Þjóðviljinn - 31.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.10.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. október 1963 ípIÓÐVIUIHN SlÐA 3 Komnir þangað í boði Kommúnistaflokks Sovétríkjanna Guy Mollet og margir aðrir helztu leiðtogar franskra sósíaldemókrata nú staddir í Moskvu Um síðustu helgi komu óvæntir gestir til Moskvu og hafði þó verið gert boð eftir þeim. Með sérstakri þotu frá París var kominn leiðtogi franskra sósíaldemókrata, Guy Mollet, ásamt flestum helztu samstarfsmönnum sín- um og mun þurfa að fara langt aftur í tímann til þess að finna jafn mikið lið sósíaldemókrata samankomið í höfuðborg Sovétríkjanna. Þeir voru þangað komnir í sérstöku vinarboði sovézka kommúnistaflokksins. 1 hinu fríða föruneyti Mollei voru Gerard Jacquet. aðalrit- stjóri „Le Populaire“, Gaston Deferre borgarstjóri í Marseille og af mörgum talinn frambæri- legastur foringi franskra sósíal- demókrata, Albert Gazier, for- maður flokksdeildarinnar við Signu. Christian Pineau, fyrrver- andi utanríkisráðherra Frakka, Augustin Laurent, borgarstjóri i Lille, Champeix, fyrrverandi ráð- herra, og ráðunautar þeirra, Roger Quillot og Jacques Piette. Virðulegar viðtökur Þeir fengu sem vænta mátti virðulegar viðtökur á Séremévo- Ðugvelli. og voru þar saman komnir ýmsir helztu ráðamenn Sovétrikjanna og gestgjafans, sovézka kommúnistaflokksins. 5,Ég færi ykkur þakkir“. sagði Guy MoUet í stuttu kveðju- ávarpi á flugveUinum, ?,fyrir ykkar góða boð að koma til Sov- étríkjanna. Nokkrir fulltrúar í sendinefnd okkar hafa verið áð- ur hér i Moskvu og hafa sumir þeirra haft tækifæri til svipaðra viðræðna og þeirra sem við væntum okkur að eiga nú við sovézka leiðtoga næstu daga. Þess háttar viðræður eru ævin- lega mjög gagnlegar. Ég ber hinum sovézku þjóðum og leið- togum þeirra kveðjur flokks míns". „Kæri félagi“ Fyrir svörum af hálfu sovét- manna varð hinn aldni, en þó síkviki kommúnistaforingi Kuus- inen og mæltist honum á þessa leið: „Kæri félagi Guy Mollet, kæru frönsku félagar. Fyrst af öllu vil ég bjóða ykkur velkomna fyrir hönd miðstjómar Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, boð- bera franskrar þjóðar á sov- ézkri grund. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna leitar ávallt eftir leiðum að hnýta ný tengsl við alla þá flokka og öll þau sam- tök, sem berjast fyrir friði og lýðræði. Það er álit flokka okk- ar beggja að koma verði á slíkum tengslum og þau verða þvi eðlilegri þegar höfð eru i huga þau órofabönd sem tengja leiðtoga, en Jacquet ritstjóri skýrði þó frá því áður en þær hófust. að hinir frönsku sósíal- demókratar myndu lýsa fullum stuðningi sínum við margítrek- aða tillögu sovétstjómarinnar um griðasáttmála milli hemað- arbandalaga stórveldanna. önnur mál sem rædd yrðu sagði Jacquet myndu verða: ..Baráttan fyrir sósíalismanum í vesturlöndum og þau verkefni sem bíða munu sósíalistaflokka í hinu nýja þjóðfélagi". Auk bess yrði fjallað um „ástand og bróun hins sovézka þjóðfélags" (l’Unitá 27. okt.). Hverjar svo sem niðurstöður kunna. að verða af þessum við- ræðum er það þó þegar ljóst af ofannefndri dagskrá þeirra, að „Hin franska deild í alþjóða- hreyfingu verkalýðsins", eins og óþjálft nafn franska sósíaldemó- krataflokksins