Þjóðviljinn - 21.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA HÖÐVILIIM Fimmtudagur 21. nóvember 1963 Ctgelandi: Sósíalistaflokk- Sameiningarflokkur alþýðu urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson Cáb.l, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Hverjir sögðu satt? Kótt áratugur sé liðinn síðan Jósep Stalín hvarf * af sjónarsviðinu heldur hann áfram að æsa upp í mönnum filfinningarnar. Ennþá er deilt um hann og ævistarf hans um heim allan, bæði í röð- um sósíalista og meðal andstæðinga þeirra, og menn mála afstöðu sina með hvítum lit eða svör't- um; hlu’tlægt sagnfræðilegt mat virðist enn sem komið er eiga býsna erfitt uppdráttar. Svo mikill er ofstopinn að hernámsblöðin — sem þó 'tala ósjaldan um ást sína á málfrelsi — býsnasf mjög út af því að Þjóðviljinn ritskoði ekki grein- ar þar sem minnzt er á Stalín heitinn frá mís- munandi sjónarmiðum. ¥ sambandi við þessar umræður hefur það mjög komið til tals hverjir hafi sagt satt um Sovét- ríkin og hverjir logið á undan’förnum áratugum. Því er haldið fram að í Skáldatíma leysi Halldór Kiljan loksins frá skjóðunni eftir að ha'fa stund- að vísvitandi rangan áróður í bókum og ófáum greinum um þriggja áratuga skeið. En málið er ekki svona barnalega einfalt. Halldór segir í bók sinni að rifhöfundur sé ævinlega að lýsa sjálfum sér fyrst og fremst í öllum sínum verkum. Bæk- ur eins og Gerzka ævintýrið og Skáldatími eru mjög athyglisverðar heimildir um breytingarnar á viðhorfum Halldórs Kiljans Laxness, andlega þróun hans; en þær eru fyrst og fremst sönnun- argögn um sjálfan hann, það er fjarstæða að ætl- ast til þess að Sannleikurinn með stórum staf fel- ist fremur í þeirri síðarnefndu en hinni fyrri. |7n reynslan he'fur 'fyrir löngu skorið úr um ^ það atriði, hverjir sögðu satt um Sovétríkin. Ef taka æfti málflutning Morgunblaðsins og ann- arra afturhaldsblaða trúanlegan væru þau ríki raunar ekki til á hnettinum lengur; þar átti öllu að hraka í sífellu síðan á tímum zarsins, jafnt í efnahagsmálum, kjaramálum og réttindamálum sem á sviði vísinda og mennta; íbúamir bjuggu við sívaxandi kúgun og harðrétti, auk þess sem þeir voru stráfelldir úr hor og volæði með nokk- urra ára millibili. Aldrei hafa samfelldari ósann- indi verið sögð um nokkurn atburð mannlegrar sögu, og hefði sögumönn’unum farið vel að lemja sér nú nokkra blygðunarsemi. Yíst er auðvelt að benda á ýmsar rangar staðhæfingar í f frásögnum Halldórs Kiljans Laxness og annarra sósíalisfa um Sovétríkin á undanförnum áratugum, rangt mat og vanþekkingu á mikilvægum staðreyndum, en engu að síður er nú hverju manni ljóst að niður- stöður þeirra voru réttar um alla meginþætti þró- unarinnar. Það er einmitt athyglisverðasta stað- reynd þessa söguskeiðs hvernig Sovétríkin hóf- ust úr grimmilegasta allsleysi til ófvíræðrar for- ustu í efnahagsmálum, vísindum og menntum, hvernig lífskjörin hafa gerbreytzt, frelsi aukizt, lýðræði styrkzt, þótt í þeirri þróun sé einnig myrkir skuggar. Fordæmi Sovétríkjanna er nú sá a'flvaki sem áhrifamestur er í þróun heimsmála: þeir menn hérlendir sem ekki viðurkenna slík- ar staðreyndir'eru aðeins sönnun bess hversu líf- seig nesjamennskan er á íslandi. — m. Er hægt að stela 350 milljón kr. eign fyrir augum Alþingfs? ÞINCSIÁ ÞJÓÐVILJANS Eins og skýr't var frá hér í blaðinu í fyrra- dag var frumvarpi Einars Olgeirssonar um breytingu á lögum frá 1949 um áburðarverk- smiðju vísað á mánudag til annarrar umræðu í neðri deild og til nefndar.; Lengra hefur þetta frumvarp aldrei komizt á Alþingi, en frumvarp- ið er og hefur verið borið fram til að reyna að