Þjóðviljinn - 15.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.11.1963, Blaðsíða 4
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.», Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 lfnur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Verítrygging kaups k ndstæðingablöð verkalýðshreyfingarinnar klifa nú á því dögum oftar að skipulagsleysi á sam- 'tökum launþega og atvinnurekenda torveldi lausn kaupgjaldsmálanna, og talað er um það sem allra meina bót í þeim efnum ef takast mætti að gera heildarsamninga, helzt við alla verkalýðshreyf- inguna í einu og fil langs tíma. Nú fer því fjarri að í þeim hugmyndum einum saman felist and- staða gegn alþýðusamtökunum og þeirra stefnu. í verkalýðshreyfingunni á íslandi hefur um allmörg undanfarandi ár mikið verið hugsað og rætt og jafnvel samþykkt um nauðsyn á skipulagsbreyting- um samtakanna, öll þau mál eru í deiglunni og virð- ast vera að þokast í rétfa átt þó hægt fari. Alþýðu- sambandsþing hafa með viljayfirlýsingum tjáð sig fylgjandi róttækum breytingum á skipulagi sam- bandsins þó ekki hafi enn orðið samkomulag um framkvæmd þeirra. Verulegur skriður er þó að komast á málin, og yrði efalaust mikill ávinning- ur, einnig í samningsmálum, að stofnun þeirra landssambanda einstakra starfsgreinar sem nú eru í undirbúningi, en meðal þeirra eru verkamanna- samband og landssamband málmiðnaðarmanna og skipasmiða. En hin gagngera skipulagsbreyting á Alþýðusambandinu sem fyrirhuguð er hlýtur að taka langan tíma og er mikið vandaverk, en er óhjákvæmileg nauðsyn. fTugmyndin um kjarasamninga verkamanna og annarra launþega til langs tíma er óhugsandi í framkvæmd nema sæmilega sé tryggf að kaup- máttur launanna rýrni ekki meðan samningar standa, að komið sé á verðtryggfngu kaupsins sem verkamenn og aðrir launþegar geti við unað. Þeir sem nú skrifa mest um nauðsyn kjarasamninga til langs tíma eru reyndar sömu andstæðingar verkalýðshreyfingarinnar sem árum saman héldu því fram í ræðu og riti að undirrót flestra meina efnahagslífsins væri hin ófullkomna verðtrygging kaups sem verkalýðsfélögin höfðu tryggt sér, að kaup hækkaði samkvæmt vísitölu þegar tilteknar verðhækkanir hefðu orðið. Það var eift fyrsta verk núverandi ríkisstjómar að beita lagaofbeldi til að afnema þessa verðtryggingu kaupsins, undir því yfirskini að með því fengis’t meiri staðfesta í kaupgjald og verðlag. Reynslan hefur orðið á annan veg. Ríkisstjórnin og stjómarstefnan hafa magnað slíka óðaverðbólgu að þess eru engin dæmi, og ekki hikað við að beita gengislækkun sem hefndarráðstöfun til að gera ávinning verk- fallsbaráttu og nýgerðra kjarasamninga að engu. Verkamenn hafa neyðzt til að semja til nokkurra mánaða, og eru t.d. kaupsamningarnir sem nú eru framundan þriðja kaupbreytingin á þessu ári. Ein- mift afnám vísitöluákvæða samninganna hefur leitt af sér miklu meiri ófrið á vinnumarkaðnum en verið hefur um langt skeið, enda kaupmáttur launanna aldrei verið verr leikinn. Því hefur ein aðalkrafa verkalýðshreyfingarinnar nú í haust verið krafan um verðtryggingu kaupsins. Án þess að orðið sé við þeirri kröfu, er tómt mál að tala um kjarasamninga til langs tíma. — s. --------- ÞlðÐVILIINN Skúli Guðjónsson á - -__________ —___________________Föstudagur 15. nóvember 1963 Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: VETRARDAGSKRAIN LOFAR ÝMSU GÓÐU Svo virðist sem útvarpið sé á veiðum eftir hátíðlegum orð- um, er megi verða til að auka á virðuleik stofnunarinnar. Þegar það heldur sig hafa fundið sl£k orð, eru þau notuð í tíma og ótíma og næstum í öllum hugsanlegum sambönd- um. Þótt oft sé um að ræða góð og falleg íslenzk orð, verð- ur hlustandinn leiður á þeim, næstum því að hann fyllist andúð, eins og raunar á sér allt af stað. þegar um hvim- leiðar og þrákelknislegar end- urtekningar mælts máls er að ræða. Eitt þeirra orða, sem um þessar mundir gengur eins og grár köttur gegnum fréttir, fréttaauka og álitlegan hluta af öðru mæltu máli útvarps- ins er orðið ungmenni. 1 sjálfu sér ágætt orð, og á annað betra skilið en vera misþyrmt með slíkri ofnotkun. er átt hef- ur sér stað undanfama mán- uði. Ungmennahjal Sennilegt má telja, að ung- mennahjal útvarpsins sé af andlegum toga spunnið og einn ávöxtur þeirrar sýndarkristni, er siglt hefur í kjölfar við- reisnarinnar og þeirrar við- leitni, að beina hugum fólksins til hinna himnesku tjaldbúða, þegar kjör þess eru þrengd hér, neðra. Ungmenni lesa ritningar- greinar við hátíðleg tækifæri. Ungmenni koma frá útlöndum, ungmenni fara til útlanda að læra guðsorð og góða siði. Ungmenni koma á fundi og segja frá ferðum sínum til út- landsins. Ungmenni gera þetta og ungmenni gera hitt, sem of langt yrði upp að telja. Og allt er það gott og gúði þókn- anlegt. sem ungmenni aðhafast. Maður fær það einhvem veg- inn á tilfinninguna, að ung- menni séu hvítklæddar vémr, kynlausar, syngjandi hósíanna frammi fyrir lambsins stól. Hrein og óhrein Enn er sagan þó ekki nema hálfsögð. Orðið unglingur, sem til þessa hefur haft á sér óbland- inn yndisþokka í málvitund manna, er orðið að hálfgild- ings skammaryrðl á máli út- varpsins. Það er búið að skilja sauðina frá höfrunum, svo ekki verður um villzt. Sá hluti æsk- unnar, sem er góður og guði þóknanlegur. heitir ungmenni, afgangurinn nefnist unglingar. Unglingar brjótast inn og stela, unglingar sitja á knæpum, unglingar fara austur í Þjórs- árdal og vinna spellvirki. 1 stuttu máli: Unglingar eru ó- hreinu bömin í okkar þjóðlífi, ungmennin þau hin hreinu og flekklausu. Þetta kom meðal annars glöggt fram í skýrslu Þjórsár- dalsnefndarinnar. Þegar rætt var um ungt fólk almennt hét það oftast ungmenni. en er tal- ið barst að Þjórsárdalsfólkinu sérstaklega og öðru ungu fólki. er hafði misstígið sig, hét það unglingar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um það hvernig út- varpið tekur gömul og góð orð allmennrar merkingar, og brengir hana. eða færir alger- lega inn á ný svið. Verður ef til vill vikið nánar að þessu síðar. Hið gagnstæða Svo er hér dæmi um hið gagnstæða: Fyrir nokkrum árum kom maður inn á auglýsingaskrif- stofu útvarpsins, þeirra erinda að auglýsa óskilahund, svart- strútóttan. En þeir vísu menn, er þar áttu húsum að ráða, máttu ekki heyra lýsingarorðið svart- strútóttur, sögðu að það væri danska og mætti af þeim sök- um alls ekki heyrast í útvarp- inu. Auglýsandinn varð að gera sér að góðu að láta þá á auglýsingastofunni