Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.11.1963, Blaðsíða 12
Bargoorn hefur nú veríð látinn laus MOSKVA 16/11 — Andrei Gromiko utanrík- isráðherra Sovétríkjanna tilkynnti í dag, að bandaríski prófessorinn, Barghoorn, sem tek- inn var fastur í Sovétríkjunum um mánaða- mótin fyrir meintar njósnir, yrði látinn laus og sendur heim innan skamms. Ráðherrann sagði, að þessi ákvörðun hefði verið fekin vegna þess að Kennedy Bandaríkjaforseti hafi lát- ið í ljósi þungar áhyggjur af þessu máli. Ekk- ert hefur enn verið látið uppi um hvar og hve- nær Barghoorn verði látinn laus. Orðsending frá Kvenfélagi sósíalista KVENFÉLAG SÓSlAUSTA hef- nr beðið blaðið að vekja at- hygli á bazar sem fyrirhug- aður er að Tjarnargötu 20, 30. nóvember n. k. Hér er um aðaltekjuöflun félagsins að ræða og vaentir stjórnin þess að félagið njóti gjafmildi og rausnar vclunnara sinna svo sem jafnan fyrr. BAZARNEFND hefur þegar tek- ið til starfa og fylgja hér nokkur nöfn og símanúmer nefndarkvenna er taka á móti framlögum og eru til viðtals og skrafs og ráðagerða um bazar Kvenfélags sósíalista 1963: SIGRlÐUR ÓLAFSD. 40770, Ragnheiður Jónsdóttir, 32455. Halldóra Kristjánsdóttlr 33586, Sigríður Þóroddsdóttir, 36578. Elínborg Guðbjarnardóttir, 34980, Guðrún Kristjánsdótt- ir 10819, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, 33103, Þóra Jóns- dóttir, 33519. K M0RGUN! Vinsamlegast hringið í síma 17500 ef þið getið tekið að ykkur útburð á blaðinu. Afgreiðsla Þjóðviljans. (Sjá auglýsingu á 2. síðu) Sinfóníuhljóin sveit Fortland. Sinfóníuhljómsveit Portland helgar Reykjavík útvarpsdagskrá 1 sumar komst það til tals. að Voice of America sæi um upp- töku á tónlistardagskrá, sem helguð yrði íslandi. Nú hefur verið afráðið, að Sinfóníuhljóm- sveit Portland i Maine í Banda- ríkjunum Ieiki inn á segulband nokkur verk, þ.á.m. „Minni ís- Iands“ eftir Jón Leifs. Upptakan mun fara fram á vegum VOA 19. nóvember, og stjómar Arthur Bennett Lipkin flutningi verkanna. Dagskráin, sem kölluð verður „Salute to Reykjavík", verður síðar flutt í íslenzka útvarpinu. Vonir standa svo til, að Sinfóníuhljómsveit íslands endurgjaldi þennan vin- áttuvott. Einsöngvari með hljómsveit- inni verður Norman Scott. I fjarveru Thors Thors ambassa- dors mun Þór Vilhjálmsson verða viðstaddur, er upptakan fer fram, Dagskráin í heild verður sem hér segir: PURCELL: „Trumpet Volunt- ary“ (hljómsveitarútsetning: Sir Henry Wood) JÓN LEIES: Icelandic Over- ture. Öperuaríur (Norman Scott): Mozart In Diesesn Hedl'gen HALLEN, „Töfrafilautan” Mozart: Non Piu Andrai. „Figaro“ Verdi: II Lacerato Spirito, „Simon Boccanegra" Verdi: Ella Gi- ammi M’amo. „Don Carlo“ Ross- ini: La Callunnia, „Rakarinn frá Sevilla". KAY: „Fantasie Variation“ (frumflutningur; verkið samið sérstaklega fyrir þessa tónleika) HLÉ. DVORAK: „New World Symphony’’. Eina tækifærið í kvöld HLAUT BEZTU DÓMA í USA Heimsfrægur píanósnillingur heldur tónleika í kvöld. Roger Dettmer ritar í Chi- gagó‘s American (28. okt. sl.) lik- ir leik hans við eldgos, segir að sovézkt eldfjall hafi gosið þegar Flíer var setztur við píanóið. Flier eigi, ásamt Svjatoslav Richter, „endurskapandi eðli- leik“ sem minni á að báðir þess- ir píanóleikarar séu af sama músikskóla og þeim er skapað hafi Rachmaninov og Horo- WASHINGTON 16/11.