Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 10
10 ------------------------—-------• HÖÐVIIIINN Miðvikudagur 20. nóvember 1963 NEVIL SHUTE,- SKÁK- BORÐIÐ niður að ströndinm og tófcu sér bað í glóðvolgum Bengalflóan- nm frá gráumi óhrjálegum sand- irtum. Vatnið var of heitt og þykkt til að hressa þá. Hann lifði í stöðugum ryk- mekki sem þyrlaðist upp af flugbrautinni þegar vélamar tókust á loft eða reyndu hreyfl- ana. Rykið blandaðist matnum, tóbakinu og drykknum, það var í rúmfötunum hans, myndaði leirlag á líkama hans ásamt svitanum sem bogaði af honum allan daginn. Hann gekk með hitabeltishatt og í frumskógar- búningi. sem er eins og herbún- ingur nema gerður úr þunnu, grænleitu efni. Venjulega var hann í buxunum einum og efri hluti líkama hans var dökk- brúnn af sólinni. Á þremur mánuðum við þessi lífsskilyrði þroskaðist hann mjög; hann varð að treysta sjálfum sér. 1 byrjun nóvember fékk Phill- ip Morgan bréf frá konu sinni, hið fyrsta síðan hann fór frá Englandi. Fullur eftirvæntingar fór hann með það inn í tjald sitt og settist á flet sitt og opn- aði það. 1 þvi stóð: Phillip, elskan. Það verður agaiegt að skrifa þetta bréf og ég veit alls ekki hvemig ég á að byrja. en eig- fcnlega er eins og við höfum aldrei verið gift í alvöru, átt heimili og svoleiðis, á ég við. Ég veit, að þegar Jack féll. þá var afskaplega fallegt af þér að líta til með mér og auðvitað vildi hann það og við máttum bókstaflega til og þetta hefur verið inndælt og ég sé ekki eft- ir neinu. Jæja, en nú er ég loks búin að finna mann sem getur séð Hárgreiðslan Hárgrelðslu og snyrtlstofa STEINTJ og DÖDft Laugavegl 18 III. h. flyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SfMl 33968. Hárgrelðsln* og snyrtistofa. Dðmnr! Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOPAN, TJamargötn lð, Vonarstrætls- megln. —“ SfMI 14662. HÁRGREIÐSIiUSTOFA AU8TURBÆJAR (Marfa Gnðmnndsdðttlr) Rangavegl 13 — SfMI 1465* — Nnddstofa á sama stað. — vél fyrir mér eins og Jack hefði ábyggilega óskað, og það er eiginlega voðalegt að hann skyldi ekki vera til staðar strax, en svona er liflð nú einu sinni. Ég veit ekki hvort þú getur gizkað á hver það er? Jack Bristow. Er ekki einkennilegt að hann skuii einmitt heita Jack líka, það kom yfír mig eiim morguninn eins og opinberun, að þetta hefði hinn Jack óskað mér til handa auðvitað datt mér þú undir eins í hug, og eiskan, ég varð afskaplega leið og við Jack töluðum um þetta í gær- kvðldi þegar hann kom hingað eftir leiksýninguna og hann 23 sagði að ég yrði að skrifa og segja þér þetta, vinur, og mér leið svo hræðilega að ég gat ekki sofíð. Ég spurði hann aft- ur í morgun og hann sagði að ég yrði að gera það. annars myndi hann aldrei tala við mig framar, svo að ég lofaði að gera það og hann sagði að ég ætti að biðja þig um eitthvert sönn- unargagn, hótelreikning eða svo- leiðis, svo að ég gæti fengið skilnað og haft allt á hreinu og þá gætum við gift okkur. Mér fínnst þetta hræðilegt á- stand. en það er eina leiðin, og ég býst við að þú getir feng- ið þetta í gegn í Calcutta. Það er miklu betra að fá þetta allt á hreint áður en þú kemur heim, en elsku vertu fljótur, því að Jack á ekki eftir að vinna nema tvo mánuði hjá flugmálaráðu- neytinu og það er voðalegt að vera svona á milli tveggja elda, sérstaklega af því að þetta var allt saman misskilningur frá upphafi. finnst þér ekki. Ég vona að við verðum áfram afskap- lega góðir vinir, vegna hans Jacks sáluga. Þín elskandi BOBBY. Phillip Morgan sat heilan klukkutíma