Þjóðviljinn - 31.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.10.1963, Blaðsíða 4
t 4 BlÐA Ctgcfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Ódrengskapur í vor sneri ríkisstjórnin sér til verklýðssamtak- anna og bað þau að fresta endanlegum kjara- samningum til hausts. Hafði ríkisstjórnin góð orð um það að fresturinn yrði notaður til þess að tryggja verkafólki varanlegar kjarabætur og myndu stjórnarvöldin leggja sig í 'framkróka í því skyni. Verkalýðssamtökin féllust á þessi til- mæli og létu sér nægja smávægilega bráðabirgða- kauphækkun. Síðan er liðið næstum því hálft ár, og á þeim tíma hafa orðið mjög verulegar breyt- ingar í þjóðfélaginu. Mörg stéttarsamtök hafa ger't nýja samninga sem 'fela í sér mestu kauphækk- ánir sem nokkru sinni hafa orðið á íslandi; þar á meðal ha'fa launahæstu embættismenn í landinu fengið viðbót sem numið hefur um og yfir 100%. 54’ sama tíma hafa orðið þvílíkar stökkbreyfing- ar á verðlagi að með eindæmum er og mestar á brýnustu lífsnauðsynjum. Á því tæpu hálfu ári sem liðið er síðan verklýðshreyfingin fres'taði að- gerðum sínum samkvæmt beiðni ríkisstjómarinn- ar ha’fa kjör verkafólks þannig rýrnað stórlega í Hutfalli við verðlag, jafnfram’t því sem þau ha’fa skekkzt til muna í samanburði við ýmsa aðra starfshópa í þjóðfélaginu. Nú er til að mynda svo komið að mönnum er greitt misjafnlega hátt kaup fyrir nákvæmlega sömu.verkin sem .þeir vinna hlið við hlið, eftir því hvorf þeir eru opin- berir starfsmenn eða félagar í verklýðsfélögum! T Haust tóku verklýðssamfökin að herma upp á stjórnarvöldin fyrirheitin frá því í vor, og undirtektir hinna háu herra voru mjög ljúfmann- legar í orði (þegar undan er skilin forustugreinin í Morgunblaðinu þar sem íslenzkir verkamenn voru kallaðir ,,landráðalýður“). Óla'fur Thors for- forsæ'tisráðherra hefur átt margendurtekna við- ræðu'fundi við forustumenn verklýðssamtakanna og er ekki annað kunnugt en að hann ha'fi þar lagt’ áherzlu á skilning sinn á kröfum verklýðs- samfakanna. Stjórnarblöðin hafa skrifað það æ o'fan í æ að verkafólk ætti ótvíræðan réft á mjög verulegum kjarabótum. í samræmi við þessar undirtektir hafa almennu verklýðsfélögin beðið átekta og ekki enn boðað nein verkföll; afs’taða þeirra nú sem jafnan fyrr er að freista þess til hins ýtrasta að ná kjarabótum með friðsamlegum samningum. Þegar þessi forsaga er höfð í Huga mega það telj- ast furðuleg og ósæmileg tíðindi að stjórnar- flokkarnir hyggi nú á að banna kjarabætur verka- fólks með lögum, fyrst í stað í nokkra mánuði. Sú ályktun virðist óhjákvæmileg að framkoma sfjórnarvaldanna frá því í vor hafi verið eintómt fláræði, tilgangurinn hafi verið sá einn að draga réttindabaráttu verkafólks á langinn, hin ljúf- mannlega framkoma og orðin fögru hafi aðeins verið ytra borðið á kaldrifjuðum ódrengskap. Verði kjarabarátta þeirra launalægstu bönnuð eftir allt það sem gerzt hefur 1 sumar er félags- legt og efnahagslegt ranglæti framkvæmt með persónulegu