Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 12
ÓTVÍRÆÐUR SIGUR FYRIR VERKLÝÐSHREYFINGUNA Þjóðviljmn bað Lúðvjk Jósepsson, formann þing- flokks Alþýðubandalagsins, að fara nokkrum orðum um baráttuna á Alþingi gegn þvingunarlagafrumvarpi rík- isstjómarinnar og um horf- urnar nú þegar frumvarpið hefur verið lagt til hliðar. Lúðvík svaraði á þessa leið: ■ Baráttan á Alþingi — Málið var níu sólar- hringa í höndum Alþingis. Umræður urðu mjög miklar, svo að segja má að mestöll önnur störf hafi fallið niður í þinginu meðan það mál var á dagskrá. Pundir voru allan daginn, á kvöldin og oft mest- alla nóttina. Rikisstjómin fékk að þreifa á því að það reyndist ekki eins auðvelt og hún hafði sýnilega hugsað sér að fá málið afgreitt á þinginu á stuttum tíma. Enginn efi leikur á að viðtökumar sem framvarpið fékk á Alþingi áttu sinn þátt í því að ekki tókst að koma þeim fjötri á verkalýðshreyfinguna, sem efni frumvarpsins fjallaði um. Verkalýðshreyfingin fékk tíma til að kynnast efni frum- varpsins og átta sig á til- ganginum sem að baki lá hjá ríkisstjóminni. Fundir í tuga- tali voru haldnir í verka- lýðsfélögunum og mótmælun- um beinlínis rigndi yfir Al- þingi meðan á umræðunum Allsherjar tékkauppgjör framkvæmt í gær barst Þjóðviljanum eft- iriarandi fréttatilkynning frá Seðlabanka Islands: Fyrir forgöngu Seðlabankans átti sér stað laugardaginn 9. nóvember allsherjar tékkaupp- gjör milli banka og sparisjóða í Reykjavík og nágrenni. Tilgang- ur þessa uppgjörs var að leiða í Ijós, hvort í umferð væra inn- stæðulausir tékkar, en mikil brögð hafa verið af því um langt skeið, þrátt fyrir ítrekaðar að- gerðir af hálfu bankanna. Tékkauppgjör þetta leiddi i ljós, að í umferð var þó nokkur fjöldi innstæðulausra tékka, og nam upphæð þeirra verulegum fjárhæðum. Ákveðið hefur verið, að útgefendur þessara tékka verði beittir þeim viðurlögum, sem tékkareglur bankanna gera ráð fyrir. Ennfremur er ráðgert, að slík allsherjaruppgjör verði látin fram fara við og við héðan í frá. Verða þau gerð fyrirvara- laust, svo að þau tryggi sem bezt aðhald um að settum regl- um um meðferð tékka verði fylgt af hálfu fyrirtækja og al- mennings. Hjálparbeiðni frá RKÍ Rauða krossi Islands hafa bor- izt tilmæli frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf um aðstoð við Kúbu, Trinedad og Tobago vegna eyðilegginga af völdum fellibyls- ins „Flóru'. Mikil eymd ríkir á vissum stöðum nefndra eyja, og eru menn beðnir að leggja eitthvað af mörkum til þessa bágstadda fólks. Rauði Kross Islands Thorvald- sensstræti 6 og dagblöð borgar- innar taka við framlögum í þessu skvni næstu tvær vikur. Stjórn Rauða Kposs Islands. Verklýðsfélögin samþykkja frest Lúðvík Jósepsson stóð. f þinginu var algjör samstaða í umræðunum milli Alþýðubandalagsmanna og Framsóknarmanna um bar- áttuna gegn frumvarpinu. Um leið og það var lagt fram, ákvað þingflokkur Alþýðu- bandalagsins að flytja van- traust á ríkisstjómina, og var umræðunum um vantraustið útvarpað tvö kvöld i röð. Má segja að þær umræður hafi mestmegnis snúizt um launa- málafrumvarp ríkisstjómar- innar og á þann hátt gafst öllum landsmönnum kostur á að kynnast til fulls hvað var að gerast í þessum málum. Og allir stjórnarandstæðing- arnir greiddu vantraustinu atkvæði. ■ Sigur fyrir verka- lýðshreyfingnna — Hvemig metur þú svo málalokin? —• Málalokin era ótvínæð- ur sigur fyrir verkalýðshreyf- inguna og alla þá menn, sem börðust gegn samþykkt á framvarpi ríkisstjórnarinnar. Það kom mjög skýrt fram í umnæðunum á Alþingi að verkalýðshreyfingin