Þjóðviljinn - 21.11.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.11.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA HðÐVILIINN Fimmtudagur 21. nóvember 1963 Austin-Gipsy bifreiðin kemst víða þó að vegleysur séu. Reynt til hins ýtrasta á ,þolrifin' í Austin-Gipsy Tveir fulltrúar frá brézku Austin-bifreiða- verksmiðjunum, Dudley F. Whke og Leslie H. Hussein, hafa dvalizt hér á landi að undan- fömu til að kynna sér hversu Ausíin Gipsy bifreiðin reynist við þau skilyrði sem hér á landi eru. Þessir menn hafa víða farið í sama tilgangi, enda mun ætlun þeirra vera sú að aka bifreiðum af þessari gerð samtals 250 þús. kílómetra veg- arlengd til reynslu í ýmsum löndum Evr- ópu, Afríku, Asíu og Ástralíu. „The British Motor Corp- oration“ eru stærstu fram- leiðendur og útflytjendur bif- reiða í Bretlandi. Árleg fram- leiðsla þeirra er nú yfir 800.000 vagnar, sem eru seld- ir 1 öllum löndum. Þetta er fyrirtækið, sem stendur á bak við og framleiðir AUSTIN GIPSY. Þessi vagn er talinn í hópi sterkustu farartækja, sem bridge framleidd eru í þesum flokki til þess að fara erfiðar veg- leysur. Margvíslegir kostir Austin Gipsy er bifreið með drifi á öllum hjólum, knúin ýmist benzín- eða diesel- hreyfli og afgreidd óyfir- byggð, þ. e. með tjaldi, eða húsi, eða framhúsi og palli — og nú er einnig hægt að fá bifreiðina með nýrri yfirbygg- ingu, sem ætluð er sérstaklega til mannflutninga. Meðal kosta bifreiðarinnar til landbúnaðarstarfa má nefna að vélina má auðveld- lega tengja að framan með vindu eða dælu, undir miðj- unni má tengja rafmagnsvél og að aftan má tengja ýmis landbúnaðartæki li'kt og á dráttarvélum. Umbcð fyrir Austin-bif- reiðaverKsmiðjurnar hefur Garðar Gíslason h.f. í Rvík. Barnaverndarfé- B ■ ■ ■ mm m logtn sofnuðu 213 þús. krónum Barnaverndarfélögin höfða kynningu- og fjáröflunardag sinn 1. vetrardag eins og und- anfarin ár. Kvöldið áður flutti dr. Matthías Jónasson. formað- ur Landssambands Isl. barna- verndarfélaga, útvarpserindi, sem hann nefndi: Barnavernd i nútíma þjóðfélagi. Barnabók í 3500 eintökum, seldist upp. Alls söfnuðust 213 þúsund krón- ur. þar af 140 þús. kr. hjá Bamaverndarfélagi Reykjavík- ur 20 þús. kr. á Akureyri, 16.500 á ísafirði. en 10 þús. kr. og minna hjá nokkrum öðrum fé- lögum. Félögin þakka almenn- ingi ágætan stuðning. (Landssamband ísl. barna- vemdarfélaga) Kiwanis-klúbbur stofnaður í Rvík Stofnaður hefur verið hér á landi Kiwanis-klúbburinn Hekla, grein úr Kiwanis Intemational, sem er alþjóðasamtök. stofnuð árið 1924 í Detroit í Bandaríkj- unum, en hafa höfuðstöðvar sín- ar í Chieago. Var stofnfundur klúbbsins haldinn í Þjóðléikhússkjallaran- um fyrir skömmu. Stofnendur voru 30 talsins, en meðlima- fjöldi verður takmarkaður við 50 manns. Verður stefnt að því að stofna fleiri Kiwanis-klúbba í Reykja- vík. Markmið Kiwanis-klúbbsins Heklu eru hin sömu og annarra Kiwanis-klúbba, að stuðla að umbótum á sviði menningar- og félagsmála. Einkum mun klúbb- urinn einbeita sér að líknar- málum og æskulýðsmálum. Það er og eitt af markmiðum klúbbsins að efla gagnkvæm kynni Islendinga og erlendra þjóða. Samtökin eru ópólitísk. Ætlunin er að stofnaðir verði Kiwanis-klúbbar víðsvegar um landið. Kiwanis-klúbburinn Hekla er fyrsti Kiwains-klúbb- urinn, sem stofnaður er á Norð- urlöndum, en þeir hafa hinsveg- ar verið stofnaðir víða <um Ame- ríku og meginlandi Evrópu. um sex þúsund talsins með um 500 þúsund meðlimi. Hin