Þjóðviljinn - 19.11.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.11.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. nóveiriber 1963 ÞlðÐVIUINN SÍÐA 5 ENN UM DEILU K.S OG K.S.Í. íþróttasíðu Þjóðvilj- ans hefur borizt eftir- farandi grein frá Braga Magnússyni, Siglufirði: Deila Knattspyrnufél. Siglu- fjarðar _ og Knattspymusam- bands fslands hefur undanfar- ið verið til umræðu í blöðum. Þar sem mér er málið skylt, sem K.S.-ingi, langar mig til að segja nokkur orð. Eins og þegar hefur komið fram, er upphafs þessarar deilu að leita í leik K.S. og Þrótt- ar, sem fram fór í Siglufirði 3. ágúst s.l. í 2. deild. K.S. vann leik þennan glæsilega, 4:2, eftir að Þróttur hafði haft forustu í hálfleik, 2:0, sem hvorttveggj a voru hrein klaufamörk. Með K.S. lék 16 ára gamall piltur, fæddur 26/4 1947, sam- kvæmt reglum K.S.Í tilheyrði hann ennþá 3. aldursflokki, þar sem hann var ekki fæddur fyr- ir áramót 1946‘—1947. Stjóm K.S. gerði sér þetta Ijóst löngu fyrir fyrrgreindan leik, og hafði tvívegis sótt um undanþágu fyrir piltinn með neikvæðum árangri, en er sótt var í þriðja s'inn, skömmu fyr- ir leik, fengust þau svör frá stjóm K.S.f, sem ekki var hægt að skilja öðruvísi en 'jákvæð. Bæði dómari o.g Þróttarmenn vissu um aldur piltsins fyrir umræddan leik, enda ekki far- ið í neina launkofa með hann, þar sem fyrir lá leyfi stjómar K.S.f. Svo skeður það, 6. ágúst, að Þróttur kærir leikinn og krefst þess að sér verði dæmdur sig- ur í leik, sem hann tapaði, af því að einn leikmanna K.S. væri of ungur. Héraðsdómstóll Í.B.S. af- greiddi mál þetta eins og efni stóðu til, þ.e. úrskurðaði leik- inn löglegan þar sem leyfi K. S.f. var fyrir hendi, en vísaði kærunni að öðru leyti frá, sem of seint fram kominni. Þróttur taldi sig ekki geta unað þessu og kærði áfram til dómstóls K.S.Í. Þarmeð hefst merkur, en heldur leiðinlegur, þáttur í sögu K.S.f. Án nokkurrar frekari gagna- öflunar kveður þes-si virðulegi dómstóll upp dóm, þar sem algjörlega er farið að kröfu Þróttar og gengið í berhögg við lög og reglur K.S.f. bæði bókstafinn og andann. Skipting í aldursflokka og hömlur á að yngri keppi með eldri eru settar til verndar þeirn yngri, til þess m. a. að þeim sé ekki ofgert í harðri keppni við líkamlega sterkari menn. Fyrir báðum dómstól- um lá læknisvottorð um að heilsa og líkamsburðir um- deilds pilts leyfðu þátttöku hans í fyrrgreindum leik. Svo var pilturinn orðinn 16 ára, þó hann hefði ekki orðið það fyrir áramót. Andi laganna leyfði því frávik frá reglunni, enda má gera ráð fyrir, að leyfi stjórnar K. S. I. sé af þeirri staðreynd sprottið, þó aumingja mönnunum hafi förl- azt síðarmeir. Þetta var um andann. Svo er það bókastafurinn. Knattspymudómstóllinn tek- ur sér refsivald, sem hann hef- ur a.m.k. ekki í þessu tilfelli, því það er hvergi i lögum K. S.f. getið um viðurlög við því ef of ungur maður keppir með eldri flokki. Aftur á móti eru ströng viðurlög við því, er keppandi reynist of gamall. Dómstóllinn brýtur þama regl- ur K.S.