Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. nóvember 1963 ÞlðÐVILIINN SlÐA 7 Það hefur ekki komið oft fyrir að vísindamenn hafi getað fylgzt með því þegar eyja rís úr hafi af völdum goss í neðansjávargíg og það er því eðlilegt að íslenzkir jarðfræðingar fylgist fullir eftirvæntingar með gosinu við .Vestmannaeyjar. Dr. Sigurður Þórarinsson skýrði frá því í útvarpinu í fyrradag að því gosi svipaði mjög til gossins sem hófst suður af Japan í september 1952 að dæma eftir myndum sem teknar hefðu verið af því. — Við birtum nokkrar þeirra mynda hér á síðunnL Þegar „Eyja hins bjarta guðs |,aSs úr hafi og hvarf aftur Rannsóknaskipið „Kaiyo Maru scm týndist við Myojin. Myndirnar eru teknar ur bandaríska tímaritinu „National Geographic Magazine", febrúar 195/" Endur fyrir löngu myndað- ist felling á jarðskorpunni milli Japans og eyjarinnar G-uam í Kyrrahafi. Á þessum neðansjávarhrygg urðu til eld- gígar sem með gosum sínum byggðu upp Bonin- og Marian- aseyjar. Einn þessara gíga sem Jap- anar nefna Myojin („hinn bjarti guð“) hefur hvað eftir annað spúð eldi og ösku. Vit- að er um gos úr honum ár- in 1896, 1906, 1915, 1934 og 1946. Það var snemma morguns 16. september 195?, sem Mydjin tók að gjósa enn einu sinni. Hljóðbylgjur frá gosdrunun- um bárust yfir allt Kyrra- haf og mældust á tækjum bandariska flotans á strönd Kaliforníu 97 mínútum síð- ar. Fyrsta gosið var ekki mjög öflugt, en síðan kom hvert sprengigosið af öðru og tólf klukkustundum eftir að gosið hófst myndaðist „flóðbylgja" sem æddi yfir haf>ð með 150 mílna hraða á klukkustund og skall á Hachijo-eyju 75 míl- um norðar. Við sprengigosin opnaðist gígurinn fyrir hraunflóði og þegar fyrsta skipið kom á vettvang 18. september, jap- anska björgunarskipið „Shik- ine Maru“, hafði þegar mynd- azt eyja úr glóandi hrauni, nokkur hundruð fet að þver- máli. En sú eyja var ekki lengi ofansjávar. Hver sprengingin af annarri eyddi hermi fljótlega aftur og þegar bandarísk flug- vél flaug yfir gosstaðinn 22. september, stóðu aðeins noikkr- ir hraundrangar upp úr sjó og brátt voru þeir einnig horfnir. Daginn eftir kom japanska rannsóknaskipið „Shinyo Maru“ á gosstaðinn. Það var ládauður sjór og Myojin lét ekki á sér bæra. En hann hafðl aðeins tekið sér stimd- arhvíld, þvi þegar skipið var rétt fimm milur frá honum, stóð kolsvartur gosstrókur upp úr sjónum. Ofsalegt sprengi- gos tætti sundur leif- ar eyjarinnar. Stóra myndin hér að ofan er tekin frá „Shin- yo Maru“ þegar skipið var aðeins i einnar mílu fjarlægð frá gosstaðnum. Fyrsta eyjan var horfin í sjóinn, en „hinn bjarti guð“ var ekki af baki dottinn. Enn vall hraunleðja úr honum á hafsbotni, storknaði og fyllti gíginn, þar til svo mikill þrýst- ingur hafði myndazt, að hann þeytti burt gígtappanum. Áttatiu sprengigos þurfti til að mynda fyrstu eyjuna og eyða henni aftur. En þegar hún var horfin reis önnur brátt úr sjó. 24. september var rannsóknaskip- ið „Kaiyo Maru“ komið á vettvang. Með því voru níu japanskir visindamenn og 22 manna áhöfn. Þá stundina bærði Myojin ekki á sér og talið er að skipið hafi hætt sér beint yfir gígirm. Mæll- tæki sýndu að kl. 12,21 varð nýtt sprengigos og síðan hef- ur ekkert spurzt til „Kaiyo Maru“, en sviðið brak úr því fannst síðar fljótandi á haf- inu skammt frá gosstaðnum. Eftir sprenginguna sem grandaði „Kaiyo Maru“ komu aðrar, og smám saman hlóðst upp ný eyja. Hún reis úr hafi 9. desember, en þegar myndin neðst til vinstri var tekin 27. desember var hún orðin 30—40 metra há. Hún hélt áfram að hækka og 1. febrú- ar 1953 var hún um 100 metra há. Háltf önnur milljón lesta hraungrýtis stóð þá upp úr hafinu. En rúmum mánuði síðar, 11. marz 1953, þegar myndin neðst til hægri var tekin var sú eyja einnig horfin. Lita- skipti á hafinu voru eini vott- ur þess að hún hefði verið þar. En ekki leið aftur nema mánuður, að þriðja eyjan var risin úr hafi, um 200 metra löng og 50 metra há. Þegar myndin á tólftu síðunni var tekin 14. apríl rann seigfljót- andi hraunleðja úr gignum. En þegar bandarískt rann- sóknarskip kom á þessar slóð- ir í október var þriðja eyjan etnnig horfin. Og nú var all- ur máttur úr „hinum bjarta guði“. Enn einu sinni hafði honum mistekizt eyjarsmíðin. En ef að líkum lætur á hann eftir að láta heyra til sín áður en langt líður. 27. des. 1952 reis ðnnnr eyjan 30 metra úr hafi. En þegar þessi loftmynd var tekln i. marz 1953 var ekkert eftír af tíenni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.