siðleysi. — m. ---- MÓÐVILJINN ----- ----Fimmtudagxir 31. október 1963 BÆTUR HÆKKI UM 40% OG SÉU VERÐTRYGGÐAR ÞINGSJA ÞJÓÐVILJANS Eins og getið hefur verið, flytja þrír þing- menn Alþýðubandalagsins í efri deild frumvarp til laga um breyting á almannatryggingalögun- um. Er gert ráð fyrir í frumvarpi þessu að all- ar bótafjárhæðir hækki um 40 af hundraði og verði verðtryggðar. Fyrsti flutningsmadur, Al- freð Gíslason, mælti fyrir frum- varpinu er það kom til fyrstu umræðu fyrir helgina. Fara helztu atriði framsöguræðunn- ar hér á eftir. Lagasetning 1960 Ræðumaður minnti á að í júli 1958 hefði ráðherra skipað nefnd til að endurskoða vissa þætti tryggingalaganna í því skyni að hlutur lífeyTÍsþeganna yrði bættur. í febr. 1959 setti féiagsmálaráðherra aðra nefnd á laggimar og skyldi hún end- urskoða aðra þætti sömu laga með hækkun bóta fyrir aug- um. Þessarra ráðstafana var vissulega þörf, því að bætur almannatrygginga höfðu aldrei komizt á það stig, sem vakað hafði fyrir brautryðjendunum, en það var að bæturnar full- nægðu almennum lágmarks- kröfum. Báðar þessar nefndir skiluðu áliti og á grundvelli tillagna þeirra voru lög sett 1960. 1 þeim fólst veruleg hækkun bóta yfirleitt frá því sem var og jafhvel farið fram úr því sem nefndirnar lögðu til og þorðu að vona. Með þeirri hækkun skyldi hlutur lífeyris- þeganna bættur og að auki vemdaður fynj____áíöllum af voldum viðreisnar. Gengið á Klut bótaþega Þvi miður fór þetta allt á annan veg en ætlað var. Ot- reikningar ríkisstjómarinnar reyndust markleysa, þegar til kastanna kom. Vemd eða trygg- ing hins bætta hlutar lífeyris- þeganna varð fljótlega að engu, og ekki nóg með það, heldur hröpuðu bæturnar óðfluga nið- ur fyrir það 6em áðumefndar nefndir höfðu lagt til. Þannig hefur síðan f marz 1960 línnulítið verið gengið á hlut bótaþega almannatrygg- inga. Þetta er ekki aðeins full- yrðing stjómarandstæðings. heldur hefur sjálf ríkisstjóm- in viðurkennt í verki þennan gang mála. Það var ekki liðið nema ár frá setningu laganna 1960 þegar hún varð að ganga inn á nokkra lagfæringu bóta- fjárhæðarinnar vegna dýrtíð- araukningar. Á sömu leið fór árið 1962 og í þriðja sinn nú á þessu ári, í apríl sl. Augljóst hvert stefnir Tryggingabætur, greiddar í peningum voru víðast auknar í júni 1962. Hækkunin var ó- veruleg, nam aðeins 7% og náði ekki til annarra bóta en elli- og örorkulífeyris. Allar aðrar bótategundir hafa staðið í stað síðan á miðju ári 1961, — og á meðan geisar dýrtíðin. Nauðsynjar almennings hafa samkvæmt vísitölu hækkað í verði um 30 stig síðan í júní 1962 og um 45 stig síðan á miðju árj 1961. Það er augljóst hvert stefnir. Trygglngabæturn- ar eru á góðri leið með að verða að engu. Á meðan matvörur, fatnaður, Ijós og hiti og öll þjónusta hækkar í verðl tll jafnaðar tun 38%, haldast flest- ar bætur lífeyrlsþeganna ó- breyttar og engin tegund þeirra hefur hækkað nú á annað ár, enda þótt dýtiðln hafí á sama tíma aukizt um 23%. Skapar misrétti Sá háttur hefur ríkt