Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. nóvember 1963 ÞlðÐVUJlNN SÍÐA 7 Leppum Bandaríkjanna í S-Vietnam steypt af stóli, en nýir hafa tekið við Brœðurnir Diem og Nhu myrtir eftir tœplega sólarhrings bardaga í Saigon, herforingjar hafa tekið völdin að undirlagi bandarísku ieyniþjónustunnar Átta árum og sex dög'um eftir að Bandaríkjamenn lyftu Ngo Dinh Diem og ættmönnum hans í valdastóla í Suður-Vietnam, á Allraheilagra- messu 2. nóvember, lauk valdaskeiði ættarinnar og Diem og bróðir hans Nhu voru liðin lík, sá fyrri með kúlu í hausnum en hinn kraminn og stunginn til bana. Átján klukkustundum áður höfðu sveitir úr sjöundu deild suður-vietnamska hersins haldið inn í úthverfi höfuðborgarinnar Saigon að sunnanverðu og stefnt rakleiðis að hjarta hennar, að forseta- höllinni. Þegar inn í borgina var komið slógust í för með þeim þrjár sveitir úr landgönguliði flotans, þrautþjálfaðar af bandarískum foringj- um, og í bardaganum sem þá hófst mæddi mest á þeim. Fögnuður í Saigon að upprcisninni lokinnl. Uppreisnin hófst upp úr há- deginu 1. nóvember, sem er helgidagur beggja trúarbragða landsins, kaþólskra og búdda- manna. Það voru fáir á ferli á götum Saigon, flestir höfðu fengið sér hádegisblundinn. Þeir Diem og Nhu bróðir hans höfðu einnig hallað sér í for- setahöllinni og uggðu ekki að sér. Margir úr lífverði forset- ans sváfu einnig vært. Upp- reisnarmenn undir forystu herforingjanna Doung Van Minh og Tran Van Don höfðu valið heppilegan tima og reyndar var öll uppreisnin skipulögð út í æsar og fljótt varð augljóst að þeir myndu hafa betur Orðrómur Þó verður ekki sagt að upp- reisnin hafi komið mönnum á óvart. Þrálátur orðrómur hafði gengið lengi um að herfor- ingjar hyggðu á uppreisn gegn Ngo-ættinni og ekki leikið vafi á að þær fyrirætlanir voru runnar undan rifjum Banda- ríkjamanna, og þá fyrst og fremst bandarísku leyniþjón- ustunnar. CIA. Þeir fréttamenn sem bezt hafa fylgzt með í Suður-Viet- nam vissu hvað var á seyði Þannig fékk fréttaritari „New York Times", David Halber- stam, kvöldið áður skilaboð á dulmáli um að uppreisn væri í aðsigi. Að næturlagi Sjöunda herdeildin átti að réttu lagi að vera staðsett um 150 km fyvir sunnan borgina, á óshólmum Mekongfljóts þar sem skæruliðar Vietkongs eru hvað öflugastir. En sveitir úr henni höfðu verið fluttar í skjóli næturmyrkursins að suðurmörkum borgarinnar og þar bjuggu þær sig undir á- hlaupið á boxgina. Það tókst að halda þessum liðsflutning- um svo vel leyndum að Diem og Nhu bárust engar njósnir af þeim. Rétt upp úr eitt eftir há- degi héldu þær inn í borgina að sunnan og lokuðu um leið aðalbrautinni til flugvallarins. Skriðdrekar og brynvagnar óku hratt eftir götum borgar- innar og mættu engri fyrir- stöðu. Sjónarvottur Fréttamaður bandaríska vikublaðsins „Newsweek“ lýs- ir þannig áhlaupinu á borgina og bardögunum: „Stundarfjórðungi yfir eitt tóku landgönguliðamir aðallög- reglustöðina og lokuðu um leið öllum leiðum til Cholon, borg. arinnar fyrir sunnan Saigon sem er henni samvaxin, en her- menn sjöundu herdeildarinnar tóku aðalstöð flotans við Saig- onfljót. Þremur stundarfjórð- ungum síðar höfðu lífverðir Diems komið fyrir gaddavírs- girðingum umhverfis forseta- höllina; skriðdrekar og her- menn streymdu þangað til að stöðva sókn uppreisnarmanna. Um hálffjögurleytið spúðu skriðdrekar Diems eldi um breiðstræti borgarinnar. Fólk forðaði sér sem fætur toguðu. Brátt nötraði borgin af skot- hvellunum. Tvær orustu- sprengiflugvélar búnar skot- flaugum steyptu sér yfir for- setahöllina og skotið var á þær af húsþökum og frá herskip- um á fljótinu. Drunur úr sprengjuvörpum heyrðust um alla borgina. Um hálffimmleytið höfðu uppreisnarmenn komið fyrir fallbyssum sínum. Greinilegt var nú ai5 þeir höfðu betur. Þeir náðu útvarpsstöðinni á sitt vald og hófu þegar send- ingar. „Dagurinn