Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. nóvember 1963 ÞlðÐVILIINN SfÐA § LANDSLIÐIN UNNU PRESSU- LIDIN íDAUFUM LEIKJUM Hvaða skíðategund reynist bezt? Myndin sýnir nýja tegund af norskum skíðum. sem þykja athyglisverð nýjung. Þau eru bæði létt og sterk. Þyngd skíðisins er aðeins 1.3 kíló. Þrír stórlaxar skíðaíþróttarinnar hafa haft hönd í bagga um smíði þessarra skíða: Assar Rönnlund (t.v.), Sture Grahn (sem prófar styrkleika skíð- anna) og Lennart Larsson. 1 skíðunum er einhver léttasta trjátegud, sem til er. Smíði skíða, bæði efni og gerð þeirra, er mjög misjöfn, og stöðugt er verið að gera tilraunir i þessu efni. I Banda- ríkjunum eru skíði úr málmi mikið í notkun, einkum vegna þess að þau eru mest auglýst. Nú er cinnig farið að framleiða skíði úr plastefnum. Landsliðin og pressuliðin, bæði í karla- og kvennaflokki, kepptu á föstudagskvöldið til fjár- öflunar fyrir Handknattleikssamband íslands. Leikimir voru ekki góðir. leikmenn voru áhugalausir um leikinn og sumir þeir, sem valdir voru til að leika með pressunni, fóru heldur á æf- ingu hjá sínu félagi heldur en að mæta í þessum annars þýðingarmikla leik. Á meðan svo er, er ekki hægt að ætlast til þess að leikmennirnir taki hlutverk sitt alvarlega enda gerðu þeir það ekki að nokkr- um undanskildum þó. Kvennaleikurinn Kvenfólkið tók hlutverk sitt alvarlegar og var leikur þeirra allsæmilegur. Landsliðið byrj- aði af miklum krafti og settu þær sex mörk í röð án þess að pressan kæmist á blað. En pressan bætti ráð sitt og skoraði tvö mörk fyrir hlé. Síðari hálfleikur var mjög jafn en báðum liðum tókst að setja 5 mörk og varð því lokastaðan 11:7. Karlalcikurinn Nokkra leikmenn vantaði í bæði liðin eins og þau voru upphaflega valin, og gaf leik- ur þessi því ekki eins góða mynd af styrkleika landsliðs- ins. Landsliðið saknaði Ragn- ars og Ingólfs en þeir munu sitt af hverju ★ B-Iandslið Austur-Þýzka- lands vann nýlega óvæntan sigur yíir A-landsliði Sví- þjóðar. tJrslitin voru 66:48 (27:23). Leikurinn fór fram í Schwerin. ★ Spánska knattspyrnuliðið Real Madrid sigraði rúm- ensku meistarana Dinamo Bukarest s.l. miðvikudag í Evrópubikarkeppninni. tír- slitin voru 3:1 (2:0). Spán- verjarnir Ruiz, di Stefano og Gento skoruðu þrjú fyrstu mörkin, en Tircovincu tókst að skora af Rúmena hálfu 5 mín. fyrir lcikslok. Leikurinn fór fram í Búka- rest. ic HoIIenzka knattspyrnulið- ið PSV Eindhoven sigraði búlgarska liðið Spartak Plovdiv í Evrópubikarkeppn- inni í fyrradag. tírslitin voru 1:0. ★ Danir og Rúmenar munu heyja þriðja lcikinn til að skera úr um það hvorir skulu fá að halda áfram í olympíukeppninni í knatt- spyrnu. tlrslitaleikurinn mun fara fram í Torino á Italíu 28. þ.m. Liðin standa jöfn eftir tvo leiki. Torino er heimaborg eins bezta knatt- spyrnuliðs Ítalíu, Juventus. ★< Nýlega var 400 gestum boðið til stórfenglegar ol- j ympíu-matarveizlu í Tókíó. Tilgangurinn var að prófa undirbúninginn að mat- reiðslu fyrir íþróttafólk hinna ýmsu þjóða á olympíu- leikunum næsta sumar. Það var „Japan Hotel Associat- ion“ og undirbúningsnefnd olympíuleikanna í Tokíó sem stóðu fyrir veizlunni. Framreiddar verða 7200 mál- tíðir á dag meðan á olymp- íuleikunum stendur. Þetta hefst með morgunverði 15. september og lýkur með kvöldmáltíð 5. nóvember. Verða þannig framreiddir 400.000 málsverðir á þessum 52 dögum. | utan úr heimi báðir hafa verið lasnir. Press- an saknaði þeirra Péturs Bjarnasonar, Karls ÍBenedikts- sonar, Ágústs Oddgeirssonar og Þórarins Ólafssonar. Þrátt fyrir það var það pressan sem setti þrjú fyrstu