Þjóðviljinn - 17.11.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.11.1963, Qupperneq 1
Sunnudagur 17. nóvembex 1963 — 28. árgangur — 244. tölublað. Itölsk strengjasveit leikur í Þjóðleikhúsinu 22. þ.m. Itölsk strengjasveit. ,.I Solisti Veneti” er vænt- anleg hingað til lands n.k. fimimtudagsikvöld og mun hún halda hljómleika i Þjóðleikhúsinu föstudaginn 22. þ.m. Stjómandi strengja- sveitarinnar er Claudio Ssi- mone, en aðaleinleikari Pi- ero Toso. Strengj asveitin ,.I Solisti Veneti” er skipuð tólf mönnum er leikið hafa samán síðustu fjögur ár og þegár aflað sér viður- kenningar í tónlistarllfi Evrópu. Þeir koma hingað á sjálfs sín vegum en hafa þó fengið nokkum syrk frá ítölsku stjóminni vegna sérstakrar kynningar þeirra á Feneyjatónlist fyrri alda. m.a. tónlist Vivaldis. Tart- inis og Bonp>ortis. Undir- búning tónleikanna hér og fyrirgreiðslu strengjasveit- arinnar annast Skrifstofa skemmtikrafta. Á ■ sl. ári fór strengja- sveitin í hljómleikaferða- lag um meginlandið, Norð- urlönd og England og hlaut hvarvetna prýðilega dóma. Hingað kemur hún nú frá Osló. — Myndin er af streneiasveitinni. Kvöldvaka verður hjá ÆFR að Tjarnargötu 20 og hefst kl. 1 í kvöld. Skýrt verður frá sögu 'iandariskra svertingja og les- ð upp úr verkum negrahöfunda. ipiluð verður negratónlist. NÝJA EYJAN STÆKKAR □ Hið nýja eyland á gjosstöðvunum suðvestur af Geirfuglaskerj heldur áfram að vaxa og stækka og rís nú hæst 43 metra frá sjávarmáli. Það er svipað og turninn á Landakotskirkju. Eyjan er hinsvegar orðin hálfur kílómetri á lengd. Nokkrir klettadrangar eru famir að skjóta upp kollinum í nánd við hana. Gosið hélt á- fram af sama styrkleika í gser- dag, en líktist þó meira land- gosi síðan eyjan myndaðist. Gosmökkurinn var þó ljósari en daginn áður. Sunnanlands er spáð austanátt í dag og ef til vill breytist sú vindátt til suðausturs og mega þá Reykvíkingar reikna með vikurfalli frá gosstöðvunum. Við áttum tal við Asa í Bæ í gær og segist hann lítið gera annað en mæna á þetta nátt- úruundur og dásamar það frá sjónarmiði fegurðarinnar. Ægi- fögur sýn var um sólarlagsbil- ið f gær i Eyjum. S'triðjökullinn er úfinn og brattur ■ Um hádegisleytið í gær flaug Jón Eyþórsson, veðurfræðingur í einni flugvél Bjöms Pálssonar yfir Brúarjökul og ætlaði að gera þar frekari at- huganir um hlaup jökulsins. Hann átti þó erfitt um vik vegna mugguveðurs og var skyggni slæmt. Erfitt var að átta sig á kennileitum og hvað skriðjökullinn hafði náð langt fram. Jökullinn er hinsvegar brattur og úfinn og sprungur víða. Vísmdamenn á mörgum sviö- um standa á öndinni yfir þessu gullna taekifæri til rannsókna og athugana. Varðskipið Albert kom þó inn til Eyja um hádegið í gær og vísindamenn þar í land. Þeim var lofað öðru skipi fyrir kvöld- ið. Hinsvegar eru fiskimenn i Eyjum kvíðnir yfir þessum nátt- úruhamförum. SlÐUSTU FRÉTTIR: Um sex leytið í gærdag höfð- um við samband við Sigurð Þór- arinsson, jarðfræðing og var hann þá að-stíga á skipsfjöl um borð í Tungufoss á leið til Rvík- ur. Reglulegur gígur hefur haldið áfram að hlaðast upp I dag mið- svæðis á eynni og voru þrjár sprengingar á mínútu f þeim gíg. Norðaustan til á eynni gýs þó þéttar í öðrum gíg og voru þar fimm til sjð sprengingar á minútu. Sem sagt: Eyjan stækkar og stækkar. Stórkostleg veður- fræðileg sýning ■ í yiðtali sem Morgunblaðið átti við Þor- leif Eínarsson jarðfræðing í fyrramorgun og birt er í blaðinu í gær skýrir hann svo frá að varðskipið Albert ha’fi sigHi þá um morguninn í 0,2—0,3 sjómílna fjarlægð frá gosinu og hafi j þá vikurhrinur dunið á skipinu og undir gos- mekkinum hafi komið vinds’troka niður með gosinu og mældust þar 9 vindstig en aðeins 5 vindstig fyrir utan mökkinn. Þjóðviljiim snéri sér i gær til Veðurstofunnar og spurð- ist fyrir um skýringar á þessu fyrirbæri. Sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur að þetta væri mjög eðlilegt. f sjálfu gosinu væri mikið uppstreymi. Hefði hann reynt að mæla það héðan frá Reykjavík í gærmorgun og reyndist uppstreymið í ein- stökum gosmökkum hafa tveggja hnúta hraða, en það samsvarar 10 metrum á sek- úndu eða 5—6 vindstigum. Uppstreymið í miðjum gos- mekkinum væri þó að sjálf- sögðu miklu