Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞJðÐVILJINN Laugardag'ur 16. nóvember 1963 Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR Dýrmætir kettir Don Cesaro þoldi þetta ekki lengur, hann varð að fara og finna konunginn, sem launaði Don Giovanni kett- ina svo höfðinglega. Og hann var staðráðinn í því að fá ekki aðeins helmingi meira heldur fjórum sinnum meira af dýrum gjöfum en Don Giovanni hafði fengið. Hann bar út á skip sitt margskonar góðan vaming, sem hann hugðist gefa kon- ungi. Honum gekk siglingin vel, og hann flýtti sér á fund konungs. Hann sagði kon- ungi að hann væri vinur Don Giovanni. Honum var tekið opnum örmum við hirð- ina, og var konungur glaður yíir því að geta tekið vel á móti vini velgerðarmanns síns, sem hafði hjálpað til að aflétta plágunni miklu. Don Cesaro sagði konungi að hann hefði gjafir að færa honum, miklu verðmætari en gjafir Don Giovanni hefðu verið. Konungur var bæði hrærður og hissa á gjafmildi kaupmanns, og langaði að sýna honum þakklæti sitt i verki. En hvemig sem hann braut heilann dat honum ekkert í hug, sem samboðið væri hinum rika kaupmanni. Að síðustu lét hann kalla ráðherrana fyrir sig, til þess að leita ráða hjá þeim. Þvi hann var sannfærður um að einskær góðvild væri orsök- in að rausn Don Cesaro. Í3zti og vitrasti ráðherr- ann mælti: — Fyrir ekki all- löngu geisaði hér plága, sem nærrl hafði eyði- lagt, land okkar. Rottur og mýs fóru í stórum hópum yfir allt og eyddu og skemmdu hvar sem þær fóru. Þá var okkur færð sú dýr- mætasta gjöf, sem við höf- um nokkurn tíma tekið á móti, og þeirri gjöf er það að þakka að við erum aftur glaðir og ánægðir, og höfum allt, sem við þörfnumst. Ég á við kettina tvo, sem Don Giovanni gaf okkur. Nú hef- ur köttunum fjölgað talsvert. svo við getum vel gefið tvo þeirra, þó þeir séu okkur mjög dýrmætir. Ég legg til að við gefum Don Cesaro tvo ketti að launum fyrir höfð- ingskap hans. Ég er viss um að þeir verða honum til mik- illar gæfu, ekki síður en okk- ur. Þetta þótti konungi prýði- leg hugmynd. Hann lét smiða búr úr skíra gulli, og síðan valdi hann tvo fallegustu kettina, sem hann átti og lét þá í búrið. Svo ákvað hann daginn, þegar kaupmannin- um skyldi afhent gjöfin við hátíðlega athöfn. Allir ráð- herrarnir og aðrir helztu menn landsins voru þar sam- ankomnir. Don Cesaro bjóst sínum beztu fötum og hélt tál haUarinnar. léttur í spori. Hann var sannfærður um að þar biðu hans mikil auðæfi. Við hallardyrnar stóð heið- ursvörður, og það var blásið í lúðra og trumbur barðar, þegar kaupmaður gekk inn í höUina. Konungur ávarpaði Don Cesaro hátiíðlega: — Don Cesaro, mælti hann. — Þú hefur heimsótt land okk- ar og fært okkur stórar gjaf- tr, af höfðingsskap og góð- vild. Þetta viljum við meta að verðleikum. Ég og ráð- herrar mínir höfum brotið heilann um það, hvernig við getum endurgoldið rausn yð- ar. Einu sinni gekk slæm músa- og rottuplága yfir þetta land. Þá voru okkur færðir að gjöf tveir kettir. Það er dýrmætasta gjöf, sem okkur hefur nokkru sinni verið gefin. við höfum kom- izt að þeirri niðurstöðu að við eigum ekkert dýrmætara að gefa yður í þakklætis- skyni fyrir vinsemd yðar. Nú vil ég biðja herforingja mína að koma með gullbúrið hing- að inn, svo við getum afhent Don Cesaro