mörkin en landsliðið náði að jafna fljótlega, en erfiðlega gekk þeim að ná forustu í leiknum. Hólzt hann hnífjafn fram undir hlé er landsliðinu tókst að tryggja sér tveggja marka forskot, 14:12. Landsliðið hafði ö'ilu betri tök á síðari hálfleik og upp úr hónum miðjum náðu þeir algjörum tökum á leiknum og sigruðu með 10 marka mun 31:21. Eins og áður segir var leik- ur þessi ekki eins vel leikinn og við var búizt og gaf hann ekki hlýjar vonir um góða frammistöðu á HM. Tékkarnir sögðu, er þeir voru hér um daginn, að það lið sem ætlaði sér að ná langt á HM yrði að leika fast og af miklum krafti. Lið það, sem mætti fyrir hönd landsliðs- nefndar HSÍ að þessu sinni, var ekki þeim kostum búið. Við verðum að velja það sterkasta sem við eigum til að senda fyrir Islands hönd á HM, því að allir vita að hand- knattleikurinn er kominn út fyrir ramma laganna, og dóm- arar leyfa meir en æskilegt er. Tékkarnir hyggjast velja sitt landslið miðað við þessar að- stæður og því ættum við þá ekki að gera það líka. Ánn- ars er hætt við að okkar verði lítt getið á erlendri grund og stjai-na okkar á himni hand- knattleiksins taki að hrapa. h. r Handknattleikur Norðurlandamót unglinga í marz fi/ng Körfu’ knattleiks- sambandsins Kl. 10 árdegis í dag hefst ársþing Körfuknattleikssam- bands íslands. Þingið er haldið í KR-húsinu, og verða þar rædd öll helztu áhugamál körfuknattleiksmanna. Auk þess verður kosið í stjóm sam- takanna. Benefica vann Stoke City ★ Portúgalska liðið Benfica (fyrrv. Evrópubibarhafar) og enska liðið Stoke City (lið Stanley Matthews) kepptu á flóðlýstum velli Stoke. Portúgalar unnu — 1:0. Bæði liðin léku ágæta knattspyrnu, en Benfica hefði sennilega getað unnið stærri sigur, ef liðið hefði ekki leikið of varlega í fyrri hálfleik. Eina mark Ieiksins var sett á 52. mínútu. Sam- kvæmt enskum skikk og sið voru fáir áhorfendur — 16.700 — á þessum stórleik rið erlent lið. I ensku deilda- keppninni eru að meðaltali 33.000 áhorfendur á vellin- um. Norðurlandameistaramót unglinga í handknattleik verður háð í Eskilstuna í Svíþjóð 20. — 22. marz n.k. íslenzka unglinga- landsliðið er þegar tekið að æfa af kappi fyrir mót- ið. Hinir ungu handknattleiks- menn hafa sótt æfingar mjög samvizkusamlega, og hafa 25 —30 verið við æfingar. Þjálf- ari unglingalandsliðsins er Karl Benediktsson, en hann þjálfaði unglingalið einnig í fyrra. Unglingalandsliðsnefnd HSl er nú þannig skipuð: Jón Kristjánsson, Karl Jóhannsson og Hjörleifur Þórðarson. Á norðurlandameistaramóti unglinga i fyrra, sem haldið var í Hamar í Noregi, fékk íslenzka unglingaliðið 2 stig og var í neðsta sæti ásamt Finnum. Frammistaða is- lenzku piltanna var annars allgóð, og fóru leikir sem hér segir: ísland—Noregur 16:14 Island—Danmörk 15:21 Island—Finnland 12:17 ísland—Svíþjóð 14:21 Á þessu móti sigruðu Sviar með 6 stig, Danir höfðu sama stigaf jölda en Norðmenn f jög- ur stig. Liðin voru þannig nokkuð jöfn, og ekkert þeirra slapp án ósigurs. S0VÉIKAR HLJÚMPLÖTUR! MONO! STEREO! Við seljum eingöngu úrvals hljómlist rússneskra tónskálda og annarra höfunda, á hljómplötum, leikna af hinum allra beztu og þekktustu hljómlistarmönnum Sovétríkjanna. Verð: 30 sm. Kr. 175,00 25 sm. Ár. 140,00 Géfið vinum yðar hljómplötu í jólagjöf! f S T O R G H. F. Hallveigarstíg 10, Rvk. — Sími: 22961. Tilvalin tækifærisgjöf ALLT 1 SENN: SNYRTIBORÐ KOMMÖÐA SKRIFBORÐ HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJÁR Skólavörðustíg 16. — Sími 24620. Munið okkar hagkvæmu greiðsluskilmála.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.