Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 6
 g SIÐA HÖÐVILIINN Miðvikudagur 20. nóvember 1963 Mál sem vekur mikla athygli í V-Þýzkalandi Glæpur að gera gifta konu ófrjóa, að hennar beiðni? í gær hófust í Hannover í Vestur-Þýzkalandi réttar- höld í máli sem vakið hefur geysilega athygli þar í landi. Það er höfðað gegn kunnum skurðlækni, dr. med. Axel Dohm, sem er yfirlæknir við héraðssjúkrahúsið í Grossburgwedel. Honum er géfið að sök að hafa gert gifta konu og þriggja bama móður ófrjóa að beiðni hennar sjálfrar og er ákæran að nokkru leyti byggð á lögum frá dögum nazista. Rannsókn málsins hefur stað- ið yfir árum saman, en máls- höfdunin er byggð á ákvæðum í vesturþýzku refsilöggjöfinni um líkamsmeiðingar, sem kveða á um að þær geti ver- ið reÆsiverðar enda þótt þær séu gerðar með samþykki þess sem fyrir þeám verður, ef þær gangi í berhögg við almennt valsæmi og sáðvenjur og einnig það ákvæði í lögum nazista frá 1939 um ..verndun kyn- stofnsins“, þar sem re&ing er lögð við vönunaraðgerðum á heilbrigðu fólki. Verði dr. Dohm sekur fundinn, má daeima hann í allt að tveggja ára refsivinnu. Hvað er „almennt velsæmi?“ Kynstofnslög nazista hafa verið numin úr gildi í flest- um vesturþýzku fylkjunum, en ekkl í Neðra Saxlandi. Það er þó búizt við að saksóknar- inn muni ekki leggja áherzlu á brot dr. Dohms gegn þeim lögum, en muni einbeita sér að þvf að færa sönnur á að hann hafi gerzt broflegur við i.almennt velsæmi og sdðvenj- ur“ samkvæmt re&ilöggjöf- inni. Það verður réttarins að skera úr því hvað sé „al- mennt velsæmi" í þessu sam- band' 149 konur Samkvæmt ákæruskjaHnu gerði dr. Dohrn 149 konur ó- frjóar á tímabilinu frá því í júní 1952 fram í október 1960 og var aldrei um það að ræða að heilsu þeirra væri stefnt í nokkum voða. Hann bað kon- umar að jafnaði um heimild tú aðgerðarinnar, utan f fimm tilfellum sem ákæruvaldið segir að hann hafi láttð undir höf- uð leggjast að fá slíkt leyfi fyrirfram. Sjáilfur segir læknirinn að Orðrómur í brezkum blöðum Krupphríngurínn á barmi gjaldþroís Brezk blöð, einkum hin út- breiddu vikublöð „Sunday Tímes" og „Sunday Telegrapli" hafa að undanfömu birt frá- saprnir frá fréttari turum sínum í Vestur-Þýzkalandi þess efn- is að hinn voldugi Krupp- hringur rambi nú á barmi gjaldþrots. Þótt þessar fréttir hafi jafnharðan verið bomar tíl baka, hafa blöðin ekki lát- ið sér segjast við það. TaJsmaður vestunþýzku stjómarinnar, von Hase, bar eindregið á móti þessum sög- um, þegar hann ræddi við blaðamenn í Bonn fyrir helg- ina og gaf í skyn að brezkir keppinautar Krupphringsins hefðu kcmið þeim á kreik tíl að skaða álit hans. „Sunday Telegraph" telur sig hafa traustar heimiíídir fyrir þvi að Krupphringinn skorti mjög reiðufé og hafi átt í vandræðum með að útvega 50 rriiilljónir marka sem hann þurfti á að halda tti að standa við skuldbindingar sinar. | Bankar hringsins, Deutsche “ Bank og Dresdner Bank. hafa g neitað því að nokkuð hafi dregið úr lánstrausti hringsins, H og vesturþýzka blaðið „Frank- J furter Allgemeine" segir það ■ fáránlega röksemdafærsllu að k 50 milljónir marka geti ráöið ^ örlögum fyrirtækis sem velti k 5 miUjörðum marka á ári. Astæða þykir þó tti að ætla að einhver fótur sé fyrir frá- sögnum hinna brezku blaða, Alfried Krupp — Bretar segja hann vara að fara á hausinn. en-ættarinnar, Henschelverk- smiðjumar og hringur Schlie- kers. hann hafi aðeins gert ófrjóar giftar konur sem