— Blaða- fulltrúi portúgölBku sendinefnd- arinnar, sem kom tíl Washing- ton á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sagði í dag, að Portúgalar muni ef til vill segja sig úr Sameinuðu þjóðunum. vegna ó- löglegs meirihluta sem hvað eft- ir annað komi fram við kosn'ing- ar. — Við tökum ekki þátt í vin- sældakeppnum, hvorki hjá Sam- einuðu þjóðunum né annars staðar, sagði Moniz blaðafull- trúi. witz. Jakob Flíer sé „hið á- stríðuheita skáld meðal nútíma píanóleikara". Eric Salzman segir í New York Herold Tribune (11 okt. sl). eftir einleik Fliers með New York Philharmonic undir stjóm Leonards Bemsteins: „..engin uppgerðar leikni, heldur sönn stórfengleg tækni til að vekja hræringu og gefa litríki fyrir- hafnarlaust ..“ Cane Coast Standard Time (4. nóv. Flíer komst í „undra- verðar hæðir í lýriskri og skáld- legri túlkun og lék með yfir- burðum og stjórnfastri tækni .. “ Hann hafi leikið fimm verk i klassisku formi eftir fimm inn- blásnustu tónskáld og hvergi vikið frá kostgæfilegum flutningi og leikið af djörfung og hrif- næmu innsæi. New York World-Telcgram (11. okt.): ástríða í leik hans, en aldrei offors’i; hugkvæmni og dýpt, hvergi sýndarmennska. .. Sunnudagur 17. nóvember 1963 — 28. árgangur — 244. töiublað. ÍV1| m $11 hÍfPÍlf Síldarverksmiðja á Patreksfirði Patreksfirði 15/11. — 1 sumar og haust hefur verið unnið að uppsetningu á nýjum vélum í síldarverksmiðju Þorbjöms heit- ins Áskelssonar og er þvi verki nýlokið. Getur síldarverksmiðj- an unnið 1500 mál af síld á sól- arhring. Vélsmiðjan Héðinn hef- ur séð um uppsetningu á þess- um vélum. Fyrsta síldin barst hér á land á dögunum og reynd- ust öll tæki í góðu lagi. Vélbát- urinn Hannes Hafstein kom með þessa síld og fóru 900 tunn- ur í frystingu og 600 tunnur í bræðslu. Þrir bátar stunda línuveiðar héðan og er meðal- afli 10 tonn eftir róðurinn. Það eru Dofri. Andvari og Sæborg. — ö. F. Fjallvegir eystra að teppast Hallormsstað 14/11. — Nú er orðið alhvítt hér um allt og færð mjög farin að spillast. Fjarðarheiði og Fagridalur eru orðin ófær nema á snjóbíl og einnig er Jökuldalsheiði orðin ó- fær. Þó fór um hana leiðangur frá Byggingarfélaginu Snæfell rétt eftir helgina. Var hann að koma með mokstursvél og mok- aði sig áfram með hennl. Er leiðangurinn nú að Ijúka við stíflugerð við Ódáðavötn sem eru fyrir sunnan öxi inn af Skriðdal. Er þar ■ verið að gera vatnsmiðlun fyrir Grímsárvirkj- unina. Vegir í byggð eru enn vel slarkfærir nema í Skriðdal. — sibl. ísfirðingar eru reiðir ísafirði 16/11. — Kaupstaðar- búar eru fjúkandi vondir í dag út af áætlunarflugferðum hing- að til staðarins. Hafa flugferðir verið óreglulegar hingað og alls engar síðustu daga og er ýmsu borið við. Grunur leikur á, að eldgosið við Vestmannaeyjar teppi allan flugvélakost í land- inu þessa daga. — H. Ó. Ölu dilka sína í nýrækt Mýrahreppi 13/11 — Uppskera garðávaxta brást i hanst og hverfa nú bændur hér í sveit- inni frá kartöfluræktun og rófnaræktnn og ætla sér að Ieggja meiri áherzlu á kúabú í framtíðinni. Fækkar nú hin- um frægu Homafjarðarrófum á markaðnum. Svo fór cinnig um uppskeru í fyrrahaust. Annars eru nú töluverðar byggingarframkvæmdir á fjós- um og gripahúsum í haust. Fjósbyggingar era komnar und- ir