Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJðÐVILJINN Laugardagar 16. nóvember 1963 Otgetandi: Samedningarflokfcur alþýðu — Sósfalistaflokk- urinn. — Kitstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Skæruhernaður jþegar stjórnarvöldin halda því fram að atvinnu- vegimir standi ekki undir hærra kaupgjaldi en þeim lágmarkskjörum sem skráð eru í samn- íngum stéítarfélaganna, er ein staðreyna sem kveður málflutning þeirra gersamlega niður. Yf- irborganir eru nú meiri á íslandi en nokkru sinni fyrr og taka til langflestra starfsstétta, þótt þær séu mjög misjafnar. Áður en kjaradómur gekk var um miklar yfirborganir að ræða til opinberra starfsmanna í ýmsum myndum, og mun það 'fyr- irkomulag enn haldast óbreytt hjá sumum þeirra. Yfirborganir mega heita almennar hjá iðnlærðum verkamönnum og nema oft 20—30% og jafnvel hærri upphæðum. Sumir hópar verzlunar- og skrifstofufólks hafa miklu hærra kaup en skráð er í samningum. Mes’t hefur fregðan verið á kauphækkunum til ófaglærðs verka’fólks, en þó hafa þær farið mjög í vöx't að undanförnu. Á Austfjörðum og víðar úti um land er almennt kaup í fiskvinnu nú 35—40 krónur um tímann og ókeypis fæði. Hér í Reykjavík fá verkamenn verulegar yfirgreiðslur í byggingavinnu, í smiðj- unum, hjá ýmsum verktökum, hjá iðnfyrirtækj- um, flutninga- og þjónustufyrirtækjum og víðar; munu ýms dæmi um það að borgað sé allt upp í 50 krónur um tímann í dagvinnu. Mest hefur 'tregðan verið á stærstu vinnustöðum verkafólks í Reykjavík, við höfnina og í hraðfrysíihúsunum, enda hafa hraðfrystihúsin átt í miklum er'fið- leikum með að fá vinnuafl. Ljóst er þó að tregð- an stafar ekki af getuleysi atvinnurekenda í þess- um starfsgreinum; þeir hafa sótzt sérstaklega eft- ír því að láta vinna hjá sér 1 næturvinnu og helgi- dagavinnu á tvöföldu kaupi og þar með stað- fest að þeir hagnist á því að kaupa vinnu við því- líku verði. Yfirborganimar hafa ekki orðið sjálfkra'fa sökum þess að atvinnurekendur hafi allf í einu orð- ið gagnteknir af örlæti og góðvild. Verka'fólk he'f- ur knúið hækkanimar fram með stöðugri, sí- breytilegri baráttu á vinnustöðunum. Sá skæru- hernaður er óhjákvæmileg afleiðing af þeirri skammsýnu stefnu stjórnarvaldanna að reyna að halda kaupgjaldinu langf fyrir neðan það sem atvinnurekendur geta greitt og telja sér óhjá- kvæmilegt að greiða þegar í harðbakkann slær. En það er að sjálfsögðu óviðunandi ástand til frambúðar bæði fyrir launþega og atvinnurekend- ur að kjaramálum skuli ekki skipað með eðlileg- um samningum. Stjórnarvöldin tala nú mjög um það að finna þurfi aðrar leiðir til kjarabóta en kauphækkan- ir. Verklýðssamtökin hafa margsinnis lýst yfir því að þau muni taka ’tillit til slíkra aðgerða í kröfum sínum. En engu að síður he'fur þróunin í þjóðfélaginu orðið slík að undanfömu að kaup- hækkanir er jafnframt óhjákvæmilegar. Reyni valdhafarnir enn að spyrna við fotum í samning- um þeim sem nú eru hafnir og verkafólk fylgist með af sérstakri athygli, munu kauphækkanir engu að síður ná fram að ganga, til að mynda með skæruhexnaði. — m. Bylting sem breytir engu ■■II! Ilillil Vart hefur annar atburður í seinni tíð vakið slíban fögnuð meðal valdamanna í Washington sem stjórnarbylt- ing herforingjanna í Suður- Vietnam, segja fréttamenn í höfuðborg Bandaríkjanna. Kennedy og menn hans hafa þjáðst af minnimáttarkennd síðan þeim mistókst að steypa Castro á Kúbu, og þeir hefðu vart fengið afborið þá skömm að geta ekki ráðið við ná- unga eins og Ngo Dinh Diem forseta, sem Bandaníkjastjórn hóf til valda í Saigon og sá alla tíð fyrir herafla og skot- silfri. Þegar Diem o;g Nhu bróðir hans hugðust reka rembihnútinn