Þjóðviljinn - 31.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.10.1963, Blaðsíða 2
2 SlDA WÓÐVSLIINN Fimmtudagur 31. október 1963 Eina ráðið Heildsalablaðið Vísir vekur athygli á því í gær að nú sé „gífurlegur hörgull á verka- mönnum“. Sérstaklega hái það fiskvinnslustöðvunum mjög „hversu erfiðlega geng- ur að fá verkamenn til starfa", enda „virðist alger- lega ókleift að fá verkamenn f frystihúsin vegna þess að þéim bjóðast betri kjör í byggingariðnaðinum." Þau betri kjör sem bjóðast í byggingariðnaðinum heita öðru nafni yfirborgun, en verkamönnum er þar greitt mun hærra kaup en ákveðið er í samningum og frystihús- fh binda sig við. Er þetta mjög athyglisverð þróun, ekki sizt þegar þess er gætt að ríkisstjómin er að undirbúa nauðungarlög um það að ekki megi semja um það kaup sém sumstaðar er þeg- ar borgað! Víða úti um land er nú þegar greitt mun hærra kaup í fiskvinnu en í frystihúsunum hér í Reykja- vík. Á þessu vandamálí er auð- vitað sú ein lausn fyrir fisk- vinnsluhúsin að hækka kaup- ið án tafar, þannig að þau verði samkeppnisfær um vinnuaflið. Þetta er ekki sízt augljós nauðsyn fyrir at- vinnurekendur sjálfa; það er þeim í hag að störfin f fisk- iðnaði séu mikils metin í þjóðfélaginu, að þar sé val- inn maður í hverj-u rúmi. í því er til að mynda ekkert vit að hverskonar óarðbær þjónustustörf séu talin mun verðmætari en vinna í fisk- 1 iðnaði, sem þó er ein helzta burðarstoð þjóðfélagsins. Þegar atvinnurekendur í fiskiðnaði segjast ekki hafa efni á því að hækka kaupið eru þeir aðeins að endurtaka fráleita bókhaldsblekkingu. Gróðinn í íslenzku þjóðfé- lagi er fyrst og fremst ruhninn frá sjávarútveginum, þótt hann sé kallaður gróði heildsala og annarra fjár- plógsmanna. Þennan gróða þarf aðeins að sækja Oig greiða hann þeim sem fram- leiða verðmætin. Hvað fá þeir? Ritstjórar Morgunblaðsins bera í gaer á móti því að þeir hafi tekið virkan þátt i verkfallí blaðamanna í haust. „Þetta er rangt,“ segja ritstjóramir, „af þeirri ein- földu ástæðu, að deilan sner- ist ekki um þeirra kjör. Hins vegar eru þeir í Blaðamanna- félaginu og unnu því ekki meðan verkfallið stóð.“ Fróðlegt er að ritstjórar Morgunblaðsins telja að deil- an hafi ekki snúizt um þeirra kjör. í lok verkfallsins var samið um kaupgjald ritstjóra ekki síður en annarra starfs- flokka á blöðunum. En auð- vitað fá ritstjórar Morgun- blaðsins svo ríflegar auka- greiðslur fyrir störf sín að kauptaxti Blaðamannafélags- ins er hégómlegt atriði fyrir þá, þótt aukagreiðslumar hafi að sjálfsögðu hækkað í hlutfalli við samninginn. Væri fróðlegt að ritstjórar Morgunblaðsins vildu skýra frá því hvað þeir fá í raun og veru í laun, svo að verka- mönnunum við höfnina skilj- ist hvers vegna þjóðfélagið hefur ekki efni á að veita þeim kjarabætur. Höft og frelsi Það er mikil þensla í þjóð- félaginu segja stjómarvöldin og málgögn þeirra, og vinnu- aflið er torgæt vara sem meira að segja gengur kaup- um og sölum á svörtum markaði. Vinnuveitendasam- band fslands hefur þessvegna snúið sér til rikisstjómarinn- ar, og borgarstjórnar Reykja- víkur farið fram á það að þessir aðilar „takmarki nú verulega opinberar fjárfest- ingarframkvæmdir, meðan hinn mikli vinnuaflsskortur ríkir á vinnumarkaðinum". Þaraa er semsé verið að mótmæla frelsinu og heimtá fjárfestingarhöft. En höftin eiga einvörðungu að bitna á opinberum framkvæmdum; það á að draga úr vegalagn- ingu, hafnargerðum, skóla- byggingum, hitaveitufram- kvæmdum og annarri slíkri félagslegri þjónustu til þess að einkabraskarar geti haft nóg af vinnuafli i bílamust- eri, verzlunarhof, lúxusvillur og kirkjur. Þetta er í sam- ræmi við þá alkunnu af- stöðu einkafjármagnsins að nefna það höft ef hið opin- bera hefur frumkvæði að framkvæmdum í þágu al- mennings, en frelsi ef opin- berar framkvæmdir eru heft- ar í þágu einkabraskara. — Austri. Seltjarnarnes Vegna