Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. nóvember 1963 HÖÐVIUINN SlÐA 3 Verið að bora göng niður til binna ínnilokuðu námumanna. 15 daga martröð á enda Námumennirnir 11 heilir á húfi Eftir hádegið þann 8. nóvember var bjðrgunar- starfinu við Mathilde-nám- una hjá Hannover lokið. 11 menn höfðu þá orðið að þola hungur, kulda og dauðans angist síðan 24. október, er námugöngin fylltust af vatni. Þeir hafa setið í holu, sem er á 62 m dýpi og allt í kring um þá lágu lík félaga þeirra 10, sem fórust. þegar vatnsflaumurinn sprengdi námuvegginn Rétt fyrir kl. 8 að kvöldi hins 24. október ætluðu 129 námumenn í litla saxneska bæn- um Lengede-Broistedt að halda heimleiðis úr námunni, þegar einn þeirra hrópaði upp í skelf- ingu. Hann hafði komið auga á örmjóa vatnssprænu, sem brauzt gegnum klettinn og óx óðum. Eftir nokkrar sekúndur hafði vatnsflaumurinn sprengt klettavegginn og fyllt göngin. 79 mönnum tókst að forða sér, 40 urðu eftir niðri I námunni. 7 þeirra var hægt að bjarga eftir 2 sólarhringa og öðrum 3 var bjargað eftir 184 tíma. Um sama leyti og gefa átti björgun hinna upp á bátinn fundust 11 menn í viðbót lifandi niðri í námunni. f 5 sólanhringa hefur verið sleitulaust unnið að björgun mannanna 11, eða síðan fyrst heyrðist til þeirra. Snemma morguns, 8. nóvember, komst borinn á Ipiðarenda. Og fyrsta lífsmarkið að ofan fyrir námu- mennina var grjótregnið frá bornum, og brátt heyrðu björg- unarmennimir bergmál af hósta og stunum niðri í göngunum. Á 55 mínútum skilaði lyftan, sem komið var fyrir í bornum, öll- um mönnunum upp á yfirborð jarðar. Þá fyrst brutust fagn- | aðarlætin út, annars höfflu menn staðið þegjandi og fylgzt ->eð björgunarstarfinu. Einn gekk af vitinn — annars furðn hressir Farið var með mennina strax sjúkrahús þar sem þeir voru koðaðir nákvæmlega. Þeir 'iöfðu auðvitað létzt mikið og 'umir ruglazt lítið eitt, sérstak- 'ega einn, sem ekki var námu- ’uður og var staddur af tilvilj- n niðri í námunni, þegar slys- skeði. Hann hafði aldrei kom- niður í námu fyrr, og fylltist ■'ílíkri skelfingu, að hann hef- r enn ekki fengið málið. Ekki vildu þeir heyra minnzt á að 1 áta stía sér í sundur og liggja nú allir saman á einni stofu, • roðfullri af blómum. Fjárgræðgi átti sök á slysinu Málmurinn, sem verið er að /inna í Mathilde-námunni er fá- tækur, og talið er sennilegt, að henni verði lokað eftir nokkur ár. Eigendur námunnar, Ilseder Hiítte A/G, hafa því ékki „haft efni á“ að gera nauðsynlegar ■^ryggisráðstafanir við námuna. ’-'tjarmikil vatnsþró stendur 'tt hjá námuopiriu, og vatns- ’numurinn gat brotizt niður í námugöngin á hverri stundu, vegna þess, hve þróin stóð ná- lægt námunni og var illa ein- angruð. Það var einmitt þetta sem skeði, og þótt námustjóm- in hafi hvað eftir annað verið vöruð við hættunni, sem stafaði af þrónni, lét húri sem orsök slyssins væri sér algjör ráðgáta. Svívirðileg hcgðan námustjórnarinnar. Stein forstjóri námunriar hef- ur verið gagnrýndur mjög af al- menningi fyrir viðbrögð sín eft- ir slysið. Hann kvartaði sáran á blaðamannafundi undan kostn- aðinum við að bjarga mönnuri- um þremur, sem fyrst var bor- að eftir, og síðan var ekki farið að leita að fleiri mönnum, fyrr en kröfur félaga þeirra urðu of háværar til þess að verða bæld- ar niður. Einn námumarinanna, Solinger að nafni, hafði haft orð á því, að enn kynnu að vera merin á lífi í einum hluta nám- unnar, en þó voru 10 dagar látn- ir fara til spillis. Námustjómin