Þjóðviljinn - 19.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.11.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 19. nóvember 1963 — 28. árgangur — 245. tölublað. Málflutningi frestað / gær ■ Að flutningi olíumálsins svonefnda er nú komið í Hæstarétti. Stóð til að máflutningurinn hæfist í gærmorgun, en vegna veikinda varð að fresta honum. Má gera ráð fyrir að málflutningurinn geti hafizt í dag með því að saksóknari ríkisins, Valdimar Stefánsson, hefji flutning sóknarræðu sinnar. Þetta er mjög umfangsmikið mál og má því eins búast við að málflutningur taki marga daga. •• MOKKURINN RÍS HÆST ★ Eldgosið við Vestmannaeyjar heldur áfram af auknum krafti og befur mökkurinn aldrei verið ferlegri en i gærdag. ★ Var hann baeði stærri að ummáli og hefur aldrei risið eins hátt eða níu til tíu kílómetra. Það var upp fyrir veðrahvörf í gærdag. Sumir álíta, að þetta stafi af hagstæðara veðri; en á þessum slóð- un var hæg norðaustan átt í gær og nær heiðskírt. ★ Þá eru sprengingar taldar tíðari og hefur sprengjuhljóð borizt til Eyja í mestu sprengingunum og það þótt á móti vindi sé. ★ Asl I Bæ hélt til gosstöðvanna i gærmorgun við þriðja mann á litlum báti og virtist honum eyjan vera orðin sex hundruð metr- ar á lengd og hálfhringlaga í laginu og vall sjórinn inn í gíginn um tvð skörð.sem virtust smám saman vera að fyllast upp ★ Hæð eyjarinnar hefur lítið breyzt og virðist vera milli fjörutíu og fimmtíu metrar, þar sem hún rís hæzt norðaustan til á eyj- unni. Minni hóll er hinummegin á eyjunni. Eru hólamir svartir að lit og svo mun eyjan vera öl. Yngsta eyjan við ísland SAMSTADA NAÐIST UM SAMNINCAMÁUN AS forða þjófnaði 1 gær var frumvarpi Einars Olgeirssonar um breytingu á lögum um áburðarverksmiðju rikis- ins vísað til annarrar um- ræðu í neðri deild og nefndar. en Iengra hefur- þetta mikilvæga mál aldr- komizt. Frumvarpið miðar að þeirri breytingu einni, að úr því verði endanlega skorið, að þessi verksmiðja sé almenningseign en á því hafa orðið nokkrar vöflur. Miðstjóm Alþýðusambands íslands samþykkti fyrir viku, á fundi sínum á mánudagrskvöld, að boða til fundar með fulltrúum þeirra ýmsu starfs- greina sem nú em að hefja samningaumræður til þess að efla samstöðu verkalýðsfélaganna í samn- ingnnum. Fundir fulltrúanna stóðu á föstudag og sunnudag og barst Þjóðviljanum í gær þessi frétta- tilkynning frá Alþýðusambandi íslands um árangurinn: „Eins og áður hefur verið frá skýrt hefur að undanförnu ver- ið unnið að því, að verkalýðs- samtökin gætu komið fram sem samstæð heild við samnings- gjörð þá um kjaramálin, sem nú fer í hönd og stefnt er að að Ijúki fyrir 10. desember n.k. — Er nú fullráðið, að þau fé- lög sem nánasta samleið eiga standi sameiginlega að samn- ingaviðræðum. Eina heildina mynda félög ó- faglærðs verkafólks, aðra verzl- unarfólks. þá félög málmiðnað- armanna og skipasmiða, félög byggingariðnaðarins, bókagerðar- menn, svo og Iandsfélag rafvirkja og mjólkurfræðingar. Ekki er enn fullráðið hvernig málum nokkurra stéttarfélaga verði skipað. Til nánara samstarfs og sam- ræmingar í samningagerðinni hefur verið ákveðið, að fulltrúar frá þessum hópum myndi sam- eiginlega nefnd, er fjalli um sameiginleg vandamál, sem upp kunni að koma, og stuðli að samræmingu í samningagerð- inni“. Framhald á 2. síðu. FORSETI ÍSLANDS OG FÖRUNEYTI HÍLT í OPINBERA HEIMSÓKN TIL BRETLANDS í GÆRMORGUN Forsætisráðherra Bretlamds, Sir Alec Bouglas-Home, tók ásamt fleiri brezkum tignarmönnum á móti forseta íslands, hr. Ásgeiri Asgeirssyni, er hann kom til Lundúna síðdegis í gær. Frá för forseta er nánar skýrt á 2. síðu, en myndin var tekin á Reykjavíkur- flugvelli í gærmorgun, er handhafar forsetavalds, forseti Hæstaréttar, forseti sameinaðs Alþingis og forsætísráðherra kvöddu for- •eta og óskuðu bomuu fararheáMa. Frá ivinstri: Þórður Eyjólfsson, Birgir Finnsson, forsetinn og Bjarni Benediktsson. ÞESSA MYND tók Þorieifur Einarsson jarðfræðingur siðdegis á' Iaugardag á gosstöðvunum við Vestmannaeyjar og sést cýjan sem myndazt hefur við gosið vel á myndinnL Er það norðvestur gígbarmurinn sem myndin er af og stígur reykur upp af gjallinu. ÞJÓÐVIJINN átti í gær stutt spjall við Þorleif um gosið og fékk einnig hjá bonum fleiri myndir af þvi tii birtingar. Sjá 12, síðu, GERIÐSKIL í HÞ 1963 ■ Áskrifendum Þjóðvíljans í Reykjavík og Kópa- vogi hafa nú verið sendir miðar til sölu í Happ- drætti Þjóðviljans 1963 og verið er að senda miða út á land. Væntir blaðið þess að menn bregðisl vel við og hefjist þegar handa þar eð tíminn ei stutíur. Er æskilegt að menn geri skil fyrir seld- um miðum sem allra fyrst. Þannig geta menn t.d gert skil í tvennu lagi fyrir þeim miðum sem þeii hafa fengið senda. Skrifstofa happdrættisins ei að Týsgötu 3, sími 17514, og er hún opin kl. 9—12 og 13—18 daglega. ■ Aðalvinningurinn er sem kunnugt er fokheld 4ra herbergja íbúð en auk þess 10 ágætir auka- vinningar, þar á meðal vegghúsgögn frá Axel Eyj- ólfssyni fyrir kr. 5000,00 og sjást þau hér á mvnd- inni. Hinir aukavinningarnir verða kynntir j næstu blöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.