grundvöllur fyrir kauphækkanir! Menn sem þannig yfirlýsingar gefa, virðast manna sízt til þess fallnir að hafa á hendi trúnaðarstörf í sambandi við kaupsamn- inga á þessu hausti. 1 ð vísu væru það fíflslegar og ábyrgðarlausar að- gerðir af ríkisstjórn, sem stendur mitt í rúst- um stjórnarstefnu sinnar og brunninna lo'forða, rúin áliti og tiltrú landsmanna, ef hún hyggðist nú he'fja þau afskipti af eðlilegri og löglegri kaúp- gjaldsbaráttu að beita ofbeldi með meirihluta sín- um á Alþingi. Engin ríkisstjóm'á ísfándrgetúh'fil lengdar staðið í stríði við verkalýðshreyfinguna, dengjandi yfir hana þvingunarlögum. Forsætis- ráðherrann Ólafur Thors mætti minnast þess, að sjaldan mun íslenzkur forsætisráðherra hafa ver- ið auðmýktur jafngreypilega og hann sjálfur sum- arið 1942, þegar hann neyddist til að koma fram fyrir Alþingi og biðja það að afnema slitrin af gerðardómslögunum, sem enn hengu á lögbók- um en enginn virti neins. Að þeim þvingunarlög- um gegn verkalýðshreýfingunni stóð þó ríkisstjóm tveggja stærstu flokka landsins, Sjálfstæðisflokk- urinn og Framóknarflokkurinn; þeim var ætlað að lama kaupgjaldsbaráttu verkalýðsfélaganna og lágu við stórsektir ef út af var brugðið. Auðmýk- ing forsætisráðherrans, sem varð að horfa upp á að verkamenn gerðu þessi þvingunarlög að hlægi- legu pappírsgagni með skæruhernaðinum, var stór, og þá ekki síður auðmýking hins alvalda gerðardóms sem átti að skammta verkamönnum kaupið. Hver veit nema Gunnar Thoroddsen, einn gerðardómaranna, muni enn þá reynslu þó 21 ár sé liðið. Díkisstjórn Ólafs Thórs og Alþýðuflokksins he'f- ur verið sýnt meira langlundargeð af verka- lýðssamtökunum en flestum öðrum ríkisstjórnum. Hún hefur svarað með síendurteknum árásum á réttindi og samninga verkalýðsfélaganna og lífs- kjör alþýðunnar. Lýsi hún nú stríði á hendur verkalýðssamtakanna, og reyni að hindra eðlilega og sjálfsagða samninga um verulega kauphækkun, setji þvingunarlög sem hljóta fyrst og fremst að bitna á láglaunafólki í verkamanna- og verzlunar- stétt, er það þessi skammsýna ríkisstjórn sem alla ábyrgð ber á eftirleiknum, á þeim varnaraðgerð- nrri sem láglaunamenn kunna að verða að grípa t.i. 3vo þeir nái rétti sínum. — s. VIÐTAL VIÐ HOME LÁVARÐ Harris: Tölduð þér yður hafa nsega reynslu af utan- ríkismálum til að verða ut- anríkisráðherra ? Home: Samveldið er mjög stór og starfhæf samtök, og verkefni samveldisráðherr- ans er að halda uppi góðum samskiptum við mjög mikils- megandi lönd. Eg held, að það hafi mest á mig reynt að halda samveldinu saman, meðan boðaföllin frá Suez- deilunni gengu yfir. Harris: Að hve miklu leyti er stefnan £ utanríkismálum sköpunarverk utanríkisráð- herrang og að hve miklu leyti er hann umboðsmaður forsætisráðherrans ? kostum er völ. Þegar á allt er litið mæli ég með þessu.“ Stundum getur hann vænzt þess, að utanríkisráðherra taki til óspilltra málanna og sendi sér síðan skýrslu. Ut- anríkisráðherra þarf að geta sett fram skoðanir og stefn- ur og gert fyrir þeim grein, hvenær sem nauðsyn krefur. Um getur verið að ræða að gera ítarlega grein fyrir þeim á ráðuneytisfundum eða einslega við forsætisráð- herrann. Um það eru ekki settar reglur og það er starf utanríkisráðherrans að sjá til þess að forsætisráðherr- ann fylgist með gangi mála án þess að íþyngja h<jpum reglu á störfum sínum. Þeg- ar ég er í London, í Carlton Gardens, læt ég senda mér kassann upp í svefnherbergi mitt um kl. 7 eða 7,15 og vinn við hann til um það bil kl. 9. Þá geng ég til morg- unverðar. Þá hafa skil verið gerð því, sem hæst kallar á. Annar tími gefst ekki til að sinna því um daginn, því að niður á daginn hefur verið raðað, þ. e. unz staðið hefur verið upp frá kvöldverði. Eg reyni að komast hjá því að vinna of mikið á kvöldin. Eg vinn aðeins eftir kl. 11, ef um það er að ræða að ljúka verki, sem hafið er. Það borgar sig að Ijúka því, sem hafið hefur verið. Og stundum