hefur þegar skipað mönnum að að hefja vinnu þó hvergi nærri sé búið að gera fullnægjandi ör- yggisráðstafanir. Enn eru 200.000 teningsmetrar áf vatni í þrónni og kirkjuklukkumar hringdu í sífellu yfir látnum félögum marinanna, og ómurinn berst niður í námuna til þeirra. Per HwkkeriR í KHÖFN 11711 — Per Hække- rup, utanríkisráðherra Dana, og kona hans héldu í dag til Moskvu í boði Gromikos utanríkisráð- herra. Þau munu dveljast í Sov- étríkjunum til 21. nóvember. Ætlunin er að Hækkerup undir- riti í Moskvu nýjan verzlunar- samning milli Danmerkur og Sovétríkjanna, eri þar er nú stödd dönsk samninganefnd. Hækkerup rrrun rœða við Krústjoff. Erlendum bönnuð olíuvinnsla í flrgentínu BUENOS AIRES 11/11 — Ein- hvern næstu daga er búizt við að stjórn hins nýkjöma forseta Argentínu, Illia, muni svipta öll erlend félög leyfi til olíuvinnslu í Iandinu. Kenriedy forseti sendi Averell Harriman varautanrikisráðherra til Buenos Aires til að reyna að telja Argentmustjóm hug- hvarf, en það hefur honum ekki tekizt. Hann er sagður hafa neit- að boði hennar um að undirrita sameiginlega yfirlýsingu um að Bandaríkin féllust á þessa fyr- irætlun gegn því skilyrði að hin- um erleridu auðhringum yrðu greiddar skaðabætur. Fjárfest- ing þeirra í olíuvinnslustöðvum í Argentínu er talin nema 200 til 400 milljómim dollara. Palli og Pési . KSftl TRV00VAS.0N i Eíii ogP' • . ■ ■ I' ^ f • . í v v % 'íJ Ný bók eftir hinn vinsæla bamabókahöf- und KÁRA TRYGGVASON Með myndum eftir RAGNHILDI ÓLAFSDÓTTUR Bókin er 74 blaðsíður. Verð kr. 50,00 (+ söluskattur). FÆST HJÁ BÓKSÖLUM. BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI •tyófcN SOVÉZK TÍMARIT: á ensku og þýzku Kaupið áskrift nú, og fáið tímaritin send beint heim til yðar, frá næstu áramótum. Þér getið valið um eftirfarandi tímarit: SOVIET UNION, fjölskrúðugit mánaðarrit, mikið skreytt með litmyndum og efni mjög fjöl- breytt, allt frá nútíma visindum, til áhugamála frím.safnara. Áskriftarverð Kr. 75,00 SOVIET LJTERATURE, mánaðarrit er flytur heilar skáldsögur Ijóð og eftirprentanir málverka. Askriftarverð ..................................... Kr. 75,00 SOVIET WOMAN, myndskreytt mánaðarrit um líf, áhugamál og störi sovézkra kvenna, þátt þeirra í þróun hinna víðlendu Ráðstjómarríkja. Askriftarverð . Kr. 66,00 SOVIET FILM, glæsilega myndskreytt mánaðarrit um sovézka kvikmyndagerð, og það fólk er að henni starfar. Áskriftarverð ......................... Kr. 75,00 SPORT in the USSR, mánaðarrit um íþróttir og íþróttamenn Sovétríkjanna. Ritið er. 1- þróttafréttir í myndum. Áskriftarverð ......................... Kr. 30,00 INTERNATIONAL AFFAIRS, mánaöarrit um alþjóðamál, náma af efni sem Ktið er ritað um annarstaðar. Áskriftarverð ...... Kr. 75.00 NEW TIMES, vikurit um stjómmál, heimsviðburði, ferðasögur a m. fl. Sent út til áskrif- enda í fikigpósti. Áskriftarverð ..... ......................Kr. 75.00 MOSCOW NEWS, vifcublað er flytur alhliða fréttir frá Sovétþjóðunum. lífi þeirra og starö, heimsviðburðum og öllu því er gagna má málstað vináttu þjóða á miilli og friðar á jörðu vorri. Sent í flugpósti til áskrifenda. Áskráftarverð .... . .. . . Kr. 90.00 Askriftum er veftt móttaka hjá: I S T O R G H. F. Pósthólf 444, Hallvedgarstíg 10, Reykjavík. og Bókabúð K R O N, Bankastræti 2, Rvík. Vjo „Mezhdunarodnaja Kniga" Sprenging í kolanámu, árekstur járnbrautarlesta Hundruð manna létu lífið í slysum í Japan um helgina TOKIO 11/11 — Hörmuleg slys urðu