Þjóðviljinn - 01.11.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 01.11.1963, Page 1
Föstudagur 1. nóvember 1963 — 28. árgangur — 237. tölublað. Blygðunarlaus árás á kjör og réttindi verkafólks: BANN VIÐ OLLUM VERKFOLLUM, KAUPHÆKKUNUM, KJARABÓTUM ALÞÝÐUBANDALAGIÐ LEGGUR FRAM VAN- TRAUST Á STJÓRNINA Þvingunarlög þau sem ríkisstjórnin lagði fyrir alþingi í gær eru blygðunarlausasta og ósvífnasta árás sem nokkru sinni hefur verið gerð á samnings- rétt og frelsi verklýðssamtakanna á íslandi. Of- beldislögin frá 1942. sem oft er vitnað til þegar rætt er um árásir á alþýðusamtökin, heimiluðu þó kauphækkanir samkvæmt gerðardómi, en í þessu nýja frumvarpi er lagt algert og undantekningar- laust bann við kauphækkunum og kjarabótum hverju nafni sem nefnast og allri kjarabaráttu, verkalýðsfélögin eru svipt öllum samningsrétti. Bannið gildir til næstu áramóta, en af hálfu rík- isstjómarinnar er það aðeins hugsað sem upphaf annars meira. Ef launþegasamtökin sættu sig við þessa einstæðu árás. yrðu lögin að sjálfsögðu fram- lengd í einhverri mynd um næstu áramót og um ófyrirsjáanlega framtíð. Hefur aldrei verið mikil- vægara en nú að launþegar rísi til varnar hags- munum sínum og samtökum og hrindi áformum ríkisstjórnarinnar með öllum tiltækum ráðum. Á sama tíma og allar kjarabætur eru þannig b’annaðar skilyrðislaust, er verðlagsyfirvöldunum heimilað að hækka verðlag á nákvæmlega sama hátt og gerzt hefur að undanförnu. Þingmenn Alþýðubandalagsins svöruðu frum- varpi ríkisstjórnarinnar tafarlaust í gær með því að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina og kröfðust þess að það yrði tekið til afgreiðslu áður en frum- varp ríkisstjórnarinnar. AUar kjarabætur bannaðar í fyrstu grein frumvarpsins er lagt algert bann við bví „að hækka kaup, laun, þóknun, upp- mælingar- og ákvæðisvinnu- taxta eða nokkurt annað end- urgjald fyrir unnin störf frá því sem um var samið eða greitt, þá er frumvarp þessara Iaga var lagt fram á alþingi". Síðan er tekið fram að þetta eigi við um alla kjarasamninga, auglýsta taxta, launareglugerð- ir, launasamþykktir og ráðning- arsamninga einstaklinga, enn- fremur við Iaunaákv. um opin- bera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Einnig er tínd til kauptrygging sjómanna, hluta- skipti og hverskonar aðrar launagreiðslur sem ákveðnar eru sem hundraðshluti af af- urðaverði, veltu eða öðru verð- mæti. Ennfremur er ákveðið að bann sé lagt við hverskonar breytingum á vinnutíma „sem felur í sér hækkun eða Iciðir til hækkunar á Iaunakostnaöi". Og að lokum er tekið fram að þessi sömu fyrirmæli eigi við um „hvers konar aukagreiðslv til launþega sem er hrein launa viðbót, en þau taka ekki til aukagreiðslu að því leyti sem hún fer til greiðslu raunveru- Framhald á 2. síðu. Frá fundi Hins íslenzka prentarafélags í Iðnó í gærkvöld. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.), Prentarar leggja áherzlu á mótmæli sín með verkfalli — og krefjast þess að Alþingi felli lagafrumvarpið Á mjög fjölmennum fundi sem haldinn var síðdegis í gær í Hinu ís- lenzka prentarafélagi var eftirfarand i tillaga frá stjórn félagsins sam- þykkt einróma: „Fundur í Hinu íslenzka prentarafélagi haldinn 31. október 1963 klukk- an 5.30 í Iðnó, mótmælir eindregið frumvarpi um launamál og fleira, sem fram er komið á Alþingj og ákveður bann við frjálsum samningum milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Fundurinn telur slíka löggjöf beina árás á samninga'frelsi verkalýðs- félaga og skorar á Alþingi að fella framkomið frumvarp. Til frekari mótmæla samþykkir fundurinn að boðaðri vinnustöðvun verði ekki aflétt nema félagið verði til þess knúið.“ Mótmælaorðsending Alþýðusam-! bands íslands um þvingunarlögin í gærkvöld sendi Alþýðusamband ís- lands frá sér svohljóðandi orðsend- ingu: ■ Alþýðusambandið mót- mælir harðlega frumvarpi því til laga um launamál og fleira, sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í dag. ■ Lagafrumvarp þeíta er eigi aðeins hatrömm árás á samningsréttinn, félaga'frels- ið og verkfallsréttinn, heldur þýðir samþykkt þessi einnig afnám þessara lýðræðisrétt- inda. réttindi lýðræðisins. ■ í baráttu þeirri, sem framundan er, er óendanlega mikið komið undir árvekni og bará'tfuþreki félagshe’ilda og einsfaklinga, og ber að ■ Heitir Alþýðusamband- neyta sérhvers 'færis, sem ge'f- ið því á öll meðlima’félög sín, ast kann, til varðveizlu lífs- að slá órofa skjaldborg um kjaranna og mannréltind- þessi dýrmætu grundvallar- anna. Fyrir fundirium lá að taka afstöðu til þvingunarlaga rík- isstjórnarinnar, sem útbýtt var á Alþingi í gær. Formaður félagsins, Pétur Stefánsson, hóf umræður og skýrði frá gangi samningamálanna og rakti síð- an ákvæði þvingunarlaganna. Um afstöðu atvinnurekenda sagði hann m.a. frá því að for- maður þeirra hefði gefið þá yf- irlýsingu varðandi kröfur prent- aranna að þær væru mjög samn- ingshæfur grundvöllur en ekk- ert þýddi að gera vegna áforma ríkisstjórnarinnar um kaup- bindingarlög. f lok ræðu sinn- ar bar formaður H.f.P. fram mótmælatillögu gegn þvingunar- lögunum og var hún undirrituð af allri stjórninni. Að lokinni ræðu formanns tók Stefán Ögmundsson til máls og lýsti stuðningi við tillögu stjóm- arinnar. Sýndi Stefán fram á það hvernig þvingunarlögunum væri ætlað að dýpka enn þá gjá, sem rikisvaldið hefði verið Framhald á 2. síðu. ----------------------------3 Þvingunarlögin til fyrstu um- ræðu í dag ★ Dagskrá sameinaðs Al- þingis föstudaginn 1. nóv. 1963. klukkan 2 síðdegis. Rannsókn kjörbréfs. Neðri deild: Launamál o.fl., frv. — 1. umr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.