hafði boðið ríkisstjóminni frest í tíu til fimmtán daga til samn- inga um deilumálin áður en ríkisstjómin hafði lagt fnum- varp sitt fram fyrir Alþingi. Ríkisstjómin sjálf óskaði aldrei eftir neinum fresti til samninga um málið og hafn- aði tilboði verkalýðshreyf- ingarinnar. ■ Frestur var boðinn Þeir sem á Alþingi mæltu gegn framvarpinu undirstrik- uðu í málflutningi sínum frá upphafi að þeir teldu að eina rétta stefnan í þessu máli væri sú að ríkisstjórnin drægi frumvarp sitt til baka þægi boðið frá verkalýðs- hreyfingunni um frest og tæki þegar upp samninga um óhjákvæmilegar launabætur láglaunafólki til handa. Þessu fékkst ríkisstjórnin ekki til að sinna í öllum þeim miklu umræðum sem fram fóra um málið, fyrr en komið var að lokaafgreiðslu frumvarpsins I síðari þing- deildinni, en þá urðu úrslit einmitt eins og kunnugt er að frestur var tekinn, lofað samningaviðræðum og frum- varp ríkisstjómarinnar lagt til hliðar. ■ Steindautt frumvarp — Hvað telur þú um horf- umar. Gæti framvarpið lifn- að við aftur 10. desember — Frumvarp ríkisst'jórnar- innar um þvingunarlögin er endanlega steindautt, ég tel útilokað með öllu að ríkis- stjórhin leggi aftur í aðra eins göngu út í ófærana og hún gerði í þetta skipti. En erfitt er að fullyrða riokkuð um hvojt samningar muni hafa tekizt 10. desem- ber um launabætur fyrir lág- launafólk. Ég hygg þó að rík- isstjórnin hafi lært það af þeim átökum sem fram hafa farið um þetta mál, að leng- ur þýði ekki að lemja höfð- inu við steininn og neita því að kaup þeirra starfsstétta sem nú höfðu boðað verkfali og sannanlega hafa dregizt aftur úr öðrum í launamál- um, verður að hækka til sam- ræmis við launabreytingar annarra og til samræmis við hækkandi verðlag í landinu. Verði ríkisstjómin ekki bú- in að átta sig á þessu til fulls 10. desember er hætt við að mikill vandi geti ris- ið í málum þessum á nýjan leik. Akureyri Á sunnudag var haldinn sam- eiginlegur fundur Einingar, Iðju og Bílstjórafélagsins í Alþýðu- hiísinu á Akureyri. Mælt var einróma með því við trúnaðar- mannaráð félaganna, að boðaðri vinnustöðvun yrði frestað til 10. desember. Þessi frestur var sam- þykktur í trúnaðarmannaráðum félaganna. Mikil baráttugleði ríkti á þess- um fundi og var sigri verkalýðs- hreyfingarinnar fagnað að verð- leikum. Siglufjörður A sunnudag vora haldnir fundir í Verkamannafélaginu Þrótti og Verkakvennafélaginu Brynju á Siglufirði og var sam- þykkt í báðum félögunum að fresta boðaðri vinnustöðvun til 10. desember. Þetta er gert í trausti þess, að fyrir þann tíma hafi náðst samningar milli verkalýðssam- takanna og atvinnurekenda. Hafnarfjörður Samkvæmt stuttu viðtali við Hermann Guðmundsson, for- mann Verkamannafélagsins Hlíf- ar i Hafnarfirði, var haldinn fjölmennur fundur í félaginu í Góð templarah úsinu í Hafnar- firði Á fundinum var samþykkt að fresta áður boðuðu verkfalli til 10. desember og fögnuðu menn mjög sigri verkalýðshreyfingar- innar. A sunnudaginn var haldinn fundur i Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Hafnarfirði, í sam- komusal Rafha og var samþykkt að fresta áður boðuðu verkfalli til 10. desember. Húsavík Samkvæmt stuttu viðtali í gær við Svein Júlíusson, formann Verkamannafélags Húsavíkur, þá átti að halda fund félagsins í Samkomuhúsinu í gærkvöld. A sunnudag samþykkti hins- vegar stjóm og trúnaðarmanna- ráð að fresta boðuðu verkfalli til 10. desember. þennan fund fyrr vegna annrik- is. Utskipun á síldarmjöli hefur tafið fundarhöld. Stjóm og trún- aðarmannaráð samþykkti hins- vegar á sunnudag