Þjóðviljinn - 30.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1963, Blaðsíða 6
0 SlÐA ÞJðÐVILJINN Miðvikudagur 30. október 1063 Óhugnaniegur vitnisburður fyrir bandarískri þingnefnd Fæða eskimóanna í Aláska er eitruð af völdum geislavirkni Var Shakespeare Arabi ai uppruna? Margar og furðulegar tilgátur hafa verið uppi um William Shakespeare, uppruna hans og æviferil. En fram að þessu höfum við þó ekki haft hugboð um að þess hafi verið getið til að hann hafi verið af arabískum upp- runa — og jafnvel að réttu lagi heitið Sheikh al- Heilbrigðisstjómin í Alaska hefur þungar áhyggjur af þeirri miklu geislavirkni sem komið hefur í ljós í fæðu eskimóanna í landinu og þá einkum þeirra sem búa inni í landi. Ástæðan til þess að geislavirkninnar gætir svo mjög í fæðu eskimóanna er sú að hið geislavirka cesium- 137 safnast sérstaklega fyrir í fjallagrösum þeim sem hreindýr og önnur dýr nærast á, en kjöt þessara dýra er aðalfæða eskimóanna. Ýmsir vísindamenn telja að nú þegar hafi eskimóamir feng- ið i sig mun meira magn af þessu geislavirka efni en skað- laust má telja. Vísindamenn frá einni kunnustu stofnun sem rannsaikar geislavirkni og á- hrif hennar. „The Intemati- onal Committee for Radiation Protection”, telja, að magn cesiums-137 í mannslíkamanum megi ekki fara yfir 300 nanoc- urie, en rétt er að geta þess að aðrir sérfræðingar telja að magnið geti að skaðlausu verið meira. Langí yfir hámark Atíhuganir hafa hins vegar leitt í Ijós að magn cesiums-137 í líkömum margra eskimóa i Alaska er nú komið upp í 700 nanocurie og áastlað er að það muni fara yfir 1200 nanocurie áður en árið er liðið. ef ekkert er að gert. ------------------------^ Mikojan og Súsloff veikir Tveir helztu ráðamenn Sov- étríkjanna, þeir Anastas Mik- ojan varaforsætisráðherra og Mihail Súsloff, ritari kommún- istaflokksins, sem báðir eru í forsæti flokksins, liggja nú á sjúkrahúsi. Mikojan sem er 68 ára gam- all er sagður hafa gengið und- ir minni háttar uppskurð, en Súsloff, sem er 61 árs, er sagð- ur hafa nýmasjúkdóm. Mikojan hefur tvívegis áður á þessu ári veríð á spítala. Eisenhower landráðamaður, Foster Dulles kommúnisti Stofnandi íhaldssamtakanna bandarísku ,,John Birch Soc- iety”, Robert Welch, sagði í sjónvarpsviðtali fyrir helgina, að Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseti, væri land- ráðamaður og Foster heitinn Dulles, sem var utanríkisráð- herra í forsetatíð hans, hefði verið kommúnisti. Hægt væri að einkenna stefnumið og öll stjómarstörf Eisenhcvwers með einu orði, landráð, sagði Welch. Tvær skýrslur Skóverksmiðja f Belgrad sendi nýlega að sögn blaðsins ,,Ekonomska Poiitika” tvo sölu- menn til Afríku að athuga möguleika á skóútflutningi þangað. Verksmiðjan fékk svo- hljóðandi skýrslur frá þeim: „I>að eru engir möguleikar á útflutningi á skóm til Afríku. Fólk gengur þar berfætt”. Hin skýrslan hljóðaði: „Það eru miklir möguleikar 6 útflutningi á skóm til Afrík'' Fóik gengur þar berfætt”. Fylkisstjórinn í Alaska, Will- iam A. Egan hefur farið þess á leit við Kjannorkumálanefnd Bandaríkjanna. að hún taki málið til athugunar. Hin sam- eiginlega kjamorkumálanefnd bandarísku þingdeildanna hefur þess vegna kallað fyTir sig < undanfama daga marga kunna sérfræðinga á þessu sviði og hefur vitnisburður þeirra vakið mikla athygli. Einskonar „þerripappír“ Það er einkum vitnisburður dr. H. H. Parkers sem vakið hefur athygli, enda er hann viðurkenndur sérfræðingur f geislavirkni, forstöðumaður Hanford Laboratories, sem sér- staklega hefur rannsakað geisla- virknina í Alaska. Margir starfsmenn hans hafa ferðazt um byggðalög eskimóanna þar og skoðað þá með fullkomnustu tækjum. Að sögn Parkers verka skóf- imar í Alaska eins og eins konar ,,þerripappír’! á cesium- 137 og