þegar höfðu eignazt þrjú böm eða fXeiri og vildu ekki fæða fleiri böm. Aðgerðin var svoköllluð ,.liga- tur“ eða fyrirbinding eggja- stokkanna. Ekki í ábataskyni Dr. Dohm er ekki kærður fyrir að hafa gert þessar að- gerðir í ábataskjmi. Og það var héldur ekki nein kvenn- anna sem ákærði hann, héld- ur einn starfsbróðir hans. Saksóknarinn í Hannover sem fékk ákæruna. taldi ekki ástæðu til málshöfðunar, en yfirsaksóknarinn í Neðra Sax- landi, Rudolf Biermann í Célle, var annarar skoðunar. Hann segir að hann hafi talið það skyldu sína að standa vörð um vélsæmi og s'ðgæði þýzku þjóðarinnar. Sjúkraskýrslur afhentar Dr. Déhm neitaði að af- henda Biermann saksóknara spjaldskrána yf'r sjúMinga sína og bar fyrir sig þagnar- skyldu sína sem læknis, en stjóm sjúkrahússins lét undan kröfu saksóknarans og af- henti allar sj úkraskrámar. Einn sjúklinga Dohms höfð- aði þá mál gegn Biermann fyrir að hafa ,,staðið fyrir brotí á þagnarskyldu læfcna“ Dómstóll í Celle kvað upp þann úrskurð að málið skyldi tékið fyrir rétt. Laéknirlnn væri grunaður um afbrot sem vörðuðu refsivist og mikilvæg- ara væri að fá málið upplýst en að halda leyndum einka- máJum sjúklinganna. „Skefjalaus nautnasýki“ En dómaramir þrír í Celle gengu lengra. 1 forsendum dómsins komust þeir svo að orði, að það væri vottur um ..skefjaílausa nautnasýki“, ef hjón sænguðu saman án þess ásetnings að eignast böm. Þessi niðurstaða dómstéls- ins vaktí almenna athygli og óprúttinn blaðamaður í Frank- furt hringdi í einn dómarann til að spyrja hann hvemig á því stæði að hann hefði ekki eignazt fleiri böm. Dómaran- um varð að vonum svarafátt. Sagt upp Verjandi dr. Dohms er hinn kunni lögmaður Josef Aug- stehi, bróðir útgefanda ,,Der Spiegel". Hann hefur ráðizt Fram'hald á 8. síðu. Fimmtán flugvélar — þrettán mannslíf Bandaríkjamenn hafa lagt ofurkapp á smíði flugvélar sem þeír kalla X og hofur borið tegund- amúmerin frá 1—15. Flugvél þessari er ætlað að fljúga í háloftunum og þaðan til jairðar og hún befur verið smíðuð fyrst og fremst í þeim tílgangi að afla vitneskju sem nota mættí við sm'ði geimfara sem ætlað er að lenda hetiu og höldnu á jörðu eftir að hafa farfð út fyrir gufuhvolfið. Hún er þannig undirbúningur að hinni svonefndu „Dynasoar“-geimflaug sexn á að geta látið að stjóm að vild. „Dynasoari'-flaugin á enn langt í land og með Poljot-fari sínu sem er stjómbært tókst sovézkum visindainönnum enn að verða fyrstir f geimflugi. Nú hafa verfð reyndar fimmtán gerðir af X-flugvélinni og í þcim ttiraunum bafa þrettán flugmenn beðið bana, svo að það er dýrkeypt reynsla sem Bandaríkjamenn hafa öðlazt, Fyrir þá reynslu geta þeir á hlnn bóginn státað af ýmsum metum. Þannig flaug X15 undir stjóm Roberte White majórs nýlega í 314.750 fet (hátt I 100 km) og er myndin tekin þegar flugvél hans sagði skilið við B-52 þotuna sem bar hana upp i háloftín. Sjónvarpsstjórinn sem dæmdur var í Moskvu Sekur fundinn þrátt fyrir læknisvottorð um getuleysi Sovézki sjónvarpsstjórinn Bor- is Júdkln sem í síðustu viku var dæmdur í Moskvu í þriggja ára fangelsi fyrir ósæmilegt framferði gagnvart 41 ungri stúlku, sumum undir lögaldri, var sekur fundinn, þótt verj- andi hans legði fram læknis- vottorð í réttínum um að skjól- stæðingur hans gæti ekki gagnað konum. Bomar voru brigður á lækn- isvottorðið og á það bent að ekki sé liðið nema ár síðan Júdkin eignaðist erfingja. i forsendum dómsins var tekið fram að sakbomingurinn