seinni árín, að tryggingabætur, greidd- í peningum, hækka misjafnt og sitt á hvað. Eitt áríð eru þess- ar bætur hækkaðar lítillega og og annað árið hinar. Þetta skapar misrétti. Eins og áður var fram tek- ið, hækkaði örorku- og ellilíf- eyrir um 7% á árinu 1962, en þá urðu engar aðrar bætur hækkunnar aðnjótandi. Með nýju lögunum, sem taka gildi eftir næstu áramót, hækka að- eins þær bætur, sem mest hafa orðið útundan til þessa og eru orðnar nærri þvi að engu. ElH- lífeyrir, örorkulífeyrir og raun- ar fleiri bótategundir, eiga frá næstu áramótum að standa ó- breyttar eða lækka að krónu- tölu frá því sem verið hefur síðan á miðju ári 1962. Þessi háttur er vansæmandi, því að hann getur ekki verið gerður í öðru en blekkingar- skyni við áhnenning. Bóta- hækkun er boðuð hástöfum, en um það þagað að hækkunin nær hverju sinni til aðeins nokkurs hluta lífeyristegunda. Þannig er hálfgildings brögðum beitt fil þess að hafa af líf- eyrisþegum, — draga á langinn réttmætar kjarabætur þeirra. Fullnægir lág- markskröfum Sú regla hefur gilt, að gera bótaþegum trygginganna ein- hverja úrlausn um leið og op- inberir starfsmenn hafa fengið kauphækkun. Nú hafa þeir á þessu árl hlotið verulega laun- ahækkun, ef litið er á heildina, og er mælt að hún nemi að^ meðaltali 45%. Þessa síðustu kjarabót hafa lífeyrisþegarnir enn ekki hlotlð, hvorki allir né nokkur hluti þeirra. Spum- ingin er því, hve lengi þeir verða látnir bíða, Um þá hluti heyrist enn fátt talað i stjórn- arherbúðunum. Lífcyrir almannatrygginganna á að vcra þannig, að hann full- nægi lágmarksþörfum þess, scm nýtur hans. Slík er krafa allra þeirra, scm tryggingunum vilja vel. Það hcfur oltið á ýmsu að nálgast þetta mark, cn aldrei höfum vlð staðið því fjær en nú á þessum haustmánuðum. Ef litið er á framfærslukostn- að vísitölufjölskyldunnar er ó- hugsandi að öryrki eða gamal- menni komist af með minna en 30 þús. kr. á ári og það því að- eins að hann njóti óvenjugóðra kjara hvað húsnæði snertir. Fullur Iífeyrir er nú 18.240 kr. og vantar bá samkvæmt þessu nærrl 12 þús. kr. á að brýn- ustu þörfum sé fullnægt. Ef lífeyrísþegi verður ein- hverra hluta vegna að dveljast f stofnun, þá kostar sú dvöl hann að minnsta kosti 4000 kr. á mánuði. Upp í þann kostnað á hann kröfu til mánaðarlegs lífeyris sem nemur 1520 kr. Mismuninn verður hann að fá bónarleiðina, sé hann ekki þeim mun efnaðri sjálfur. Alfrcð Gísiason Dagvinnukaup verkamanna er nú lægra en svo að nokkur fjölskylda geti á því lifað. Það kaup er því naumast hæft til viðmiðunar, og þó skal það gert hér. í Danmörku og Sví- þjóð var ellilífeyrir einstaklings fyrir fáum árum um þriðj- ungur verkamannalauna. Ef sama hlutfall ætti að gilda hér á landi nú, þyrfti ellilíf- eyrir að hækka um sem svar- ar 30%. En þessi samanburður er sem sé hæpinn vegna þess hve óhæfilega lágt verka- mannakaupið er hér um þess- ar mundir. Ekki lengur við unað Ég orðlengi þetta ekki frek- ar. Það er sama frá hvaða hlið núverandi bótafjárhæð’ir