vök að Brunnhóli og Nýpu- görðum með 24 básum í hvorri byggingu. Fjárhús er í byggingu fyrir 400 fjár í Viðborðsseli. Þá hefur áhugi vaknað í sveit- inni fyrir ræktnn á vatnasönd- um. Þannig hafa 5 bændur ræktað 30 hektara f Flateyjar- landi og 9 bændur hafa ræktað 40 hektara í Hólmslandi. Dilkar reyndust í góðu meðallagi í slát- urtíðinni. Fengu þeir að ganga I nýræktinni nokkrar vikur f haust áður en þeim var slátrað. — S. E. Bændafundur í Suðursveit Hrollaugsstöðum 16/11. — Bændafundur Austur Skaftfell- inga er haldinn. hér á staðnum um helgina og mæta á honum fimm fulltrúar frá búnaðarfé- lagi hvers hrepps í Austursýsl- unni. Til umræðu eru sam- göngumál innan sýsTunnar, raf- orkumál og ræktunarfram- kvæmdir. Menningarsamband Austur- Skaftfellinga heldur svo kvöld- vöku hér annað kvöld og koma á hana allir sem vettlingi geta valdið hér í Suðursveit. Þessi bændafundur er árlegur siður og var haldinn að Nesjum í fyrra um líkt leyti. — T. S. Prófcssor Jakov Flíer heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld og verða það einu tónleikar hans hér á Iandi en hann er á heimleið úr tónleikaferð um Bandaríkin. Á efnisskránni í kvöld eru verk eftir Mozart, Chopin, Mússorgski og Kapalévskí. Hér eru birtir útdrættir úr dómum nokkurra bandarískra blaða um prófessor Flíer. Endurbætur á gömlu frystihúsi Patreksfirði 15/11. — Nýlokið er stækkun og breytingum á hinu gamla hraðfrystihúsi Vatn- eyrarbræðra, sem nú er eign dánarbús Þorbjöms Áskelsson- ar frá Grenivík. Þorbjöm fórst í flugslysi síðastliðið vor. Synir hans Guðmundnr og Njáll veita fyrirtækinu forstöðu. Frystiklef- ar hússins hafa verið Iagfærðir og bætt við Iágþrýstiþjöppu af gerðlnni H — 600 og einnig svo- nefndn skápatæki. Afköst nýju frystitækjanna eru 12 tunnur á klst. 1 frystihús- inu voru fyrir 10 gömul frysti- tækl, sem voru endurbætt. Þannig verða afköst gömlu og nýju tækjanna samtals um 20 tunnur af síld á klst. Þá hefur verið byggður nýr ísgeymir og rúmar hann 140 tonn af ís og var sett upp við hann ný ísvél, sem framleiðir 18 tonn af skelís á sólarhring. Einnig hefur verið komið upp sjódælustöð og sjálfvirkrl ventlastöð fyrir frystigeymslum- ar. — ö. F. Djúpvegur mjakast inn með Skötufirði Þúfum 13/11. — Unnið hefur verið að svokölluðum Djúpvegi nokkrar vitour í haust og ýtt upp 4 til 5 toílómetra spotta að vestan í Álftafirði og að austan í Skötufirði. En 70 kílómetra bi'l er þama á milili og má guð vita hvenær akvegasamband verður komið á við Isafjarðarkaupstað og þar með við umiheiminn. 1 Skötufirði hefur Kristleifur Jónsson verkstjóri verið að störf- um við þriðja mann og eru þeir að nálgast bæinn Skarð f SkötufirðL ,4 — AS, Steinasandur undir ræktun Suðursveit 16/11. — Stórfelld- ar ræktunarframkvæmdir fara nú fram á Steinasandi og er sandauðnin brotin til ræktnnar. Hefur þetta svæði verið girt °g er þessi fyrsti áfangi 120 hektarar. Tólf bæir austan meg- in í Suðursvcit standa að þess- ari ræktun. Það em svokallaðir Miðþorpsbæir og Borgarhafnar- bæir. Jarðýta hefur verið að vinna þama i hanst til undir- búnings sámngu næsta vor og er þá ætlmtín að sá € 60 bekt- ara. Stefnt er að tín hefttara rækt- uðu landi fyrir hvern bæ i sveitlBj^ á næstunni. — T. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.