Þjóðviljinn - 15.11.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.11.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA HÓÐVILIINN Fö&tudagur 15. nóverrtbér 1963 Lögtak Eftir icröfu tollstjórans í Reykjavík og að undángéngn- um úrskurði verða lögtökin látin fara frám án frékari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaéftir- litsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulags- gjaldi af nýbyggingum, söluskatti 3. ársfjórðung 1963 og hækkunum á söluskatti eldri tíma, útflutnirtgs- og aflatryggingarsjóðsgjaldi svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Yfirborgarfógetinn i Reykjavík, 14. nóv. 1963. Kr. Kristjánsson. Bifreiðaeigendur Nýkomið mikið úrval af hljóðkútum, púsí- rörum og fjöðrum. Setjum einnig púst- kerfi undir bíla. Bílavörubúðin Fjöðrin Laugavegi 168. — Sími 24180. Hörplötur Spónplötur Gabon Harðtex Trétex, slétt og hamrað. Byggingavöruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 2. — Sími 40729. FélagsSeg vi&horf á kostn- a& einstaklingsbundinna Menntun vísindamanna ber að miða að því að þroska hin heildstæðu og félagslegu viðhorf til starfsins á kostnað hinna einstáklingsbundnu, segir í grein í tímariti Ménningar- og vísinda- stofnunar S.Þ. (UNESCO) sem nefnist „Impact af Sciénce on Society“. Vísindagreinarnar verða æ flóknari og háðari hver annarri, og méð ör- fáum undantekningum geta vísindamenn ekki starfað einir og óstuddir. X greininni er gefin lýsing á nokkrum gerðum vísiAda- manna, sem vegna sálrænna eiginda eru meira eða minna hæfir til hóprannsókna. Hin lifandi alfræðiorðabók. Hann hefur oft skaðleg áhrif á unga vísindamenn, þar eð hann fælir þá frá verkefnum sínum: það sem þeir héldu að væri nýtt hefur þegar verið reynt annars staðar, segir hann. Þeir hætta við verkefni, þar sem þeim finnst tilgangs- laust að brjóta upp opnar dyr. En þeir gleyma þvi, að hand- an við þessar dyr eru margar aðrar. Gagnrýnandinn. Hóflaus og kerfisbundin gagnrýni á störf- um samstarfsmanna getur haft mjög neikvæð áhrif. Gagnrýnandinn er tíðum skarpgreindur og hispurslaus. En hann skortir nærgætni eða jafnvel mannlegar tilfinning- ar. Geti sá sem rannsóknun- um stjórnar ekki afgreitt allar athugasemdirnar, er heppi- legra að hann losi sig við þá truflun, sem nærvera gagn- rýnandans felur í sér, áður en hópurinn splundrast. Sá fljótfæri. Hann leggur fram stórkostlegar rannsókn- aráætlanir og mundi sóma sér vel í hlutverki sölumanns eða stjórnmálamanns. En það er erfitt að fá slíkár áætlanir til að béra nokkurn eiginlégan á- rangur, og sé sá sem rann- sóknunum stjórnar véiklyndur kemst hann áður en lýkur undir áhrifavald hins fljót- færna. Hinn hikandi. Hann er hel- tekinn ótta við að gera skyss- ur, er sífellt á nálum um að eitthvað sé athugavert við tæki hans eða niðurstöður o. s. frv. Hann er hræddur við að taka ákvarðanir. Hins veg- ar má segja, að auðveldara sé að telja samstarfsmenn á að birta niðurstöður sínar en að koma í veg fyrir ótímabæra birtingu. Gutlarinn. Hann er þúsund- þjalasmiður og hefur áhuga á öllum sköpuðum hlutum — en aðeins stutta stund. Hann birtir „bráðabirgða-athuga- semdir", en sjaldan nokkuð fram yfir það. Hann getur komið að gagni sem hug- myndasmiður Sá borginmannlegi. Hann tekur þátt í hóprannsóknum í fullvissu þess, að hann eigi í vændum Nóbelsverðlaun. Dá- lítið mótlæti getur orðið þess- ari manngerð hreinasta bless- un. Hafi einstaklingurinn vit á að bæta ráð sitt. Þá verður hann ágætur samstarfsmaður, með réttmæta metnáðargirnd, sem knýr hann til að vinna vel. Slæpinginn. Hinn káti og notalegi félagi, sem er snill- ingur í að komast hjá vinnu. Hann er mjög vinsæll meðal kvenfólksins á staðnum, þar eð hann rýfur tilbreytingar- leysi vinnudagsins. 