Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. nóvember 1963 ÞIÖÐVIUINN SfÐA 3 Metsölubókin PRINS VALIANT, 3ja hefti kemur í bókaverzlanir í næstu viku ÁSAÞÓR KEFLAVÍK ENN RÓSTUSAMT í BAGDAD CAIRÓ 19/11. — Bagdad er enn einangruð 'frá umheim- inum eftir óeirðimar, sem urðu í gær. Aðeins hefur heyrzt í útvarpi, en með höppum og glöppum. Flugvöllurinn er lokaður, og enn ríkir útgöngubann í Bagdad. Fréttir herma, að margir hafi fallið í götubardögum í gær, þegar þjóð- herinn, sem styður Baath-sósíalista, og hersveitir Arefs áttust við. in hafi rætt hvemig Arabíska Sambandslýðveldið geti bezt hjálpað Irak. Hann sagði, að þjóðin hafi ákveðið að ráöa sjálf örlögum sínum og veitti hemum vald til þess að fram- kvæma það sem gera þyrfti. A1 Saadi í Aþenu Varaforseti Iraks, sem var rekinn í útlegð flaug í morgun frá Madrid til Aþenu, og ætlar sxðan til Damaskus til þess að ræða ástandið við leiðtoga floklcsins í Sýrlandi. Fréttir herma, að Sýrlandsforseti muni styðja Aref. og herinn i Sýr- landi hafi verið gerður tilbúinn til árásar. tJtlagarnir í Madrid: (frá vinstri) E1 Fi&eke, A1 Shek og E1 Saadi fyrrv. varaforseti Iraks, sem nú er kominn til Aþenu. Mótmælabréf frá spönskum föngum LONDON 19/11. — Brezka dagblaðið Guardian birti í dag mótmælabréf frá 16 spönskum menntamönnum í fangelsi, þar sem þeir segjast vera pyntaðir bæði andlega og líkamlega. Bréfið er stílað á upplýsiíngamálaráðherra Spánar, Don Kraga Iribarne, sem væntanlegur er í opin- bera heimsókn til Bretlands á laugardaginn. Bréfinu var smyglað út úr fangelsilnu og til Bretlands. AUir hermenn þjóðhersins fengu skipun í morgun um að skila vopnum sínum á næstu lögreglustöð. 1 morgun munu hafa verið nokkuð harðir götu- bardagar. en allt var með kyrr- um kjönim tveim stundum síð- ar. SýrlenzkSr leiðtogar í Bagdad Michel Aflaq og E1 Hafez for- seti Sýrlands fóru fyrir skömmu til Bagdad til þess að reyna að koma í veg fyirir klofning Baath- sósíalista, en síðan komst sá orð- rómur á kreik, að þeim mtmdi haldið sem gíslum f Bagdad. Síðustu fregnir herma. að þeir séu nú komnir til Sýrlands. Egypzka stjórnin á fundi 1 gærkvöld kom stjóm Eg- yptalands saman til þess að rseða ástandið í Irak. Nasser sagði eftir fundinn. að stjóm- Þýzkur læknir á- kærður fyrir fóstureyðingar HANNOVER 19/11. Réttar- höld gegn Axel Dohrn, lækninum, sem ákærður er fyrir að hafa framkvæmt 149 ólöglegar fóstureyðingar á árunum 1952 til 1960, hófust í dag. Vestur-þýzk lög leyfa ekki fóstureyðingu, nema þegar læknisskoðun leiðir í ljós, að barnsburður geti haft lifshættulegar afleið- ingar fyrir móðurina. Hinn ákærði bar það fyrir sig að hann hafi framkvæmt allar fóstureyðingarnar til þess að bjarga lífi. heilsu eða hjóna- bandi kvennanna, og hafi þær allar verið samþykkar nema 5 af þessum 149. Einnig sagðist hann í öllum tilfellum hafa leitað ráða hjá eiginmanni konunnar áður en aðgerðin fór fram, og hafi þeir allir samþykkt. Nú hafa fangamir 16 verið dæmdir í 42 daga einveru á vatn og brauð fyrir að skrifa bréfið. Biðja ráðherra að taka pynd- ingaraðferðimar til athugunar 1 bréfinu biðja fangamir upp- lýsin gamá'La ráðherran n að taka til gaumgæfilegrar athugunar pyndingar og aðrar ólöglegar refsiaðgeiðir, sem notaðar eru i spönskum fangelsum. Einn af föngunum, málarinn Agustin Ubarrola, varð geðveik- ur árið 1962 af margra daga pyndingum. Annar, sem undir- ritaði bréfið. Jose Ruiz, var bar- inn í ómegin en kona hans. sem líka er i fangelsi missti vitið. Kambodsja af- þakkar efnahags- aðstoð IIS A SAIGON 19711 — Prinsinn i Kambodsja tilkynnti fyrir skömmu, að stjóm Kambodsja muni framveglis ekki taka á nióti efnahagsaðstoð frá Banda- rikjunum. Sagði hann, að Banda- rikin aðstoðuðu stöðugt flótta- menn frá Kambodsja, sem fflýi til Suður-Víetnam, en þessu mótmælti aftur Bandaríkjastjóm harðlega. Efnahags aðstoð Banda- ríkjanna til Kambodsja nam um 28 — 30 milljónum doHara. 