Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. nóvember 1963 HMmnmi SIÐA J bókmenntir GJORÐI JATNING- AR FYRIR ALLT Halldór Laxness: Skáldatími. Helgafell Reykjavik 1963. Ekki liggur Ijóst fyrir, hvað felast skal í heitinu Skáldatími. Vera má, að það sé valið út úr einhverjum vandræðum. í bókinni eru endurminning- ar höfundarins, sundurlausar nokkuð og greinilega teknar af handahófi, frá því hann gekk í klaustur 1923 og þar til hann var kominn til Svíþjóðar úr Rússlandsdvöl 1938 og þá með Gerzka ævintýrið og Heims- ljós Ólafs Kárasonar bæði í burðarliðnum. Form þessara minninga eru stuttar frásagnir, 37 að tölu á rúmum 300 les- málssíðum bókarinnar. Frá- sagnir þessar ei-u nokkuð sjálf- stæð heild hver fyrir sig. svo að einnar verður notið, þótt ekki sé haft sjónarmið af öðr- um, en þó mynda þær allar saman nokkuð sjálfstæða heild. sem fellur í umgerð áður- néfnds fimmtán ára tímabils. Ritgerðasöfn Halldórs Lax- ness eru orðin allmörg. Hið fyrsta, Alþýðubókin, er þeirra langfremst, enda eitt af glæsi- legustu verkum skáldsins. þar sem hver ritgerð fyrir sig er hreint listaverk. önnur rit- gerðasöfn hans hafa verið mis- jöfn að gæðum. Þar hafa verið eftirtektarverðar og stórbrotn- ar ritgerðir i bland, en aðrar léttvægari og sumar svo, að það hefur nálgazt smekkleysi að hafa þær með og aðeins hægt að réttlæta það með þeirri gömlu dyggð. sem heitir nýtni. Þetta síðasta ritgerða- safn er þeirra jafnþynnst á sama hátt og Alþýðubókin er þeirra fremst. Það er leiðinda- þróun, og þó átti ég von á því verra. Kringilyrði ýmiss konar og derringur hefur oft gefið stíl Halldórs svipmeira yfirbragð, á sama hátt og líkamslýti geta aukið mikilýðgi tilkomumik- illa manna, hvort heldur það er ör á brá, vagl á auga. jafn- vel helta eða bjöguð hand- hreyfing, eitthvað sem vekur enn meiri eftirtekt á svipmik- iUi persónu. En þegar draga tekur úr öllu nema lýtunum, þá fer ekki að verða mikið í þau varið. Mér hefur aldrei þótt mikið til þess koma, þegar erlend orð og orðatiltæki. sem almenningur kann engin skil á og hefur því ekki aðstöðu til að njóta, vaða uppi og lat- mælum og hvers konar mállýt- um er slett til og frá i tíma og ótíma og það jafnvel svo, að blindir aðdáendur mikils skálds telja sér skylt að innleiða það meira og minna í daglegt mál sitt. Slíka galla hefurmað- ur þolað orðalaust, skirpir þeim út úr sér eins og steinkörtu, sem leynzt hefur í ljúffengum rétti. Því meira hnossgæti sem um er að ræða, því verr kann maður við bess háttar traktér- ingar, Halldór hefur mikið reynt á þolgæði alþýðu manna með ýmiss konar tilgerð og tildri, sem fjarri er hennar tjáningarmáta. Hún kvartar ekki meðan henni þykir vænt um mann, annars gæti út af þvi borið. Lýsingin á Eggerti Stefáns- syni og kasakska skáldinu Dsjambúl er með þeim ágæt- um. sem skýrast sverja sig i beinan legg til Halldórs (fyrr- verandi Kiljan) Laxness. Mín- útan eina í Stokkhólmi er eitt þeirra undra, sem seint líða úr minni. Greinin um Jóhann Jónsson slær á sömu strengi fclhndi að bera kveðju til bamsföður síns í Stokkhólmi og segja, að hann þurfi ekki að óttast um litlu stúlkuna þeirra, því að „Sovétríkin eru bamgóð“, segir hún. Og þetta segir