semja lýsingu af hundinum, upp á 36 krónur, í stað þess að gefa út- lit hans til kynna með einu orði, svartstrútóttur. Annars kemur margt skemmtilegt fyrir í útvarps- auglýsingum. Fyrir nokkru voru t.d. auglýstir kuldaskór fyrir karlmenn með rennilás. Lofar ýmsu góðu Vetrardagskrá útvarpsins lofar ýmsu góðu. Skal þá fyrst talið það sem ótalið var af útvarpsstjóra. Vegna yfirvofandi prests- kosninga í Reykjavík fá hlust- endur utan Reykjavíkur Benjamín Eiríksson nokkra hvíld frá guðsþjónust- um þeirra höfuðstaðarklerka. I þeirra stað kemur stutt helgi- stund í útvarpssal. Á fyrsta sunnudegi í vetri prédikaði þar minn forni granni og góðvinur, séra Jón Guðnason. Var ræða hans hin prýðilegasta, mann- leg og hlý og laus við allt orðaflúr og óþarfa mælgi. Kvöldvökur vetrarins hafa farið vel af stað. Þó mó segja, að á kvöldvökunni hinn fyrsta vetrardag, hafi verið sá ljóður, að ein bláókunnug persóna var sýnd hlustendum við hlið- ina á hinum kunnu söguhetj- um. sem öll þjóðin þekkir og hefur reyndar fyrir löngu eign- azt í raun. Telpukomið, sem Guðmundur Daníelsson leiddi fram á sjónarsviðið, átti enga samleið með þeim Beggu gömlu. Bjarti í Sumarhúsum og Sturlu í vogum. Hefði stað- ið nær, að koma með einhverja gamalkunna persónu úr fyrri verkum Guðmundar, þannig að fyllt samræmi fengist í þessa þjóðlegu mynd. Þá var Gunnar Benediktsson með erindi um Starkað Stór- verksson á þeirri næstu og næstnæstu; reyndar hefur sið- ari hlutinn ekki verið fluttur, þegar þetta er skrifað og verð- ur fróðlegt að heyra, hvaða á- lyktanir höfundur dregur af frásögn sinni. Enn má það til góðra tíð- inda teljast, áð Helgi Hjörvar hefur tekið að sér fomsagna- lestur og les Hrafnkels sögu. Leikritin Leikritum, mörgum og góð- um. lofaði Þorsteinn ö. okk- ur í fróðlegu og raunar ágætu erindi, er hann flutti í vetrar- byrjun um útvarpsleikritin, þau er flutt verða á vetrinum. Þó gegnir það furðu, að á vetr- inum er aðeins fyrirhugað að flytja tvö íslenzk leikrit. Eru það þeir Sigurður Róbertsson og Gunnar í Grænumýri. sem halda uppi merki íslenzkrar leikritunar á þessum vetri. Þótt við séum fátækir að leikritaskáldum, verður ekki hið sama sagt um skáld af öðr- um toga. Þátturinn Raddir skálda, sem verið hefur viku- lega frá því snemma í vor, að því er mig minnir, hefur verið settur á í vetur og var það í rauninni meira en maður gat búizt við. Þetta er í rauninni ágætt og þakkarvert. Maður undrast aðeins, hve mikið er til af blessuðum skáldunum, bæði góðum og minna góðum. Lfkkistul jóð í vetrarbyrjun var uppi höfð einskoinar spariskáldakymllng, eða með öðrum orðum sýnis- hom af því bezta, sem ort hef- ur verið eftir miðja tuttugustu öld. Þetta hafa eflaust allt ver- ið indæl kvæði, þótt litið færi þar fyrir ættjarðarljóðum eða baráttusöngvum fyrir ein- hverja ákveðna lífsskoðun, eða hugsjón. Það er annars undarlegt, að ung skáld, sem játazt hafa undir kross Átlanzhafsbanda- lagsins, skuli ekki yrkja lof- kvæði til þessarar virðulegu stofnunar. Líkkistuljóð Hannesar Péturs- sonar varð mér þó minnisstæð- ast af þeim ljóð,rim er flutt voru þetta kvöíd. Sennilega hefur svo orðið, vegna þess að mér fannst að í kvæði þessu fælist einhverskonar ótímabært