hljóðar í þýðingu, heldur enn, þrátt fyrir allt, tryggð við alþjóðahyggjuna og sósíalismann. Guy Mollet þjóðir okkar frá fomu fari. Nú þegar við hittumst öðru sinni, vildum við segja ykkur að við viljum ræða í bróðemi öll þau mál, sem okkur báðum leikur hugur á. Verið velkomnir". Straumhvörf Það er tæplega orðum aukið að þessi heimsókn Guy Mollet og félaga til Moskvu í boði Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna tákni straumhvörf í við- horfum franskra sósíaldemó- krata, sem hafa verið taldir fast- heldnastir og um leið einna reynsluríkastir allra flokk§- bræðranna á meginlandi álfunn- ar. Varla hefði nokkrum manni komið í hug fyrir einu ári eða svo, að Guy Mollet ætti eftir að 6tefna svo miklu liði flokks síns til Moskvu. Ekki hefur nokkur leiðtogi sósíaldemókrata. fyrr né síðar, hafnað jafn afdráttarlaust öllum kynnum af kommúnistum og Guy Mollet, og samvinnu, eða jafnvel aðeins viðræður við þá taldi hann til mjög skamms tíma ekki og aldrei geta komið til greina. Nú vikur öðru við. yilja griðasáttmála Ekki hefur enn neitt frétzt af viðræðum þeim sem Mollet og félagar hafa átt við sovézka Hvert verkfaHiB tekur nú viB aföðru í Frakkiandi PARÍS 30/10 — Hvert verkfallið rekur nú annað í Frakklandi. Verkfallsaldan hófst með sólar- hrings vinnustöðvun jámbraut- armanna i síðustu viku og í dag lögðu starfsmenn og embættis- menn í ráðuneytum niður vinnu og margar starfsstéttir hafa boð- verkföll á næstunni. Þannig hefur verið boðað verkfall gas- og rafmagns- stöðvamanna á miðvikudaginn 1 kemur. og háskólakennarar og stúdentar hafa boðað viku ,.lestr- arstöðvun" frá 26. nóvember. Vilja þeir með því mótmæla algerlega óviðunandi skilyrðum til kennslu og náms. Allar tilraunir rikisstjómar- innar til að ,,halda jafnvægi" í efnahagskerfSnu og hindra að launþegar fái bætta upp sívax- andi dýrtíð hafa strandað á einhug og samstöðu allra verk- lýðssambandanna, hvaða póli- tískri forystu sem þau lúta. Smurt brauð Snittur. ðl, gos og sælgæti Ðpið frá kL 9—23,30 Pantið tímanlega 1 ferm- ingarveizluna. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 16012 VIÐSKIPTAMENN IÐNAÐARBANKAISLANDS H.F. Frá og með 1. nóv. n.k. verða sparisjóðs- og hlaupareikningsdeildir bankans opnar til afgreiðslu frá kl. 17 til 19 á föstu- dögum. Iðnaðarbanki íslands h.I. Pípulagningarmenn A T H U G I Ð : Sveinn eða meistari í iðninni getur fengið fram- tíðarstarf hjá Dráttarbraut Neskaupstaðar. Mikil og örugg vinna. Góð íbúð fylgir starfinu. Uppýsingar í síma 36307, eftir kl. 7 s.d. næstu kvöld. SÍLDARÚTVEGSMENN Verkstæði okkar He'fur lengi gúmmísoðið á kraftblakkarhjól með mjög góðum árangri. Áherzla lögð á vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 Reykjavík, sími 18955. NÝ BÓK eftir hinn þekkta og vinsæla höfund Olaf Tryggvason TVEGGJA HEIMA SYN Þetta er óvanaleg hók, skrifuð af sér- kennilegum manni. f henni gerir höf- undurinn, sem er dulþroskaður, óbrot- inn alþýðumaður, skarpa og skemmti- lega grein fyrir samhýli og samvinnu tveggja heima. Bókin er 219 bls. x góðu bandi. Verð kr. 240,00, + sölusk. Komin til bóksala BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI m frejma sjn ÖLAFUR TRYGGVASON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.