16 ára piltur ræðst á konu Framhald af 1. síðu. spori og handtók manninn sem enn var kyrr í húsinu. Við yfirheynslu hjá rannsókn- arlögreglunni játaði maður þessi að hafa einnig róðizt á konuna á Vesturgötu 65. Sagðist honum svo frá að hann væri búinn að vera á fyllirii í þrjá sólarhringa og hefði ekkert borðað. Hefði sig vantað peninga fyrir mat og ver- ið staðráðinn í því að afla sér þeirra með öllum tiltækum ráð- um. Hann kvaðst hafa þurft að losa sig við kanuna á Vestur- götu 65 á meðan hann væri að leita að penángum í íbúðinni og kvaðst hann hafa ætlað að rota hana með Sösfcunni. Hins vegar kvaðst hann ekfci hafa kunnað við að slá konuna á HávaMa- götu 37 vegna þess hve hún var ..gönrul og kurteis”. Maður þessi er aðeins 16 ára að aldri, stór og stæðilegur ung- 70 ára hóf ÖLDUNNAR Skipstjóra- og stýrimannafélagií ALDAN heldur samfagnað með borð- haldi að Hótel Sögu, sunnudaginn 24. nóv. kl. 19.30, í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. — Þeir sem óska að taka þátt í borðhaldinu eru beðnir að láta skrá sig sem fyrst hjá: Ingólfi Stefánssyni í síma 34281, Guðjóni Péturssyni í síma 15334 og úti á sjó h'já Jóni B. Einarssyni skipstj. á Þorsteini þorskabít. Einnig á skrifstofu félagsins Bárugötu 11 sími 23476 og skrifstofu F.F.S.Í. sími 15653. — STJÓRNIN. Dönsk hjón eru týnd á Fúsíama KAUPMANNAHÖFN. — Hafin er umfangsmikil leit að dönskum hjónum, sem fyrir nokkru lögðu af stað á fjall- ið Fúsíama og sneru ekki við. Á þessum tíma árs leggfa fáir upp á fjallið, en hjónin eru vön fjallgöngum og fjallið ekki sérlega hættulegt. Hjóniin heita Ame og Sylvía Gaiizherií og var hann staddur í Japan til þess að kynna sér markaðsmöguleika. Hjónin voru á heimleið frá Tokíó, er þau á- kváðu að bregða sér upp á Fús- íama. Um þetta leyti árs er vara- samt að klífa fjatllið, þar sem oft gerir stórhríð þegar minnst varir. Efcki er vitað hvað hefur komið fyrir þau, en þau hafa farið sömu leið og vanalega er farin, því að bifreið þeirra fannst við krá eina uppi f fjalls- hiíðinni. Eif hjónin eru enn á Mfi ættu þau að fínnast bráð- lega, þar sem þau geta aðeins verið í saalukofa ofar í fjailimi, eða veðurathugunuarstöð, sem enn hefur ekki náðst samband við. BOUDÍEF LÁT- INN LAUS Tilkynnt hefur verið í Alsír, að Boudief hafi verið sleppt úr fangelsinu. Ekkert er vitað um af- stöðu hans til Ben Bella, enda hefur hann ekki viljað gefa neinar upplýsingar um það, en segist verða að komast aftur inn í stjómmál landsins. Vitað er, að Boudief hefur ekki haft samband við stjómarandstöðuna enn. Boudief og Ben Bella voru á sínum tíma saman í fangelsisklefa í Frakklandi, og þá þegar mun hafa komið upp ósamkomulag þeirra á milli. Og strax eftir að landið fékk sjálfstæði var ljóst, að þeir mundu ekki standa saman, og aðeins annar þeirra verða leiðtogi í Alsír. SINFONIUHLJÖMSVEIT ISLANDS RIKISUTV ARPIÐ TÓNLHKAR í Háskólabíói, fimmtudaginn 21. nóv. kl. 9. Stjórnandi: Proinnsías O’Duinn Einleikari: Ricardo Ondoposoff. UPPSELT. AUKA TÓNLEIKAR í Háskólabíói, laugardaginn 23. nóv. kl. 7. Stjornandi: Proinnsías O’Duinn Einleikari: Ricardo Ondoposoff. Efnisskrá: Jón Nordal: Konsert fyrir hl'jómsveit. Prokofieff: Fiðlukonsert no. 1, op. 19. César Franck: Sinfónía í d-moll. Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar, Austurstræti 18 og bókaverzlunum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.