Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. nóvember 1963 Handknattleikur ÞI9ÐVILIINN SÍÐA g JAFNIR LEIKIR A REYKJA VÍKURMÓTI Á sunnudagskvöldið fóru fram þrír leikir í meistaraflokki karla, og voru þeir allir jafnir og nokkuð spennandi, en flestir leikjanna voru ekki að sama skapi góðir hvað handknattleik snertir. Vera má að við séum orðin Dómari mett af handknattleik, og það jánsson. góðum handknattleik í augna- blikinu eftir hina fimm jöfnu og góðu leiki í sambandi við heimsókn Spartak Plzen. Á- horfendur voru líka mjög fáir og h'fguðu því ekki uppá leik- ina eins og oft áður. Fyrsti leikurinn var: Ármann — Vík- ingur 16 •• 15 Þetta var einna bezti leik- urinn. með mestu tilþrifunum. Ármenningar byrjuðu betur og komust upp í 3:0 áður en Vík- ingar skoruðu, en Ármann missti þetta forskot niður og jöfnuðu Víkingar á 6:6. Ár- mann hafði frumkvæðið þótt Víkingum tækist oftast að jafna í fyrri hálfleik 7:7—8:6 og 9:9, en fyrri hálfleikur end- aði 10:9 fyrir Ármann. 1 síðari hálfleik tókst Víkingum aldrei að jafna. Komust Ármenningar í 16:12, en Víkingar tóku enda- sprett og stóðu leikar 16:15 þegar tíminn var búinn. Víkingar voru ekki eins líf- legir og þeir hafa oft verið. og virtust ekki verulega upplagð- ir. Beztir voru Pétur, Rós- mundur og Þórarinn. Ármenningar léku oft líflega og unnu réttlátan sigur, en þó fengu þeir ekki það út sem maður bjóst við. Hörður var bezti maður liðsins og er hann að verða mjög sterkur leik- maður bæði í sókn og vöm. Ámi var einnig góður og mjög marksækinn. Þeir sem skoruðu fyrir Ar- mann voru Ámi 7, Hörður 5, Lúðvík 3 og Xngi 1. Fyrir Víkinga skoruðu Þórarinn 4, Bjöm og Rósmundur 2 hvor, Pétur 2 og Sigurður Hauks og Hannes 1 hvor. Dómari var Sveinn Kristjánsson og dæmdi vel. KR — yalur 10 : 9 Það er eins og Valur átti sig ekki á því hvað er að gerast fyrr en komið út útí síðari hálfleik. þá er eins og þeir vakni og jafni nokkuð uppá það sem aflaga fór í fyrri hálf- <s> leik. KR byrjaði nokkuð vel, eða ef til vill er réttara að segja að Valur hafi byrjað illa og KR notað sér það, því eftir nokkra stund voru KR-ingar komnir uppí 3:0, og hélzt þessi munur til loka hálfleiksins, sem endaði 7:4 fyrir KR, og í byrjun síðari hálfleiks bæta KR-ingar marki við 8:4. Þá herða Valsmenn heldur sókn- ina og komast í 9:10, og aðeins eru fáeinar sek. til leiksloka. þegar Herm. grípur skemmti- lega inn í sendingu og kemur frír innfyrir vörn KR, en er óheppinn og missir knöttinn í stað þess að fá jafnað. Bæði liðin em með nokkuð af nýjum mönnum. og Valur þó meira. en þetta Valslið lofar á ýmsan hátt nokkuð góðu. KR-liðið á sinn styrk ! þeim gömlu góðu leikmönnum Karli Jóhanns, Reyni og Heins. Vafalaust tekur það nokkurn tíma að móta þessi lið. Þeir sem skoruðu fyrir KR voru Reynir 5 mörk, Karl og Ólafur Adólfsson 2 hvor og Heins 1. Fyrir Val skoruðu Bergur 5. Kristmann 2, Her- mann og Gylfi 1 hvor. var Sveinn Krist- Þróttur — ÍR 11 Lakasti leikurinn var Þróttar og IR. 1 liði : 9 á milli iR-inga og þolanlega frá leiknum en í heild var liðið mjög sundur- laust. Þróttarar byrjuðu að skora en ÍR-ingar jöfnuðu og komust í 3:1, Þróttur jafnaði svo á 3:3 og höfðu eftir það forustu í fyrri hálfleik sem endaði 5:5. 