nýafstaðna Olympíu- keppni er ennþá ofarlega í hugum bridgemanna og hér er eitt spil frá þessari sér- stæðu keppni. Vestur gefur og n—s eru á hættu. Norður A 9-5-4 ¥ K-D ♦ 10-6-4-2 * G-9-5-3 Véstur A G ¥ Á-G-10-8- 6-4-2 ♦ enginn * 1Ó-8-7-6-4 Austur A 10-8-7-2 ¥ 9-7-5-3 ♦ Ð-8-7-5-3 A ekkert Suður A Á-K-D-3-2 ¥ ekkert ♦ A-K-D-G * Á-K-D-2 Véstur hefir fyrirmæli um að opna á þremur hjörtum. Aústur hækkar í fjögur og síðan eiga n—s að taka við sögnunum og ná óskasamningnum, sem er sex grönd. Einnig erú gefin stig fyrir að segja 7 í láglitun- um, en þeir samningar eru taldir hafa minni möguleika én sex grönd, þar eð búast má við slæmri legu, vegna hindranasagna a—v. Norður á síðan að spila 6 grönd og vinna þau. Hann fær þær upplýsingar í vega- nesti, að þriggjahjartasögn ▼eáturs lofi sjölit í hjarta. Fundur norrœnnu veitingu- og gistihúsueigendu Austur á að spila út tígulníu og kasta síðan tígul-þristi, þegar sagnhafi tekur iaufa- háspil. Þetta er í rauninni nokkuð auðvelt viðfangsefni, þ.e.a.s. ef maður sér iausn- ina á annað borð. Sagnhafi tekur á tígulás, laufás og spaðaás. Þegar hér er kom- ið hefur hann fullkomna talningu í spilinu og er þá ekkert eftir nema að tryggja sig fyrir þvi að hjartaásinn geti verið hjá hvorum sem er, austri eða vestri. Þar eð austur hefur kastað tígli getum við tekið tíglana í botn, síðan laufakóng og laufatvist. Við svínum síðan laufaníu, spilum út hjarta- kóng og gefum laufdrottn- inguna niður. Lendi austur inni, verður hann að spila frá spaðatíunni, en lendi vestur inni, þá á hann ekk- ert nema hjarta eða laufi að spila. A Fjórar sveitir spila til úr- slita í Bikarkeppni Bridge- sambands Islands um helg- ina. Sveit Agnars Jörgens- sonar, núverandi Bikarmeist- ara og Einars Þorfinnssonar spila um fyrsta sætið og sveit Gunnlaugs Guðmunds- sonar, Hafnarfirði og Torfa Ásgeirssonar um þriðja sæt- ið. Leikur Agnars og Einars verður sýndur á bridgetöfl- unni í Sjómannaskólanum og hefst kl. 14 á laúgardag. Ársfundur Sambands nor- rænna veitinga- og gistihúsa- eigenda, Nordisk Hotel- og Restaurantforbund, var hald- inn í Kaupmannahöfn dagana 20.—23. október s.l., en slíkir fundir eru haldnir árlega til skiptis í höfuðborgum Norð- urlandanna. Fund þennan sátu að þessu sinni 19 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á ársfundum þessum eru jafnan rædd margvísleg sam- eiginleg áhugamál veitinga- og gistihúsaeigenda á Norður- löndum, en þeir hafa verið haldnir siðan 1936. Þó gerðist Island ekki þátttakandi í þess- um samtökum fyrr en árið 1948. ------------------------- Smurt bruuð Snittur. (5L gos og sælgæti Opið frá kl. 8—23,30 Pantið tímanlega í ferm- ingarveizluna. BBAUÐST0FAN Vesturgðtu 25. Simi 16013 Ársfundimir eru mjög fróð- legir og gagnlegir — þátttak- endur landanna fá þar vit- neskju um ýmiskonar nýjung- ar, er snerta rekstur gisti- og veitingastaða, sem þeir síðan flytja með sér til síns heima- lands. Einnig fæst á fundum þessum vitneskja á þessu sviði um nýmæli í löggjöf ná- grannalandanna og sitthvað fleira. Fulltrúar Islands hafa þannig flutt heim til sín frá þessum fundum og vegna samvinnu, sem við þá eru tengdar, margvíslegar hug- myndir og fróðleik, sem þeir hafa komizt í kynni við hjá frændum okkar á Norðurlönd- um, sem viðurkenndir eru að standa í fremstu röð í veit- inga- og gistihúsa „kultur“ í heiminum. Þátttakendur frá Sambandi veitinga og gistihúsaeigenda voru að þessu sinni, formað- ur