fara símskeytin að berast frá Bandaríkjunum um það leyti — sakir tíma- mismunarins. Menn komast að sjálf- sQgðu upp á lag með að vinna þetta. Þannig reyni ég aldrei að leggja allt til hlið- ar um helgidaga. Það borgar sig einfaldlega ekki að drag- ast um of aftur úr. Eg slappa fremur af, ef komið er með kassana til mín á hverj- um degi. Og ég hef einhvern í fylgd með mér frá utan- ríkisráðuneytinu, sem ég get snúið mér til, ef á bjátar, eða ef einhver sagan birtist í blöðunum eða ef forsætis- ráðherrann hringir til mín — eða ef mér dettur eitthvað í hug í baði. Ef allt er með kyrrum kjörum, þegar ég tek mér frí fer ég snemma út a morgnana í frískt loftið og þá get ég horfið aftur að kassanum um kvöldið ásamt ritara mínum í vissu þess, að ég sé þegar til staðar, ef til tíðinda dregur. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við, þegar allt er með felldu. Ef til vandræða hefur komið, er ekki farið í frí, hvort sem er. Harris: Ræðurnar hljóta að vera tímafrekar. Er það yður til ama? Home: Eg er haldinn und- arlegri áráttu, sem stundum er mér til trafala og stund- um til framdráttar. Eg get ekki lesið ræðu, skjal samið fyrirfram, orð fyrir orð. Mér tjáir ekki að reyna það. Mér vefst tunga um tönn við flutning orða og orðatiltækja annarra manna. Ef ég þarf að flytja mikil- væga undirbúna ræðu, verð ég að skrifa hana sjálfur. Að því búnu hefur hún festst í minni. Þá dreg ég saman á fáar síður hinn samda texta, til að geta haldið þægilega á þeim í hendinni og séð meginatriðin skýrt sett fram, — þótt ég sé hræddur um, að hún komi öðmm fyrir sjónir sem óráðanlegt dul- mál. Harris: Vilduð þér vera forsætisráðherra ? Home: Nei. Harris: Þér virðizt hafa gert upp hug yðar um það. Hvers vegna ekki? Home: Já, þegar ég var kominn djúpt niður í fyrstu portvínsflöskuna mína, sagði faðir minn við mig: „Vita skaltu það, að í lífinu er það mikilvægast að vita, hvenær nrnnið skuli staðar.“ Forsætisráðherrann nú á dögum þarf að geta gefið sig að hinum fjarskyldustu málum, innlendum og útlend- um. Forsætisráðhei-rann þarf að kunna margt fyrir sér. Hafa þekkingu á efnahags- málum til dæmis. Hana hef ég ekki. Þegar ég þarf að lesa skjöl um efnahagsmál, þarf ég að hafa við höndina eldspýtnastokka og færa þá til í því skyni að glöggva mig á hinum og þessum at- riðum. Eg óska þess stund- um, að hagfræðingamir gerðu það líka. Harris: Hvar standið þér í flokknum ? Flestir gera ráð fyrir, að þér séuð í hægra arminum, er ekki svo? Home: Jú. Eg mundi telja mig vera til vinstri við miðju. Eg er íhaldsmaður sökum þess að í grundvayar- atriðum trúi ég á sjálfsagað þjóðfélag, agað af siðgæði og félagslegum verðmætum gagnstætt því sem gerist í þjóðfélögum, sem löguð eru að forskriftum frá höfuð- stöðvunum, að ofan. En — jæja til dæmis — ég er ekki mótfallinn frekari áætlunar- búskap. Eg tel að véra ætti meira um áætlunargerð en nú er. Ekki meira um þjóð- nýtingu. Eg held, þegar Öllu er á botninn hvolft, að það hafi verið rétt að þjóðnýta jámbrautirnar. Og ég held, að stofnanir sem pósturinn eigi að vera. þjóðnýttar. Eg væri hlynntur öflugum aðgerðum frá stjómarmið- stöðvunum varðandi endur- staðsetningu iðnaðar. Eg hallast að hagræðingu skatt- stigans til að koma á réttu jafnvægi í iðnaði. Eg held, að það sé mjög mikilvægt að hindra fólk frá því að streyma úr sveitunum inn í hin gífurlegu borgarsvæði. Eg held, að hugmyndin að baki nýju bæjunum sé góð og vildi gjaman hefjast meira að. Fyrir stríð var mikið atvinnuleysi í Lanarks- hire og þá eiga hálendin sín vandamál. Ríkið verður einfaldlega að láta sum þessara mála til sín taka. Ríkið verður stund- um að sjá til þess, að réttar breytingar séu gerðar. Eg er því ekki mótfallinn. Eins og ég sagði yður er stjórnmála- blóð mitt Lambton-blóðið og Lambtonarnir voru róttækir og frjálslyndir. Uppreisnar- menn. H. J. Home: Sérfiver ráðherra er í nokkrum skilningi um- boðsmaðúr