í brennheitu tjald- inu og velti bréfinu milli fingr- anna. Hann sat í fletinu nakinn niður að mitti, tárin gerðu rák- ir í leirlagið á vöngum hans og blönduðust svitataumunum frá gagnaugunum, runnu niður háls- inn og samanvið svitaperlumar á bringunni og hurfu inn í að- alstrauminn sem rann niður líkama hans. Eftir hálfa klukku- stund kveikti hann sér í sígar- ettu með höndum, sem skulfu lítið eitt; og síðan kom Scott flugstjóri. sem var tjaldfélagi hans, heim úr flugferð yfir norö- or Burma og Morgan sýncfi hou- um bréfíð edns og í leiðsiiu. Scott áttá nær fulla flösfcu af indverska gini og samúð 1 rík- um mæli og hann gaf Morgan hvort tveggja og flösku úr bjór- skammti sveitarstjórans. Innan skammt varð hirm skerandi sáns- auki að danfum verk, eintun af mörgum verkjum sem þjá merm og pfna á flugveHinum í Cox Bazaar. Auðvitað var ekkert hægt að gera í sambandi við skflnaðar- málið. Það voru aðeins Bmm evrópukanur, hjúkrunarkonur. i nágrenrdnu um þetta leyti og um það bil sjötíu þúsund karl- merm, og ekki voru tEL nein gistfhús tfí að skrifa handa hoo- um reikning, jafrrvel þótt völ hefði verið á einhverju kven- fólki. Hann var of langt frá Englandi og of önnum kafinn og bundinn af starfi sínu til aö gera neitt í máhnu. Harm hætti að skrifa heim og svaraði ékki bréfinu. Hann féll í sljóleika, svita og ryks og fyllti hinn öm- urlega flokfc manna í Suð-aust- ur Asíu hersveitunum, hverra konur höfðu svikið þá. Eitt gat hann þó dundað við í frfstundunum sem hinir flug- mennimir í sveit hans gátu ekki. Við flugvöllinn var líka sveit Spitfire véla undir stjóm manns sem hafði verið sam- tímis Morgan i Afríku; þessar flugvélar flugu til Suður-Burma, vörpuðum stundum sprehgj- um, stundum vistum með fall- hlífum og skutu töluvert. Morg- an hafði farið tvær feröir í Spitfirevélum og þegar rólegt var. gat harm fengið lánaða vél og flogið upp í svalt og hreint loftið í tfu eða fimmtán þúsund feta hæð í vél sem tók almermi- lega við sér. Etnu sinni eða tvisvar, þegar flugmennimir á þessum vélum höfðu forfallazt, flaug hann í þeirra stað; hann gerði það í síðasta skipti hinn 25. nóvemher, um það bil hálf- um mánuði eftír að hann fékk bréflð frá konu sinni. Þegar óhappið gerðist. staf- aði það af því nær ótrúlegri glópsku. Spitfirevélin sem hann flaug var gömul og lúin, hafði verið hálft árið undir beru lofti í úrhellisrigningu og brennandi sólskininu á veliinum og viðhald- ið ekki á marga fiska. Tækin í henni störfuðu öll á sinn hátt, en ekkert þeirra með hinu ná- kvæma öryggi sem Morgan átti að venjast 1 Spitflrevélurru Samt sem áður varð hann feginn að fá að fljúga henni og hann lagði upp með srveitinni og flaug inn í Burrna. Hann flaug á miðtank- inum þar til vélin fór að hósta og stynja; þar sem hann flaug yflr Irrawaddy ekki langt frá Zalun. Hann opnaði hliðargeym- ana. en vélin tók ekki við sér. Þess í stað hélt hún áfram að hósta og stöðvaðist síðan alveg. Hann var þá í svo sem þúsund feta hæð og hreyfillinn var hættur að snúast; hann stóð kyrr þversum fyrir útsýninni. Fyrir neðan hann voru skógar- geirar, víðáttumikil áin og fá- einir akrar, mjóar ræmur, að- skildar með moldarveggjum. Hann beygði. hafði hjólin uppi til að gera magalendingu, kom að handan yfir ána, lækkaði flugið mjög hratt og lenti Spit- firevélinni í miklum rykmekki á þurrum ökrunum. Hún sentíst vegg frá vegg, skemmdist tölu- vert og stanzaði síðan. Phillip Morgan var ómeiddur og hann þaut útúr vélinni með tösku sína og skammbyssu i hendi. Lausleg skoðun leiddi