hefði fengið mildari refsingu ef hann hefði látið í ljós minnstu iðrun fyrir framferði sitt. Frá dómnum dragast þrír mánuðir sem forstjórinn hefur setið í varðhaldi. Júdkin var tækniforstjóri i sovézka sjónvarpinu og sá þannig um byggingu nýs sjón- varpsmasturs í Moskvu. Sam- starismenn hans gáfu honum góðan vitnisburð fyrir dugnað og samvizkusemi. En það kom fyrir ekki. Rétt- urinn taldi sannað að hann hefði notað sér aðstöðu sína til að tæla ungar stúlkur heim í íbúð sína. þar sem hann taldi þær á að tína af sér spjarim- ar og tók slðan af þeim mynd- ir í „viðbjóðslegum stelling- um“. Engin stúlknanna var mætt í réttinum þegar málið var tekið til dóms. Mæður tveggja þeirra voru þó mættar þar og héldu fram að ekkert ósiðsam- legt hefði átt sér stað í ibúð Júdkins og hann hefði ekki átt nein kynmök við stúlkumar. Það er rétt að hann tók mynd af dóttur minni. sagði önnur þeirra, en sú mynd braut á engan hátt í bága við almennt velsæmi. Verjandi hans hélt því ekki aðeins fram að hann væri ó- nýtur, heldur einnig að þær stúlkur sem hann hefðu heim- sótt. hefðu ekki verið bam- anna beztar. Júdkin notaði tækifærið til að ljósmynda þær af því að getuleysi hans bann- aði honum nánari mök við þær, sagði verjandinn. (j Óvænt álit brezka læknaritsins ,The Lancet': ] Leyfa ættí sölu og neyzlu maríhuana eins og áfengis \ \ Brezka læknavikuritið „The Lancet“ hefur oft vakið á sér athygli fyrir nýstárlegar kenningar og það brá ekki út af venju enda þótt jafn víst sé að fyrr JS nú fyrir skömmu, þegar undir bagga með Krupp en J Það helt fram að loghetm- láta hann verða gjaldþrota. i svo móklu máli sem hringur J hans sklptir í vesturþýzku i efnahagslífi. Á það er bent að ». ýms. af stóriyrirtækjum Vest- B ur-Þýzkalands hafi komizt í ^ greiðsluþrot á undanfömum * ínisserum, t.d. fyrirtæki Thyss- T. ila ætti bæði sölu og neyzlu deyfilyfsins mari- huana á þeirri forsendu að neyzla þess væri ekki hættulegri — og öllu held- ur skaðlausari — en á- fengisdrykkja. 1 Bretlandi og reyndar í langflestum öðrum löndum er litið á marihuana sem hættulegt eiturlyf og lög heimila þungar refsingar handa þeim sem selja lyfið eða neyta þess sjálfir. En á síðari árum hafa verið uppi víða um helm raddir sem fordæmdu þessi afskipti stjómarvalda af notkun lyfs- ins. „The Lancet" sem nýtur miikils áll& meðal lækna um allan heim hefur nú lagzt á eitt með þeim læknum og öðrum vísindamönnum 6em á seinni árum hafa haldið því fram að áhrif af mari- huana séu ekki verri, og sennilega óskaðlegri. en verk- anir áfengis, Marihuana hef- ur auk þess þann kost fram yfir áfengi, segir í forustu- grein ritsins, að það skemm- ir ekki lifrina i mönnum. „Það má télja nær víst, að verkanimar eru ekki vana- myndandi samkvæmt þeim skilningi sem af opinberri hálfu er lagður í það orð“ segir ritið. Það bendir á að áfengi sé til þess fallið að æsa menn upp, gera þá ofstopafulla og hávaðasama, en hins vegar hafi það róandi áhrif að reykja marihuana. Víman af ■marihuana sé létt borið sam- an við áhrif annarra lýfja, sem flokkuð eru með eitur- lyfjum. Þá bendir „The Lancet“ á að það kosti óhemjufé til tollþjónustu. lögreglu, dóm- stóla og fangelsa að halda uppi baráttunni gegn neyziu marihuana og mætti verja þvi fé miklu betur á annan hátt Og það gleymir ekki að minna stjómarvöldin á að skattur á lögheimilaða neyzlu lyfsins myndi nema miklum fúlgum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.