hún frammi fyrir rúss- nesku leynilögreglunni, sem er að tosa henni bak við tjöldin. Og tjaldið fellur. það þarf ekki að segja meira, allir vita, hvað á eftir kemur. Ég varð svo gagntekinn af þessari frásögn, að mig skar allt í einu í hjartað. þegar nið- ur i vitund mína laust ein- hverjum minningarórum frá sumardögum 1953. Vera Hertsch varð mér allt í einu svo kunnugleg. Mér finnst, að Veru Hertsch, sem rússneska leynilögreglan druslaði að tjaldabaki að Halldóri Laxness ásjáandi 1938, hafi ég mínum eigin augum litið sumarið 1953. Og þessi kona. sem mig minn- ir endilega að héti Vera Hertsch, var svo glöð og ham- ingjusöm, að aðra ósk á ég ekki betri til handa Halldóri Laxness en að hann alla sína ævidaga megi vera jafn glaður og hamingjusamur. En hvort sem Vera Hertsch er lífs eða liðin og hve oft sem ég á eftir að sjá hana glaða og ham- ingjusama, þá stendur það óút- strikað í minni vitund. að Vera EFTIR GUNNAR BEN. og fyrri grein Halldórs um sama listamann, en snertir tæplega eins djúpt. Bemsku- minningar úr foreldrahúsum er unaðslegur lestur. Það hefur alltaf svo listræn áhrif á Hall- dór. að minnast þeirra, sem honum þykir vænt um. Ef til vill er þó frásögnin af Veru Hertsch listrænasta frásögn bókarinnar. Dramatísk stíg- andi er af þeirri gerð, sem má heita óvenjuleg í verkum Hall- dórs, og er þá mikið sagt. Hvað er píningasaga frelsar- ans, sem aldrei lét bugast og kvaddi þetta líf með fyrirbæn fyrir kvölurum sínum, móts við þýzku stúlkuna, sem mitt i ofsóknum Moskvuvaldsins á Stalíntímanum bað skáld frá Hertsch var af lífi tekin af leynilögreglu Stalíns árið 1938. Svo listilega hefur Halldór Laxness skráð sögu hennar, án þess beinum orðum að til- kynna lát hennar. Annars eru glæpir Stalíns svo ægileg martröð á þessari síðustu bók Nóbelskáldsins okk- ar, að hann hrökklast oftar en skyldi út af brautum listrænn- ar frásagnar. Erlendur í Unu- húsi er ein þeirra persóna, sem Halldór ann hugástum. Hann skrifar fagurt upphaf af grein um hann. En allt í einu dapr- ast honum flugið og hann svíf- ur ósjálfbjarga niður á flat- neskju hversdagslegs Rússa- níðs, sem hver venjuleg við- reisnarstjóm beitir fyrir vagn Halldór Laxness sinn. Hann fer að ræða um viðhorf Erlends til náungans og samfélagsmála. Þá er Er- lenaur látinn lýsa því yfir, ao biðji maður hann um peninga fyrir eitri til að drepa sjálfan sig. þá lætur hann þá peninga af hendi með mikilli ánægju. Vægast sagt er þetta mjög ó- smekklegur dráttur í mynd Er- lends, auk þess að vera yfir- taks ósannur. En þetta er að- eins slæðingur undan öðru verra. Allt í einu eru þeir komnir Hitler og Stalín inn á sviðið. Og þá þarf ekki að sök- um að spyrja: Greinin um Er- lend í Unuhúsi, tærustu lista- mannssál. sem við kunningjar hans þykjumst hafa komizt í kynni við, er allt í einu orðin sóðalegur óskapnaður. Ritgerðarform skírskotar til skynsemi öðrum listformum fremur. Skortur Halldórs á rökrænu jafnvægi er hans veikasta hlið í þessari grein. 