Í., og svo brýtur hann sínar eigin starfsreglur, er hann gefur aðeins öðrum að- ilanum, Þrótti, kost á að skýra mál sitt, þ.e, sakþomingprinp er dæmdur án þess að fá að verja sig. Þessi óréttláti dómur bitnaði ekki eingöngu á K.S. Eftir þennan marg umtalaða leik voru þrjú félög jöfn að stiga- tölu í B-riðli 2. deildar, K.S., f.B.H. og Þróttur, með 7 stig hvert, en með dóminum, þar sem Þrótti eru færð 2 dýrmæt stig á silfurbakka réttlætisins. eru Hafnfirðingar líka dæmdir út úr úrslitum i riðlinum. Nú hefur það sennilega ekki verið ætlun dómstólsins að skaða aðra en K.S., en þetta sýnir aðeins hver blinda mann- anna með silfurbakkann var, og ofurkapp þeirra, að koma Þrótti í vinningsaðstöðu. Ef Knattspyrnudómstóllinn hefði í alvöru yfirvegað og metið verkefni það, sem hon- um var fengið í hendur í þetta sinn, er ég viss um að útkom- an hefði orðið önnur, þvi varla er það trúlegt, að K.S.f. hafi valið eintóma kjána eða „lókal -patrióta" í æðstu dómarastöð- ur. Önnur skýring en fljótfærni og kæruleysi getur ekki rétt- lætt þá staðreynd, að K.S. er afgreitt sem óflínt glæpafélag, og annað félag Í.B.H., sem enganveginn verður sakfellt, er barið niður lika. Ef dómstóll K.S.f. sá ein- hverja ástæðu til að breyta staðreyndinni um sigur K.S., var enganvegin hægt að ganga lengra, lagalega og siðferði- lega, en að dæma leikinn ó- gildan og úrskurða að K.S. Qg Þróttur skyldu leika á ný. Fyr- ir slíkum úrskurði hefði K.S. sennilega beygt sig, en þjösna- skap er ekki hægt að virða. Jæja, svo skeður það að „úr- slitaleikur" milli Þróttar og Breiðabliks, sem sigraði í A- riðli, er ákveðinn. K.S. kærir þá í senn dóm knattsnymu- dómstólsins fyrir Í.S.f. og krefst þess að „úrslitaleikn- um“ sé aflýst. „Úrslitaleikn- um“ var frestað og Í.S.f. af- greiðir málið til stjórnar K. S.f., með tilmælum um nán- ari yfirvegun. M.ö.o. var stjóminni gefinn kostur á að leiðrétta skekkjuna án veru- legs álitshnekkis. En stjórn K. S.f. kaus heldur álitshnekkinn, og frá dómstól hennar kom það, syar, að aljt skyldi standa óhaggað. Að visu fékk K.S. ekki aðrar fréttir af afgreiðslu þessari en frá kunningjum í Keykjavík, og svo í blöðum og útvarpi. Einhverntima var sagt að kurteisin kostaði ekki peninga, en þama hefur stjórn K.S.f., sennilega verið uppiskroppa af þeirri „vörutegund“. Sama dag og „úrslitaleikur" Þróttar og Breiðabliks fór fram, mótmælti K.S. enn kröft- Nauðsyn tryggingarsjóðs Framhald af 4. síðu. sýni ótvírætt að hér er um þarft mál að ræða, og flutn- ingsmenn þeirra hafa í raun- inni sparað mér að flytja ýmis rök því til framdráttar, og ég get í flestum greinum látið mér nægja að taka undir þeirra rökstuðning fyrir sín- um tillögum. Það er kjarni þessa máls að afkomumöguleikar þeirra tveggja atvinnugreina, sem þjóðin hefur lengst byggt af- komu sína á og gerir enn, sjávarútvegs og landbúnaðar, eru enn þrátt fyrir alla nú- tímatækni og margvíslegar framfarir að verulegu leyti háðar náttúruöflunum, sem á- vallt má gera ráð fyrir að skapað geti jafnvel mjög miklar sveiflur, sem verða ein- staklingunum sem verst verða úti ofviða. í sjávarútveginum