á einræði fjöl- skyldu sinnar yfir Suður-Vi- etnam með algerri undirokun samtaka búddatrúarmanna, gat Bandaríkjastjóm ekki lengur látið harðstjóm þeirra af- skiptalausa, því að þá hefði hún komið sér út úr húsi hjá hundruðum milljóna trú- bræðra þeirra í nálægum löndum. Skipt var um sendi- herra í Saigon, og þegar Ngo- bræðurnir svöruðu með því að láta til skarar skríða gegn búddatrúarmönnum lýsti Kennedy yfir í sjónvarpsvið- tali að Bandaríkjastjóm teldi nauðsyn bera til að skipt yrði um forustumenn í Suður-Viet- nam. Bandaríska utanríkisráðu- neytið gaf skömmu síðar til kynna hverjir ættu að taka við, þegar það lýsti yfir að forusta hersins í Suður-Viet- nam væri saklaus af árásun- um á musteri búddatrúar- manna. Síðan var dregið jafnt og þétt úr fégjöfum Banda- ríkjamanna til stjómar Ngo- bræðranna, og nú hafa þess- ar aðgerðir, ásamt öðrum sem leyndar fóru, borið tilætlaðan árangur Ngo Dinh Diem og Ngo Dinh Nhu eru dauðir og herforingjaklíka stjómar í Sa'g- on. Bandaríkjastjóm reyndi ekki að dylja fögnuð sinn yf- ir dauða bandamanna sinna og fyrrverandi skjólstæðinga, heldur viðurkenndi umsvifa- laust stjóm herforingjanna sem létu taka þá af lífi. Her- foringjamir segjast nú muni taka til óspilltra málanna við hemaðinn gegn skæruliðum Vieteong og Bandaríkjamenn heita þeim fullum stuðningi til þeirra verka. Hemaðaraðstoð Bandaríkjanna við Suður-Vi- etnam nemur um 300 milljón- um dollara á ári og í landinu dvelur 14..000 manna banda- nskt heriið sem tekur beinan þátt í bardögum. -'vid Halberstam, ungur og U ->iall fréttarifari New Vork í'imes í Saigon, hefur birt ýt- arlega frásögn af þvi hvernig herforingjamir fóru að því að hrifsa völdin. Frumkvöðlar samsærisins gegn Nhu-bræðr- unum voru gamlir og reyndir herforingjar, sem börðust fyr- ir Frakka gegn löndum sínum áður en þeir gengu í þjónustu Ngo Dinh Diem Þessa menn hafði forsetinn svipt herstjórn vegna þess að hann efaðist um hollustu þeirra við sig. Til þess að koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd þurftu þremenningamir Duong Van Minh, Tran Van Duong og Le Van Kim á yfirráðum yfir her- sveitum að halda. Með þvi að notfæra sér hégómagimd eins starfsbróður síns komu þeir ár sinni svo. fyrir borð Duong Van Minh, foringi hershöfðingjanna sem hrifsuðu völdin í Saigon, (t. h.) ásamt Maxveli Taylor hershöfðingja, forseta yfirherráðs Bandaríkjanna (t. v.) og Walt Rostow prófessor, einum helzta ráðunaut Kennedy um utanríkismáL Þeir eru þama að hvíla sig eftir tennisleik I Saigon haustið 1961. Eftir heimsókn Taylors og Rostows var hemaðaríhlutun Bandaríkjanna í Suður-Vi- etnam stóraukin. Bandaríska fréttatímaritið ,,Time“ segir að Bandaríkjamenn, þar á meðal ,,emb- ættismaður úr landvamaráðuneytinu", hafi stappað í Minh stálinu að beita sér fyrir valdatöku her sins. að Ngo Dinh Diem fékk þeim sjálfur þessar herveitir í hend- ur og undirritaði þar með sinn eiginn dauðadóm. Ton That Dinh er ungur hershöfðingi, einn af fáum sem Ngo-bræðumir báru fullt traust til. Ngo forsetabróðir hafði hann með í ráðum um árásirnar á búddamusterin og engan herforingja annan. Eft- ir þær aðgerðir kunni Ton sér ekki læti og sagði við aðra foringja í hemum: „Ég hef sigrað Henry Cabot Lodge. Ton That Dinh Hann kom hingað til að efna til valdaráns, en ég er búinn að yflrvinna hann og bjarga landinu". Lodge er nýi sendi- herrann sem Kennedy sendi til Saigon. Ton That Dinh var falin yfirherstjóm á svæðinu norður af Saigon. Gömlu hers- höfðingjunum hugkvæíndist nú að spilla milli hans og forset- ans og fá hann þannig í lið með sér. Þeir fengu talið hann á að ganga fyrir Diem forseta og krefjast þess að vera gerð- ur að innanríkisráðherra. Eins og samsærismenn höfðu búizt við varð forsetinn ævareiður þessari málaleitan. Hann ósk- aði einskis síður en að fá hershöfðingja í ríkisstjómina. í stað þakklætis sem Ton ■~r - .t - ■ ■■-.'