frestun á boð- Framhald á 2. síðu. UNGUNGA VANTAR fíj i Þjóðviljann vant- ar fólk til að bera blaðið út í eftirtalin hverfi: Skjól Hjarðarhaga Fálkagötu Tjarnargötu Laufásveg Safamýri Múlahverfi Laugarás og Drápuhlíð. Vinsamlegast hring- ið í síma 17500. Kvenfélag sósíalista Myndin er af fundi Félags jámiðnaðarmanna á sunnudaginn er félagið samþykkti einróma að frcsta verkfalli sínu í trausti þess að fresturinn yrði notaður til þess að semja um kaup og kjör. (Lm. A.K.) Gleðitíðindi í borgarstjórn: Bærinn er nú loksins laus við sameignarfélagið Faxa Á fundi borgarstjómiar sl. fimmtudag gerðust þau tíð- indi, að gengið var frá sölu á eignum sameignarfélagsins Faxa. Kaupandi er Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan Klett- ur, og er tilboðið á þá leið, að kaupverð er ákveðið 44,5 milljónir króna og yfirtekur kaupandi skuldir fyrirtækis- ins. Tap bæjars'jóðs er vonum minna, eða um þrjár millj- ónir. Kveldúlfur, sem er annar aðili sameignarfélagsins, þarf að borga um tvær milljónir. Sameignarfélagið Faxi hefur nú um fimmtán ára skeið verið vandræðabarn borgarstjórnar. Félagið var stofnað 1948, átti Reykjavíkurbær 60% fyrirtækis- ins en Kveldúlfur 40%. Stofnfé var ákveðið 3% milljón króna, og ákveðin bygging 5000 mála síldarverksmiðju. Fljótlega kom í Ijós, að ýmsir vankantar voru á fyrirtækinu. Stofnkostnaður reyndist þrisvar sinnum meiri, en ráð hafði ver- ið fyrir gert. Hitt var þó meir um vert, að þegar síldarverk- smiðjan reis af grunni reyndist hún óstarfhæf með öllu, og var ekki talin skila fullunninni vöru. Þar er skemmst frá að segja, að frá því síldarverk- smiðjan reis hefur hún ekki gert annað en hlaða utan á sig skuld- um. Er nú loks höggvið á þann hnút, og bærinn laus við þetta vandræðabam sitt og Thorsar- anna. Á borgar&tjómarfundinum töl- uðu Guðmundur Vigfússon Qg Kristján Benediktsson, og lýstu sig báðir fylgjandi þessum kaupum. Guðmundur benti þó á, að kaupandi væri ekki ein- göngu að festa kaup á eignum Faxa heldur öðlaðist hann einn- ig dýrmæta aðstöðu við hafnar- svæðið, og hefði verið æskilegt, að Bæjarútgerðin hefði fengið hana. Kaupin voru síðan af- greidd í borgarstjórn með sam- hljóða atkvæðum. Vestmannaeyjar Samkvæmt viðtali við Her- mann Jónsson í Vestmannaeyj- um, var haldinn fundur I stjóm og tninaðarmannaráðum f Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og Verkakvennafélaginu Snót á sunnudag og var samþykkt að fresta verkfaUi til 10. desem- ber, Það er sama hvem maður hittir hér í Eyjum. Enginn mælti þessu þvingunarframvarpi bót. Eskifjörður Samkvæmt stuttu viðtali við Viggó Loftsson, stjómarmeðlim V erkamannafélagsins Arvaks á Eskifirðip samþykfcti stjóm og trúnaðarmannaráð að fresta boðuðu verkfalli til 10. desember og var það gert þegar á laugar- dagskvöld. Sömu sögu er að segja frá Verkakvennafélaginu Framtíðinni á Eskifirði. Árvakur hafði boðað verkfall frá 9. nóvember og Verka- kvennafélagið frá 13. nóvember. Fáskrúðsfjörður Samkvæmt stuttu viðtali við Óskar Þórarinsson formann Verkalýðs- og sjómannafélags Fásfcrúðsfjarðar, átti að halda fund í félaginu í gærkvöld og hefur ekki verið hægt að halda Björn Jónsson Félagsfundur í kvöld, þriðjudaginn 12. nóvem- ber, kl. 20.30. Fundarefni: 1. Félagsmál, kosnir full- trúar á fund Bandalags kvenna í Reykjavík. 2. Fræðsluerindi: Breyting- ar á skipulagi verklýðs- hreyfingarinnar. Björn Jónsson alþingismaður flytur. 3. Kaffidrykkja. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjómin. A •1 %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.