forsætisráðherr- ans, aðstoðarmaður hans. Á því leikur enginn vafi. Ráðu- neytið er í umsjá forsætis- ráðherrans, og hann er einn ábyrgur gagnvart drottning- unni fyrir það, sem ráðu- neytið gerir. Þegar mál era tekin til umræðu í ráðuneytinu er það forsætisráðherrann, sem kveður upp úr um það, hver er sameiginleg skoðun ráðu- neytisins. Starf ráðherra er að spara forsætisráðherran- um allan þann starfa, sem (•:. hann getur. En enginn ráð- herra gæti aðhafzt neitt, sem í raun og veru skiptir máli, án þess að ráðgast við for- sætisráðherrann, og ef for- sætisráðherrann vill hafast eitthvað að, yrði viðkomandi ráðherra eitt af þrennu að fallast á það, ræða það í ráðuneytinu eða segja af sér. En daglegar annir setja líka mörk sín á þessa hluti og utanríkisráðherra ætti að hafa góða samvinnuhætti við forsætisráðherra. Það er al- kuijna, að forsætisráðherr- ann getur ekki farið að setj- ast niður við að fylgjast með framkvæmd stefnunnar í ut- anríkismálum eða skapa hana, — til þess hefur hann í of mörg hom að Iíta. Sjón- armið hans varðandi megin- stefnuna og varðandi áherzl- ur ráða, en ef eitthvað verð- ur uppi á teningnum eins og t.d. fyrir stuttu í Laos, getur hann ekki setzt niður við að hugsa upp mótaðgerðir. Hann væntir þess, að ut- anríkisráðherra komi til hans og segi: „Þetta hefur gerzt. Eitthvað verðum við til bragðs að taka. Þetta er það, sem ég legg til. Er nokkuð því til fyrirstöðu að hefjast að?“ Eða það, sem öllu meira máli skiptir; „Þetta gerist sennilega, og á þessum Þriðji hluti um of og að samstarfsmenn hans viti, hverju fram vind- ur. Harrís: Hve náið er dag- legt samstarf yðar við for- sætisráðherrann ? Home: Mjög náið, — og mjög gott, vegna þess að við höfum komizt upp á lag með að ónáða hvor annan eins lítið og okkur er frekast unnt, en ráðgumst alltaf við, ef okkur þykir ástæða vera til þess. Auðsjáanlega er ekkert gagn að utanríkisráð- herra, sem er alltaf að spyrja, hvað gera skuli. En þar sem ávallt geta eteðjaö að mál, sem varða stríð eða frið, væri það fávís utanrík- isráðherra, sem ekki reyndi og styrkti dómgreind sína. Harris: Skreppið þér ávallt til hans eða ræðizt þið við í síma? Home: Eg reyni að forð- ast símann. Það er leiðinda- áhald. Eg nýt mín ekki í gíma, Harris: Hvað um hinn enda línunnar? Home: Eg held, að mér sé óhætt að segja, að hann taki mér fram. Harris: Fellur yður vel að vera utanríkisráðherra ? Home: Já, ef menn hafa myndað sér skoðanir um þarfir Bretlands og hlutverk, er gaman að geta haft hönd í bagga um mótun stjórnar- stefnu þess. Það krefst mik- illar vinnu, — langra fjar- vista, 96 daga í fyrra og ferðalaga um 62.000 mílur — menn geta ekki sinnt fjölskyldu sinni eins mikið og þeir kysu. En menn sitja í forsæti í fyrsta flokks ráðuneyti og njóta fyrir- greiðslu þess. Þegar menn era ekki á ferðalögum eða á ráðstefn- um, geta menn haft meiri Happdrætti Háskólans: Hæsti vinningur er nú 2 milljónir Um næstu mánaðamót hefur Happdrætti Háskóla íslands lokið 30. starfsári sínu, og hef- ur þá greitt viðskiptavinum sín- um um 200 milljónir i vinninga. Nú eru fyrirhugaðar róttækar breytingar á happdrættinu. Er hin helzta þeirra sú, að gefinn verður út aukaflokkur með númerunum 1 til 60 þúsund. Þá verða og allir fjórðungsmiðar niður felldir. Númerin í hinum nýja auka- flokki eru samstæð þeim núm- erum, sem fyrir voru hjá happ- drættinu. í framkvæmd verkar þessi viðbót þannig, að annað hvort verða tveir heilmiðar eða fjórir hálfmiðar til af hverju númeri. Allir fjórðungsmiðar verða. eins og áður er sagt, felldir niður, en í stað þeirra verða gefnir út hálfmiðar. Jafn- framt útgáfu þessa aukaflokks tvöfaldast heildarfjárhæð vinn- inga þannig, að nú verða greidd- ar 60.480.000 krónur eða 70% af heildarveltunni, eins og ver- ið hefur Fjöldi vinninga verður nú .30.000 i stað 15.000 Með auka- Framhald á 8 síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.