hina konunglegu gíöf. Um leið og konungur lauk máli sínu komu herforingj- arnir inn með gullbúrið á milli sín. í búrinu voru kett- imir tveir að leika sér af mesta fjöri. Konungur og all- ir viðstaddir brostu ánægju- lega, þegar herforingjarnir létu búrið á gólfið fyrir framan kaupmanninn. Don Cesaro leit á kettina og gat engu orði upp komið. Hann sá að allt fólkið horfði á hann, brosandi út að eyrum. Það eina sem honum hug- kvæmdist, var að hypja sig í burtu. Hann sigldi heim í mesta flýti. Langar ykkur að vita hvernig Don Cesaro var innanbrjósts? Nú skuluð þið heyra. Fyrstu dagana var hann í svo illu skapi að eng- inn þorði að tala við hann. En smátt og smátt fór hon- um að skiljast, að öfund hans og ágirnd höfðu hlaupið með hann í gönur. Og hann einsetti sér að venja sig af þessum skapgöllum. Hann sagði aldrei nokkrum manni hvað fyrir hann hafði komið í ferðalaginu, eða gjöf konungs. En fólkið í borg- inni tók eftir því, að hann var allur annar maður en áður. Hann var orðinn vin- gjamlegur og greiðvikinn, og hættur að ágimast alla hluti, hvort sem hann hafði þörf fyrir þá eða ekki. Lýkur svo sögunni af Don Giovanni og Don Cesaro. Skemmtileg þraut Hérna er skemmtileg þraut að glíma við, likiega þó eink- um fyrir drengina. Siggi, Óli, Maggi, Lalli og Bói, heita fimm dugnaðarstrákar, sem eru í kappakstri á reiðhjólum. Hver þeirra skyldi verða fyrst- ur í mark? Þið fáið tíu atríði til þess að reikna eftir hver llkleg- astur er til að sigra. 1. Siggi tók inn vítamín- töflur í morgun. 2. Óli kemst aðeins fram úr Lalla, áður en þeir koma í mark. 3. Sá þeirra sem er á gúmmiskóm verður áreiðan- lega ekki fyrstur. 4. Bói verður nokkrum á eftír hinum í viðbragðinu þegar þeir leggja á stað. 5. Maggi er svo óheppinn að það springur á öðru hjólinu, og Siggi kemst fram fyrir hann. 6. Óii er á aítveg nýju hjóli. 7. Siggi hjólar ekki eins hratt og Bói. 8. Lalli er langt á eftir Bóa þegar hann kemtir í mark. 9. Óli og Lalli drukkU báð- ir mjólk áður en þeir iögðu af stað. 10. LaMi er á gúmmfeéðm. Hver sigraðr? HRÓI Héma kemur sagan af hon- um Hróa, sem var bara svo- lítill krákuungi, og fæddist í hreiðri hátt, hátt, uppi í trjá- toppi. Dag einn, áður en hann var orðinn fleygur, teygði hann sig svo langt út úr hreiðrinu sínu, að hann missti jafnvægið og datt til jarðar. Það varð honum til bjargar að ég fann hann. Ég fór með hann inn i vinnustofuna mína, og bjó um hann í gömlum skó- kassa. Ég fyllti kassann af mjúku grasi og gaf litla ang- anum að borða minnst tíu sinnum á dag. Til að býrja með gaf ég honum ekkert annað en ungbamamat, og til þess að mata hann notaði ég litla augnsprautu. Hann var mjög fljótur að stækka og þurfti ósköpin öll að borða. Fljótlega vildi hann kjöt og fisk, og borðaði það úr skeið. Mér þótti vasnt um Hróa, en þegar hann stækkaði gat ég ekkii lengur haft hann í vinn- ustofunni. Einn góðan veð- urdag fór ég með hann út í garð, svo hann gæti litazt dálítið um á eigin spýtur. þótt ég væri reyndar dauð- hræddur um, að hann flygi leiðar sinnar. En það kom í ljós að Hrói hafði ekki minnstu löngun tU að fara í burtu. Þegar allt kom til alls átti hann eng- an að nema mig, og hann kunni prýðilega við sig hjá mér, innan um öll hin dýr- in, sem ég átti. Jafnvel eftir að hann