meira eða á að gizka 10—12 vindstig. Þá sagði Páll að af þessu mikla uppstreymi leiddi að það kæmi niðurstreymi ann- ars staðar og yrði það mest hlémegin við gosmökkinn þar sem haglið félli vegna þess að það kældi loftið mjög. Sagði hann að þetta væri þekkt staðreynd i sam- bandi við þrumuský og hagl- skúri, er þedm fylgja á sama hátt og það að eldingar hafa myndazt í gosmekkinum. ' Páll sagði einnig að þetta neðansjávargos væri í raun og veru stórkostleg veður- fræðileg sýning, sýning á því hvemig eldingar og hagl verða til. Og vegna þess að gosið er staðbundið er miklu auðveldara að rannsaka þetta heldur en í sambandi við myndun annars konar þrumu- skýja. Þá sagði Páll að gosmökk- urinn hefði virzt með hæsta móti i gærmorgun héðan frá Reykjavík séð eða rösklega 7 km. á hæð. Neðan til eða upp i tveggja km. hæð hefði mökkinn lagt til vesturs og suðvesturs undan norðaustan eða austan golu en fyTir ofan tveggja km hæð hefði ver- ið vestan eða norðvestan átt og efrihluta gosmökksins því lagt til austsuðausturs. f gærmorgun sáust ein- kennillegar skýjamyndanir á lofti hér yfir Reykjavík, það voru raðir af háskýjum er stundum væru kallaðir ,Jalsk- ir klósigar“ en Páll sagði að erfitt væri að segja til um það með vissu hvort þetta stæði i einhverju sambandi við gosið. Opnu vurð 2 farrými vegna aðsóknarínnar Gullfoss er væntanlegur til Reykjavífcur seiirt í kvöld eða í fyrramálið úr fyrstu ferð sinni á þessum vetri til Hamborgar, Kaupmannahafnar og Leith. Er skipið full- skipað farþegum; 157 farþegar héldu með því utan, þar af voru 130 með því allan tímann. Það var í fyrra sem Eimskipa- félag íslands bauð farþegum í fyrsta skipti upp á hán hag- stæðu kjör í vetrarferðum Gull- foss, ódýrar ferðir á 1. farrými og gistingu og viðurgjöming um borð meðan skipið var í höfnun- um ytra. Urðu ferðir þessar þeg- ar með afbrigðum vinsælar og ákvað því stjóm Eimskipafélags- ins að efna til samskonar ferða með Gullfossi í vetur. Mjög mikil eftirspum I fyrstunni var ætlunin að- eins að hafa 1. farrýmt skipsins opið eins og í fyrravetur, en vegna mikillar aðsóknar var á- kveðið að opna einnig 2. farrými í þeim ferðum Guillfoss sem famar verða fyrir áramótin. Er fargjaldið í þessari 16 daga ferð 5870 krónur á 1. farrými og 4670 kr. á 2. farrýml Alls verða vetrarferðir Gullfoss 7 og sú síðasta farin dagana 27. marz til 12. apríl. Ferðir í Iandi skipulagðar Gert er ráð fyrir að Gullfoss hafi sóHarhrin®9 viökomu í Ham- borg á útleið. viðstaðan í Kaup- mannahöfn verður 4—5 sólar- hringar, en á heimleiðinni er komið við í Eeith á SkotiandL Meðan dvalizt er í Kaupmanna- höfn eiga farþegar þess kost að taka þátt í ferðum sem skipu- lagðar verða á landi. þ. e. dags- ferð um Sjáland og eftirmið- dagsferð um íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn. Var mikil og almenn þátttaka f þessum ferð- um í fyrra. Olíuframleiðsla Argentínu þjóðnýtt BUENOS AIRES 16/11 — Argentínustjórn hefur ákveðið að þjóðnýta olíuframleiðslu landsins og rifta samningum við 6 einokunarhringi, erlenda og innlenda, sem allan fóða hafa fengið fram til þessa. Auðhringir þessir eru og argentínskir nema tveir; annar brezk- bandarískir hollenzkur og hinn ítalskur. Viðskiptamálaráðherra Argen- tínu, Evgenío Blanco. lýsti þvf Happdrœtfi Þgóðvilians 1963 býður upp á ferð með Gulifossi Meðal hinna glæsilegn vinninga í Happdrætti Þjóðviljans 1963 er ferð með Gullfossi fyrir tvo til Kaupmannahafnar og heiin aft- ur. Verðmæti vinningsins er 17 þúsund krónur. Allir sem ferð- azt hafa með þessu ágæta skipi Ijúka upp einum rómi um að þar sé gott að vera. yfir nótt, sem leið, að stjórn- hefði ákveðið að þjóðnýta olíuframleiðsluna í landinu. Ol- íuframleiðsla Argentínu hefur undanfarið verið í höndum inn- lendra og eriendra einokunar- hringa, aðallega bandariskra. Stjomin ber fyrir sig, að hún hafi rétt til að rifta samningum sem gerðir hafi verið við auð- hringana, þar sem þeir hafi ver- ið gerðir f tið annarrar ríkis- stjórnar Áður hefur því verið haldið fram. að Illia, forseti tandsins sé andvígur þióðnýtingu olíunnar og hafi leitað til lögfræðinea til þess að reyna að verja rétt oliuhringanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.