sem fólkið hefur beðið eftir með óþreyju er runninn upp“ hafði þulur- inn hástemmdri rðödu eftir Duong Van Minh, forsprakka herforingjanna sem höfðu lagt á ráðin um uppreisnina. „í átta ár hefur vietnamska þjóð- in verið undir oki hinnar rotnu og gerspilltu stjórnar Diems, en nú hefur herinn gerzt bjargvættur hennar“. Á milli þess að lesnar voru til- kynningar uppreisnarmanna voru leikin tvist- og óha-cha- lög — þau höfðu ekki mátt heyrast meðan mágkona Di- ems, frú Nhu fékk að ráða. Klukkan fimm hringdi Minh hershöfðingi, sem sviptur hafði verið herstjóm í desember og fengið valdalausa stöðu sem „hemaðarráðgjafi“ forsetans, í Diem og gaf honum fimm mínútna frest að gefast upp. Hann hét þeim bræðrum grið- um. Diem skellti á hann sím- anum. Harður bardagi geisaíi alla nóttina. Umsátrið um forseta- höllina hófst klukkan J^jögur um morguninn. Sextán álcrið- drekar uppreisnarmanna *5ttu að höllinni úr öllum áttum og skutu án afláts á hana. Þggar hinn hvíti uppgjafarfáni far dreginn að hún yfir höllirtii, ætlaði allt vitlaust að verða. Þúsundir manna streymctu að höllinni, hrópandi „frelsi*‘ og „lengi lifi herforingjamir". Aðrir príluðu upp á skriðdrek- ana og föðmuðu að sér her- mennina. Allir vom á fleygi- ferð á götunum, verzlanir voru brotnar upp og rænt og rupl- að. Bókaverzlun i eigu bróður Diems, Ngo Dinh Thurs bisk- ups, var gjöreyðilögð. Allt var brotið og bramlað í skrifstofum st j órnarblaðanna. Búddatrúarmenn flykktust til hofa sinna til að fagna leið- togum sínum sem höfðu verið leystir úr fangelsunum“. Flúðu í munkakuflum Þegar uppreisnarmenn héldu inn í forsetahöllina, voru þeir Diem og Nhu á bak og burt. Sagt var að þeir hefðu komizt undan eftir neðanjarðargöng- um, dulbúnir í munkakuflum. Ýmsar sögur ganga um afdrif þeirra. Uppreisnarmenn skýrðu frá því að þeir hefðu framið sjálfsmorð, en bornar eru brigður á þá sögu. Þeir vom báðir rammkaþólskir og því ekki taldir líklegir til að svipta ?is lífi Bandarískir fréltqmorin ern sannfærðir um að þeir hafi verið myrtir. Her- menn fundu þá í kirkju í Cholon. Þeir voru teknir hönd- um og fluttir í brynvagni til aðalstöðva uppreisnarmanna. Þeir vom liðin lík þegar þang- að kom og þykir víst að her- mennirnir hafi stytt þeim ald- ur, Diem með kúlu í hausinn, en Nhu stunginn til bana. Leyniþjónustan CIA Klukkan var þrjú að nóttu til í Washington, þegar Kenne- dy forseti var vakinn og sögð tíðindin frá Saigon, en þegar hálfum öðrum tíma áður hafði John McCone, yfirmaður bandarisku leyniþjónustunnar, Framhald á 8. síðu. Stórslys í Bandaríkjunum 66 manns fórust at völdum sprengingar á skautasýningu 6000 manns vom saman- komin í Indianapolis Colosse- nm, til þess að sjá fræga ameríska skautasýningu „Holi- day on Ice“, þegar ægileg sprenging varð aftan við á- horfendapaliana, sem varð 66 manns að bana og særði 400. Sprengingin varð vegna leka í gasleiðslu. Komið var að síðasta atriði sýningarinnar, þegar slysið skeði. Áður en því lauk kvað við ógurleg sprenging aftan og neðan við áhorfendapallana og 3 feta eldveggur steyptist yf- ir áhorfendabekkina. Fólk og bekkir þeyttust í allar áttir og ólýsanleg skelfing greip um sig. Kona heyrðist hrópa til vinkonu sinnar: Þetta hlýtur að eiga að vera svona! Sýningin er bara svona! Þetta sama kvöld varð sams konar slys annars staðar i Bandaríkjunum, að visu ekki eins aivarlegt. Ráðhústorg bæj- arins Marietta var troðfullt af dansandi fólki. Þetta kvöld var haldið gi'ímuball á torginu. Allt í einu kvað við sprenging í einni búðinni við torgið og helmingur húsgaflsins féll með braki og brestum út á torgið. 6 manns biðu bana af völdum Þannig var umhorfs eftir sprengingarinnar. sprengingnna í Indianapolis. Uppreisnarforinginn Duong Van Minh með ,,forsætisráðherranum” Nguyen Ngoc Tho. i 4 i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.