Þjóðviljinn - 15.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.11.1963, Blaðsíða 1
DEILA YERKAMANNA OG ATVINNU- REKENDA TIL SÁTTASE MJARA ■ Síðdegis í gær átti framkvæmdanefnd landsnefndar verka- mannafélaganna fund með fulltrúum frá Vinnuveitendasamband- inu, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna og Félagi íslenzkra iðnrekenda til að ræða samningamálin ■ Urðu aðilar sammála um að vísa deilunni til sáttasemjara. NEÐANSJAVARGOS 3 SJOMILUR SUDVESTUR AF GEIRFUGLASKERI Gosmökkurinn séður úr flugvél. Myndin er tekin skömmu fyrir há degi í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A. X.). BRÚARJÖKULL HLEYPUR Brúar jökull, sem gengur norður Úr austanverð-1 er fyrir löngu horfinn af þvi I sig, og hafa þar it .___, „ svædi sem hann lagðd þá undir I dýraslóðir að un um Vatnajokh, er kominn a hreyfmgu og hefur' verið hrein- undanfömu. hlaupið fram á 10—20 kílómetra breiðri spildu á að gizka 2 til 3 kílómetra. Strókurinn sást 26 mílur í radar í gærmorgun hófst mikið neðansjávargos um 3 sjómílur VSV af Geirfuglaskeri við Vest- mannaeyjar og stóð gos- ið í allan gærdag linnu- laust og steig upp af því afarmikill gufumökkur marga kílómefra í loft upp. Sást gossúlan víða að í gær enda skyggni gott. Sagnir eru af nokkrum neðansjávar- gosum er orðið hafa hér við land fyrr á öldum, flest út af Reykjanesi, en 1896 varð þó vart við eldsumbrot neðansjávar v’ð Vestmannaeyjar. Klukkan 7.15 í gærmorgun varð kckkurirm á isleifi II. frá Vestmannaeyjum þess var að neðansjávargos var hafið um 3 sjómílur vestsuðvestur af Geir- fuglaskeri við Vestmarmaeyjar en skipið var þá statt að veið- um við Álfsey. Litíu síðar urðu skipverjar á Jóni Stefánssyni einnig varir við gosið og upp úr kl. 8 sást það úr landi i Eyjum Samkvæmt útreikningi Leifs Magnússonar flugmanns er gos- staðurinn á 63. gráðu og 18. mínútu norðurbreiddar og 20. gr. 36. mínútu vesturlengdar. Þar sem um neðansjávargos er að ræða sást ekki eldur í gos- meikkinum heldur steig mikiil gufumökkur upp úr sjónum og af sömu ástæðum fylgdi ösku- fall ekki gosinu. Hæð gosmökks- ins var mæld úr flugvél fyrir hádegi í gær og reyndist hún 12 þúsund fet eða rösklega 4 km. Síðar í gær var hæðin mœld héðan úr Reykjavík séð úr rad- ar og eixmig úr flugvól og reynd- ist mesta hæð gossins vera um 6 km. Er hæðin breytileg og fer það eftir hitastigi i háloft- unum hve hátt hann stígur. Gufúmökkurinn myndar þrumu- ský og sáust eldingar í mekk- inum í gær og einn'ig fékk Þjóð- viljinn þær upplýsingar hjá Veðurstofunni í gær að bátur er sigldi framhjá gosstaðnum i gær hefði séð hagi falla úr mekkinum og reyndist það hafa inni að halda vikurkjama. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur er fór tvær flugferðir aust- ur að gosstaðnum í gær skýrði Þjóðviiljanum svo frá að gos þetta virtist haga sér nákvæm- lega eins og neðansjávargos er urðu við Japan og Azoreyjar fyrir fáum árum eftir mjmdum af þeim gosum að dæma. Gosið er á 120 metra dýpi að því er hafnsögumaðurinn í Vestmannaeyjum Jón Sigurðsson mældi í gær og reyndist þvermál gossúlunnar 200—250 metrar. Við gosið hleðst upp hraun umhverfis gosskálina á hafsbotn- inum og kann svo að fara ef gosið stendur lengi að við það myndist eyja. Hefur slíkt áður átt sér stað v*ið neðansjávar- gos hér viö land. Slíkar eyjar reynast þó sjaldan langlífar þar eð hraunið er svo lint að sjór- inn brýtur það niður fljótt aft- ur. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur sagði í gær að óger- legt væri að segja um það hve gosið kynni að standa lengi eða það gæti orðið nokkra daga eða jafnvel nokkrar vikur. Fari svo að gosið myndi eyju er rísi úr sjó getur orðið um öskufall frá gosinu að ræða er glóandi hraun fer að koma upp á yfirborðið Fleiri fréttir og frásagnir af gosinu eru' á 12. síðu. Jón Eyþórsson skýrði Þjóðvilj- anum frá þessu í gærkvöld, en fréttir um þetta bárust í bæ- inn í gær frá fjárleitarmönn- ur er ' komizt höfðu í nánd við jökulinn. Menn hafa veitt því athygli að Jökulsá á Brú hefur verið óvenjulega gruggug í haust, þannig að allangt gæti verið síðan jökulhlaupið hófst. Ekki kvað Jón neitt benda til eldgoss á þessum slóðum og eng- in rök bentu til að tengja þenn- an atburð við gosið við Vest- mannaeýjar. Trúlega stafaði hlaupið af snjófargi sem safnazt hefði á löhgu ' árabili ofan við jökulbunguna og þrýsti jöklinum að lokum fram, en landið fram- an við jökulinn má heita alveg flatt. Jón sagði að flogið yrði yfir jökulinn til rannsóknar þegar er veður leyfði. Brúarjökull h'ljóp seinast fram 1890. 27. 'júlí það ár varð vart við. vöxt í Jökulsá á Brú með iakaferð. Var þá hugað að jökl- inum og hafði hann þá gengið frara eina 11 -kílómetra. En hann Laust fyrir klukkan ellefu í gærkveldi átti Þjóðviljinn símtal við Þorleif Einarsson jarðfræð- ing um borð i varðskipinu Al- bert. Það er ekki margt að frétta, sagð Þorleifur, við liggjum hér undir Vestmannaeyjum og ætl- um að bíða hér birtingar. Við sigldum umhverfis gossvæðið á níunda tímanum og þá var strókurinn um fimm kílómetra hár. Við sáum eldglæringar og hraunflyksur á stangli. Ekki urðum við varir við vikur en þó nokkuð var um sprengingar, mest gufusprengingar en mjög Framhald á 2. síffu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.