1 síðari hálfleik komust iR-ingar einu sinni yfir en náðu að jafna nokkrum sinnum síðast á 9:9 en leikn- um lauk með 11:9 fyrir Þrótt. Þeir sem skoruðu fyrir Þrótt Elil'lliTO'Jll ir Spánverjar unnu Sviss- lendinga — 6:0 í forkeppni Olympíuleikanna í knatt- spyrnu. Leikurinn var háður í Palma á Mallorca í fyrri viku. I hléi stóðu leikar 3:0. Spánverjar réðu Iögum og Iofum í leiknum. Svisslend- ingar léku eingöngu varnar- Ieik, en kom fyrir ekki. ■ykrl Hinir gömlu Evrópubikar- hafar „Benfica" í Lissabon kepptu s. 1. fimmtudag við v.-þýzku knattspyrnumeist. „Borussia“ frá Dortmund. Þetta var Ieikur í Evrópu bikarkeppninni, og var hann háður í Lissabon. Benfica sigraði — 2:1. Portógalam- ir höfðu mikla yfirburði, einkum í fyrri hálfleik, en þeir voru óheppnir með markskot og áttu mörg skot í stöng. ÖIl mörkin voru sett í seinni hálfleik. yk-| Sænsk hlöð skýra frá því, að brasilíanski knattspyrnu- kappinn Didi ætli sér að setjast að í Evrópu innan skamms. Sé líklegt að hann taki sér bólfestu í Svíþjóð sem knattspyrnuþjálfari eða jafnvel þjálfari sænska landsliðsins. Didi er nú 36 ára gamall og lief'ur til- kynnt að hann muni hætta keppni. Hann hefur tvisvar orðið heimsmeistari í knatt- spyrnu ásamt félögum sínum í landsliði Brasilíu. utan úr heimi Axel Axelsson, Þrótti, skorar í leiknum við KR. (Ljósm. Bj.Bj.). vantaði að vísu Gunnlaug, og virtist sem það vantaði reisn og tilþrif. Og þótt Þrótti tæk- ist að sigra með tveggja marka mun fór ekki mikið fyrir spili þeirra Þróttaranna. Guðmund- ur Gústafsson í markinu var sá maðurinn sem sýndi ágæt- an leik. Þórður og Axel sluppu voru: Þórður 3 Axel. Haukur og Páll 2 hver, og Gísli 1. Fyr- ir IR skoruðu Gylfi 4 Hermann 2, Gunnar, Sigurður og Erling- ur 1 hver. Dómari var Hannes Sigurðss. Þetta sama kvöld fóru fram leikir í yngri flokkunum, og Framhald á 8. síðu. Víkingur og Armann unnu í mJL kvenna Keykjavíkurmótið í hand- knattleik hélt áfram á Iaug- ardagskvöldið og fóru þá fram tveir leikir í m.fl. kvenna og þrír leikir í 1. fl. karla. Valur og Víkingur léku fyrst í kvennafl. og fóru Vík- ingsstúlkurnar með sigur af hólmi í þeirri viðureign, 12:7 Valsstúlkurnar settu tvö fyrstu mörkin en síðan ekki söguna meir um nokkurn tíma því Víkingur svaraði með 7 mörkum í röð en í leikhlé’ var staðan 7:3 fyrir Víking Síðari hálfleikur var mun jafnari en Vikingsstúlkurnar voru öllu betri og sigruðu moA fimm marka mun. Siðari leikurinn var á milli Ármanns og Fram og fóru Ármanns-stúlkurnar þar með sigur, 7 mörk gegn 5. Framan af var leikurinn jafn en er Ármanns-stúlkurnar breyttu stöðunni úr 2:2 í 7:2, var gátan ráðin. Staðan í leikhléi var 7:3 Ármanni í vil. I síð- ari hálfleik skoruðu Fram. stúlkurnar tvö mörk en Ár- manns-stúlkunum tókst ekki að skora og kom þar til á- gæt markvarzla markvarðar Fram. Úrslit leikjanna í 1. fl. urðu þessi: Ármann — ÍR 12:10, Valur Vikingur B 10:6 og Þróttur Víkingur A 9:7. Noriurlandamót í tugþraut í Reykjavík 1964? Fyrirhuguð er tugþrautarkeppni í Reykjavík 8.