Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 8
g SÍÐA ÞJðÐVIUINN Sunnudagur 17. nóvember 19S3 Gjör&i játningu fyrir allt Framhald af 7. síðu. sá þvottur síðan þveginn af í auðvaldsheiminum, svo að hlutimir fóru í samt lag aftur? Eða sá hann rétt í Rússlandi frá upphafi sinnar reisu þang- að og heilaþvotturinn síðan framkvaemdur frammi fyrir Hátignum hins vestræna hems. sem Nóbelská'ldið hef- ur þurft að heimsækja um all- ar jarðir? En skítt með allan heila- þvott ef einhverja lógik væri að finna í allri vitleysunni. Þegar einn af mestu andans mönnum samtíðarinnar kemst allt í einu að því, að eitt af stórveldum veraldarinnar er gegnrotið niður í tær, en held- ur þó áfram að verða æ meira stórveldi. þá er þar vissulega merkilegt fyrirbæri, sem and- ans jöfrar heimsins ættu að sjá ástæðu til að varpa ljósi sínu yfir. Sjálfur segir Halldór: „Stundum var eins og ekkert ætti sér lífsvon hjá Stalín nema kenningarmoldviðrið. Og þó varð Rússland fyrir gróður- lausan og ófrjóan vilja þessa jámbenta manns að stórveldi sem lét allan heiminn fara að nötra". Hvemig verður þessu komið heim og saman? Er gróður- leysi og andleg gelding ef til vill orðið sterkasta aflið í heiminum? Þá er skiljanlegt að menn hafi ekki mikið á móti þvi að þróast í þá átt. Eða hefði kannski verið réttara fyrir Nóbelskáldið að athuga sinn gang ofurlítið nánar og vita fótum orða sinna að- eins betur forráð? 1932 er stórborgin Leningrad í þvi- líku ástandi, að hún „hefur varla getað verið nöturlegri að lokum seinna heimsstriðs eftir að Þjóðverjar höfðu setið um hana 1 tvö ár", segir skáldið. Með þessum orðum er eins og höfundurinn geri ráð fyrir, að á tímabilinu frá 1932 til upp- hafs umsátursins 10 árum sið- ar hafi framfarir orðið svo miklar, að tveggja ára umsát- ursástand. eitt hið grimmasta, sem um getur í allri hemaðar- sögu veraldarinnar, hafi ekki tekizt að svipta hana að fullu þessari 10 ára uppbyggingu. En hverjir áttu að geta byggt borgina svona upp á þessum 10 árum? Það er sá ægilegasti tötralýður, sem lýst er í (s- lenzkum bókmenntum, undir forustu sálarlaussharðstjóra, og ótínds gæpamanns. sem sízt af öllu lá á hjarta hagur al- mennings? Það getur vel ver- ið mín vegna, þó að mér þyki það heldur ólíklegt, að hægt sé að gera stórbrotna skáld- sögu án hugsunar. En hitt veit ég. að góða ritgerð er ekki hægt að gera án þess að hugsa pínulítið. Og Halldóri getur hætt við að segja klára vit- leysu, þótt Stalín virðist hvergi í kallfæri. Þannig segir hann t.d. um þjóðfélagslegu skáld- söguna: „Það hafa sem sagt orðið örlög þessarar þjóðfélags- legu siðbótar í skáldskap. að afrek hennar voru gleymd um leið og siðferðiskröfur verksins voru komnar á dagskrá með þjóðinni" (bls. 57). Sjálfur við- urkennir Halldór fúslega, að hann hafi skrifað þjóðfélags- legar skáldsögur, og tilnefnir hann þar bæði Sölku Völku og Sjálfstætt fólk. Ef til vill álít- ur hann, að þessi verk hans og íslandsklukkan og Atómstöðin séu nú þegar gleymd um eilífð með íslenzku þjóðinni. af bví að þær fjalla um siðferðikröf- ur, sem vissulega eru komnar á dagskrá. Hitt þykir mér þó líklegra, að virðingarleysi fyrir rökvísi og linka í hugsun sé undirrót þessarar meinloku. Þegar mestu andans menn heimsbyggðarinnar taka að líta yfir fama leið á efri árum sínum, þá vill maður gjaman mega eiga von á þvi. að þeir hafi eitthvað það að segja, sem varpi ljósi yfir vegferðina, svo að lesandanum verði einhverjir hlutir skýrari en áður. Þetta virðist Halldór forðast eins og heitan eldinn, og blasa þó hvarvetna við djúpsett við- fangsefni. Ég minnist ekki nokkurrar íslenzkrar bókar, þar sem getið er svo margra heimsfrægra stórmenna, sem höfundur sjálfur hefur verið i persónulegum kynnum við. En maður er litlu sem engu nær um þessa menn, þegar maður hefur lesið frásögn Halldórs. Helzt eru það bandarísku höf- undamir Sinclair Lewis og Upton Sinclair, sem