1 rauninni stendur honum hjartanlega á sama um vísindarannsóknir — í hans augum eru þær einung- is þægileg föst atvinna. Sá tortryggni. Hann er oft áhugasamur og afkastamikill, en það stendur honum fyrir þrifum að hann tortryggir alla, þó hann sé annars góð- um gáfum gæddur. Kvartanir hans koma af stað deilum inn. an hópsins, og þess vegna neyðist hann til að skipta oft um atvinnu, Sá fingraiið-' Hann er yf- irleitt maður, - ■ auðvelt er að fá mætur á, en hann fel- ur í sér hættu fyrir tækin á rannsóknarstofunni. Hann vill betrumbæta allt. Sumar hug- myndir hans eru góðar. Marg- ir hinna miklu uppfinninga- manna hafa verið af þessari tegxmd. (Frá S.Þ.). Sundmót skólanna Framhald af 4, síðu. skóla Hafnarfjérðar 1956 (tífAl 9.36.8) . 1959 af Gágtífráíðiá* déild Laugarrtésskóla (tiltíi 9.28.5), 1960 af sárfta skólá (táitii 9 28.5). 1961 áf Gáátrt- fræðaskóla Hafnarf.iaiðar (tírtii 9.20.8) og 1963 áf G. Háfnáí- fjarðar (títhi 9.17.3). Béáti niéð- altími hVérs mártns um 27.9 sek. II. ELDRI FLOKKUR: A. Stúlkur: Bringusurtd 10x33 */* m. Bikar IBR vartn Gá£n- fræðáskóla Hafriaríjarðár til eitgnar 1961 (512.9). Arið 1964 vann Kvennaskólinn í Réykjá- vík (5.20.5). Verðlaun vóru keramikdisikur. Nú képpt urti ný verðlaun. Beztan tílrta á þessu sundi á Gagnfrasðáskóli KeflaVíkur, 4-58.7, eða rneðal- tíma einstáklings 29.8 sék. Nýtt SÞ-frímerki Fyrir rúmri viku gaí póát- stjóm Sáimeinuðu þjóðartna út nýtt frímerki. Merkið er f flokki frímerkja, sem út eru gefin til minningar um bygg- ingar þar sem allshérjarþing S. Þ. hefur komið saimán. Nýja frímerkið sýrtir aðalstöðvarn- ar f New York og eru véíð- gildi þess 5 og 11 sént. Kuldaskór úr leóri Fyrir karlmenn, stærðir 39 — 45 TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur skemmtun í Sigtúni í kvöld kl. 9. Góð skemmtiatriði og dans, til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. SKEMMTINEFND. Berklavöm í Reykjavík heldur . Félagsvist í Skátaheimilinu við Snorrabraut, laugardaginn 16. nóvember kl. 8,30. Góð verðlaun. Fjölmennið og mœtið stundvisléga. M.S. GULLFOSS SUMARAUKI Munið hinar vinsælu vetrarferðir Gullfoss til Hamborgar, Kaupmannahafnar og Leith. — 16 DAGA ferðir fyrir aðeins 5.870,00 kr. á 1. farrými — fæði og gisting innifalið. Örfáir farmiðar eru ennþá óseldir í næstu ferð. Munið að tryggja yður strax farmiða í ferðimar síðar í vetur. H.f. Eimskipafélag íslands. Aðalfundur Samlags skreiðarframleiðenda verður haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 22. nóvem- ber 1963, kl. 10 f.h. D A G S K R Á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar. Stjómin. Vegna útfarar Ástráðs K. Hermanníussonar verða skrifstofur vorar og vöruafgreiðsla lokaðar á mórgun, laugardaginn 16. nóvember n.k.. H.F. KOL & SALT. Fyrir drengi, stærðir 34 — 40 Fyrir böm, stærðir 26 — 33. Skóbúð Austurbæjar Skóval Laugavegi 100. Eymundssonar- kjallara. Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins ALDAN vérð- ur haldinn að Bárugötu 11, laugardaginn 16. nóv. klukkan 4 e.h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Nýtt úrval af hollenzkum vetrarkápum Poplín kápum með svampfóðri. Nylon úlpum, kuldahúfum, höttum, hönzkum, töskum og regnhlífum. Bernhard Laxdal Kjörgarði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.