hefur verið reynt og með verulegum árangri að jafna á- föllum vegna aflabrests og fleyta þeim sem af þeim sök- um fara halloka yfir erfið- leika af þeim sökum Þetta hefur verið gert gegnum tryggingaF!tít 'fsemi aflatrvgg. ingasjóðs sjávarútvegsins, en fjár til starfsemi hans er fengið bæði frá útveginum sjálfum og frá ríkissjóði. Það gegnlr í raun og veru furðu að ekki skuli enn vera fyrir hendi nein trygginga- starfsemi sem geti á hliðstæð- an hátt tryggt þeim sem land- búnað stunda, að einhverju leyti amk., gegn uppskeru- bresti og mildað þannig afleið- ingar óhagstæðs árferðis. Af- leiðingar þessa hafa svo m.a. orðið þær að grípa hefur orðið til sérstakra aðgerða í neyð- artilfellum eins og t.d. ’51 vegna óþurrkanna miklu á N.- og A.-landi og á Suðurlandi 1953. Miklu oftar hafa þó bændur orðið að þola óbætt tjón sitt af mörgum þeim búsifjum sem eðlilegt og sjálfsagt er að tryggingar nái til, svo sem t.d. vegna þeirra stórfelldu kalskemmda sem orðið hafa sum síðustu árin á stórum landsvæðum og rýrt stórlega heyfeng og afurðamagn eðn svo tekið sé dæmi af einni nýrri búgreininni sem margir binda stórar vonir við — kornræktinni — þegar hún bregst í heilum sveitum, sem vafalaust getur komið fyrir einstaka ár — þótt hún að jafnaði hafi öll skilyrði til að heppnast. Þá virðist og sjálfsagt að efldar séu búfjártryggingar, sem nú eru mjög ófullkomnar þegar tryggingarstarfsemi í þágu landbúnaðarins er byggð upp. Það er vafalaust ekki vanda- laust verk að byggja upp sæmilega fullkomna trygg- ingastarfsemi í þágu landbún- aðarins og margt í þeim efn- um sem torveldara kann að reynast í framkvæmd en við fyrstu ráðagerð. Það veltur því áreiðanlega’ á miklu að vel sé til vandað og að fullt samráð sé haft við samtök bænda um allan undirbúning og framkvæmdir svo sem við flutningsmenn tillögunnar leggjum til. Eg lýk svo orðum mínum með því að láta í ljós þá von að sá áhugi sem sýnilega er vakinn fyrir þessu nauðsynja- máli landbúnaðarins megi end- ast til þess að fleyta því til lokaafgreiðslu og samþykktar á þvi Alþingi sem nú situí. uglega, en ekkert beit á mál- svara réttlætisins. Þróttur „bar sigur úr býtum“ í 2. deild. Þetta vakti gleði syðra, ef dæma má ummæli sumra dag- blaðanna. Ég rakst m.a. á það í Þjóð- viljanum, að nú væri lausnin fundin, þetta leiðindamál úr sögunni og allir gætu sætt sig við orðinn hlut. Það er m.ö.o. nóg, ef fram- inn er glæpur, að taka bara einhvern sem ekki er líklegur til að mótmæla, dæma hann og refsa, Qg allir geta farið heim og verið glaðir, því lausnin er fundin og réttlætinu hefur verið fullnægt. Grein Tómasar Hallgríms- sonar, formanns K.S., sem birtist i dagblöðunum 16.