geta sogið í sig mjög mikið magn af hinu geislavirka efni og þó lifað. Aðrar plönt- ur þola miklu minna magn af því. Margir eskimóar neyta að- állega kjöts af dýrum sem nær- ast á þessum skófum og dr. Parker lagði aðaláherzlu á að í Ijós hefðd komið að þeir hefðu fengið meira geislamagn í sig en eðlilegt eða óhætt mætti telja. Vísindamenn ósammála Hann sagði að meðal eski- móanna f þeim samfélögum þar sem athuganir hafa verið gerð- ar hefði magn geislavirkni reynzt vera 450 nanocurie að [ meðaltali. Eins og áður segii er það álit sumra að 300 nan- ocurie sé hámarkið, sem menn j geta tekið í sig að skaðlausu. en aðrir eru þeirrar skoðunar að jafnvel 450 nanocurie séu ekki hættuleg heilsu manna. En Parker benti á, að í sum- um þeim eskimóum sem skoð- aðir hefðu verið hefði magn geislavirkninnar reynzt nema 800 nanocurie og ætla mætti að magnið færi upp í 1200 nan- ocurie í sumum þeirra áður en árið væri liðið. Geislavirkni á þessum slóðum færi vaxandi með hverri viku. Ekki í bráðri hættu Dr. Parker viðurkenndi, að ekki væri ás.tæða til að ætla, að heilsa þessa fólks væri í bráðri hættu, enda þótt geislavirknin væri orðin þetta mikil. En á hinn bóginn mætti búast við að það myndi bíða tjón á heilsa sinni síðar meir. Hin skað- legu áhrif geislavirkninnar kæmu stundum ekki fram fyrr en eftir alllangan tíma. Þá væri þess að gæta að enn mundi í mörg ár cesium-137 sem myndazt hefur við kjam- orkusprengingar falla til jarð- ar og þannig halda áfram að eitra jarðargróður. Vilja flytjast burt Enda þótt eskimóamir í Al- aska séu að mörgu leyti frum- stætt fólk. gera þeir sér ljósa hættuna sem þeim stafar af geislavirkninni, enda hefur mikið veríð gert til þess að fræða þá um hana. Þeir hafa því farið fram á að þeir hópar sem búa á mestu hættusvæð- unum verði fluttir burt þaðan í byggðarlög þar sem minni hætta er á ferðum og hefur Egan fylkisstjóri mælt með því að orðið verði við þeim til- mælum. Sérfræðingar þeir sem starf- að hafa að rannsóknum á geislavirkninni í Alaska halda því fram að bandarísk stjórn- arvöld hafi fram að þessu gert of lítið úr þeirri hættu, sem er á ferðum, og það ekki að- eins í Alaska, heldur og í öðr- um héruðum Bandaríkjanna. Á það er m. a. bent að Kjarn- orkumálanefndin hafi til skamms tíma fullyrt að engin hætta stafaði af geislavirku úr- felli í Utahfylki, en hafi í sum- ar orðið að viðurkenna að rann- sóknir hefðu leitt í ljós að úr- felli hefði á mörgum stöðum þar verið hættulegt. Allir hnefaieikarar skaddast á heiianum Brezkir læknar hafa nýlokið umfangsmikilli skoðun á heil- um í hnefaleikurum og hafa niðurstöður hennar verið birt- ar í læknaritinu „Lancet”. Níu af hverjum tíu hnefaleikurum reyndust hafa skaddazt illa á heila. 1 skýrslu um rannsóknina segir heilasérfræðingurinn dr. Clifford Mav/dsley m. a.: — Á því getur ekki lengur leikið minnsti vafi að hnefa- leikar valda geðsjúkdómum og það má fullyrða að enginn hnefaleikari getur hjá því kom- izt að heili hans verði fyrir á- föllmn. Nærri því hver einasti maður sem lagt hefur stund á hnefa- leika hefur í æsku hlotið slíkt höfuðhögg að hann bíður þess aldrei bætur, heldur segja meiðslin æ meira til sín eftir því sem árin færast yfir hann. Svo virðist sem mest beri á díkum meiðslum í hinum svo- nefndu léttþyngdarflokkum. Það er því niðurstaða lækn- anna að banna beri hnefaleika. Síðasta fórnalamb hncfalcika- „íþróttarinnar” var Ernis Kov- acs sem í fyrri viku var rotað- ur í hringnum í Baltemore, en þá var myndin tekin, Kovacs til hægri. Island mun vera eina landið þar sem hnefaleikar eru bann- aðir með lögum. Zubeir. En frá þessum tálgátum er sagt í fréttapistli sem kunnur ísraelskur blaðamaður, Herb- ert Pundik, hefur sent frá Jerú- salem. Hann segir, að alltaf öðru hverju