í Japan um helgina, sprenging í kolanámu og ánekstur þriggja 'jámbrautar- lesta, og létu hundruð manna lífið í þeim. Enn er ekki fullvíst hve margir biðu bana, þar sem ekki er vitað með vissu hve margir menn voru í námunni þegar spreng- ingin varð, en samkvæmt síðustu fréttum fórust að minnsta kosti 612. Sprengingin í kolanámunní, Mikawanámunni við Omuta á eynni Kjúsjú, einni stærstu námu Japans. varð á laugardag- inn. Hún var svo öflug að éld- strókur stóð upp úr jörðinni og meiddust margir menn sem voru við námuopið, en hús í grennd- inni skemmdist. Eitrað gas Sprengingin varð í aðalnámu- göngunum og er talið að um 170 námumenn hafi þá þegar beðið bana. Eldurinn myndaði ban- eitrað gas sem fór um námu- göngin og varð hundruðum annarra að bana. Vitað er með vissu að 448 námumenn létu líf- ið, en liklegt þykir að þeir hafi verið enn fleiri. Námustjómin veit ekki með vissu hve margir menn voru niðri í námugöngun- um þegar sprengingin varð. Fyrst var talið að þeir hefðu verið um 1400, en síðan var þeirri tölu breytt i 1221 og enn Friðsamlegra í Saharaeyðimörk ALGEIRSBORG 11/11 — Sam- komulag það sem tókst um vopnahlé á landamærum Alsírs og Marokkó í Saharaeyðimörk virðist ætla að duga, sagði Ben Bella forseti í dag þegar al- sirska þingið kom aftur saman eftir hlé það sem gert var 16. oktðber á þinghaldi vegna bar- daganna á landamærunum. í 1388. Ástasðan til þessarar ó- vissu er að sögn námustjómar- innar sú að vaktaskipti hafi far- ið fram um það leyti þegar sprengingin varð. Önógur öryggisútbúnaður Námumenn kenna stjóm námunnar sem er eign hins volduga Mitsui-hrings um slysið og segja að mjög hafi skort á allan öryggisútbúnað í nám- unni. Félag námumanna boðaði RÖM 11/11 — Segni forseti fól i dag framkvæmdastjóra Kristi- lega dcmókrataflokksins ítalska, Aldo Moro, aö mynda nýja ríkis- stjóm, en bráðabirgðastjórn Le- one sagði af sér 5. nóvember, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Moro mun reyna að mynda meirihlutastjóm flokks síns, sósíaldemókrata. Lýðveldissinna og sósfalista, en talið er víst að honum muni reynast erfitt að koma saman slíkri stjóm. Italski Sósfalistaflokkurinn hélt þing um mánaðamótin og fékk formaður flokiksins, Pietro Nenni, þar heimilld til að hefja í dag sólarhrings verkfall til að mótmæla skeytingarleysi námu- stjómarinnar. Japanska stjómn hefur skip- að nefnd sérfræðinga sem á að reyna að komast fyrir um orsök sprengingarinnar. en hún heldur fund um' málið á morgun. Jámbrautarslys Jámbrautarslysið varð við bæinn Tsurumi, 20 km fyrir suðvestan Tokio. Það vDdi tíl með þeim hætti að vöruflutn- ingalest fór út af sporinu, en farþegalest rakst á hana. Þriðja lestin, einnig með farþega. rakst síðan á brakið úr hinum tveim- ur. Þegar síðast fréttist höfðu fundizt 164 lík, en margir aðrir slösuðust svo illa að þeim er vart hugað líf. viðræður um þátttöku í sam- steypustjóm, en með ákveðnum skilyrðum. Undansláttaretefna Nennis beið ósigur á þinginu og hann stendur hölium fæti i hinni nýjrj miðstjóm. Hún er nú þann- ig skipuð að vinstriarmur Vecc- hiettis og Basso hefur 40 full- trúa. Nenni getur reitt sig á stuðning 43, en 16 fylgja að mál- um varaformanni flokksins, Lombardi, sem löngum fylgdi Nenni að málum, en er andvíg- ur samvinnu við Kristilega nema með ströngum skilyrðum. Tveir fulltrúar teljast ekki til þessara megmfylkinga. Moro falið að mynda nýjastjórn áítalíu 4 k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.