— 18. okt. s.l., hefur opnað augu margra fyrir þeirri staðreynd að það er eitthvað meira en lítið gruggugt í fari stjórnar K.S.f. Greinin hefur vakið mikið umtal og hlothið hrós þeirra, sem í alvöru vilja að heiðarleiki sé i hávegum hafð- ur innan íþróttahreyfingarinn- ar. Öðru máli er að gegna með svargrein formanns K.S.f. Þar er að visu reynt að klóra í bakkann þó hár sé, en forð- azt að svara flestu, sem mál'i skiptir í grein Tómasar. Aðal innihald svarsins er, að stjórn K.S.f. hafi ekki verið kunnugt um hinn rétta aldur umdeilds pilts, og allt svarið eftir þvi. Formaðurinn sneiðir m.a. hjá þvi að skýra símtal Ingvars Pálssonar 1. ágúst, er Ingvar hringdi til Tómasar og kvað allt í lagi með að láta piltinn, eða reyndar piltana, leika með. Á fjölmennum fundi, eftir að deilan var hafin, gafst K.S.- ingum kostur á að hlusta á segulbandsupptöku, þar sem hinn sami Ingvar viðurkennir, í símtali við Tómas, að hann hafi hringt umræddan dag, viðhaft umrædd orð og vitað®* um aldur piltsins. Formaðurinn sneiðir líka hjá að svara hversvegna hann hafnar kröfu K.S. um aðgang að leiksýningum 1. flokks-liða í sumar, en krafa þessi er sprottin af ummælum Jóns Magnússonar, stjómarmeðlims K.S.Í., um að mál skyld „broti“ K.S. væru algeng samningsat- riði milli félaga í Reykjavík. Hvað er þá verið að fela, ef þetta er ekki rétt? Það vill nú svo til að Jón Magnússon hefur með allar leikskýrslurnar að gera, þær eru í hans fórum, og það ætti því að vera hægt að trúa um- mælum hans, sem reyndar eru vottfest. Formaðurinn veit ekki til að neitt slíkt hafi skeð, þó Jón viti það. — Hefur for- maðurinn þá ekki trúnað Jóns? Formaðurinn forðast að minnast á yfirlýsingu sína um það að allar kærur frá K.S. yrðu saltaðar. Ef til vill er það vegna þess að hann er ekki vanur að standa i rifrildi. Það er leitt að þurfa að hryggja þennan nýbakaða salt- anda með því að fullyrða, að honum munu ekki berast margir farmar af hráefni frá K.S. á söltunarstöð hans, því K.S. hefur hingað til unnið sina sigra i heiðarlegum leik á leikvelli, en ekki með að- stoð vafasamra lagakróka fyr- ir skrípadómstóli, og svo mun verða framvegis. Þá er það ailger misskilning- ur hjá formanni K.S.I., að þetta sé pukursmál, sem ekki sé rétt að ræða í blöðum. Knaittspymuiþróttin á sér marga unnendur hér á landi, sem láta sér ekki á sama standa hvemig málefnum i- þróttarinnar er stjórnað. Yfir- gnæfandi meirihluti þeirra á þess engan kost, af skiljan- legum ástæðum, að sitja þing K.S.I. og fylgjast þar með mál- um, og fréttir af þeirri sam- komu hafa hingað tii ekki ver- ið upp á marga fiska. Knatt- spymuíþróttin er almennings- eign, ef svo mætti að orði komast, og allt, sem henni viðkemur líka. þó ýmsir framá- menn þar séu á öðru máli. Stjóm K.S.I. getur ekki stungið höfðinu niður í sand- inn eins og strútur, hún verð- ur að svara, annars verður þögn hennar tekin fyrir það, sem hún eflaust er: Blygðun eftir unnið óhæfuverk. Það er femt, sem í Ijós hef- ur komið við skrif þessi, að þreyta þarf reglum og starfs- háttum K.S.l. 1 fyrsta lagi þarf að „loka“ 2. deild. þ.e. takmarka fjölda þátttökufélaga. Núverandi fyr- irkomulag skapaði algert öng- þveiti í A-riðlinum. 