hann gerir sæmileg skil. Upp frá því virð- ist sljóvgast hæfileiki hans til að komast i náið samband við samferðaíólkið. Stefan Zweig, Julie Romains, Martin Ander- sen Nexö og Emil Ludwig sjá- um við aðeins í svip, og vita þá fram einhver annkannaleg- heit. Stalín og Hitler em þær persónur, sem langoftast ber á góma. enda fara þar engir smákallar. Svo virðist af bók- inni sem þeir séu eins konar tvífarar, sem flest eigi sameig- inlegt. Nú vita allir, og það er ekki dulið í bók Halldórs, þótt vel sé með farið. að sá er þó munur á æviskeiði þeirra, að annar tók við einhverju há- þróaðasta riki veraldarinnar og skildi við það í rúst en hinn tók við einu frumstæðasta þjóðfélagi Evrópu og skildi við það sem stórveldi í samkeppni við önnur stórveldi heims um fyrsta sætið í þýðingarmiklum greinum iðnaðarframleiðslunn- ar. Það er hægt að finna minna grand í mat sínum, þar sem athugunargáfa er í sæmi- legu lagi og lítilsháttar alvara um meðferð mála og ekki því meira ofstæki í afstöðu til viðfangsefna. 1 fáum orðum sagt: Það er kastað höndum að þessari bók. Það ættu Nóbelskáld helz* ekki að gera. Og þegar Hall- dór heldur áfram í þessu formi þá ætti hann að vanda sig betur og líta á sig sem á- byrgan fyrir því að vera ekki að rugla um fyrir alþýðu manna, meðan hún heldur enn að einhverju leyti tryggð við hann. Ég held honum liði bet- ur með það. G. Ben. Verzlanirnar Eygló og Feldur sýna haust og vetrartizkuna Síðastliðið föstudags- kvöld var tízkusýning í Klúbbnum á vegum verzl- ananna Felds í Austur- stræti og Eyglóar Lauga- vegi 116. Var þarna sýnd- ur haust og vetrarfatnaður, bæði innlendur og erlend- ur, og auðvitað miðaður við hið íslenzka veðurfar. Mikið af fatnaðinum er saumað á saumastofu ofangreindra fyrirtækja t. d. allir kjólar. Sýningar- stúlkurnar hafa notið upp- fræðslu í tízkuskóla Andreu og sýndu þiarna undir stjórn frúarinnar. Tízkusýningamar annast frú Svava Þorbjarnardótt- ir. Við birtum hér á síð- unni nokkrar myndir frá sýningunni, svo að þær sem ekki komast í Klúbb- inn umrædd kvöld verði ekki alveg afskiptar. Laser rannsóknir Framhald af 6. síðu. aðist til jarðar frá yfirborði þess. Lasertækið var stillt saman við 2.6 m langan stjömukíki í athugunarstöð á Krím og eft- ir nokkrar tilraunir tókst að taka við hinu endurvarpaða ljósi gegnum kíkinn. Slíkar tilraunir geta haft mjög hagnýta þýðingu, þar sem á þennan hátt ætti að verða hægt að mæla með miklu meiri nákvæmni en áður fjarlægðina frá jörðu til ýmissa staða á tunglinu og iafnvel á plénet- unum. segir prófessor Sevemí, »em er forstöðumaður athugun- arstöðvarinnar á Krím. Boraarstjómarmeiríhlutinn er tómlátur um heilsuverndarmál A fundi borgarstjómar fyrra fimmtudag var tekin til umræðu tillaga Alfreðs Gíslasonar, full- trúa Alþýðubandalagsins, um aukna heilsuvemdarstarfsemi. Hinn 20. des. síðastliðinn var samskonar tillögu vísað til stjómar Heilsuvemdarstöðvar- innar til umsagnar. Hefur til þeirrar stjómar hvorki heyrzt stuna né hósti. Átaldi Alfreð þau vinnubrögð harðlega og mæltist til þess, að stjóm Heilsuvemdarstöðvarinnar væri nú enn á ný send tillaga i von um það. að stjómin fengist til þess að svara borgarstjóm. Til- Stórkostlegt að... Framhald af 7. siðu. Það er fyrir strengi. Getur verið að ég taki það inn á prógramm hjá mér á næst- unni.“ „Tónlistargagnrýnandi Vísis lét þess getið eftir fyrstu tón- leika yðar að píanóið í Há- skólabíói væri gjörónýtt. Hvað segið þér um það?“ „Þetta fékk ég ekki að heyra en ég er hjartanlega sammála. Meðan ekki verður úr þessu bætt og nýtt hljóð- færi fengið er sú hætta fyrir hendi að einleikarar sem hing- að eru fengnir neiti að leika á þetta hljóðfæri." „Vísir hafði viðtal við yður sem hafði að yfirskrift: Við- bjóðslegt að vera ungur — og átti að vera eftir yður haft.