malbikunarframkvæmda, verður Nesveg- ur lokaður í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag. Öll umferð að og frá Seltjamarnesi verður um Grandaveg. Sveitarstjóri. Hancfknattíeíksheimsóknin TEKKARNIR GJOR- SIGRUÐU ÍR 31:14 Tékkneska liðið Spartak Plzen lék fyrsta leik sinn hér í gærkvöld og mætti gestgjöf- um sínum, IR, í íþróttahúsinu að Háloga- landi. Leikurinn var mjög ójafn því yfirburð- ir Tékkanna voru svo miklir að ÍR náði aldrei að ógna hinum tékknesku gestum. Enda er ekki við því að búast að ÍR geti staðið í jafn heimsfrægu liði sem Spartak Plzen er. Leikurihn var oft á tiðum skemmtilega leikinn af hálfu Tékkanna og leyndi það sér ekki að þarna eru á ferðinni menn sem kunna sitt fag. Verð- ur gaman að fylgjast með leikj- um þeirra er þeir mæta okkar sterkustu liðum því þá reynir fyrst á getu þessa fræga liðs. Skipzt á gjöfum Formaður ÍR, Reynir Sigurðs- son, flutti ávarp í upphafi leiks- ins og bauð gestina velkomna. Kvað hann það aðallega verk eins manns að af þessari heim- sókn gat orðið, því svo ötullega vann hann að þessu máli að með eindæmum má teljast. Mað- ur þessi er Gunnlaugur Hjálm- arsson, hinn kunni handknatt- leiksmaður ÍR-inga. Einnig á- varpaði fararstjóri Tékkanna áhorfendur með nokkrum orð- um. Færði hann formanni ÍR knött úr silíri, en Ieikmennim- ir gáfu ÍR-ingunum vandaða strigaskó. ÍR-ingarnir nældu því næst félagsmerki sínu í barm Tékkanna. Tékkarnir fóru geyst af stað og Virtist hinn þröngi völlur Hálogalands ekki vera þeim til neinna óþæginda. Kom þar til hjálpar léleg vörn ÍR, því Tékkarnir gátu skotið að marki svo til hvar sem var án þess að vörn ÍR gæti nokkru bjargað svo um munaði. Fyrsta mínút- an var varla liðin þegar fyrsta markið small í netinu frá hin- um skotharða Kranat, sem átti eftir að verða ÍR-ingum erfið- ur viðureignar, því 10 mörk setti hann til viðbótar áður en leiknum lauk. Hermann jafn- aði leikinn fyrir ÍR, en hann læddi sér inn f hornið og skor- aði óverjandi með góðu skoti. Kranat skorar aftur og þriðja markið stuttu síðar en Herman bætir þvi fjórða við. Kranat setur það fimmta en Hörður minnkar bilið stuttu síðar, 5:2. Herman setur sjötta markið og Duda fer að dæmi hans, en Hörður minnkar bilíð, 7:3. Þann- ig héldu Tékkamir áfram að auka forskotið jafnt og þétt, en í hálfleik var staðan 16:8 fyrir Tékkana. Gunnlaugur „tekinn úr umferð“ Tékkamir óttuðust einn mann alveg sérstaklega af liðsmönnum IR en það var hínn snjalli Gunnlaugur Hjálmarsson. Var alltaf maður sendur honum til höfuðs og gætti hans eins og sjáaldurs augasíns. Aldrei var Gunnlaúgur látinn ganga laus heldur fylgdi einhver honum eftir og lagði hann í einelti. Hafði þetta mjög slæm áhrif á leik ÍR enda var leikurinn til þess gerður og heppnaðist hann fullkomlega. Tékkamir muna vel eftir Gunnlaugi því að á heimsmeistarakeppninni 1958 Vár Gunnlaugur álitinn fjórði bezti leikmaður keppninnar. Síðari hálfleikur Tékkamir héldu áfram fyrri iðju og áfram hélt forskotið að aukast. — Þótt ÍR-ingamir væru allir að vilja gerðir þá gátu þeir ekki varist hinum leikreyndu leikmönnum Spartak Plzen bæði vegna hraða þeirra svo og öryggis liðsins með knött- inn. Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 22:12 en þá kom stórt gat á ÍR-vömina og níu mörk þutu þar í gegn án þess að vöm ÍR fengi rönd við reist. Var nú stutt eftir til leiksloka en lokatalan varð 31:14. Dómari leiksins var Karl Jó- hannsson og tókst honum prýði- lega leikstjórn. — h. Ályktun framkvæmdastjóra fiskvinnslustöðva SlS Rekstursvandamái fiskiðn- aiarins hin alvarlegustu Dagana 23, og 24. október s.l. var haldinn hér í Reykjavík fundur framkvæmdastjóra fiskvinnslustöðva á vegum Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Á fundi þessum voru gerðar ýmsar ályktanir, m.a. þær sem hér fara á eftir. Rekstursgrund- völlurinn „Fundur framkvæmdastjóra í fiskiðnaði á vegum S.