koma í veg ’fyrir að nokkrir einstaklingar, sem á sínum tíma lögðu fram fjórar miljónir króna til að reka verksmiðjuna (hún kostaði fullgerð 130 milljónir) geti í sk'jóli 13. gr. laganna söls- að undir sig jafnvel alla þessa almenningseign, sem nú mun hóflega metin á 350 milljónir króna. Einar Olgeirsson sagði um þetta máj í framsögu við fyrstu umræðu í, neðri deild 31, október s-I-: Hér er um það að ræða,; að í lögum um áburðarverksmiðju, sem sam- þykkt- voru á Alþingi 1949, stendur í 3. gr.: Verksmiðjan er sjálfseignarstofnun, er lýt- ur sérstakri stjóm. Verksmiðj- una má hvorki selja né veð- setja nema heimild sé veitt til þess af Alþingi. M.ö.o. Áburð- arverksmiðjan er sjálfseignar- stofnun á sama hátt og fjöl- margar ríkisstofnanir i okkar þjóðfélagi. — — Þegar þetta frumvarp var samþykkt í neðri deild, þá voru aðeins 12 greinar I því. Þegar það var samþykkt við 1. og 2. um- r^eðu í efri deild, voru aðeins 12 greinar í því og nefndim- ar, fjárhagsnefndir neðri og efri deildar, samþykktu frum- varpið og mæltu með því þann- ig að það var ekki skuggi af efa um að Það væri ríkisfyr- irtæki. 13. greininni laumað inn Við síðustu umræður í efri deild, hélt Einar áfram, á síð- ustu dögum þingsins, sem var síðasta þing þess kjörtímabils, var bætt við þrettándu grein- inni, þar sem heimilað er að reka verksmiðjuna sem hluta- félag, svo framarlega sem 10 milljón kr. hlutafé fáist, þann- ig að ríkissjóður leggi fram sex miUjónir og emstaklingar fjórar milljónir og þá stend- ur: „Og skal verksmiðjan þá rekin sem hlutafélag". Þannlg var þetta samþykkt. — —_ Rakti Einar síðan afstöðu þáverandi og seinni stjóma til þessara laga og skilning manna á ákvæði 13. greinarinnar og benti á að* það hefði ekki ver- ið fyrr en íhald og Framsókn mynduðu stjórn 1950 og þó ekki fyrr en helmingasjónar- AB gefur úl ævi- sögu sr. Jóns á Bægisá Nýlega er komin út hjá Al- menna bókafélaginu ævisaga sr. Jóns á Bægisá eftir sr. Sigurð Stefánsson vígslubiskup á Möðruvöllum. Nefnist bókin „Jón Þorláksson — Þjóðskáld Islendinga" og er um 300 bls. að stærð. prýdd mörgum myndum. Er þama að finna margvíslegan fróðleik um ævi og störf sr. •Jóns, en hann var eitt af höf- ! uðskáídum Islendinga á sinni tfð. Bókin er prentuð f Prent- ; smiðju Jóns Helgasonar en bókband hefur Bókfell unnið. , Prentmót gerði myndamótin en I kápu teiknaði Tómas Tómas- 1 son. mið þessara flokka var orðið allsráðandi í stjórnmálalífinu að vússir aðilar tóku að vé- fengja það skýlausa álit þess þings er afgreiddi lögin, að verksmiðjan væri ríkiseign, sjálfseignarstofnun, en sam- kvæmt 13. grein laganna rekin af hlutafélagi. Minnti Einar sérstaklega á yfirlýsingu Hermanns Jónas- sonar sem landbúnaðarráð- herra um að verksmiðjan væri eign þessa rekstrarfélags og hafði Einar á sínum tíma mótmælt þessu á Alþingi. Sömuleiðis mótmælti Einar þá stuttu seinna samskonar yfir- lýsingu frá þáverandi fjármála- ráðherra, formanni Framsókn- ar, Eysteini Jónssjmi. Og stuttu síðar bar hann fram á Alþingi þetta frumvarp um að 13. greinin skyldi felld niður til að taka af öll tvímæli að Áburðarverksmiðjan sé ríkis- eign og að fjárgróðamönnum, sem lagt hafa litla upphæð fram til reksturs hennar takist ekki að sölsa undir sig þessa verðmætu eign, nú hóflega Einap Olgeinsson. metna á 350 milljónir. Nú eru nær tíu ár liðin frá því þetta frumvarp Einars kom fyrst fram og í svipaðri mynd og á þessu þingi, en hef- ur aldrei náð fram að ganga lengra en til annarrar umræðu og nefnda er fengu það hlut- verk að svæfa málið. f framsögu sinni, sem hér hefur stuttlega verið rakin, skoraði Einar á þingmenn