1 þessari bók skrifar hann sjálfur, sjálfsagt ósjálfrátt, á- gætan dóm um mikinn fjölda þeirra greina, sem þessi sama bók hefur inni að halda. Hann rennir „aftur augum yfir lof- gerðarrollu um dvöl mína með benediktsmúnkum sem ég setti saman um jóliri 1924". í tilefni af þeirri grein segir hann: „Að öðru leyti er grein- in skrifuð að þeim hætti sem auðkennir trúmenn þá er þeir Vitna um sýn af helgum stöð- um trúar sinnar: verður óger- legt af lýsingunni að sjá að þeir hafi komið þar. Eftilvill stafar þetta af því að staður- inn er ekki til í reyndinni eins og þeir sjá hann“ (bls. 13). Þetta er sannleikurinn um lýsingar Halldórs á Sovétrikj- unum og kommúnismanum. en þær lýsingar eru rauði þráður- inn í þessari nýjustu bók hans. Það verður að vísu ekki sagt, að bókin vitni „um sýn af helgum stöðum trúarinnar". en það er karlinn á kassanum, sem útmálar ógnir og pislir helvitis. Þegar um karlinn á kassanum er að ræða, þá er það ekki aðeins ógerlegt af lýsingunni að sjá að þeir hafi komið þar,“ heldur veit maður, að karlinn á kassanum hefur aldrei til helvítis komið. En hitt vitum við að vísu. að Hall- dór hefur komið til Sovétríkj- anna, en það fer tvennum sög- um af þeirri för og hvað fyrir augu hans hefur borið í þeim leiðöngrum. Þegar hann kom úr Austurvegi, var hann allt- af ákaflega hrifinn og upphóf hástemmdan Iofgerðarsöng. Nú segir hann, að svo aumlegt hafi hann aldrei séð og heldur því fram með þvílíkri áfergju, að manni dettur í hug Galdra- Loftur, þegar hann var að biðja djöfulinn fyrirgefningar á öllu þvi, sem hann hafði vel gjört. Það er sagnfræðileg staðreynd, hvenær Halldór var í Sovétríkjunum, og um þær farir hefur hann rætt og ritað meira en um nokkuð annað, en þó veit maður ekkert um það, hvað hann hefur heyrt þar og séð. Það eitt er nokk- um veginn víst, að maðurinn hefur orðið fyrir þeirri hand- téringu, sem nefnd er heila- þvottur, og er ein af nýjustu hemaðaruppfinningum stór- veldanna. En hver þvoði Hall- dór, og hvar var hann þveg- inn? Það er hin torleysta ráð- gáta. og það út af fyrir sig er merkilegt rannsóknarefni. Var hann þveginn í Rússlandi, svo að hann sá allt öfugt. og Framhald á 8. síðu. ■ Fyrir tilstilli góðra manna og hreina tilviljun hafa íslendingar skyndilega komizt í nánari kynni við samtímamenningu írska, en orðið hefur síðan um daga Örlygs gamla. Hafði frændræknin legið niðri öldum saman. Stórkostlegt að vera ungur Spjallað við Proinnsias O'Duinn Vart getur ólíkari syni Heil- agrar Kirkju og samlanda en Brendan Behan og Proinnsias O'Duinn. Behan, ástríðufullur svoli, eem ungur dró sig til lausingjalýðs, mótaðist sem skáld hjá ævintýramönnum og úrhrökum borgaralegs þjóðfé- lags og hefur tekið ástfóstri við verkamannahverfi Dýfl- innar, og O'Duinn, skilgetið afkvæmi irskrar borgarastétt- ar og fulltrúi þess bezta í menningu hennar. Hann er maður lágvaxinn og grannur, svartur á hár, brúneygur, smáfríður. Fram- ganga hans er fáguð, en við- kvæmnislegt svipbragð hans veitir þó stundum grun um heitar tilfinningar og þann metnað, sem lyfti honum nítj- án ára gömlum á stall hljóm- sveitarstjóra í stærsta leik- húsi Dýflinnar. Ekld snjallt bókmenntaverk „Nei, ég er ekki sérlega hrifinn af Behan,“ segir 0‘- Duinn, „og lýsingar hans á Irum eru ósannar — eiga ekkert skylt við veruleikann. Að sjálfsögðu er til fólk af þessu sauðahúsi hvar sem er, en það er sízt einkennandi fyrir Irland". „En ég ætla ekki að spilla fyrir leikhúsinu ykkar,“ bætir hann við, „og ég ætla að sjá leikritið ein- hvern næstu daga. Vinur minn McAnna segir mér að það sé mjög vel leikið hér og „Gísl“ er jú ef til vill skemmtilegt sviðsverk — en ekki mjög snjallt bókmenntaverk.