daður við dauðann. Það er í raunlnni ekki til að undrast yfir, eða yrkja ljóð um. þótt maðurinn fái ekki umflúið sitt endadægur. Hitt gæti fremur gefið tilefni til yrkinga, þegar lífið sjálft birtist okkur I allri sinni fegurð og mikilleik í bar- áttunni við dauðann, enda bótt úrslitin verði jafnan á einn veg. Ef til vill ber að skoða þetta líkkistuljóð sem forspá og feigðarboða einhverrar hug- sjónar eða menningarstefnu, sem skáldið hefur játazt und- «3* hAeWinaMnn liiá_ ekkert án húsbúnaðar ir, t.d. vestrænnar samvinnú. , Vegir skáldanna eru , Óraftn- sakanlegir líkt og vegir al- mættisins. Forréttindi B. E. Benjamín Eiríksson banka- stjóri nýtur þeirra forréttinda, umfram aðra menn er í útvarp tala, að hann getur íeyft: ,'sér óviðurkvæmilegt orðbragð um menn og málefni. framan við hljóðnemann, án þess að; út- varpsráð finni hjá sér hvöt til að biðja hlustendur afsökunaf, sem það þó stundum hefði gert af margfalt minna tilefni. Mun öllum í fersku mjnni á- rásir Benjamíns á kommúnista og katolikka. Mánudaginn í annarri vetr- arviku, var Benjamín enn á ferð í útvarpinu, og venju fremur hógvær, þótt- segja megi, að dylgjur hans, um bændur í dölum og tilvitnanir f erindi Sverris Kristjánssoriar hafi ekki verið til neinnar sér- stakrar fyrirmyndar Um drengilegan málflutning. • ■ En Benjamín hefur ‘eirin stóran kost. Hann hefUr'- tó brunns að bera vissa tegurid áf hreinskilnl. ' Eins og Hallgrímur Péturs- son sá til himins, upp í gegn- um hjarta Krists. þannig sér íslenzk alþýða upp til himin-; auðstéttarinnar, gegnum hjarta Benjamíns ' ■ ' .“ Það er áreiðanlega engin tií- viljun, að Benjamín flytur ;ef- indi sitt meðan verið er a* berja kaupbindingarfrumvarp- ið gegnum þingið. Kenningin um að sá saklausi skuli taka út refsingu í stá' hins seka, er raunar' ekki riý af nálinni. þótt Benjamín 'setí! hana fram á óvenju skilrnerk legan hátt. Þegar auðstétti hefur eytt i fjárfestingu 'ó neyzlu miklu meir en fjárhag kerfi þjóðarinnár þolir, 'h" skulu hinir vinnulúnu merir til sjávar og sveita uþþ fe'st: á kross, á kross kaupbindins árlága sém aðrir þjöðhættútég ir óbótamenn. Hvað skyldu hinir fimmtár klerkar. sem nú keppa eftir op slást um að verða sálusorgarar höfuðstaðarbúa, segja um svona siðferði frá sinu kristi- Íega sjónarmiði? Útflutningsvara? En þessi krossfesting varii ekki nema tvo mánuði, segir ríkisstjómin. En J Benjamín veit lengra nefi sinu. Hanri fer ekki dult með, að krossfest- ing á að vara allá frarhtiö, líkt og kvalir fordæmdra. Reyndar orðaði Benjamín þetta á mjög sakleysislegan hátt, Þetta var i rauninni allt mjög einfalt. Galdurinn var aðeins sá að reikna út í eitt skipti fyrir öil hlutfallið miUt hinna einstöku stétta og starfshópa, og það sjónarmið lagt til grundvallar, hve vinnan -var verðmæt og hve undirbúning- ur ævistarfsins hefði i kostað hlutaðeigendur langa sétú á skólabekk. Sá ólærði máður, hvort sein hann var nú verka- maður eða bóndi. skyldi settur á yztá básinn í þ.essu - þjððfé- lágsfjósi. Haná vinna ;var verðininnst í tækniþróuðu þjóðfélagi nútiirians. Þess -má Framhaíd á 10. sfðu samband húsgagna framleiðenda laugavegi 26 simi 20 9 70

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.