að taka nú heiðarlegri afstöðu til þessa máls og benti á hvert fordæmi þetta væri til að ræna öðrum ríkisfyrirtækjum og tók dæmi af Landsbankan- um, sem metinn mun á allt að 600 milljónir. Hét hann á þing- heim að láta ekki svæfa þetta mál enn einu sinni og taka af skarið um eignarrétt ríkis- ins á verksmiðjunni. Fá menn nú að sjá hvað setur. Setja þarf heildarlöggjöf um geðveikramál hérlendis Einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins, Al- freð Gíslason, hefur borið fram í sameinuðu Alþingi tillögu til þingsályktunar um undirbún- ing geðvéikralaga, svohljóðandi: „Alþíngi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd til þess að undirbúa frumvarp til geðveikralaga og að láta leggja slíkt frumvarp fyrir næsta þing“. Tillögunni lætur flutnings- maður fylgja svohljóðandi grein- argerð. Tillögur sama efnis og sú, er hér lúggur fyrfr voru fluttar á tveim síðustu þingum, en náðu ekki fullnaðarafgreiðslu. Þeim fylgdi svofelld greinar- gerð:. Sérstök geðveikralög hafa um langt skeið verið f flestum. ef ekki öllum menningarlöndum heims, nema á íslandi. 1 Nor- eigi hafa slík lög verið í gildi allar götur sfðan 1848, en skem- ur annarstaðar á Norðurlönd- um. Virðast flestar þjóðir láta sér annt um þessa löggjöf og vilja ttl hennar vanda. Það má marka m. a. á þvf að víða hefur á seinustu árym verið lögð mikil vinna í að endur- skoða hana og færa í það horf sem hæfir síðari tíma þróun í félags- og heilbrigðismálum yfirleitt. Þannig hefur þessi lög- gjöf nýlega hlotið endurskoðun faé grunni bæði í Noregi og í Svfþjóð. I Bretlandi voru sams konar lög síðast endur- skoðuð árið 1959. Árið 1905 voru sett lög um stofnun geðveiikrahælis hér á landi. Þau voru afnumin 1932, og segir svo í lögunum um af- námið: ,,Þangað til sett verða sérstök geðveikralög, skal dag- .gjald í hvorri deild” o.s. frv. Af þessum orðum má ráða, að fyr- ir 30 órum hafi setning sér- stakra geðveikralaga verið tal- in sjálfsögð, þótt þá hafi ekki bráður bugur verið undin að henni. Síðan hefur þörfin á þeirri lagasetningu ekki verið í hámæli höfð, svo að mér sé kunnugt. Þótt ekki hafi hér verið kom- ið á neinni heildarlöggjöf um geðveikramál, hafa þó lög ver- ið sett um nokkra þætti þeirra. tög um fávitahæli hafa ver- ið f glldi sfðan 1936 og lög um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra síðan 1949. í lögum um rfkisframfærslu sjúkra manna og örkumla eru ákvæði um styrkveitingar til geðsjúklinga, og eru fávitar þar með taldir. Auk þess er í ýms- um lögum að flnna ákvæði varðandl geðveikt fólk, og má þar nefna lög um lögræði, lög um stofnun og sl'it hjúskapar og refsilög. Geðveikralög eru misjafnlega víðtæk í hinum ýmsu löndum, en sameiginleg þeim öllum eru ákvæði varðandi sjúklinga. sem geðveikir eru í þröngri merk- ingu þess orðs. Koma þar fyrst og fremst til greina reglur og fyrirmæli um vistun þessara sjúkfinga í sjúkrahúsum og hælum og brottskráningu það- an, um skyldur venslamanna og yfirvalda gagnvart sjúkling- um. um rannsóknir á geðheilsu manna o. fl. Yfirleitt er í þess- um löndum safnað saman á- kvæðum, er varða skerðingu persónufrelsi sökum geðveiki. Slík geðveikralög vantar til- finnanlega hér, og mun sá skortur einmitt valda sjúkling- um tjóni og venzlafólki þeirra og læfcnum ýmiskonar vand- ræðum. Hér þarf að setja fast- ari reglur að fara eftir en verið hafa til þessa og þá að hafa þá að sjálfsögðu til fyr- irmyndar það sem bezt þekk- ist erlendis á þessu sviði og okkur hentar Á síð.ari árum hafa nokkrum sinnum risið málaferli. sem eiga rót sínp að Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.