S.V.G. Lúðvíg Hjálmtýs- son, Pétur Daníelsson, Þor- valdur Guðmundsson og Jón Magnússon. (Frá SVG). SKR0KVAB AÐ REYKVÍKINGUM Það hefur verið venja mín að sjá flest af þvi, sem leik- húsin hér í Reykjavík hafa að bjóða. Fyrir utan áhrif, sem góð lei'kmennt hefur á alla, eru þetta lang ódýrustu skemmtanirnar, sem hér eru á boðstólum, og er ekki úr miklu að velja í litlu landi hjá fámennri þjóð. Hvað leiklist snertir búum við mjög vel miðað við fólks- fjölda. Við eigum marga af- burða góða leikara, sem eru fullkomlega á heimsmæli- þar sóað tugum og hundruð- um þúsunda um eina helgi. Hvað snertir þessa leiksýn- ingu eiga dagblöðin mestan þatt í hvað hún er illa sótt, leikdómarar þeirra réðust öll í kór á þetta leikrit eins og grimmir hundar. T.d. hjá einu dagblaðinu fór gagnrýnandinn á „prufu“, en ekki á frum- sýningu, eftir það skrifar hann leikdóm, sem er honum og blaði hans til skammar. Eini leikdómarinn, sem tekið er mark á, Ásgeir Hjartar- Kristbjörg Kjeld lc>kur aðalhltuverkið í ,,Flóninu’. kvarða og gætu sýnt á sviði hvaða stórþjóðar sem er. Margir skammast yfir, að aðgangseyrir sé hár á leik- sýningar hér. Þetta er hinn mesti misskilningur, verðið er álíka og borga þarf, til þess að sjá góðar bíómyndir er- lendis. Miðað við allt verðlag hér og kaupgetu er aðgangs- eyrir að leikhúsum afar ódýr. Að fara í leikhús hér kostar það sama og fatagjald og einn skammtur af sterkum drykkj. um á veitingahúsum. Fyrir nokkru fór ég í Þjóðleikhúsið, til þess að sjá franska gaman- leikinn „Flónið“. Leikritið er mjög skemmtilegt og aðalleik- ararnir Kristbjörg Kjeld og Rúrik Haraldsson sýna af- burðaleik. Sérstaklega er að- alhlutverkið í meðförum Kristbjargar snilldarlega af hendi leyst. Það sem vakti undrun mína og reiði var, að húsið var nærri tómt þetta laugardags- kvöld. Það sama kvöld voru öll danshús yfirfull, hvert borð setið og hafa margir ef- laust eytt í áfengi andvirði 10—20 aðgöngumiða í Þjóð- leikhúsið. 1 útvai-pinu á sunnudag hljómaði sú frétt, að lögreglan hefði um nóttina yfirfyllt allar fangageymslur af ölóðu fólki. Það er mikil skömm fyrir bæjarbúa að láta íslenzka leikara sýna list sína yfir tómum stólum Þjóðleik- hússins á sama tíma og allar vínknæpur eru yfirfullar og son, skrifaði ekki dóm um þetta leikrit. Eg vil skora á Reykvíkinga að koma í Þjóðleikhúsið og sjá þessa sýningu og um leið að hylla okkar ungu leikkonu, Kristbjörgu Kjeld, en láta ekki lélega leikdómara villa mat þeirra. Neitið ykkur um „sjússana" eina helgi og fyll- ið Þjóðleikhúsið í stað þess, en látið lögregluna fá leyfi það kvöldið. Þið munuð vakna hress að morgni sunnudags laus við „timburmenn" og aðra vanlíðan. Hjálmtýr Pétursson. Tíminn neitaði að birta þetta greinarkorn. H.P. Veðurathuganir Framhald af 7. sfðu. nóttunni rösklega 2% stig á báðum stöðvunum. Úrkoma er alltaf mun breyti- legri en hiti og litlar álykt- anir hægt að draga af mæling- um á henni í fáeina mán- uði. T.d. var úrkoman í júlí í Jökul'heimum sem næst þriðj- ungur af úrkomunni á Hólum í Hornafirði, en í ágúst var úrkomumagnið það sama á báðum þessum stöðvum. Ekki verða allir þættir þess- ara hálendisathugana raktir hér, en heildarniðurstöður at- hugana verða birtar méð skýrslum frá öðrum veður- stöðvum i tímaritinu Veðrátt- unni, og nokkrar frekari upp- lýsingar er að finna í nýút- korrtnu hefti af Veðrinu, riti irplags ídenzkra veðurfræðinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.