í Ijós að geymamir í rængjun- trm voru galtómir. hðfðu aldrei verið fyiltir áður en vélin lagði upp. En mælirinn i stýrishúe- inu sýndi enn að þeir væru full- lr. Þetta var ekki björgulegt Hann var í landi sem hemumið var af óvinunum og hann ktmni ekki orð í tungumáli þess. Hefði hann verið hundrað kílómetrum nær Cox Bazaar hefði hann sennilega verið um kyrrt hjá ónýtu vélinni í von um að tfl- raun væri gerð til að lenda smá- vél í nágrenninu til að ná hon- um. En honum reiknaðist til að fjarlægðin væri of mikil til þess að smávél kæmist til hans. Harm ' yrði að treysta á sjálfan sig ein- an, ef hann ættí ekki að ganga beint í hendur óvinarins; hazm tók tösku sína og skammbyssu og hljóp í átt tíl næsta skógar, svo sem þrjúhundruð metra frá ökmnum og komst í skjól, lagð- ist síðan másandi niður. Meðan hann hvíldist. ihugaði hann aðstæðumar. Hann ætlaði að minnsta kosti að gera tilraun til að komast til baka, þótt hann vissi að hann hefði ekki mikla möguleika til þess. Sex eða sjö hundruð kílómetrar voru milli hans og landamæranna, Xand sem hemumið var af Japönum og auk þess fjöllótt og þakið frumskógt 1 tösku sinni hafði hann lyf og vistir til tveggja eða þriggja daga, en það nægði engan veginn í svona ferðalag. Ennfremur var þetta landsvæði fremur þéttbyggt og ræktað; margir innbomir hhitu að hafa veitt nauðlendingu hans athygli, þótt Japanir hefðu ekki gert það. En alla vega ætlaði hann að ganga í vesturátt og sjá tfl.; ástandið gæti ekki orðið verra en það var. Það væri alltaf hægt að gefa sig fram. Hann hétt í vestur gegnum skóginn, fór eftir skógarstíg; annars hefði honum ekkert mið- að áfram. Það var miður dagur og hitinn mikill; flugumar á- sóttu hann mjög. Hann gekk á- fram í svo sem klukkustund, fór svo sem fimm kílómetra leið og þá lagðist hann útaf til að hvfla sig, örmagna og rennandi af svita. Hann var svo örþreytt- ur að hann tók ekkert eftir mönnunum sem nálguðust hann, vissi ekki af þeim fyrr en hann heyrði rödd segja: ,,Enskur“ og hann ledt við í skyndi. Þar voru fjórir Burmabúar með riffla i höndum, þungbúnir og illilegir á svip. Þeir voru óeinkennis- klæddir. Morgan hugsaði með sér að kannski væru þetta endalokin. Hann vissi að þessir menn gátu verið af mörgu tagi. í>eir gátu verið stigamenn sem myndu drepa hann samstundis til að komast yfir fötín hans og hyss- una. Þeir gátu verið hlynntir Japönum og myrt hann og fært Japönunum höfuð hans til að sýna trúnað sinn og fengið fýr- ir fáeinar rupeur. Þeir gætu verið félagar í sjálfstæðisher Burma, sem höfðu barizt gegn okkur, þegar Japanimir réðust inn í landið og nú voru taldir styðja okkur. Þeir gátu verið fáeinir hræddir bændur sem vissu ekki hvað gera skyldi. Hann vissi ekki hvað trúlegast var, og þar sem hann kunni ekkert í málinu hafði hann eng- an möguleika til að komast að hinu rétta. Hann spurði þá á ensku hverj- ir þeir væru; annað hvort gátu þeir ekki eða vildu ekki segja honum það. Þeir miðuðu á hann rifflum sínum og tóku af honum Og verðlaunahafinn er vissu- lega xnaður sem veit sínu vitil SKOTTA Jói, nú heimtar pabbi að vita hvað ég sjái við þig. Hvað get ég eiginlcga sagt honum að það sé? RA.ÐSÓFIhúsgagnaaikitekt SVJjjUSTN' KJARVATi litið á. húsbúnaðinn hjá húsbúnaði - - , EKKERT HEIMILIÁN HÚSBÚNAÐAR SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIBENÐA _______ laugavegi28 Rimi 209 70 SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN, lisgagnaverzlun Þórsgötu 1 Bifreiðaleigan HJÓL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.