“ ■ En nú he’fur Þjóðleikhúsið sýnt „Gísl" Beh'ans í allt haust við góða aðsókn og kornungur írsk- ur hljómsveitarstjóri verið ráðinn að Sinfóní- unni til að stjórna fimm fyrstu íónleikum hennar á þessu starfsári. Proinnsías 0‘Duinn stjómar Sinfóníuhljómsveit tslands á æf- ingu — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). „Hver eru þá viðhorf yðar til frelsisbaráttunnar?“ „Páakauppreisnin 1916 var óumflýjanlegur harmleikur og átti sér langan aðdraganda. Þeir sem stóðu fyrir henni voru göfugir hugsjónamenn, sumir snjöllustu og ástsæl- ustu listamenn okkar eins og til dæmis ljóðskáldið Pearse, sem ÍBretar tóku höndum og skutu eftir uppreisnina. Og hin fórnfúsa og hetju- lega barátta þessa fólkg færði okkur sjálfstæði. Það sem á vantar, fæst aðeins við samn- ingaborð. Það skeður þó enn að hóp- ar ævintýramanna og ungl- inga bombardera brezk toll- skýli, skjóta hermenn á landa- mærunum eða vinna önnur ó- þurfarverk. Slík verk eru ill og fáránleg. En sjötíu prósent af erlendum ferðamönnum, eem koma til írlands eru Eng- lendingar og þjónusta við ferðamenn er annar stærsti atvinnuvegur okkar. Sú stað- reynd gefur betri og sannari mynd af sambúð þessara þjóða í dag.“ Þoldi ebki skólana „Og þér eruð frá Dýflinni?" „Já, fæddur þar og gekk þar á skóla. 16 ára gamall hóf ég nám við The Municipal Scool of Music en yfirgaf hann tveimur árum seinna og innritaðist í Konunglega tón- listarakademíuna, — einnig i Dýflinni. En ég þoldí heldur ekki heldur þennan skóla né þröng- sýnina sem þar ríkti eða rétt- ara sagt hégómaskap kennar- anna og smásmugulegan met- ing þeirra á mttíi. Eg komst aldrei til að gera neitt og hætti.“ Að þessari skólagöngu lok- inni réðst O’Duinn sem hljóð- færaleikari til hljómsveitar Gaity Theatre í Dýflinni og nítján ára var hann orðinn stjómandi hennar. Það bar þannig til, að dag einn þurfti hljómsveitarstjórinn skyndL lega til Lundúna og spurði hvort í sveitinni væri einhver áhugahljómsveitarstjóri. „Hér er ég“, svaraði O’Duinn og var samstundis reyndur og ráðinn. Ekki leið síðan á löngu þar til honum var boðið að taka að sér hljómsveit Radio Eireann sem er stærsta hljómsveit Irlands og nokkm stærri en Sinfónían hér. Á íslandi. „Já, hljómsveitin sem ég hef stjórnað telur allt að átta- tíu hljóðfæraleikara en ykkar hljómsveit allt að fimmtíu. En það stafar aðeins af fjárskorti hjá 1 ykkur — það er nóg til af mönnum og óþrjótandi verkefni.“ „Hvei-nig líkar yður að starfa hér?“ „Vel. Það er aðeins málið sem stendur í vegi fyrir því að ég komist í eins náið sam- band við hvem mann, eins og bezt væri á kosið, en ég hef ekki yfir neinu að kvarta og gengur æ betur að ná því sem ég vil.“ „Hafið þér kynnzt mörgum íslenzkum verkum?“ „Eina nútímaverkið sem ég hef heyrt er „Haustlitir" eftir Þorkel Sigurbjörnsson — gott verk — og hér er ég að lesa verk eftir Jón Leifs frá 1961. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.