•r - ■ r--- •, j— That Dinh hafði búizt við fékk hann bullandi skammir. For- setinn klykktí út með' þvi að svipta hann herstjóm um stundarsakir og skipa hon- Um að taka sér hvíld frá störf- um. Særður metnaður Ton That Dinh gerði nú samsæris- mönnum auðvelt að telja hann á sitt band. Það var hann sem kom Ngo-bræðrunum til að kalla til Saigon hersveitimar sem steyptu þeim af stóli og drápu þá síðan. Það gerðist með þeim hætti að hershöfð- ihginn sendi aðstoðarforingja sinn til borgarinnar My Tho skammt frá Saigon. Sendimað- urinn skýrði herforingjum þar og héraðsstjóranum frá því að samsæri væri hafið gegn forsetafjölskyldunni og hvatti þá til að veita því lið. Hann kvað Ton That Dinh einn af fáum hershöfðingjum sem ekki væru enn þátttakend- ur í samsærinu, en taldi lík- legt að hann fengist með áð- ur en langt um liði. Ngo-bræð- umir fengu þegar í stað skýrslu um viðræðurnar í My Tho. Þeim varð fyrst fyrir að kalla Ton Thvít Dinh á sinn fund, í þeirri von að hægt væri að nota hann gegn hin- um hershöfðingjunum. Þegar Ton That Dinh var skýrt frá hvað aðstoðarforingi hans að- hefðist, gerði hann sér upp furðu mikla og bauðst til að láta handtaka skálkinn þegar í stað og skjðta hann. Nhu vildi það ekki, heldur fá upp úr honum nöfn samsæris- manna. Forsetabróðirinn bað nú Ton That Dinh að leggja á ráð. um. gagnaðgerðir gegn valdaránsmönnum. Niðúrstað- an af viðræðunúm i forseta- höllipni varð að ákve.ðið var að kallá mikið lið til Saigon og ganga á milli bols og höf- uðs á samsærismönnum. For- setinn fól Ton That Dinh að sjá' um framkvæmdina ásamt yfirmönnum lnfvarðarins og öryggissveitanna sem Nhu bróðir hans hafði komið upp. Fyrsta verk Ton That Dinh var að telja yfirmann ör- yggissveitanna á að senda þær brott úr höfuðborginni, svo að Bandaríkjamenn reiddust ekki yfir að öllu tiltæku liði væri safnað þar saman í stað þess að láta það berjast við Viet- cong. í staðinn var gerð áætl- un um komu annarra her- sveita, þar á meðal skrið- drekasveita, til Saigon til að berja niður væntanlega bylt- ingartilraun. Ton That Dinh gaf þessari áætlun nafnið „Hemaðaraðgerð Bravó“, og lagði hana fyrir Ngo Dinh Di- em forseta, sem undirritaði plaggið án þess að gruna neitt. Þar með voru samsærismenn- irnir búnir að fá heimild for- setans til þeirra herflutninga sem með þurfti til að fram- kvæma áformið um að steypa stjórn hans. Jafnskjótt og hersveitirnar lögðu af stað til Saigon lét öryggislögreglan forsetann og bróður hans vita, en þeir svöruðu að tilfærsla herliðsins væri þáttur á- ætlun sem þeir hefðu sjálfir gert. Þegar loks forsetinn og bróð- ir hans áttuðu sig á að Ton That Dinh hafði blekkt þá, var allt orðið um seinan. Eini hershöfðinginn sem þeir gátu vænzt hjálpar frá var sá sem stjórnaði hernum suð- ur af Saigon, en samsæris- mönnum tókst með brögðum að ná stjórninni yfir þeim hluta hersveita hans sem næst var höfuðborginni. Eina lið- is sem veitti mötspvrnu að ráði var lífvörður forsetans, en hann varð að lúta i lægra haldi fyrir skriðdrekum og sprengjuvörpum uppreisnar- manna Forsetinn og bróðir hans flýðu úr höllinn, um leynigöng dulbúnir sem prest- ar og komust í kirkiu i út- borginm Chnlon Þar voru heir gripnir. troðið inn í brvnvar- inn bíl og Hflátnir Helherst- am segir að þeir hafi fvrst verið skotnir os Hkurn beirra síðan misþvrmt með byssu- stingiijm Framhald á 10. ísðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.