var orðinn ársgamall og fullvax- inn, kom hann ef ég kallaði, þótt ég sæi hann hvergi. Það sem mér líkaði verst við Hróa var, að hann hafði svo gaman af að stríða hin- um dýrunum. T. d. að fljúga ailt í einu lágt, alveg við hliðina á hundinum svo hann varð dauðskelkaður og tók til fótanna. Þá skemmti Hrói sér konunglega. Harald Bergstedt: ,Hvað kemur það mér við?' Herra Jobbi hefur eignazt þrjár tunnur fullar af gulli. Hann keypti sér höll með hallargirðingu og sagði; „Kæra kona og böm! Við höfum þrælað fyrir aðra i mörg ár. En nú erum við loksins orð- in svo rík, að við getum snú- ið við þeim bakinu. Og það gerum við iika. Takið þið nú eftir því, sem ég segi: Það skiptir engu máli hver kem- ur til ykkar s.etjið bara upp merkissvip og segið: „Hvað kemur mér það við? — — Skiljið þið það? Það er þetta, sem skapar virðingu í þessum heflmi.” Og herra Jobbi setti á sig legghlífamar, lét á si-g hatt- inn, tók fínan staf með dem- öntum á handfanginu, stakk gullúri í vasann á hvíta vest- inu og gekk niður trjágöngin. Sá fyrsti sem hann mætti, var lítill skóladrengur, sem kom hlaupandi. „Góði herra!” kallaði hann, „hvað er kiukk- an? Klukkan okkar er biluð.” ,,Hvað kemur mér það við”? sagði hr. Jobbi og hélt áfram. Málari stóð í stiga. Stig- inn rann t*l og málarinn kallaði: „Heyrið góði herra, styðjið við stíganni Hann er að etettaf t&veö ikemtir mér það við?’ sagði hr. Jobbi og hélt á- fram ... og á sama hátt svaraði hann öllum, sem hann hitti um daginn. Kona Jobba og drengimir hans þrír höguðu sér á sama hátt, og um kvöldið skemmtu þau sér við að s.egja hvert öðru, hve fyrirmannleg þau hefðu verið, og hvemig þau höfðu blekkt íbúa bæjarins. „Það er dásamlegt,” sögðu þau og skellihlógu, svo að frúin varð að taka kamfóru- dropa. En íbúamir í bænum voru mjög reiðir. Þeim fannst þetta vera undarlegt hefðarfólk, sem var komið í höllina. En þau hljóta að átta s»g, hugs- uðu þeir. Þetta verður bara fyrst sem þau verða svona montin af þessum miklu auð- æfum. Svo kom voðalegt vatns- flóð. Sjórinn kom flæðandi yfir bæinn. Kjallararnir og neðstu hæðir húsanna fóru á kaf, og eftir götunum var far- ið á bátum með blys tU að hjálpa fólki og koma því á öruggan stað. Eina húsið sem slapp við vatnsflóðið, var höll hr Jobba. sem lá hasrra. Þá fór bæjarstjómin upp í höilina. Henni var vísað inn til hr. Jobba sjálfs í stóra salinn, en þar lá hann á legu- bekk og blés vindlareyfcnum frá sér. „Bærinn er alllur undir vatni, hr. Jobbi“, sagði bæj- arstjórinn. ,,Hvað kemur það mér við?“ „Við erum öll húsnæðis- laus“. ,,Hvað kemur það mér við?“ sagði hr. Jobbi, „Megum við flytja gamalt fólk og sjúkt, konur og okk- ar og böm hingað í höllina í nótt?“ spurði bæjarstjórinn. „Hingað á gólfin MlN! 1 rúmin MÍN? Aldrei" kallaði frúin. „Aldrei!“ sagði hr. Jobbi. ,,En þeim er kalt“, sagði bæjarstjórinn. ,.Hvað kemur það mér við?“ kallaði hr. Jobbi. „Mér er ekki kalt. Basta! Ot úr hús- inu!“ Svo var bæjarstjómin rek- in á dyr, og íbúarnir urðu að flytja gamalmenni og sjúklinga, konur sínar og böm, upp í skóginn um nótt- ina. Þeir komu með hand- vagna, hestvagna og hjólbör- ur. Þetta voru samhentir borgarar sem hjálpuðu hver öðrum eins og ein fjölskylda. Framhald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.