Í.S., haldinn í Reykjavík, dagana 23.—24. október 1963, ályktar, að þær hækkanir, sem orðið hafa á vinnulaunum, verði hráefnis sem og öðrum vinnu- kostnaði, hafi þegar raskað svo mjög rekstursgrundvtelli fiskiðnaðarins, að þau rekst- ursvartdamál, sem við er að etja, séu alvarlegri og erfiðari en svo, að við verði ráðið án sameiginlegs átaks og sam- ræmdra aðgerða í samvinnu við ríkisvaldið. Fundurinn telur eftirtalin úrræði geta komið að nokkru gagni til þess að leysa úr þessum erfiðleikum og vænt- ir þess að eftirgreindar tillög- ur mæti skilningi viðkomandi yfirvalda: 1. Vextir af fjárfestíngarlán- um og afurðalánum verði lækkaðir í 3%. 2. Afúrðalán á fram- leiðslu verði hækkuð í 85% af útflutningsverðmæti og verði þau lán veitt sjálfkrafa út á framleiðsluna eftir skýrsl- um sem viðkomandi viðskipta- banki tekur gildar. 3. Útflutningsgjald 7,4% af framleiðsluverðmæti fob., verðl fellt niður að hálfu fyr- ir árið 1963 og gjaldið allt fellt níður frá 1/1 1964“. Stofnaður verði verkstjóraskóli „Fundur framkvæmdastjóra í fiskiðnaði á vegum S.Í.S., haldinn 23.—24. október 1963, beinir eindregnum tilmælum til Alþingis, að í framhaldi af verkstjóranámskeiðum þeim, sem þegar hefir verið komið á fót, verði stofnaður sérstak- ur verkstjóraskóli, sem m.a. veiti sérfræðslu í hinum ein- stöku atvinnugreinum, svo sem fiskiðnaði". ★ Rúmenar unnu Júgóslava í landskeppni í knattspymu í Búkarest sl. sunnudag. Júgóslavar skoruðu fyrsta markið, en Rúmenar svöruðu með tvcim mörkum. og unnu þannig — 2:1. 28. október - 1963 - 5. nóvember SÝNING TRÉSMÍÐAVÉLA frá Artex. Sýningln er haldin í anddyri Háskólabíós og er opin daglega milli klukkan 14,00 og 17,00. Vér geíum afgreitt vélar 'frá Ar'tex með 6—10 vikna afgreiðslufresti. Verðið er mjög hagkvæmt. EVÉREST TRADING COMPANY Grófin 1 — Símar 10719 og 10090 Davis Clay Framhald af 5. síðu. Cassius Clay skriflegt loforð um að keppa við sigurvegar- ann. Birt var mynd af samn- ingnum í mörgum löndum 1 Norður-Ameríku. Þetta var þó af Clay o DeJohn hugsað sem auglýs- ingabrella til að auka aðsókn- ina að keppninni við Kanada- manninn. Clay og De John eru nánir k-unningjar og hafa sama þjálfara. Ekki kom þeim annað til hugar en að DeJohn myndi sigra Kanadamanninn, og síðan ætluðu þeir að láta fymast yfir loforðið, því Clay hugði alls ekki á keppni. Þvert ofan í alla spádóma sigraði Chuvalo, og nú heimt- ar hann að Clay standi við lof- orðið og keppi við sig. Clay vill ekki hætta á það að hljóta meiðsli eða verða fyrir hnjaski af hálfu hins harð- gerða Kanadamanns áður en hann gengur til keppni við Liston. Allar horfur eru þó á því að Clay neyðist til að standa við sitt skriflega loforð um að keppa við Chuvalo. Sagt er að Liston hafi glott við tönn,^ er honum var skýrt frá mála- vöxtum. SOIBH PJOHUSTAN LAUGAVEGI1& SSMI 19113 TIL SÖLU: 2 herb. góð kjallaraíbúð við Flókagötu. sér inngangur. 3 hcrb. hæð í timburhúsi við Grettisgötu, útb. 175 þúsund. 2 herb. kjaUaraíbúð við Holtsgötu, sér hitaveita, sér inngangur. 1. veðr. laus. 3 herb. góð kjallaraíbúð á Teigunum, sér inngangur. 4 herb. hæð við Nýlendu- götu, laus nú þegar. 4 herb. góð kjallaraíbúð við Langholtsveg, sér inngang- ur. 4 herb. kjallarahæð í Garða- hreppi, sér inngangur, sér kynding. Verð: kr. 300 þús. útb. 175 þús. I S M 1 Ð C M: 80 ferm. kjallaraíbúð við Kársnesbr. fokheld. Verð: kr. 175 þús. útb. 75 þús. 3 herb. jarðhæð og 6 herb. hæð við Lingbrekku, full- búnar undir tréverk, allt sér. ÍBÚÐIR ÓSKAST: miklar útborganir. 2—3 herb. nýjar eða ný- legar íbúðir. 2—3 hcrb. ris og kjallara- íbúðir. SELJENDUR, ef þið þurf- ið að selja eða skipta, vin- samlegast talið við okkur sem fyrst. vantar unglinga eða roskið fólk til útburðar i eftirtalin hverfi: Grímstaðahoit I. og IL Tjarnargata Laugarás Heiðargerði Herskálahverfi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.