magnist skrif f arabískum blöðum um hinn meinta arabíska uppruna Shakespcares. Doktorsritgerð við Lund- únaháskóla. Fyrstur til að halda þessu fram hafi verið dr. Safa'a al- Khalousi, prófessor í bókmennt- asögu við Bagdadháskóla. Hann hafi gert það í ritgerð sem Lundúnaháskóli tók gilda til doktorsvamar. Hélztu rök- semdir prófessorsins fyrir ara- bískum uppruna Shakespeares voru þessar „staðreyndir”: Atburðarásin í mörgum verk- um Shakespeares er sótt 1 ara- bíska ævintýrasafnið „Þúsund og eina nótt”. Þannig er ,,Ot- elló” snið,inn eftir ævintýrinu „Maðurinn frá Kemerosa, og ástmær hans”, en akburðarás- in í „Kaupmanninum frá Fen- eyjum” er tekin úr ævintýrinu „Kaupmaðurinn Mansour og Zinat al-Mawasif”. Shakespeare hlýtur að hafa þekkt hin arabísku ævintýri á frummálinu. Hann lézt nefni- lega árið 1616, nærri öld áður en þau vora þýdd á aðrar tungur. Viðhorf Shakespeare til kvenna, örlaganna og myrkra- aflanna benda eindregið til arab- ískra áhrifa. Margir íbúanna í Comwall í Englandi eru af arabískum upp- runa. Þeir eru komnir af sjó- mönnum sem bárust til Eng- lands í lok 16. aldar með spænska flotanum mikla. Sheikh al-Zubcir? Blaðamaðurinn segir að próf- essor al-Khalousi hafi þó ekki borið fram enn eina röksemd fyrir arabískum uppruna Shak- espeares sem oft heyrist í lönd- um Araba, að nafn skáldsins sé arabískt; hann hafi að réttu lagi heitið Sheikh al-Zu- ------------------------------$> Valentína og Gagarín í Bandaríkjunum Geimlararnir frægu Valcntína Téreskova og Júrí Gagarin voru nýlega á íerð um Ameríku og heimsóttu þá m. a. Nerw York. Myndin er tekiu af þeim í hinni kunnu stjiirnuskoðunarstöð Hayd- en Planetarium og hefur þótt við eiga að hafa yfirborð tunglsins að baktjaldi. beir, en sdnnihluti þess nafns er tekinn eftir bæjarheiti f Irak. Ekki úr köldu landi Nú hefúr egypzk vísindakona frú Khadija Fuad Izzat við há- skólann í Kaíro, komizt að sömu niðurstöðu og prófessor al-Khalousd, en eftir öðrum leiðum. Hún er sögð hafa safnað gögnum að ritgerð sinni í tiu ár og eru þetta helztu niður- stöður hennar: Ekki kemur til mála að Shakespeare hafi lifað í landi með jafn köldu loftslagi og England. Lýsingar Shakspeares, á Gyð- ingum, eins og t.d. í „Kaup- manninum frá Feneyjum”, bera með sór að hann hefur þekkt gyðingahverfið í Marrakesh í Marokkó. Shakespaere hafði miikið dá- læti á hesfrum, en það er ó- svikið einkenni Araba. Og frú Izzat hefur einnig sína skýringu á nafni Shakespeares. Hún telur, að það dgi að réttu lagi að vera Sheik Beer, en það er algengt nafn i Norður- Afríku. Vekur kátínu Þessar bollaleggingar arab- ískra „vísindamanna“ hafa vakið allmikla athygli í lönd- um Araba, segir Pundik, en einnig gagnrýni — og kátínu. Blaðið ,,A1 Jihad” í Jórdan birtir þannig bréf frá einum lesanda sínum sem bdtti svip- aðri röksemdafærslu til að sýna fram á að Bemard Shaw hefði verið Arabi. Röksemdir hans voru þessar: Shaw segir að heilög Jó- hanna hafi heyrt dularfullar raddir, sem sögðu henni að bjarga Frakklandi. Þetta kem- ur heim við lýsinguna í Kór- aninum af því þegar spámað- urinn Múhameð heyrði slíkar raddir. Shaw lýsti nákvæmlega hesti Jóhönnu og hvemig hún sat hann. Þetta er dnkennandi fyr- ir Araba, því að allir eru þeir einstakir hestamenn. I einu leikrita sinna kemst Shaw svo að orði að í lok tutt- ugustu aldar muni öll Evrópa verða múhameðstrúar. Shaw barðist gegn lénsskipu- lagi og harðstjóm. Þetta sýnir glögglega frelsisást hans og all- ir vita hve mjög Arabar unna frelsinu. Af þessu leiðir segir bréf- ritarinn, að Shaw var Arabi en ekki Iri. I rauninni hét hann Beer Nad Shah. Beer er al- gengt arabískt nafn, Nad er nafn á arabísku kryddi, og Shah býðir höfðingi eða kon- ungur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.