“ „Þetta er alrangt. Eg sagði aldrei neitt þessu líkt. Það er stórkostlegt að vera ungur — dásamlegt. Það sem ég sagði við blaðakonuna var að aldur- inn væri minn versti óvinur, eða hefði verið, þegar ég var í atvinnuleit." laga Alfreðs gerir ráð fyrir þvi, sinnar vegna verið á móti tillög- að stjómin skib áliti á því, að um minnihlutans. Er Úlfari í sambandi við stöðina verði vinsamlega bent á að koma sér stofnaðar fjórar nýjar deildir, upp kjötkaupmanni hið allra sjónvemdardeild, vinnuvemdar- fyrsta. deild. deild almennrar heilsu- t>ar er skemmst frá að segja, vemdar aldraðs fólks og geð- að Oifar virtist telja þau vinnu- vemdardeild fullorðinna. brögð sjálfsögð hjá stjóm Úlfar Þórðarson, augnlæknir, Heisluvemdarstöðvarinnar að varð fyrir svörum af hálfu borg- virda ekki þorgarstjóm svars. arstjómarmeirihlutans. Er Ulf- pvargaði síðan góða stund um ar þetta fákænni en dr. Sigurð- t;llögUTla fram og aftur, virtist ur Sigurðsson, sem hafði það telja litla ^rf á viðkomandi fyrir venju að láta Þorbjöm f deildum við Heilsuvemdarstöð- Borg mæta fyrir sig á bæjar- ina ofí komst sv0 skáldlega að stj órnarfundum. þegar hann gat orði að >engan dreymdi um að ekki Iæknislegrar samvizku^ Rofna á ’Verðinum“. Flutti síðan frávisunartillögu, sem að sjálf- sögðu var samþykkt. Þá var tekin fyrir tillaga AI- freðs Gíslasonar um almenn- ingsnáðhús. Er þar lýst furðu yfir þvi, að ekki skuli vera kom- in til framkvæmda samþykkt borgarstjómar frá 20. des. 1962 um að byggja almenningssalemi við Hlemmtorg. Þá er borgar- ráði falið að láta hið fyrsta full- gera náðhúsið við Miklúbraut, svo og að láta hefja byggingu náðhúss í Hljómskálagarðinum. Borgarstjóri varð fyrir svör- um, og lét vísa tillögunni frá á þeim forsendum, að náðhúsið við Miklúbraut yrði tilbúið i þessum mánuði. en hafin yrði i vetur bygging náðhússins i Hljómskálagarðinum. Engu gat hann í þetta sinn lofað um náð- hús við Hlemmtorg. Þá var tillögu Alfreðs Gisla- sonar um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis í eigu borgar- innar visað frá á þeim forsend- um. að unnið væri nú að rann- sókn þeirra mála. . „Og þér hafið auðvitað ekk- ert nema gott um Island og Islendinga að segja.“ „Isiendingum svipar 1 ýmsu til Ira. Þeir eru frjálslegir og rólegir í framgöngu. Þjóðim- ar eru einnig líkar í útliti og hér sér maður mikið af „Call- ins“, en það er írska heitið á rauðhærðu og frekknóttu sveitastúlkunum okkar. En þið farið ekki eins vel með vín og Irar. Flestir Irar gætu drukkið margfalt á við Islend- ing, án þess að haga sér eins og ég hef séð drukkna menn láta hér. Annars smakka ég ekki vín. Maður sem drekkur glatar virðingu fyrir sjálfum sér og getur ekki haldið virð- ingu annarra. „Þessi litli pinni,“ O’Duinn bendir mér á rautt merki í jakkahomi sínu, „er merki bindindissamtaka á Irlandi. Engum Ira sem sér þennan pinna, mundi detta í hug a.ð bjóða mér glas.“ „Ekki einu sinni Behan?‘“ „Jú, kannski Behan.“ tíhjv. Hrafnhildur klæðist nú svört- um kvöldkjól, sérstaka at- hygli vekur bekkurinn að neð- an, en hann er úr atlassilld. Þessi glæsilegi f jaðrahattur er enskur en fæst eins og aðrir hattar á sýningunni í Feld- imun í Austurstræti. Tillaga Alfreðs Gíslasonar var svohljóðandi: „Með því að í eigu borgarinn- ar eru á annað hundrað heilsu- spillandi íbúðir og að slíkt verð- ur að teljast með öllu vansæm- andi, þá ályktar borgarstjómin, Framhald á 2. síðu. Þessi kjóll, sem Guðrún Dóra klæðist er brúnn úr grófu frönsku ullarefni. Kjóll- inn er með minkaskinni í hálsinn og við hann er notuð ixlaslá. Hér er Hrafnhildur Guð- mundsdóttir í tvískiptum mosagrænum kjól úr ullar- jersey og rúskinni. Hvíti samkvæmiskjóllinn hennar Auðar Guðjónsdóttur er úr siffon og pilsið pífu- skreytt. Við hann eru notaðir háir hvítir hanzkar. Guðrún Dóra Erlendsdóttir sýnir Ijósa kápu með stórum kraga úr Toscanaskinni. Lilja Norðfjörð klæðist hér einfaldri dökkbrúnni dragt með litlum minb-''......a.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.