eru skoðaðar. Allavega eru þær þær orðnar langt á eftir 1 kapphlaupinu við dýrtfðina. Þær eru orðnar svo lágar, að ekki vérður við unað lengur. Þctta er .skoðun. okkar^JIu.ln-. ingsmáhha þessa frumvarps eins og allra annarra, sem á málin líta með sanngimi. Bæturnar verða að hækka að krónutölu og það verulega, ef' halda á í horfinu kaupmætti þeirra. Hvað hækkunina sncrt- ir, leggjum víð til að hliðsjón sé höfð af þeim kjarabótum sem starfsmönnum rikisins voru úrskurðaðar enda er þá einnig stuðzt við annan sam- anburð, eins og ég hef þegar frá greint. Verðtrygging bötanna Samkvæmt frumvarpi okkar eiga allar bótafjárhæðir nú- gildandi tryggingarlaga að hækka frá 1. júlí um 40% og greiðast þannig til ársloka. Eft- ir áramótin skulu bótafjárhæðir nýju laganna hækka um sama hundraðshluta, enda eru þær hinar sömu og nú gilda, að undanskildum þeim bótum sem langlægstar eru að tiltölu og orðið hafa útundan við fyrri hækkanir. Loks gerir frumvarpið ráð fyrir verðtyggingu bótanna frá 1. janúar 1964, þannig að dýr- tíðaraukning sem verða kann frá októberbyrjun nái ekki að rýra til muna kaupmátt bóta- fjárins. Verðtryggingin er bundin við vísitölu framfærslukostnaðar, og þarf ég tæpast að fjölyrða um hana, — svo oft áður hef ég gert hana að umtalsefni. Þó vil ég aðeins depa á nokkur atriði í sambandi við hana. 1) Verðtrygging ellilífeyrís, örorkulífeyris, bamalífeyris, sjúkradagpeninga, slysabóta og annarra bóta alm.trygginga á ekkert skylt við vísitölutrygg- ingu atvinnutekna. Þetta bendi ég á til huggunar þeim sem sjá rautt, ef minnzt er á teng- ingu kaiupgjalds við vísitölu. 2) Lífeyrir trygginganna er svo naumt skammtaður, að í engu má missa. Þess vegna er það óhæfa að hann sé að stað- aldri hafður verðbólgu og dýr- tíð að leiksoppi. 3) Verðtrygging bótanna er ekki aðeins mannúðar- og rétt- lætismál, — hún er einnig stjómarvöldunum hagkvæmnis- mál. Það er þeim til léttis, að þessar bætur breytist að krónu- tölu sjálfkrafa í hlutfalli við dýrtíð. Þá þurfa þau ekki að burðast með lagasetningu á lagasetningu ofan, en reynslan sýnir bezt, að í því efni er þeim aWa jafnan mjög óhægt um vik. Bardot í nýrri kvikmynd Franskir kvikmyndamenn urðu á föstudaginn að hætta við að taka atriði úr nýrri mynd með Brígitte Bardot í aðalhlutverk- inu þegar hundruð manna hóp- uðust kringum leikkonuna á götu í London þar sem kvik- mynda átti atriðið. Það hefur nú verið ákveðið að atriðið skuli myndað í París í staðinn. TILBOO óskast i: Intination jarðýtu T-6 árgerð 1942, — Cleve- land hjólgröfu árgerð 1942, — Buckey hjólgröfu árgerð 1942, — Chevrolet sendibifreið árgerð 1955, — Skoda stadion ágangfær árgerð 1942, — Chevrolet herbifreið árgerð 1942. Tækin verða til sýnis á áhaldasvæði Póst- og símamála- stjómarinnar við Grafarvog, föstudaginn 1. nóv. kl. 13 — 15. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 17 á skrif- stofu vorri Ránargötu 18. INNKAUPASTOFNUN RlKISINS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.