—9. ágúst næsta sumar milli íslendinga, Svía og Norðmanna (þrír menn frá hverjum aðila). Hugsanlegt er að bandarískir tugþrautarmenn taki þátt í mótinu. UM LEIKI SPARTAKS Á morgun eða fimmtudag mun birtast hér á síðunni yfir- litsgrein um leiki tékkneska handknattleiksliðsins Spartak Plzen, sem háðir voru meðan prentaraverkfall stóð. Mál þetta var á dagskrá fundar frjálsíþróttaleiðtoga Norðurlanda, sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Sænska „Idrotts- bladet“ skýrir frá því að Is- lendingar hafi tekið að sér að reyna að halda þessa keppni í Reykjavík. Iþróttasiðan sneri sér til Björns Vilmundarsonar, vara- forseta FRÍ, sem sat þingið í Kaupmannahöfn, og spurði hann um málið. Björn kvað þessa hugmynd um tugþrautarkeppnina mundu verða tekna fyrir á ársþingi FRI síðar í þessum mánuði. Það væri þingsins að á'kveða hvort ráðizt yrði í að halda þetta mót hér, en fyrir slíku var áhugi á Kaupmanna- hafnarfundinum. Þá sagði Björn að ákveðið hefði verið að halda áfram Norðurlandameistaramótum í frjálsum íþróttum, sem byrj- að var á s.l. sumar í Gauta- borg. Verður næsta mót hald- ið í Finnlandi 1956. Stærsta mál þingsins var þó sennilega ákvörðun um að koma á Norðurlandameistara- móti unglinga í frjálsum í- þróttum. Kemur það væntan- lega í stað hinnar árlegu ung- linga-landskeppni Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Bæt- ast nú við Islendingar og Danir. Verða tveir menn frá hverju landi keppendur í hverri grein. <s^- Staðan í Reykja- víkurmótinu Staðan í meistaraflokki karla á Reykjavíkurmótinu í handknattleik er nú þessi: Fram 3 3 0 0 48:25 6 st. KR 3 2 1 0 32:30 5 — 1R 4 2 0 2 34:31 4 — Þróttur 4 2 0 2 36:51 4 — Valur 3 1 0 2 35:27 2 — Ármann 3 1 0 2 26:39 2 — Víkingur 4 0 1 3 40:42 1 —. WILLY BREINHOLST: HiNN FULLKOMNI EIGINMAÐUR Andrés Kristjánsson þýddi Teikningar eftir Leon WILLY BREINHOLST er afburða skemmtilegur höfundur. Fyrir jól- in í fyrra kom út bók eftir hann y 4NDINN AÐ VERA PABBI, sem seldist upp fyrir jól. Breinholst biður menn að minnast þess, að hjónabandið sé samskotabaukur, og í leggi eiginkonan dyggð sína, ást og kökuuppskriftir, en karlmaðurinn aðeins frelsi sitt, sem sé að vísu miklu meira virði eitt en allt hitt. Höfundur skrifar einnig að mannvera, sem kallazt gæti HINN FULLKOMNI EIGINMAÐUR sé alls ekki til. — Verð kr. 180,00 (+ söluskattur). Enginn getur Iesið svo þessa bók, að hann geti ekki brosað að hinum frábæru lýsingum og afar skemmtilegu myndum. RÓKAOTGÁFAN fróði i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.