1 öðru lagi er nauðsynlegt að slá vamagla við því ef ekki fást línuverðir með dómara- prófi. Það ætti að nægja að viðkomandi knattspyrnuyfirvöld samþykktu línuverði, sem að þeirra dómi eru hæfir til starf- ans, ef ógerlegt er að fá mann með dómarapróf, nema hagur söltunarstöðvar formanns K.S.I. megi sín meira en hagur íþrótt- arinnar. I þriðja lagi þarf_ að lag- færa ákvæðin um aldurstak- mörk og skýra þau. Ég veit ekki hvaðan fyrirmyndin að þeim er runnin, og tll að finna orsök túlkunar dómstóls K.S.L á reglunum, þarf áreiðanlega fleiri sálfræðinga en Islending- ar eiga, en ég veit það, að ef slíkt atvik, sem deila þessi stafar af. hefði t.d. skeð með Svíum, sem eru mikil knatt- spyrnuþjóð. hefðu viðhorfin verið önnur. Þar er allt gert tU framgangs íþróttinni, og fjöl- mennum félögum ekki gert hærra undir höfði en fáliðuð- um, með fáránlegum reglum um aldurstakmörk, sem geta útilokað hin síðamefndu frá keppni vegna hörguls á ,,seni- orum“. Þar eru félög frjáls að því að tefla fram sínu bezta liði í deildarkeppninni, án sér- stakra ellimarka, þó með þeirri undantekningu, að ef einhver liðsmanna er yngri en 16 ára, þarf lieyfi foreldra hans tiL svo þátttaka hans sé möguleg. I fjórða lagi þyrfti að at- huga hvort ekki er kominn tími til að flytja stjóm K.S.I. um set, t.d. upp á Akranes. til Hafnarfjarðar, Keflavíkur eða Akureyrar, bara til að létta þessu fargi af herðum Seltim- inga, svo þeir geti rétt sig úr sjálfsánægju-kútnum, litið pínu- lítið í kringum sig og séð, að þeir eru ekki aleinir í öllum heiminum. Siglufirði. 31. okt. 1963. Bragi Magnússon. Ábendingar til verðlagsráðsins „Fundur framkvæmdastjóra í fiskiðnaði á vegum S.Í.S., haldinn í Reykjavík, dagana 23.—24. október 1963, leyfir sér að benda Verðlagsráði sjávar- útvegsins á, að á Norður- og Austurlandi er: a) ' Meðalstærð svokallaðs stórfisks að jafnaði miklu smærri en í öðrum landshlut- um. b) ' Óslægður fiskur hlut- fallslega minna virði en slægð-< ur fiskur, þar sem hrogn og lifur nýtast illa eða ekki. c) Hráefnisöflun erfiðari og ótryggari. d) Fiskvinnslustöðvarnar yf- irleitt smærri og dreifing fastakostnaðar þvi óhagstæð- ari. e) Tækniþjónusta dýrari eða lakari. f) Kostnaður af flutningi rekstrarvara og meiri birgða af rekstrarvörum hærri. Til þess að jafna þennan að- stöðumun að einhverju lejrti beinir fundurinn þvi til Veð- lagsráðs að: 1. Stærðartakmörk milli stórs fisks og smás, verði færð upp um 5 cm. 2. Aukinn verði verðmunur milli slægðs fisks og óslægðs á tímabilinu 16. apríl til 31. des. 3. Fiskur undir 40 cm. verði ekki verðlagður. Ennfremur beinir fundurinn því til Verðlagsráðs að það fylgi þvi eftir að ákveðnar reglur verði settar um verð- fellingu fisks vegna orma, og að þeim reglum verði fram- fylgt“. Ofanígjöf Halldóra B. Björnsson hefur í allri vinsemd bent Þjóðviljan- um á að stökur þær sem blað- ið biti á laugardag á bæjar- fréttasíðu eru hálfs annars ára- tugs gamlar og birtar nú án leyfis höfundar, að þær eru brenglaðar og rangfærðar, og loks að Andrés í Síðumúla er enn spillifandi og því ekki við- eigandi að kalla hann Andrés heitinn. Er nokkru hægt að bæta við aðra eins ofanígjöf nema hinni sígildu setningu: AUir hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á óhöppum þessum! t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.