Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 11.11.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.11.1963, Qupperneq 1
AUKABLAÐ Mánudagur 11. nóvember 1963 — 28. árgangur — 238. tölublað. FUNDIR í FÉLÖGUNUM ÚTI Á LANDI VORU HALDNIR í GÆR í gær voru boðaðir fundir í flestum eða öllum þeim verklýðs'fé- lögum úti á landi sem boðað höfðu vinnustöðvun í dag. Sökum þess að blaðið var prentað í gærkvöld en margir fundanna haldn- ir síðdegis í gær vannst eigi tími til þess að afla fregna af þeim 'til birtingar í þessu blaði en frá þeim verður sagl í blaðinu á morg- un, þriðjudag. STEFNA VERKLYÐSHREYFINGARINNAR SIGRAÐI: RÍKISSTJÓRNIN HEYKTIST Á OFBELDISLÖGUM SÍNUM ® Síðari hluta laugardags, fáum klukku- tímum áður en atkvæðagreiðsla átti að fara fram um ofbeldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar, gerðust þau sögulegu og raunar einstæðu tíð- indi að ríkisstjórnin tilkynnti að hún væri hætt við að láta afgreiða frumvarpið. Ríkis- stjórnin hafði þá átt viðræður við fulltrúa verklýðshreyfingarinnar frá því seint á föstu- dagskvöld og samkomulag hafði náðst um eftirtalin atriði: Ríkisstjómin frestaði frum- varpi sínu til 10. desember og hét því að þeg- ar í stað yrðu teknar upp heiðarlegar og al- varlegar samningaviðræður við verklýðshreyf- inguna um kjaramálin; fulltrúar verklýðsfé- laganna hétu því á móti að beita sér fyrir því að verkföllum yrði frestað til 10. desember. ■ Þar með hafði verklýðshreýfingin unnið úrslitasigur í baráttu sinni um frumvarp ríkis- stjómarinnar, stjórnarflokkamir heyktust á því að framkvæma þau áform sín að afnema réttindi verklýðsfélaganna og skipa kjaramálum verka- fólks með einhliða lagasetningu. Stefna verklýðs- hreyfingarinnar hafði frá upphafi verið sú að málin yrði að leysa með samningum, verklýðs- félögin myndu beita öllu a’fli sínu til þess að Glœsilegur mótmœlafundur brjóta hverskyns ofbeldislög á bak aftur. Verka- fólkið í landinu skipaði sér um þessa stefnu af þvílíkum einhug, án tillits til stjórnmálaágrein- ings, að ríkisstjórnin sá að lokum sitt óvænna, tók aftur í verki allar hóíanir sínar og stóryrði, og sætti sig við samningaleiðina. ■ Átökin síðustu tíu daga ha'fa fyrs't og fremst snúizt um ofbeldisfrumvarp ríkisstjórnar- innar, þá óhjákvæmilegu nauðsyn að hnekkja öllu valdboði. Þegar sigur he'fur unniz’t í þeim átök- um eru sjálf kjaramálin eftir, sú óhjákvæmilega nauðsyn að verkafólk fái rétt hlut sinn gegn óða- verðbólgu og ranglátri þróun í launamálum. Sú barátta heldur áfram næsfu vikurnar, og til þess að tryggja sigur í henni þarf verkafólk að sýna sama einhug og baráttuvilja sem hnekkti frum- varpi ríkisstjórnarinnar. Baráttan þarf að haldá áfram af 'fullum þunga, sá árangur sem nú hefur náðst þarf að verða viðspyrna til nýrra sigra. Sjá 2. síðu Myndirnar mælafundi uóv. s.l. en hér að neðan eru teknar á hinum alarfjölmenna mót- er Alþýðusamband fslands efndi til á lækjartorgi 4. það er einhver fjölmennasti útifundur sem haldinn hefur verið hér I Reykjavík. Frásögn af fundin- um og öðrum mótmælaaðgerðum verkalýðsins bæði hér í Reykjavík og á fleiri stöðum á land- inu er á 2. síðu. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Myndin er tekin á því sögulega augnabliki þegar Ölafur Thors forsætisráðherra lýsir yfir því í efri deild að ríkisstjórnin sé fallin frá því að láta samþykkja ofbeldisfrumvarp sitt — eftir að hún hafði í rúma viku barizt fyrir þvl, og ráðherramir höfðu m.a. Iýst því tvö kvöld i áheym alþjóðar að þeir myndu standa eða falla með fmmvarpi sínu! Ósæmileg ósannindi Á forsíðu Alþýðublaðsins í gær eru þau ummæli höfð eftir Emil Jónssyni ,,að samkomulag við forustumenn verkalýðsfélaganna hefði ekki fengizt, þegar rætt var við þá, áður en frumvarp rik- isstjómarinnar var flutt“. Þjóðviljinn bar þessi ummæli í gær- kvöld. tmdir Eðvarð Sigurðsson; hann svaraði: ★ „Þetta em ósæmileg ósannindL Ríkisstjómin Ieitaði aldrei eftir samkomuIagL Víð buðum samkomulag og frest, en forsætisráðherra neittaði og hefur viðurkennt þá staðreynd á þingi. Þetta veit Emil Jónsson fullvel, og það er ekki drcngilegt að fela afstöðu sína bak við alrangar staðhæfingar.“ i 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.