Þjóðviljinn - 01.11.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.11.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. nóvember 1963 HðÐVIUINN StÐA J Bceiorstiórn ísafiarðarkaupstaðar gefur hér með kost á samkeppni um tillögur að merki — skjaldarmerki fyr- ir kaupstaðinn. Uppdrættir skulu vera 12x1.8 cm. eða svo, límdir á karton 1 4x21 cm. að stærð. Uppdrættina skal senda bæjarráði Isafjarðar fyrir 1. fe- brúar n.k. Umslag skal einkenna með orðinu Skjaldarmerki. Nafn höfundar skal fylgja í sérstöku umslagi, vandlega lokuðu. Tíu þúsund króna — kr. 10.000,00 verðlaun verða veitt fyrir merki, sem bæjarstjórnin kann að velja til notk- unar. Bæjarstjórnin áskilur sér rétt til að skipta nefndum verðlaunum, ef henta þykir, og til að nota að vild þau merki, sem hún verðlaunar. Isafirði, 25. október 1963 Bæjarstjóri. Símanúmer Sparisjóðs Hafnarfjarðar er frá 4. nóvember 1963 samanber Síma- skrá 1964 5 15 15 Samband við allar afgreiðsludeildir. Sparisjóður Hafnarfjarðar Stúlka óskast Stúlka vön vélritun og sem kann eitthvað Norð- urlandamála og ensku eða þýzku, óskast nú þeg- ar. Gott kaup. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og launakröfur óskast sendar til blaðsins fyrir n.k. sunnudag merkt: „Tungumál — Vélritun — 500“. M.S. GULLFOSS fer frá Reykjavík í kvöld kl. 9. — Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 8. H.f EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Cerkt áskrifendur uð Þjóðviljunum Jónas Arnason Eggert Þorbjarnarson 25 ára afmælisfagnaður Æskulýðs- fylkingarinnar Sameinuðu þjóðirnar: Hörkurifrildi í stjórnmálanefnd NEW YORK 31/10 — Harðar deilur urðu milli austurs og vesturs í stjórnmálanefnd Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna í dag. Fulltrúar Póllands og Sov- étríkjanna gerðu harða hríð að Bandaríkjunum fyrir að styðja vestur-þýzkan kjamorkuvopna- búnað. 1 stuttri en hvassyrtri ræðu lýsti fulltrúi Sovétríkjanna þvi yfir að Bandaríkin verðu þau úrhrök fasismans, sem enn væri að finna í Vestur-Þýzkalandi. Fulltrúi Póllands hélt því sterk- lega fram, að fyrirhugaður kjamorkuvígbúnaður Atlanz- hafsbandalagsins gæti aðeins orðið til þess. að versnaði það góða andrúmsloft, sem nú ríkti í alþjóðamálum. Ekki vildi fulltrúi Bandaríkj- anna fallast á þetta sjónarmið. Kvað hann Vestur-Þýzkaland vera það land, sem framar öll- um öðrum æskti friðar, og kvað landið hafa vel og rækilega sýnt þetta og sannað með utanríkis- stefnu sinni. Ennfremur kvað hann V-Þýzkaland vera sann- kallað lýðræðisríki. sem skipaði með sóma sæti sitt meðal hirma frjálsu þjóða f NATO. Forystu- menn landsins hefðu af frjálsum vilja afsalað sér kj amorkuvopn- um og réttinum til að framleiða þau. verður haldinn í Klúbbnum, Lækjar'teig 2, miðvikudaginn 6. nóv. og hefst kl. 20.30. DAGSKRÁ: 1. Skemmtunin sett. Gunnar Guftormsson forseti ÆF. 2. Ávarp. Eggert Þorbjarnarson fyrsti for- seti ÆF. 3. Þorsteinn frá Hamri les kafla úr bók sinni, „Skuldaskil“. 4. Jónas Árnason syngur söngva úr leik- ritinu „Gísl“. Aðgöngumiðar seldir milli kl. 17 og 19 næstu kvöld í Tjarnargötu 20. — Verð miða er kr. 75.00. Stjórnarkreppan í Finnlandi: Karjalainen kveðst nú munu gefast upp ar, sem upprunalega sögðu sig úr stjóminni, tóku ekiki sætí. í henni aftur. Hefur Karjalainen nú gef- izt upp við að fylla það skarð. Forsætísráðherrann lét þess getið að það væri einkum svar Sænska þjóðarflokiksins, sem hefði orðið þess valdandi, að horfur allar hefðu versnað. Áð- ur hafði Karjalainen gert flokikn- um tilboð um vissar tilfærslur innan rfkisstjómarinnar. Fyrr um daginn var það tilkynnt, að fresta yrði endanlegri lausn hinnar tveggja mánaða löngu stjómarkreppu sökum þess, að þingflokkur Finnska þjóðar- flokksins treysti sér ekki að svo stöddu máli tíl að svara tillög- um forsætisráðherrans um end- anlega myndun ríkisstjómarjnin- ar. Með stjómmálamönnum i Helsinki er uppi orðrómur um það, að þessi tilkynn'ing Karja- lainens sé til þess gerð að þvinga Sænska þjóðarflokkinn tíl að sýna meiri samstarfsvilja. For- maður flokksins, prófessor Ears Taxell, sendi síðar frá sér til- kynningu þar sem hann lýsti furðu sinni yfir yfirlýsingu for- sætisráðherrans, og kvað flokk sinn hafa sýnt ýtrasta skilning á viðleitni hans til að mynda starfhæfa ríkisstjóm. HELSINKI 31710. — Karjalain- en forsætisráðherra tiikynntí það á fimmtudagskvöld, að hann myndi nassta dag skýra Kekk- onen forseta svo frá, að sér hefði ekM tekizt að mynda nýja ríkisstjóm. Eins og tounnugt er af frétt- um, hjó Kekkonen á Gordíoms- hnút finnsku stjómarkreppunn- ar með því að skipa stjóminni að sitja áfram. Þeir þrír ráðherr- JENS KRUUSE er óvenjulega hnyttinn og litríkur höfundur, skrifar í léttum og gamansöm- um stíl. VIÐ ÓKUM SUÐUR kom út í Danmörku undir nafninu MIN KONE SIDDER PAA KASSEN. Hún hlaut miklar vinsældir sem alveg sérstaklega skemmtileg ferða- bók, og hlaut ágæta dóma gagnrýnenda. VIÐ 0KUM SUDUR er heillandi ferðasaga um Frakkland og Norður- ítalíu. Lesandanum finnst hann sjálfur vera kom- inn í spennandi ferðalag með Jens Kruuse og félögum hans. EINAR SIGFÚSSON, fiðluléikari í Árósum, sonur Sigfúsar Einarssonar tónskálds, ritar lokakafla bókarinnar, en hann og kona hans voru í ferðinni. Bókin er 236 bls. Bundin í skinnlíki. Verð kr. 260,00 (+ sölusk.). Komin til bóksala BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.